Þjóðviljinn - 29.05.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.05.1956, Blaðsíða 7
Langar liann út í Iöndin gód að læra siðe og smíðin fróð; maðurinn liefnr ínesta þrá til Moskóvíen í Rússíá. Höfuðborg' í heiminum mesta heldur þá. Bjarni Gissurarson mn 1700. Vinsældir Rússa hér á landi eru ekki nýjar af nálinni, enda segir Arni frá Geitastekk, seint á 18 öld, að hann vilji heldur þjóna þeim í 10 ár en Dönum í fimm daga. Á síðustu áratug- um hefur^ þessi ástarhneigð ís- lendinga einkum birzt hjá blaðamönnum. Þeir hafa ritað meira um þetta víðlenda ríki í austri en nokkurt annað fyr- irbrigði á jarðríki. Mörgum þeirra hefur tekizt með alúð og einbeitni að göfga Moskóví- enþrár sínar í lítt hamið hatur á fyrrgreindu frægðarfólki; en ást og hatur eru systkin eins og kunnugt er. • Ferðir sem aldrei voru farnar Ég er einn þeirra manna, sem hef verið orðaður við hjartahlýju í garð Rússa um nokkurt skeið, en á sennilega íslandsmet í sjálfsafneitun, því að ég hef þegar neitað fimm sinnum að takast á hendur langferð þangað austur. Skrá min yfir ferðirnar, sem aldrei voru farnar, getur því orðið engu minni en hjá Brynleifi, þegar stundir líða. Hins vegar stóðst ég ekki freistinguna að Þessa „götmnynd“ af Sverrl Kristjánssynl tók Björn Þor- steinsson i Kaupmannahöfn á dögunum. Sverrir hefur í vetur kannaS dönsk skjalasöfn í ieit aö heimildum mn island og ís- lenzk málefni. Hefur hann þegar skrásett um 15000 bréf, sem sum voru meö öllu ókuim; og hefur hann unnið hér hið merkileg- asta verk. BJÖRN Þ0RSTEÍNSS0N: lf þásunA íslenxk bréf „Dálítil ferðasaga \ I. ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 29. maí 1956 — (7 MARP fvá flpskiilýðsnefnd Alf>^ðubnn4n(n0sins Ný viðhörf hafa skapazt í íslenzkum stjórnmál- um. Þeir, sem ráða fjármagni og ríkisvaldi þessa lands, hafa nú í rösklega eitt ár beitt óvenjulegu ofurkappi til þess að sannfæra verkafólk og alla launþega um það, að verkföll borgi sig ekki. — Allt sem ávinnist í verkföllum skuli ríkisvaldið jafnharðan að engu gera. Áhrif þessarar áróðurs- herferðar hafa orðið þau, að mun fleiri en áður hafa gert sér ljóst, að alþýðan verður að taka höndum saman á sviði stjórnmálanna og tryggja þannig, að ríkisvaldinu verði beitt í þágu almenn- ings, en ekki til þess að skapa auðmönnum gróða og völd. Vegna þessa skilnings á hinu nána sam- bandi milli kjarabaráttu og stjórnmála hefur Al- þýðubandalagið orðið til. Við, sem höfum tekið höndum saman í Alþýðu- bandalaginu, erum ekki sammála um alla hluti, en nauðsyn þess að skapa íslandi ríkisvald, sem alþýðan geti treyst, hefur orðið smávægilegum ágreiningsefnum yfirsterkari. í stefnuyfirlýsingu Alþýöubandalagsins er sýnt fram á hvernig breyta megi öfugþróun síðustu ára og skapa bjartari framtíð á fslandi. Þess vegna á AlþýðubandalagiÖ alveg sérstakt erindi til æsk- unnar. Æska landsins á aðeins um tvo framtíðarkosti aö velja: Annars vegar aö þjóna undir framandi herveldi, ef til vill við sæmileg efnahagsleg kjör, meðan hernámsþjóðin er að tryggja sér öll völd, en tæplega við þann orðstír, er sæmi þeirri æsku, sem tekur við fullvalda ríki úr höndum feðra sinna. Hinn kosturinn er sá að efla atvinnuvegi þjóðar- innar og skapa þannig velmegun sem varir og krefst þess ekki, að við fórnum sæmd okkar. