Þjóðviljinn - 31.05.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 31.05.1956, Blaðsíða 7
ÞJÓÐVILJINN Fimtmtudag'ur 31. maí 1956 (Tflfr' Fann engin lagafvrirmæli *__ C_______' j til að koma í veg fyrir | löffbrotin! o Furðulegur rökstuðningur lóns Ásbjömssonar fulltrúa Sjálfsfæðisfi. í iandskjörstjóm. Eius, og kunnugt er voru það fulltruar Sjálfstæðisflokks- ins í landskjörstjórn sem björguðu Hræðslubandalaginu undan kæru Sjálfstæðisflokksins, og annar þeirra, hæsta- réttardómarinn Jón Ásbjörnsson, gerði grein fyrir afstöðu sinni á mjög sérstæðan og athyglisverðan hátt. Hann sagði að það væri .augljóst að kosningabrask Alþýðuflokksins og Framsókn- ar væri í andstöðu við anda og tilgang stjórnar- skrár og kosningalaga. Hins vegar skorti laga- heimild til þess að koma í veg fyrir þetta brot, og yrði það því frani að ganga! Fulltrúi Sjálfstœðisflokksins, Jón Ásbjörnsson hœstaréttardómari, snýr vandamálinu þannig alveg við. Ef einhver verknaður er brot á anda og tilgangi laga og stjórnarskrár ber fulltrúum hins opinbera auðvitað að koma í veg fyrir hann. Því aðeins fœr slíkt brot á heildartilgangi lagasetningar staðizt, að fyrir brotinu sé sérstök lagaheimild — undantekn- ingarákvæði eða eitthvað þvílíkt. Hins vegar þarf enga sérstaka lagaheimild til þess að koma í veg fyrir að tilgangur laga sé þverbrotinn; það er ein- föld skylda þeirra manna sem settir eru til að fjalla um framkvæmd laga. Til þess að brot Hrœðslu- bandalagsins á anda og tilgangi stjórnarskrár og kosningalaga fengi staðizt þurfti að benda á ein- hverja sérstaka lagalieimild fyrir því. En ef slík lagaheimild var ófinnanleg þurfti auðvitað ekki að leita uppi neinar sérstakar lagagreinar sem heimil- uðu að hindra afbrotið. Það er furðulegt að slík kenning sem fram kemur í á- liti Jóns Ásbjörnssonar skuli borin fyrir fólk — og það er herfiiegt að hæstaréttardómari skuli halda henni fram. Það er hægt að ræða þetta mál frá ýmsum hliðum en ef til vill er hinn siðferðilegi þáttur vandamálsins al- varlegastur. Hvar lendum við ef það eiga nú að vera góð- ar lagaskýringar á íslandi að heimilt sé að brjóta anda og tilgang laga? Hvað stoðar að fjargviðrast yfir smá- þjófum, svindlurum og bröskurum, ef sú hugsjón heilla stjórnmálaflokka á að standast að brjóta niður stjórnar- skrá, kosningalög og þá undirstöðu lýðræðislegra kosn- ingaliátta, að atkvæði kjósenda eigi að ráða skipun alþing- ins? Hvernig er komið réttarfari á íslandi ef hæstaréttar- dómari viðurkennir að verið sé að fremja raunveruleg stjórnarskrárbrot og lagabrot en leggur svo blessun sína yfir afbrotin vegna þess að hann finnm- ekki lagagrein til þess að koma í veg fyrir þau? I skáldskap verður jafnan bert, hvern inann skáldið hefur að geyma“ Eins og lesendum Þjóð- viljans er kunnugt sat Halldór Kiljan Laxness þing tékkneskra rithöf- unda er haldið var í Prag fyrir nokkrum vik- um. Undir þinglok flutti Laxness ávarp það sem hér fer á eftir: Kæru tékknesku starfsbræður og vinir: Eg vil tjá yður þakkir mín- ar fyrir að sýna mér þá vin- semd að bjóða mér að sitja þetta þing rithöfunda í Tékkó- slóvakíu. Það er mér mikið ánægjuefni að hafa fengið þetta tækifæri til að gista enn að nýju kæra tékkneska vini mína, rifja upp forn kynni og bindast nýjum vináttubönd- um. Eg vildi einnig héðan af þinginu mega flytja kveðju mina tékkneskum almenningi, sem um langt árabil hefur tekið bókum mínum af skiln- ingi og hlýhug. Hér á þinginu hefur farið fram fróðleg umræða um grundvallaratriði; en þar sem ég er heldur ófróður í bók- menntakenningum og veitist lítill tími til að íhuga þær, enda sjálfur aðeins skáld og ekkert þar framyfir, bið ég yður afsökunar að hafa ekki<§> reynzt þess umkominn að leggja neinn skerf til um- ræðunnar. Það er enda full- vissa min, byggð á nokkurri reynslu, að ef maður ann ekki því fólki sem maður stílar verk sín til, ef manni geðjast ekki það yrkisefni sem maður hefur kosið sér, eða sá mál- staður sem maður telur sér skylt að styðja — þá bjargi hvorki bókmenntakenning né