Þjóðviljinn - 27.05.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 27.05.1956, Blaðsíða 10
10) ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. mai 1956 Vikuþættir Framhald af 7. síðu völd flokks síns í samtökum eins og Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda og Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, til að láta þau leggja stórfé fram til byggingarinnar, að ó- gleymdu brallinu með bygg- ingu þriggja hæða hússins sem „íbúðarhúsnæðis“. Víst yrði þetta fróðleg saga, byggingar- saga Morgunblaðshússins, og hver veit nema hún verði ein- hverntíma skráð. Minnzt hefur verið á hvernig tókst á giftusamlegan hátt að „leysa húsnæðisvan(damár Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík: Bjarni Benediktsson og Ol- afur Thórs létu Sjálfstæðis- ffokkinni „gefa“ erlendu ríki •------------------------------- 1þróÉtir Framhald af 9. síðu. menn sem hafa orðið glímu- kóngar frá byrjun, aldur þeirra og félag og hvaða ár þeir unnu þennan eftirsótta titil: Ólafur Davíðsson f. 7/10 ’86, Grettir, Ak. 1906. Jóhannes Jósefsson f. 28/7 ’83, Grettir Ak. 1907 og ’08 Guðmundur Stefánsson f. 7/7 ’85, Ármann Rvk. 1909. Sigurjón Pétursson f. 9/3 ’86, Ármann Rvk. 1910 til 1913. Árin 1914—1918 var ekki keppt. Tryggvi Gunnarsson f. 10/6 ’95, Ármann Rvk. 1919 og ’20. Hermann Jónasson f. 25/12 ’96, Ármann Rvk. 1921. •Sigurður Greipsson f. 22/8 ’97, Umf. Haukadal 1922 til 1926. Þorgeir Jónsson f. 7/12 ’04, I. K. 1927 og 1928. Sig. Thorarensen f. 8/9 ’07, Ármann Rvk. 1929 til 1931. Lárus Salómonsson f. 11/9 ’05, Ármann Rvk. 1932 og ’33. Sig. Thorarensen aftur 1934 til 1936. Skúli Þorleifsson f. 2/7 ’13, Ár- mann Rvk. 1937. Lárus Salómonsson aftur 1938. Ingimundur Guðmundss. f. 24/3 II, Ármann Rvk. 1939 og ’40. Kjartan Bergmann f. 9/10 ’ll, Ármann Rvk. 1941. 'Kristmundur Sigurðss. f. 9/10 ’12, Árrnann Rvk. 1942. Guðmundur Ágústss. f. 1/8 ’17, Umf. Vaka 1943 til 1947. Guðmundur Guðmundss. f. 9/9 ’23, Ármann Rvk. 1948 og’ 49. Rúnar Guðmundss. f. 14/10 ’23, Umf. Vaka 1950 og ’51. Ármann J. Lárusson f. 12/3 ’32, UMFR Rvk. 1952. Rúnar Guðmundsson aftur 1953 þá fyrir Ármann Rvk. Ármann J. Láruss. aftur 1954 til 1956. stórhýsi úr ríkiseign. Við það losnaði einkar þægilega húsið Valhöll við Suðurgötu, en búið var að verja stórfé til breytinga á því sem sendiráðsaðsetri. Og jafnsnögglega gerðist það að dýrmæt húseign sambands kaupfélaganna á einum feg- ursta stað Reykjavíkur var orð- in „eign“ Framsóknarflokksjps. Þannig leysa þeir flokkar, sem mikið eiga undiir sér, „hús- næðisvandamál“ sín. Frambjóðandi sem tapar Einn frambjóðandi hefur tap- að nú þegar, og er þó mánuður til kjördags: Áki Jakobsson. Afsökunarrolla hans er eins og varnarþvæla í óverjandi máli. Hún hittir ekki þá félaga hans sem hann reynir að sví- virða með óróðurslygum and- stæðinganna. Hún sakfellir að- eins einn mann, Áka Jakobsson sjálfan. Sjálfur hefur hann kos- ið sér hlut í sögu íslenzkrar al- þýðu sem ódrengur og liðhlaupi