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins, sem skipuð hefur verið að tilhlutan miðstjórnar Alþýðubanda- lagsins, heitir á íslenzka æsku aö gera sér glögga grein fyrir hinum tveimur kostum, sem völ er á. Við vitum, að þeir sem ungir eru eiga aö öðru jöfnu auðveldara meö aö átta sig á nýjum viðhorf- um í stjórnmálum, þeir eru ekki jafn bundnir ákveðnum flokkum af gömlum vana og þeir sem eldri eru. Þess vegna erum við þess fullviss að það verður fyrst og fremst sú æska íslands, sem á óspilltan metnað og ríka skynsemi til að bera. sem tryggt getur sigur Alþýðubandalagsins 24. júní. Við heitum á íslenzka æsku, að duga vel í því stríði, sem nú er háð til þess að tryggja framtíð þjóðar okkar. Fram til starfa fyrir Alþýðubandalagið. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins: Jósep Helgason, afgreiðslnmaður Magnús Bjarnason, verkstjóri Friðrik Brynjólfsson, trésmiður Ingimar Sigurösson, vélvirki Jón Böðvarsson stud. mag. Ingi R. Helgason, lögfrœöingur Adda Bára Sigfúsdóttir, veöurfrœðingur Guðmundur J. Guðmundsson, verkamaður Guðmundur Georgsson stud. med. Jeggja í skoðunar- og /ann- sóknarför til Bæheims, Sló- vakíu og Þýzkalands, þegar mér barst í þriðja sinn boð þangað austur. Vísindaleiðangur minn hófst þann 17. apríl á Reykjavíkur- fiugvelli, og var ég fararstjóri hjá sjálfum mér, því að Kiljan, sem boðið ver um svipað leyti á rithöfundaþing i Praha, hafði valið sjóleiðina til Englands og Frakklands. • Noregur stendur í vatni Fiugveður og skyggni var einkar gott, en Atlanzhaf er fremur fábreytilegt og lítt seiðandi úr lofti að sjá. Veður- sorfnar og lábarðar fjallsgníp- ur Færeyja teygja sig í fáti úr hafi og eru einu kennileitin á leiðinni til Noregs, en þar heilsar manni gliðruleg strand- lengja Vestfjarða. Eftir nokkra dvöl á flugvelli við Björgvin er flogið í heiðríkju suður yfir Harðangur og Rygjafylki. Úr lofti að líta er Noregur afar undarlegur. Það er engu líkara en hann langi til þess að verða að landi, en takist það ekki; hafsbotn hafi gripið óstjórn- leg þrá til þess að rísa úr und- irdjúpum og gægjast til lofts, og hann gnæfir þvi hærra sem umkomuleysi hans sem lands er meira. Af einskærri ertni þrengir hafið sér firna langt inn í Iand og sleppir ekki tökum sínum, svo að Noregur virðist standa í vatni upp í rnitti. Fyrir neðan okkur hanga hús og' bætir utan í fjallabrún- um og speglast í djúpinu fyrir neðan. Mig undrar ekki fram- ar, að forfeður okkar héldu endur fyrir löngu úr þessum bjargfuglabústöðum til íslands. En víðsýni dvín óðum, og grámuskuleg veröld tekur við í suðri. Bládjúpt haf, með grænni rönd við land, hverfur að baki, en hvítkögruð Jót- landsströnd tekur við. • Christían nokkur Jörensen Kastrup er einn af fjölförn- ustu flugvöllum Evrópu við bæjardyr glæstrar heimsborg'- ar. í móttökusölum þessarar miklu flugstöðvar gladdist ís- lenzkt kotungshjarta í brjósti mér, þegar ég sá, hve auglýs- ingar Loftleiða og Flugfélags- ins skörtuðu fagurlega við hlið auglýsinga frá brezkum, bandarískum og öðrum loftfara- stórveldum. En það er einnig' staðreynd, að við erum þegar miklir í lofti, og einhverntíma