Þjóðviljinn - 27.05.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 27.05.1956, Blaðsíða 11
15. dagur hans var að gifta sig og hann vantar aöra i hennar stað. En bessar stúlkur hafa sæinilega uppúr sér á fjúrum tímum á dag; þær hafa að sjálfsögðu mikið að’ gera um hádegið — og þá fengjuð þér nægan tíma aflögu til að' hugsa um börnin og heimilið — og þetta er þó að minnsta kosti atvinna." Tilhugsunin um að fara í einkenmsbúning,.höra bakka og lifa af þjórfé gerði Mildred beinlínis veika. Varir hennar fóru að titra af löngun eftir að ónotast og hún renndi tungubroddinum eftir þeim til að' hafa stióm á þeim. „Já, þakka yður kærlega fyrir, frú Boole. Ég skil að'sjálfsögðu að þetta er ágæt byrjun — en ég efast um að ég sé vel til þess fallin.“ Frú Boole varð allt í einu rjóð í framan og fór að tala eins og hún vissi ekki fullkonilega hvað hún var að segja. ,,Nú, ég bið yður aö afsaka frú Fieree að ég skúli hafa ómakað yður hingað út af vinnu sem— þér getið ekld þegið. En einhvern veginn fékk ég þá hugmynd, að yður vantaði vinn.u —“ „Það er rétt, frú Boole. en —“ „En þetta skiptir engu máli, góða mín —“ Frú Boole var staöin upp og Mildred þokaðist í áttina til dyra og hana hitaði í andlitið. Svo var hún aftur komin út í lyftuna og þegar hún var komin út á götuna hataði hún sjálfa sig og hafði hugboö um að frú Boole hataði hana og fyrirliti og áliti hana fífl. Skömmu eftir þetta setti hún sig í samband við ráðn- ingarskrifstofu. Hún valdi skrifstofuna eftir simaskránnl og Alice Brooks Turner varð fyrir valinu, einkum vegna þess hve auglýsing hennar var stutt og laggóð: Bókhaldarar ; Gjaldkerar Sölustjórar Skrifstofustjórar Alice Brooks Turner Aðeins þaulvant fólk. Ungfrú Turner, sem haföi skrifstofur í stórhýsi í mið- borginni, reyndist vera snyrtileg, smávaxin kona, ekki mildu eldri en Mildred og vitund harðsoðin. Hún reykti sígarettu úr löngu munnstykki og meö þvi benti hún Mildred að setjast við lítið skrifborð og án, þess að' líta upp sagði hún henni að útfylla eyð’ablað. Mildred gætti þess að skrifa snyrtilega og skrifaöi. að því er henni sjálfri fannst kynstur af upplýsingum um sjálfa sig, aldur, þyngd, hæð, þjóöerni, trúarbrögð, menntun og hjónabandsstétt. Sumar þessar spurningar þóttu henni heimskulegar, aðrar móögandi. Samt sem áður svaraði hún þeim. Þegar hún kom að spurningunni: Hvers konar vinna óskast? — hikaði hún. Eftir hvers konar vinnu óskaöi hún? Allri vinnu sem gat gefið' henni eítthvaö í áö'ra hönd. en það gat hún auðvitaö ekki skrifað. Hún skrifaði: Móttakandi. Henni var ekki alve~ lióst hvað orðiö þýddi, en það hafði borizt aö eynim hermar undanfamar vikur og það lét vel í eyrum þó ekM væri annað. Svo kom stóru bilin sem hún átti að fylla út meó nöfnum fyrri vinnuveitenda. Með eftirsjá skrifaði hún: Ekki verið í vinnu áður. Síöan undirritaði hún spjaldið. gekk að skrifborðinu og afhenti það. Ungfrú Tumer benti henni aö setjast, las spjaldið, hristi höfuðið og lagöi það á skrifboröiö. „Þetta er vonlaust fyrir yður.“ „Hvers vegna?“ „Vitið þér hvað mottakandi er?