Þjóðviljinn - 31.05.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.05.1956, Blaðsíða 6
IJK) _ ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagur 31. mai 1956 ÞlÓÐVILIINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýOu — Sósialistaflokkurinn Orð í efnda stað I thygli hefur vakið hve lítið hefur gætt í kosningaá- xóðri íhaldsins og' Hræðslu- bandalagsins eins af eftirlætis- vígorðum þeirra: Jafnvægi í foyggð lantlsins. Eiga þeir. sem einhvers hefðu vænt sér af framkvæmdum samkvæmt því vígorði örðugt með að skilja hvers vegna hinir vígreifu flokkar sem ætla sér enn að þiggja þingmenn úr strjálbýl- inu, láta sér nú hægt um það merka mál. Varð Þorsteinn bóndi á Sandbrekku til þess nú x • vikunni að minna á í út- varpsþætti að fólkið úti á landi á bágt með að sætta sig við að hugtakið jafnvægi í byggð iandsins sé einungis orð í munni stjórnmálamanna, heldur þyrfti það að verða að veruleika í lífi fólksins. ■jT'kki er móti von að stjórn- málamennirnir séu minnt- ir á leik sinn með hugtakið jafnvægi í byggð landsins. Vegna beinna aðgerða ríkis- stjórna Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokks- ins hefur fólkið flykkzt í sí- vaxandi mæli til Suðvestur- Jandsins. Vegna óstjórnar þeirra flokka hefur atvinnu- Jeysi og öryggisleysi orðið hluiskipti fjölda manna á Vest- ■urlandi, Norðurlandi og Aust- jxriandi, einnig nú síðustu ár- in. Fólki hefur verið smalað til hernámsvinnunnar, einkum þó pólitískum gæðingum -stjórnarflokkanna, og reyndin orðið sú að brátt flytur það búferlum til Faxaflóabyggða og hjálpar til að raska „jafn- væginu” í byggð landsins, andsfrægt varð í vor „starf“ helnríingaskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins og Fram- ■sóknar, er fjalla átti um „jafn- vægisvandamálið" og finna á "því varanlega lausn. Voru sett- 3r til tveir áhrifamenn fiokk- •anna, Gísli Guðmundsson og •Gísli Jónason, að leysa það Tnál. Létu báðir flokkarnir drýgindaiega árum saman af •því mikla starfi sem unnið væri a því sviði, og var fólkinu úti xim land óspart gefið í skyn í 'ísafold og Tímanum að nú væru að finnast ráð sem dygðu. Árangurinn varð broslegt ■hneyksli í þinglokin í vor. Jienti þá Ólafur Thors frum- varpi inn i þingið með hjart- Jiæmum orðum um iausn jafn- vægismálsins. Virtist hann ekki hafa gefið sér tíma til að Jesa frumvarpið (fremur en Kópavogsfrumvarpið alræmda og önnur þingskjöl!). ýmsum alþingismönnum. Þegar sósíaiistar og jafnvel stjórnar- flokkaþingmenn vöktu máls á þessum staðreyndum, ui’ðu ráðherrarnir ókvæða við, en börðu þó hausum við stein og töldu eftir sem áður að frum- varpið væri lausn á vanda- málum fólksins í strjálbýlinu. Aumingja Gíslarnir héldu langar ræður um allt öj ekki neitt, og viðurkenndu raunar að þeir lrefðu gefizt upp á hinu skrumauglýsta „stárfi“. ¥ meðferð málsins sýndu þing- menn sósíalista fram á, að fyrir þinginu í vetur lægju mörg mál, sem gætu haft mikil áhrif í þá átt að bæta afkomumöguleika fólksins úti á landi. Eitt þeirra var frum- varp Karls Guðjónssonar, Hannibals Valdimarssonar og fleiri þingmanna „uin kaup og útgerð togara og stuðning við sveitarfélög til atvinnufram- kvæmda“, og samhliða því til- lögurnar um stækkun friðunar- svæðanna kringum landið. Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sókn voru samtaka um að hindra framgang þeirra mála. Þegar sósíaiistar reyndu svo að gefa „jafnvægisfrumvarpi“ stjórnarflokkanna innihald með því að flytja meginefni frumvarpsins sem nefnt var og friðunartillögurnar sem breyt- ingartillögur, komst afturhald- ið í vanda. Sjálfstæðisflokkur- inn greiddi þó hiklaust at- kvæði gegn eflingu togaraflot- ans, ráðstöfunum til atvinnu- aukningar í strjálbýiinu, og stækkun friðunarsvæðanna. Framsókn samþykkti heila kafla úr breytingartiilögum sósíalista, en hjálpaði íhaidinu til að fella aðrar. Að því búnu sömdu Ólafur Thórs og Ey- steinn um að svæfa „jafnvæg- isfrumvarpið“ værum svefni, og sýndu þar með að stóru orðin um nauðsyn athafna á þessu sviði höfðu í þeirra munni aðeins verið vesælt skrum og áróður. I orsteinn á Sandbrekku og aðrir þeir sem lagt h^fa trúnað á áróður afturhaldsins mega áreiðanlega hnippa fast og oft í foringja sína, eigi að takast að kenna þeim að efna loforðin, standa við stóru orð- in. Og mun nú mörgum þykja fullreynt, að til þess þurfi aðra menn, aðra fiokka en íhaldið og Framsókn. S>--------------------------* G-listinn #\nnur eins hrákasmíði í frumvarpsformi mun vart hafa sézt á Alþingi. Var það fyrri hluti þess að ný nefnd skyldi vinna verkið sem Gísl- unum var falið, en síðari hlut- inn að sama nefnd skyldi út- hluta þeim fáu milljónum til atvinnubóta, sem veitt hefur Terið undanfarandi ár, m. a. er listi Alþýðubanda- lagsins Hvers vegna þegir Alþýðu- blaðið um hernámsmálin? Það hefur vakið athygli margra að Alþýðublaðið hefur ekki sagt orð um hernámsmál- in vikum saman. Enda þótt Aiþýðuflokkurinn stæði að á- lyktun. Alþingis um endurskoð- un hernáms- samningsins og brottflutn- ing hersins liefur * blaðið ekkert gert til að skýra áinnaskipti leiðtoganna. Enda þótt her- námsmálín hafi verið eitt helzta umtalsefni blaða og funda og valdið háværum deilum og hörðum orðum, hef- ur Alþýðublaðið þagað sem fastast; það liefur ekkert liaft til málanna að legg.ja; það lief- ur ekki einu sinni komið bandaflokki sínum til hjálpar í umræðum við íhaldið. Hvað veldur þessari athygi- isverðu þögn? Því geta AI- þýðublaðsmenn einir svarað að fullu, en ef til vill er nokkr- ar vísbendingar að sækja í eftirfarandi staðreyndir. Einn helzti — og úrræða- bezti — maður í fjármálastjórn Alþýðublaðsins er Guðmundur í. Guðmundsson. Þessi sami Guðmundur í. Guðmundsson er einn af meðlimum varn- armálanefndar, á kafi í her- mangarabraskinu og sá lands- mánna sem einna nánast sam- band hefur við bandarísku herstjórnina og bandaríska sendiráðið. Þögn Alþýðublaðsins og hinu tvíþætta lilutverki Guð- mundar í. Guðmundssonar ber saman. Þar er kannski um tilviljun að ræða, eða livað? Gunnar Valdimarsson í Teigi: Gaddarnir í tunnunni íslenzkar landbúnaðarafurð- ir hafa löngum þótt dýrar og lítt samkeppnisfærar á heimsmarkaði. Er það í sjálfu sér lítið undrunarefni, þegar borinn er saman fóður- kostnaður á fénaði, sem geng- ur sjálfala 8-12 mánuði árs- ins og okkar búsmali, sem stendur við jötu 5-9 mánuði á ári. — Öruggt mál er þó, að þennan mun má' gera miklu minni og jafnvel að engu ef ræktun og heyöflun kemst í sæmilegt nútímahorf, en um það er ekki ætlunin að ræða í þessu greinarkorni, heidur var aðeins ætlunin að spyrja og ef til vill svara að ofur- litlu leyti: Hversvegna eru hinar dýru landbúnaðarvörur orðnar rándýrar, þegar þær koma tii neytenda? í kjötleysinu undanfarin sumur hefur mörg húsmóðir- in eflaust tautað okkur bænd- um, þegar hún tæmdi budduna til þess að greiða bita af ali- kálfakjöti, sem svo reyndist kýrkjöt, þegar átti að fara að tyggja. Hver á sökina á því að hús- mæður urðu að greiða 30-60 kr. fyrir kg. af nautakjöti und- anfarin kjötleysissumur? Því er bezt að svara með raun- hæfu dæmi. Sumarið 1952 slátraði ég 2ja vetra uxa í sláturhúsi kaupfé- lags míns, og fékk ég fyrir hann 1600 kr. eða 12 kr. fyrir kg. Þá vissi ég fyrir víst að nautakjöt var selt í Reykjavík á a.m.k. 30 og 36 kr. kg., gat þó verið meira. Fyrir húðina fékk ég um 80 kr„ og var það rétt mátulegt til að borga slátur- launin. Skósmiðir hafa sagt. mér að hálf húð af þykku leðri kosti um 400 kr. eða 800 kr. húðin, en þegar við bænd- ur sendum húðir í sútun er vinnslukostnaður um 200 kr. á húðina. Og nú