frá málstað alþýðunnar, svik- ari við allt það bezta í sjálfum sér, við þá hugsjón sem yljaði æskudögum hans og stækkaði fyrir honum framtíðina, stækk- aði hann sjálfan, brugðizt trausti þess fólks sem lyfti hon- um til æðstu valda. Engum tjá- ir að flýja það allt á náðir auðg- unarvona og upphefðar, meira tapast en vinnst, lífshamingja er ekki á þeim stigum. Vinátta og traust þeirra félaga og þess fólks sem Áki Jakobsson reynir nú að sparka í hefði reynzt honum drýgra og hollara veg- arnesti en „vinátta" hinna, sem nú reyna að brúka hann, þó þeir dylji eklíi fyriiTitningu sína jafnskjótt og hann snýr við þeim baki. Því er það að Áki Jakobsson hefur þegar tapað. Hann hef- ur tapað því sem er meira virði en von um þingsæti og ráð- herrastól. Dvalarheimili Mæðrastyrksnefndar Framhald af 12 síðu. um snemma vel á þann stað, sem nú hefur verið byggt á, en hann er í landi Reykjahlíðar (Hlaðgerðarkots). Bæjarráð samþykkti í september 1947 að gefa nefndinni kost á einum hektara lands á þessum stað, og síðan gerði Teiknistofa land- búnaðarins teikningu að húsinu nefndinni að kostnaðarlausu. Tekið í notkun í sumar Sótt var um fjárfestingar- leyfi til byggingar en langur dráttur varð á að það fengist og hófust byrjunarframkvæmd- ir ekki fyrr en síðari hluta sumars 1953. Tómas Vigrússon byggingameistari var ráðinn til að hafa umsjón með smíði hússins. Síðan hefur verið kappsamlega unnið að bygg- ingunni og er húsið nú að mestu fullgert. Eftir er þó að ganga frá nokkrum hluta innrétting- ar hússins, búa. það öllu innan- stokks, búsmunum og áhöldum, girða lóð og lagfæra o. m. fl. Kosta allar þessar frain- kvæmdir að sjálfsögðu mikið fé, en nefndarkonur vænta þess að fjársöfnunin í dag gangi Jiað vel, að unnt verði að ljúka því nauðsynlegasta í sumar og taka liúsið í notkun. Reist fyrir söfnunarfé Kostnaðurvið byggingu húss- ins nemur um 850 þús. krónum, og hefur Mæðrastyrksnefnd safnað langmestum hluta þess fjár með merkjasölu á mæðra- daginn. Ríkið hefur einnig styrkt Adenauer byggingaframkvæmdirnar að Hlaðgerðarkoti með fjárfram- lögum, og í ágúst sl. féllst Hitaveita Reykjavíkur á að leggja heitt vatn í húsið. Myndarlegt hús Grunnflötur hins nýja húss er 400 fermetrar, ein hæð hlað- in úr þreföldum holsteini á steyptum grunni. í húsinu er stór setustofa, rúmgott eldhús, nokkur misjafnlega stór her- bergi fyrir dvalargesti, íbúðir starfsfólks og ráðskonu, þvotta- hús, kæliklefi, geymslur o. fl. Er húsið allt hið myndarleg- asta. Gert er ráð fyrir að dvalar- gestir geti verið allt að 30, en sumardvalir á vegum Mæðra- styrksnefndar eru gestum al- gerlega að kostnaðarlausu. i Kaupið mæðrablómið- Er þess að vænta, að Reyk- víkingar styrki sumarstarf j nefndarinnar í dag vel eins og I jafnan áður og kaupi mæðra-j j blómið. Það verður selt á göt-1 um borgarinnar, en afhent sölu-1 börnum í öllum barnaskólunum og skrifstofunni Laufásvegi 3 frá kl. 9 árdegis. Blómaverzl- anir verða einnig opnar í dag og nýtur Mæðrastyrksnefnd hluta af söluhagnaðinum. 