“ „Ég er ekki viss um það, en —“ „Móttakandi er latur kvenmaður sem gfetur ekkij gert noltkurn skapaðan hlut og vill sitja þar sem mikiö ber á henni. Það er hún sem er búin svörtum silkikjól, flegnum og stuttum og situr fyrir irman inngangixm. hjá einföldu skiptiborði sem hún slysast á að fá rétt númer úr endrum og eins, aðallega eins. Þér vitið, þessi sem segir, fáið yöur sæti, herra Doakes verður við’ eftir • ÞJÓÐVÍLj'ÍNN Sumwdagur 27: rnaí' 'l95G — andartak. Svo heldur hún áfram að sýna á sér leggina og fægja á sér neglurnar. Ef hún sefur hjá Doakes fær hún tuttugu dali á viku, annars tólf. Með öðrum or'öum, án þess að vilja. særa yður e'ða hafa neitt út á yður að setja, þá er þetta lýsingin á yður samkvæmt þessu spjaldi.“ „Þaö gerir ekkert til. Ég sef ágætlega.“ Ef þessi kokhreysti hafó'i einhver áhrif á ungfrú Turner þá lét hún ekki á því bera. Hún kinkaði kolli » og sagði: „Það efasf ég ekki um. Það gerum við allar. En ég rek énga góðgerðastofnun og það vill svo til að móttakendur éru úr sögunni. Þeir voru hér áður fyrr, í gamla daga, þegar hváða lúsarfyrirtæki sem var þurfti að klína svona móttakanda framaná sig til að sýna að eitthvað væri í það variö. Svo komust menn að raun um að það var reyndar óþarfi. Þeir fóru að sofa hjá kohunum sínum og sennilega hefur það heppnazt vel. Að minnsta kosti hækkaði fæðingartalan. Og heppnin virðist því me'ð yður.“ .,En ég get gert sitthvað annað en þetta.“ „Nei, hreint ekki.“ „Þér gefið mér ekkert tækifæri til að segja yður frá því.“ „Ef þér hefðuð getað gert eitthvaö annað hefðuð þér skrifaö það með skýrum stöfum á þetta spjald. Þér skrifið móttakandi, og það er mér nóg. Meira þarf ég ekki að vita, og það er óþarfi að þér sóiö tíma mínum eö'a ég yðar. Ég skal hafa spjaldiö yðar hérna hjá mér en ég sagði yður áðan og segi þa'ð aftur að þetta er alveg vonlaust.“ Samtalinu virtist lokið, en Mildred neyddi sjálfa sig til að halda: smátölu, meðmælafæðu. Þégar hún fór að taJa hitnaði henni í hamsi og hún skýröi frá því að hún heföi gifzt áður en hún varð sautján ára' og meðán aðrar konur voru að mennta sig hefði hún veriö að hugsa um heimili. Nú hefði hjónaband hennar farið út um þúfur og hún vildi fá aö vita, hvort það væri réttlátt aö henni væri refsaö fyrir þetta og synjað um réttinn til aö vinna fyrir sér eins og annað fólk. Ennfremur sagöi hún aö hún hefði ekki sofið allan tímann, þótt hún hef'ði verið gift. Hún hefði lært aö vera góö húsmóöir og af-: bragðs matselja og reyndar ynni hún fyrir þeim litlu t-ekjum sem hún hefði meö því að matreiöa og baka fyrir nágrannana. Og fyrst hún gat það, ætti hún aö geta fleira. Hún endurtók i sífellu: „Þaö sem ég geri, þaö geri ég vel.“ A-vítamínið ,,endist" vel Það er ekki mjög mikið af A-vítamíni í fæðunni, en það lætur hins vegar ekki bola sér burt úr henni. Þótt smjör sé brætt eða matur sé steiktur í því heizt megnið af A-vítamin- inu. Geymsla í kæliskáp eða frysti eyðileggur ekki A-víta- mínið og suða eða steiking eyði- leggur yfirleitt ekki A-vítamín- innihald fæðunnar. Sháhþáttur m Framhald af 6. síðu. 18. IMlxd4 Hd8xd4 19. Dc3xd4 Ha3-d8 20. Dd4-b4' Be0xa2 21. Bfl-e2 21. Dxb7 gengi -sjálfsmorði næst. Framhaldið gæti orðið 21. — Df4 (hótar máti) 22. Be2 Dd2f 23. Kfl Rd3 24. Bxd3 Dxd3+ 25. Kf2 Dd2f og vinnur. 