spyr ég aftur: Er það mér að kenna þó að kjöt, sem ég legg inn í þjóðar búið fyrir 1600 kr. sé selt ein- stökum húsmæðrum fyrir um 4000 kr. eða öilu heldur sama magn af lakara kjöti, og er það mér að kenna þó húð sem ég fæ 80 kr. fyrir kosti skó- smiðinn 600-800 kr.? Allt er dýrt úr uil, segir fólk, en hvernig stendur á því? Við bændur fáum 12-14 kr. fyrir kg., og þegar við sendum ull í lopa kostar vinnsla 12-15 kr. á kg„ þ.e. ull og vinnslu- kostnaður 24-29 kr„ en lopinn sem þú færð í búðinni kostar 60-85 kr. kílóið. Eg kvartaði undan því á fundi kaupfélags míns að það væri lítið að fá 4 kr. íyrir kg. af gærum sem settar eru í annan gæðaflokk, en þangað fara öll skinn af kindum sem eru í tveimur reifum, svo og þeim sem slátrað er i desember og síðar. Það var tekið illa undir mál mitt, og varð það til þess að ég sendi til gamans ull af einu slíku skinni, sem var þó óvenju ullarlítið, og fékk jafn- þyngd ullarinnar í lopa eða 0,9 kg. sem kosta í búð (með- alverð) kr. 62,10. Eg þurfti að borga kr. 12,15 fyrir lopann, og við skuium draga hér frá þær 12 kr. sem ég hefði fengið fyrir gæruna. Þá ganga af kr. 37,95, og segið mér nú hvernig á þeim stendur. Nú sendi ég skinnið í sútun, en veit ekki ennþá hvort það verður full- gild verzlunarvara, en þær upplýsingar hef ég fengið að kostnaður við sútun á 1 skinni sé á milli 20-30 kr. en verð til bókbindara og söðlasmiða sé um og yfir 60 kr. skinnið. Fleiri dæmi hirði ég ekki að telja upp, en þess vil ég geta strax að verð til bænda er nokkuð breytilegt. Þeir bænd- ur sem búa nærri stærri bæj- um og höfuðborginni fá oft betra verð fyrir sínar fram- leiðsluvörur heldur en við sém búum á hinum afskekktari landshlutum. Hafa enda verið nokkur brögð að því að við höfum ekki fengið lögskráð verð íyrir kindakjötsfram- leiðslu okkar, en því hafa sumir sláturleyfishafar svar- að með dálitlum hókus-pókus i bókhaldi, þ.e. með því að láta okkur borga sláturlaun, en hverfa 87 aura sem ríkissjóð- ur hefur greitt þeim á kjötkíló en þeim aurum er lögum sam- kvæmt ætlað að borga slátur- kostnað. AUir geta séð að ótal þúkar . græða og fitna á sölu og dreif- ingu landbúnaðarvara, þeir , breikka bilið milli framleið- enda og neytenda meira en fólk trúir og rægja svo saman þessa aðila er sameiginiegra hagsmuna eiga að gæta. Það þarf ekki að leita eftir sönn- unum til kreppuáranna fyrir stríð til þess að sanna að hag- sæld verkalýðs og bænda fer saman, heldur má minna á að þegar atvinna minnkaði og kaupmáttur launa sömuleiðis eftir 1950, þá hrúguðust hér upp ýmsar óseljanlegar land- búnaðarafurðir. Bændum er talin trú um að öll þjóðarógæfa stafi af of há- um launum verkafólks og of mikilli kaupgetu almennings, en launþegum er sagt að at-! vinnuvegirnir, og þá sér í lagi landbúnaður, séu sníkjudýr,) sem gleypi síhækkandi skatta-) álögur. , } Það er líka grætt á landbún-) aðinum á annan hátt. Hin gífur-y lega álagning og tollar sem) leggjast á allar rekstrar- og neyzluvörur bænda, vélar og annað, eiga helftina af á- byrgðinni á því að landbúnað- urinn stendur ekki á traust- um grunni frekar en aðrir at- vinnuvegir hér. Hinn fjöl- menna stétt aíætulýðs hefur dæmt íslenzka atvinnuvegi í pyndingatæki það sem í gömlum söguljóðum var kall- að gaddatunna, og ár írá ári er þeim velt í tunnunni, og vargarnir koma í slóðina sem dréyrinn myndar. En gaddarn- ir í tunnunni eru menn eins og Eysteinn Jónsson, sérfræð- ingur í skattpyndingum, og Ól- afur Thors frambjóðandi braskaranna og sjálfkjörinn forstjóri afætulýðsins. Sundnámskeið Sundnámskeið mín fyrir almenning, í saund- laug Austurbæjarskólans, hefjast mánudaginn 4. júní. Get bætt vi önokkrum nemendum.— Jón Ingi GuðmuncLsson, sundkennari, sími 5158.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.