1 bygginganefnd Mæðra- styrksnefndar eru auk Auðar Auðuns, Steinunn Bjartmars- dóttir og Jónína Guðmundsdótt- ir. Formaður blómasölunefndar er Hallfríður Jónasdóttir. Framhald af 1. síðu. sem Adenauer hélt í Diisseldorf sl. fimmtudagskvöld tók hann undir þá gagnrýni. Óttast aukið fylgi Frjálsa lýðræðisflokksins Fréttamenn segja, að stuðn- ingur Adenauers við gagnrýni iðjuhöldanna stafi fyrst og fremst af því, að hann óttist að þeir muni snúa baki við flokki hans, kaþólska flokknum, og styðja í staðinn Frjálsa lýðræð- isflokkinn, sem áður var sam- starfsflokkur kaþólskra, en er ikennsla Nú er gott tækifæri að læra sund í Sundhöll Revkja- víkur. Vornámskeiðin eru hafin. Sundi skólanemenda og íþróttafélaga er lokið og geta baðgestir fengið aðgang allan daginn. Sértímar kvenna eru á þriðjudags- og fimmtudagskvöldum. — Uppl. í síma 4059. Barnaskóli Kópavcgs Börn fædd 1949 komi Lil innritunar miðvikudaghm 30. maí n.k. kl. 2—4. Geti barn ekki mætt óskast það tilkynnt í skólann. Skólasíióri. öUr \g& tuumeeus Minningarkortin eiu tli sölu í skrifstofu Sósialistaflokks- ins, Tjarnargötu 20; afgreiðslu Þjóðviljans; Bókabúð Kron; Bókabúð Máls og menningar, Skóiavörðustig 21; og í Bóka- verzlun Þorvaldar Bjarnason- ar í Hafnaríirði. Adenauer nú kominn í stjórnarandstöðu, ekki sízt vekna þess að viðhorf hans í utanríkismálum og af- staða til Sovétríkjanna er önnur en stjórnarinnar. Adenauer veit, hversu mikill hnekkir það mundi verða fyrir kaþólska flokkinn, ef auðkýfing- ar Vestur-Þýzkalands, sem lagt hafa honum milljónafúlgur sneru við honum baki. Adenauer lætur í minni pokann Það hefur gengið orðrómur um það í Bonn, að Adenauer myndi reyna að neyða Scháffer og Erhard til að breyta um af- stöðu tii vaxtahækkunarinnar og að þeir myndu heldur kjósa að segja sig úr stjórninni. En í fyrradag kom í Ijós, að Aden- auer neyddist til að láta í minni pokann. Hann ræddi við Erhard á fimmtud. og lýsti að þeirri við- ræðu lokinni yíir því, að hann bæri fullkomið traust til Er- hards og væri samþykkur stefnu hans og aðgerðum í efnahags- málum, og er nú talið víst að þeir Erhard og Scháffer muni sitja . í stjórninni áfram. Vesturþýzka fréttastofan DPA segir að talið sé í Bonn að þrátt fyrir þessa yfirlýsingu Adenau- ers, sé mikill ágreiningur innan stjórnarinnar um hvað skuli gera í efnahagsmálunum. Þeir Erhard og Scháffer leggi höfuð- áherzlu á, að gerðar séu róttæk- ar ráðstafanir til að hefta verð- bólguna sem gerir æ meira vart við sig, en aðrir ráðherrar teljí þess enga þörf. K.R.R. Reykjavíkur r - © r"- ‘y « H ri a 1 t 0g á morgun, mánudag, kl.8,30 keppa FRAM - K.R. Dómari Guðjón Einarsson Heldur áíram í kvöld kl. 8,30. Þá keppa VALUR - ÞR0TTUR Dómari Þorlákur Þórðarson Ennþá eykst spenningurinn — Hverjir verða Keykjavíkurmeistarar 1956? Verða þetta síðustu leikir mótsins, eða þarf að keppa aukaleik til að fá úrslit? ALLIR ÚT Á VÖLL Mótanefndm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.