í framtíðinni verður Reykjavík stórborgin í Atlanzhafi, mikil- væg miðstöð á alþjóðlegri flug- leið, frægt norrænt mennta- og visindasetur, borg stóriðju og tærs, sv.alandi andrúmslofts. Hér var mér tjáð, að Christi- an nokkur Jörensen biði mín við Dagmarhús, en þegar þang- að kom, birtist þar góðkunnur sagnfræðihgur, Sverrir Kiúst- jánsson að nafni, öldungis ó- breyttur, þótt nafn hans hefði misgengizt í meðförum. • 15 þúsund íslenzk bréf Sverrir hefur setið á dönsk- um skjalasöfnum í vetur og skrásett þar um 15.000 ísl. bréf aðallega frá 19. öld, en þó mun firnamikið leynast þar ennþá. Síðasta daginn, sem ég var í Höfn, fylgdi ég honum í Kon- unglega safnið. Þá hafði hann beðið um bréfasafn Jóns Árna- sonar þjóðsagnasafnara, en af •því eru enn bönnuð afnot. Hann bjóst við einum eða tveim pökkum, en rak heldur upp stór augu, þegar tveir fíl- efldir safnverðir nálguðust borð hans og óku á undan sér hlöðnum vagni af handritum og sögðu honum að gjöra svo vel. Það mun í ráði að ljósmynda þau bréf, sem Sveirrir grefur upp, svo að þessi gögn verði aðgengileg heima á íslandi, en þau hafa að geyma sögu okkar. Þegar á 18. öld. verða dagblöð og bæklingar helztu sagnfræði- heimildir Evrópuþjóða utan ís- lands, en okkar saga er að miklu leyti skráð í einkabréf- um fram undir 1900. Bréf- snifsi, sem íslendingur skrifar dönskum mektarmanni, getur verið okkur jafn dýrmæt heim- ild og fagurprentuð stórblöð öðrum þjóðum. • Tvær memiingarstofnanir í afkima háskólabókasafns- ins er handritasafn Áma Magnússonar, eins og frægt er orðið, en úr gluggum þess blasir við Daels Varehus, ein af stórverzlunum Hafnar, en Daels sendi _jafnan rnynd- skreytta verðlista til íslands á 3. tug aldarinnar, og voru þeir ásamt íslendingasögum helztu bókmenntir barna austur í Holtum. Hér standa þessar menningarstofnanir hver and- spænis annarri; annað hofmóð- ugt skrauthýsi kaupmangara sem hafði eitt sinn vakið undr- un í fávísum bamssálum norð- ur á íslandi yfir dásemdum og glæsileik mannlífsins, en hitt öldurmannleg höll og hefur að geyma mikinn hluta þeirra andlegu fjársjóða, sem eru heimanfylgja íslenzkra kyn- slóða og helzti skerfur til heimsmenningarinnar. • íslenzkar „gjafir“ til Dana Það er öllum kunnugt, að Árni Magnússon arfleiddi há- skólann að safni sínu, þótt margt væri í vörzlu hans með vafasömum rétti. Við höfum reist kröfur til safnsins, en því er haldið fyrir okkur af dönsk- um íhaldsmönnum og sósíal- demókrötum. En það eru fleiri, sem hafa afhent eða „gefið“ Dönum íslenzka fjársjóði en Árni Magnússon. Þorvaldur Thoroddsen gaf Konunglega bókásafninu allt sitt bréfasafn, að viðbættú bréfasafni Péturs biskups, Bergs Thorbergs landshöfðingja og Jóns Áma- sonar. Þessi söfn eru geysimik- il að vöxtum og stórmerk. Bogi Melsteð gefur sömu stofnun öll sín handrit og bréfasafn, þar á meðal drög að sögu Bald- vins Einarssonar og samtíðar hans, meginhluta af skjölum Melsteðs-ættarinnar og allt skjalasafn dr. Gísla Brynjólfs- sonar og Gísla yngra sonar hans. Á Ríkisskjalasafni Dana eru öll skjalasöfn Gríms Thorkel- íns og Finns Magnússonar, en þau eru bæði mikil að vöxtuna og merkileg. Framhald á 11. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.