heimspekikerfi, stofnun elleg- ar flokkur. I skáldskap verð- ur jafnan bert, hvern mann skáldið hefur að geyma; að yrkja er að halda dómsdag yfir sjálfum sér, eins og Ib- sen gamli komst að orði; i verkum manns stendur það allt saman svart á hvítu: hver maður er, hverju maður ját- ast, hvað hann trúir á, á hverju hann hefur þóknun og vanþóknun, hverju hann er unnandi. Látum sérhvern höf- und halda þennan dómsdag yfir sjálfum sér. Eg hefði sem skáld kosið að kynnast nánar tékknesk- um bókmenntum, fá af því gleggri mynd hvernig þér rit- FUNDURINN í VÍK 1 Tímanum 1. maí s.l. var gumað nokkuð af almennum stjórnmálafundi sem hræðslu- handalagsfélagar: Eysteinn Jónsson og Guðm. I. Guð- mundsson boðuðu til, og hald- inn var í Vík í Mýrdal 29. apríl s.l. Tíminn segir fund þennan vel sóttan, en hann sóttu og sátu 50—60 manns, hvorki meira né minna! Framámenn Sjálfstæðisfl. létu ekki sjá sig á fundinum og mætti af þvi ætla að þeir hæru ekki mikið traust til síns málstaðar frammi fyrir kjósendunum, enda mun svo vera, a. m. k. sé um annaé rætt en innanhéraðsmál í eítir Gunnar Steíánsson.i þröngum ramma. í Tímanum 1. maí segir m. a. „Á fundinum í Vík höfðu þrír“ (hví ekki fjórir?) „kommúnistar tekið sig sam- an um að taka til máls og mæla fyrir „hugsjónum“ sín- um. Af því tilefni voru „hug- sjónir“ þeirra ræddar óvenju- lega ýtarlega af fundarboð- endum. Var það almannaróm- ur í fundarlokin eftir þær umræður, að verr hefði verið farið en heima setið af hálfu „hugsjónarmannanna“. Á fundinum fengu þeir engar undirtektir en klöppuðu þess í stað hver fyrir öðrum, eins og vænta mátti. Eru komm- únistar ekki vel séðir aust- ur þar um þessar mundir fremur en annars staðar.“ Svo ómerkileg og óvönduð sem þessi fundarfrásögn Tím- ans er, má þó margt af henni læra um eðli og innræti framsóknarforustunnar. Þessi forust sem sí og æ rembist við að kenna sig við hugtölt eins og lýðræði og samvinnu, hyggur það smækkunaryrði að þrír hafi tekið sig saman. Það skiptir litlu máli, í þessu sam- bandi að við „þrír“ tókum okitur ekki saman um að mæta á fundinum né styðja hver annan, gegn þeim kump- Framhald á 10. síðu höfundar tjáið í verkum yðar hina hámenntuðu þjóð yðar sem býr hér í hjarta Evrópu. En fákunnátta mín í tékk- neskri tungu er mér þrándur í götu. Leyfið mér þó að sæta hér færi að votta minningu hins mikla tékkneska höfund- ar Jaroslavs Haseks þökk mína og virðingu, meistarans sem skapað hefur eina af fá- um persónum er vfir ber í skáldskap samtímans. Eg vil ljúka þessum fáu ávarpsorðum með ósk um að þessi samkoma tékkneskra rit- höfunda megi verða til efling- ar fagurri ljóðagerð, máttug- um og litríkum sagnskáld- skap, fjölvísri aðferð í leilt- ritagerð, nútímanum sam- boðna. Eg vil ekki heldur láta hjá líða að biðja yður — sem öðrum — þeirrar blessunar sem fólgin er í kímni og háði, og óska þess að höfundur Sveiks megi eignast verðugan eftirmann í Tékkóslóvakíu. Um leið og ég ítreka þakkir mínar fyrih þann heiður að hafa verið boðinn til Prag, bið ég öllum tékkneskum og slóvöskum starfsbræðrum mín- um árnaðar í verki sínu. Leyf- ið mér loks að flytja úr ræðu- stóli þessa þings kveðjti til gjörvallrar tékknesku þjóðar- innar, og hamingjuóakir mín- ar henni til handa við í’ram- kvæmd þess ætlunarverk:; sem hún hefur sett sér: að grund- valla sósíalisma í landi sínu. By ggingar sam vineuf élag barnakennara tilkynnir: Fyrir dyrum standa eigendaskipti aö lítilli íbúö félagsmanns viö Miklubraut. Félagsmenn, sem óska að neyta forkaupsréttar, gefi sig fram viö undir- ritaöan fyrir 7. júní. Steinþór Guðmundsson, simi 2785. * KELVINATOR K/ELISKÁPAR ★ KELVINATOB KÆLISKÁPURINN er rúmgóð og örugg matvælageymsla. ★ KELVINATOR KÆLISKÁPURINN hefur stærra frystirúm en nokkur annar kæliskápur af sömu stærð. 5 ára ábyrgð á kælikerfi. ★ KELVINATOR KÆLISKÁPURINN er stolt hús- móðurinnar og prýði eldhússins. ★ KELVINATOR KÆLISKÁPNUM er alltaf hægt að kynnast hjá okkur. M Tfekla Austurstræti 14. — Sími 1687

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.