21. Dl'6-e6 Hótar að vinna drottninguna. Nú dugar 22. Dc3 ekki vegna 22. — Rd3+ 23.. Kfl Dé3. Bezt er Kf2. 22. Db4-e4 Ba2-d5 23. De4-e3 Re5xf3f! Ingi R. Jöhannsson ABCUEFGH i ik'mt hM im ■ m ð s§? m§ m Bli . TA'" ÉÉi W ■mk W§. w i ■■ r 1 túr \ - r Að slípa með sandpappír Þcgar manni er ráðlagt að slipa flöt undir málningu með sandpappír, lætur það í eyr- um sem mjög einfalt og auðvelt verk, en ahir sem reynt h.afa vita að það er erfitt og seinlegt, einkum þegar siípa.á stóra fleti. En gott ráð er að vefja sand- papírnum utan um múrstein, sein klæði er vafið um fyrst. Þungi múrsteinsins gerir það að verkum að hægara er að slípa og nauðsynlegt er að hafa klæð- ið undir til þess að forðast að bvassar brúnirnar á múrsteinin- um eyðileggi sandpappirinn og síðan tréflötinn sem verið er að slípa. Vel stoppaðir koddar Það er óþægilsgt ef koddamir eru of linir o" of Htil fylling í þeim. Góð nrófun er að leggjá koddann í flatan lóiann. Ef hornin le^gjast ekki niður er nóg fylling i koddanum. Og það er ekki nauðsynlegt að kaupa dún í kodda. Koddi á að styðja höfuðið en ekki hlýja því, þes vegna er hálfdúnn ágætur kodda. Síðara hár og stærri hattar Þegar hárið sikkar stækka hattarnir. Storu hattarnir með breiðu börðunum eru nú aftur komnir i tízku o? nýjustu útgáf- urnar af þeim hafa það sér til ágætis að þær eru mjög lát- lausar. Amerisk rannsókn hefur leitt í ljós að mest selst af þeim vör- um sem eru til hægri handar í kjörbúðunum. En menn hafa ekki enn fundið skýringuna. 'MyW&m&m abcdefgh Freysteinn Þorbergsson 24. Kel-f2 Rf3-e5 Með 24. — Dxe3 25. Kxe3 Rh4 gat svartur unnið annað peð strax. 25. Dp3-g5 Hd8-e8 (Hótun 25. — Rd3+ 26. Bxd3 Del má.t) 26. R«l-h3 Re5-c6 27. Be2-g4 De6-e4 28. Bg4-f3 De4-c2+ 29. Kf2-g3 He8-e5 30. Dg5-cl Dc2-f5 31. Hhl-fl Rc6-d4! (Nú dugar Bxd5 vitaskuld ekki vegna Re2+ og mát í næsta leik). 32. Dcl-f4 Df5xf4+ 33. Kg3xf4 He5-f5+ 34. Kf4-e3 Bd5xf3 35. g2xf3 36. Hfl-cl 37. Rh3-f2 38. Hcl-dl 39. Rf2-e4 40. Ke3-f4 Svartur treystir stöðuna eft- ir peðsvinninginn. Hvíti hrók- urinh má ekki komast til d7. 41. Re4-f6+ Kg8-g7 42. Hdl-d6 43. b2-b3 44. Rf6-e8+ 45. Re8-f6 46. Rf6xh7+ 47. Rli7-g5 Hb3-h4+ 48. Iíf4-g3 Hb4-d4 49. Rg5-e4 a7-a5 50. HdGxdl Rc6xd4 51. Re4-d6 Rd4-f5+ og hvítur gafst upp. Rd4-c6 Hf5-h5 Hh5xh2 Hh2-h,5 Hh5-e5 He5-e7 IIe7-e2 He2-b2 Iig7-f8 Hb2xb3 r Kf8-g7 TIi Útgeíandi: SameininEarflokkur alþýSu - Sóslalistafloltkurinn. — Ritstiórar: Magnús Kjartansson (ab.), Sigurður Guðmundsson. — Fréttarltsfcjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sisur- jonsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Visfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson. — AuglysingastJorl: Jónsteinn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreíðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 10. — Síml 7500 (3 íínur). -- Áskriftarverð kr. 25 á mánuði í Reykjavík og nágrenni: kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöiuverð kr. 1. Prentsmlðia ÞJóðvilJans h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.