Þjóðviljinn - 31.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 31.05.1956, Blaðsíða 1
VILIINN Fimmtudagiir 31. maí 1956 — 21. árgangur — 120. tölublað Veitið aðstoð! 1 Stuðningsmenn Alþýðubanda- lagsins eru beðnir að koma í sjálfboðaliðsvinnu í skrifstofu Alþýðubandalagsins Tjarnarg. 20 þegar þeir hafa tíma. Skrif- stofan er opin frá kl. 10-12 f.h,p 1-7 e.h. og 8-10 e.h. alla daga fram að kosningum. Einar Olgeirsson: NÚ ÞEGAR ÞARF AÐ KAUPA TUTTUGU TOGARA, STÓREFLA VÉLBÁTAFLOTANN OG FISKIÐJUVERÍN Það er hægt að fá lán til slíkra kaupa og markaður er öruggur. Þannij er hægt að tryggja atvinnuöryggi og atvinnujafnvægi um land allt Undanfarin 8 ár hefur ríkt EYÐSUU- og ARÐKÁNSSTEFNA í íslenzkum þjóðarbúskap. Valdhafarnir liafa aðeins hirt um hað að Játa þ.jóðina eyða sem mestu og hafa helmingaskipti um ágóð- ann af útflutningnum. — en þeir liafa ekkert hirt um að auka útflutninginn og þarmeð gjaldeyrisframleiðsluna. Áþreifanlegast sést það á því að í ÁTTA ÁR hefur ENGINN NÝR TOGARI ver- ið keyptur til landsins, en á sama tíma eru FLUTTIR INN FIMM ÞÚSUND BÍLAR. Þessi eyðslustefna hefur grafið undan íslenzk- um þjóðarbúskap og því er nú komið sem komið er. Samtímis hefur svo ríkt sú stefna að arðræna almenning sem mest með gengislækkunum og hóflausum álögum, og safna þannig auö í hít valdhafanna. Það þarf að gerbreyta um stefnu. Það þarf að taka upp STEFNU FRAMLEIÐSLUAUKNINGAR og samfara henni STEFNU RÉTTLÆTIS í GARÐ HINNA VINNANDI STÉTTA í stað þrot- lausra árása á liag þeirra og réttindi. Stefna Alþýðubandalagsins er að nú þegar séu gerðar ráðstaf- anir til þess að kaupa, — og sumpart smíða hér innanlands — allt að 20 togara. Það er hægt að fá smíðaða 10—15 tog- ara í Austur-Þýzkalandi, sem gætu farið að korna hingað heim haustið 1957, m. ö. orðum: ver- ið til taks til að skapa atvinnu um allt land, þegar herinn væri að fara og hernaðarvinnan að hætta. Það er hægt að borga slíka togara i fiski og fiskafurð- um. Og það ætti, ef vel væri á haldið, að vera hægt að fá hag- stæð lan til þess að greiða svona framleiðslutæki með. — Það er ekki að marka þó núverandi ríkisstjórn gangi iila að ~ fá I lán erlendis. Hver hefur traust á fjármálastjórn. sem flytur inn 5000 bíla, sem lieimta sitt benzín, en vanrækir að afla f^ekja . til þess að auka gjald- eysfisframleiðsluna? Það þarf að stórauka bátaflot- j ann, bæði að taka upp bátasmíð- ar innanlands fyrir alvöru og kaupa báta erlendis frá. Og það þarf að efla stórum fiskiðjuver- in og byg'gja ný. Með svona aðgerðuni er hægt að stöðva þá öfugþróun, sem eyðslu- og arðránsstefna auð- valds og afturhalds hefur skap- að á síðustu árum, og snúa við inn á réttar brautir: Islendingar geta lifað sjálfir af sínum eigin auðlindum, og byggðin um Iand allt, — sú, er eyðingin nú vofir yfir, — myndi blómgast á ný, er liún fengi þessi alvinnutæki í hendurnar. Fóikið myndi hætta að flýja frá byggðunum beggja megin Húna- flóa, er togari væri kominn, er legði upp til skiptis á Hólmavík og Höfðakaupstað. Siglfirðingar þyrftu ekki lengur að flýja að heiman í atvinnuleit, er einn togari hefði bætzt við. Sex nýir togarar fyrir Norðurland myndu breyta atvinnulífinu þar. Sama yrði uppi á Vestur- og Austur- landi með 3—4 togurum ,a. m. k. í hvorn fjórðung. — Og um leið myndi vélbátum fjölga, móttöku- skityrðum og fullvinnslu á fiski verða gerbreytt. Um þetta átak þarf þjóðin aö sameinast. Alþýðubandalagið er sá aðili, er mun knýja þessa stefnu fram, ef þjóðin samein- synleg til þess að tryggja fram-^ tíðina. Það þarf vissuiega að ráðast | í stórframkvæmdir i islenzkum iðnaði og stóriðju og landbúnaði — og það verður gert. En stór- virkið í efiingu sjávarútvegs- ins er hægt að vinna strax. Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan skilning á þessu máli. hann einblínir nú á það að haida í hernámsgróðann og vill ekki trúa því að ísland geti lifað án hernámsins. Hægri menn Framsóknar og Alþýðuflokksins liafa livorki vit né vilja til þess að gera neitt í þessuni málum ótilneyddir. Þeir gátu nú setið í ríkisstjórn, ef þeir hefðu viljað samþykkja lög, er heimiluðu þeim svona framkvæmdir. En þeir neituðu, af því þeir ætla að leggja í gengislækkun og kaupbindingu að kosningum loknum, — og vilja fá atvinnuleysi, svo kaup- kúgunin takist frekar. Það er Alþýðubandalagið eitt, sem* hefur þá umhygg.iu fyrir almenningshag, að vilja knýja þetta frain, — af því Alþýðu- bandalagið er samtök vinnandi fólksins sjálfs. Það er Alþýðu- bandalagið, sem liefur þá for- sjá í þessu máli að vita livað nauðsynlegt er, — þann stórhug að sjá hvað hægt er. Þess vegna er það lifsnauð- syn að alþýða manna og' allir, sem efla vilja sjálfstæðan ís- lenzkan atvinnurekstur, fylki sér nú uin Alþýðubandalagið í þess- u m kosningum. Mollet hefur eneee tue*' lausn á Alsármá! u í dag heíjast þriggja daga umræður á franska þinginu um stefnu stjórnarinnar í dag hefjast á franska þinginu umræöur, sem standa munu í þrjá daga, um stefnu stjórnar Mollets og þá fyrst og fremst pn stefnu hennar í Alsírmálinu. Ríkisstjórnin sat á fundi í gær og gerði Mollet þar grein fyrir því, hvað hann myndi til mála leggja i umræðunum. Stjórnin samþykkti að heimila Mollet að fara íram á við þingið, að það veiti henni traust vegna stefnu hennar í Alsír. (i Hefur enga lausn á takteinum Fréttamenn í París þykjast vita að Mollet muni ekki- geta iagt fyrir þingið neina lausn, sem likleg sé til að korna friði og betri stjórnarháttum á í Alsir. Stjórnin er sögð hafa haft ýmsar tillögur til athugunar, en ekki getað feilt sig að Öllu leyti við neina þeirra. Fyrsta tillagan er sú að skipta Alsír í tvö ríki, annað íyrir Serki og hitt íyrir Frakka. Þessi lausn er talin óframkvæm- anleg' vegna efnahagslegrar ein- ingar landsins. Önnur er sú, sem nefnd er Sikileyjarlausn, þ. e. að veita Aisír svipaða sjáifstjórn og sér- stöðu og Sikiley hefur i italska ríkinu. Sú tillaga e-r heldur ekki taiin vænleg til árangurs. Þriðja tillagan, sem er nefnd svissnesk lausn, er að Alsír verði á sama hátt og Svisslandi skipt í mörg sjálfstjörnarhéruð Framhald á 11. síðu -«> Pietro Nenni Fiinar Olgeirsson ast svo vel um það, að Alþýðu- bandalagið verði eini sigurveg- arinn í þessum kosningum. Hve brýnt það er orðið að hafizt sé handa um endurnýjun togaraflotans, sést bezt á því, að raunverulega þarf að kaupa 2 togara á ári bara til þess að flotanum sé haldið við, því nú- verandi 43 togarar voru keýptir á þrem árum, 1945—48, og' eld- ast því eðlilega allir i einu. Á síðustu 8 árum hefði þvi raun- verulega þurft að kaupa 2 tog- ara á ári eða 16 alls, svo stór- kaup á togurum nú eru nauð- Aukin áhrif verklýðsflokka eftir kosningar á Ítalíu Sveitast]órnarkosningarnar taldar munu leiÓa til vinstrisinnaSrar st}órnarstefnu Enda þótt endanlegar úrslitatölur hafi enn ekki bor- izt frá sveitastjórnarkosning'unum á Ítalíu á sunnudag og mánudag, þykir sýnt, aö verkalýösflokkarnir, kommún- I istar og sósíalistar, hafi í sameiningu aukiö fylgi sitt j nokkuö og stóraukiö fulltrúatölu sína. Taliö er víst aö kosningarnar muni leiða til aukinna áhrifa þeirra á stjórn landsins. Samkvæmt þeim tölum sem nú hafa verið birtar hafa ekki orðið neinar stórfelldar breyt- ingar á fylgi þeirra megin- fylkinga sem móta ítölsk stjórnmál, verkalýðsflokka kommúnista og sósíalista, mið-» flokkanna og íhaldsflokka kon- ungssinna og nýfasista. Helzta breytingin er sú að hinir síðast nefndu hafa misst allmikið at atkvæðum sínum tii miðflokk- anna. Koinmúnistar lialda fylgi sínu Fylgi kommúnista hefur Framhald á 5. síðu. Allir sem vilja vinna að sigri Alþýðubandalagsins þurfa að taka söfnunargögn •.j«í

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.