Þjóðviljinn - 31.05.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 31.05.1956, Blaðsíða 10
10) _ ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagiir 31. máí 1956 Greinln Framhald af 7. síðu ánum, Eysteini og Guðmundi 1. Ekki skiptir það heldur miklu máli að við vorum ekki aðeins þrír, heldur fjórir sem mæltum þarna eindregið gegn Hræðslubandalaginu, enda mundi minnstu muna um það til eða frá fyrir Tímann hvort satt væri um það sagt eða logið. Hitt er mjög athyglis- vert að í heimildarleysi seil- ast þessir „samvinnu“-gæðing- ar eftir orðunum: „tekið sig saman,“ til að gera hlut okk- ar fjórmenninganna eitthvað minrii en ella. Við sem tókum þarna til máls af hálfu Al- þýðubandálagsins vorum fjór- ir: Guðmundur Jóhannesson Vík, Björn Jónsson kennari Vík, Skafti Skaftason Prest- húsum og undirritaður. En Eysteinn virðist ekki þora að horfast í augu við það að Skafti Skaftason sé stuðnings- maður Alþýðubandalagsins, ekki einu sinni að hann hafi verið það á fundinum! Ræða Skafta á fundinum, beinskeytt og alvöruíull, gat engum sem á hlýddi verið nein gáta, nema þá þeim sem eitthvað meira en lítið hefði verið miður sín. Skafti færði m.a. rök að því að ríkjandi stjórnarstefna væri forkastanleg og það væri að koma bertur og betur í Ijós að stjórnarflokkarnir hefðu ekki fólkið með sér, vegna þess að það væri and- stætt vinnubrögðum þeirra. Hann studdi og þá staðreynd að fullyrðingar Guðrn. í. um að Hannibal Váldimársson forseti A.S.Í. ætti litlu fylgi að fagna í Alþýðuflokknum, væri kokhreysti ein. Hann tók opinskátt undir ræður Guðm. Jóhannessonar og Björns Jóns sonar kennara, og var í einu og öllu fylgjandi Alþýðu- bandalaginu. Eysteinn og Guðmundur í. glúpnuðu fyrir Skafta, eins og Tíminn 1. maí s.l. ber ó- rækt vitni um og verður því að viðurkennast að þeir kump- ánar kunna að skammast sín þó að þeim farist það þarna ekki stórmannlega. Eysteinn gerði á fundi þessum ákafar en íirangurslausar tilraunir til að færa sönnur á að sós- íalismi og kommúnismi, jafn- vel Alþýðubandalagið og „glæpir Stalins" væru eitt og hið sama og að sá sem enn væri sósíalisti eða hyggðist styðja Alþýðubandalagið, hann væri forhertur syndari og þar niður eftir. Bent var ráðherr- anum á að hvorki ímyndaðir né raunverulegir glæpir manns um Víkur-fundinn eða manna verði skráðir með nokkrum rétti á reikning há- leitra hugsjóna. Bent var hon- um og á að engu máli hefði skipt, fyrr eða seinna, hvort þeir menn sem af alhug hafa barizt fyrir þjóðfélagslegum umbótum og réttindum vinn- andi fólks', voru kommúnistar eða ekki, þeir liefðu alltaf all- ir verið af afturhaldinu stimplaðir kommúnistar, aug- Ijóslega vegna þess að þeim var alvörumál að berjast fyr- ir þjóðfélagsumbótum og bættum kjörum alþýðunnar. Bent var honum einnig á að hann sjálfur væri svo gott sem i bandalagi og bræðralagi við þær „lýðræðisþjóðir" sem nú dags daglega segðu frá því eins og sjálfsögðum hlut, að þær væru að kvista niður fólk meðal erlendra þjóða sem þnö eitt virtíst hafa til saka unnið að vilja -vera sjálfstæðir menn í sjál"stæðu landi og hefðu auk þess meðhöndlað fólk þúsundum saman eins og skepnur eða þar fyrir neð- an, eins og bandarikjaþjóðin blökkumennina. Gagnvart þessu var ráðherrann sem orðlaus, aðeins stundi því upp, að aldrei hefði hann ver- ið með eða mælt bót meðferð Bandaríkjamanna á blökku- mönnum. En hví skyldi þá, herra. Eysteinn Jónsson, sósí- alisti þurfa að vera með „glæpum Stalins?" Það er vanda- en ekki vanzalaust fyrir Eysteín Jónsson svona eftir á í Tímanum að telja sér og HræðsTubandalaginu á- vinning að því að hafa dregið ,,hugsjónir“ sínar, „glæpi Stal- ins“ inn á Víkurfundinn, því hann var það sem kom með þær, en ekki við sósíalistarnir, í þeirri fölsku von að honum auðnaðist að troða þeim í okkur. En þarna eftir á vill hann svo bæði eigna okkur „hugsjónirnar“ o'g það að hafa borið þær fram á fund- inum, afneitar sem sagt bæði orðum sínum og gjörðum. Þá kom Guðmundur I. með þá fullyrðingu sem ráðherr- ann tók svo kröftuglega und- ir, að sósíalistar væru „íhalds- skækjur“ bæði fyrr og seinna. Ekki stóðst sú fullyrðing þó betur gagnrýni okkar sósíal- istanna en það að Eysteinn fór brátt undan í flæmingi og harmaði að lokum sáran að þessi orðfjandi skyldi sleppa út úr félaga sínum, Guðmundi í. „Var það almannarómur í fundarlokin" — segir í Tím- anum. Hvernig voru fundar- lokin? Þau voru ræða Ósk- ars Jónssonar, bókara, stem var fundarstjóri þarna, en undir henni stóðu fundarmenn upp, hrundu sætum og tóku að týnast út. Hver gat feng- ið nokkurt álit út úr því? Það virðist hafa farið í taug- ar ráðherrans að nokkuð margir munu hafa klappað fyrir okkur sósíalistum. Það var nú samt óþarft fyrir hann, ég t. d. klappaði fyrír honum, Guðmundi í. og Jóni Gíslasyni, ég hefi alltaf á- 'nægju af að lilusta á ræður manna og engu síður þó ég sé ekki sammála þeim. Þess vegna klappaði ég þarna fyrir þeim, hræðslubandalagsfélög- um, og mig rekur minni til að hafa séð fleiri sósíalista gerá* slíkt hið sama, enda í samræmi við það að við vor- um fundarboðendum þakklát- ir fyrir að koma fundinum á. Fyrst Eysteinn tqk sérstak- lega eftir klappinu, þá hefði hann átt að aulast við að draga af því róandi ályktun, s. s. þá að einhverjir af öll- um þeim sem fyrir okkur, sósíalistunum, klöppuðu kynnu þá að vera framsóknarmenn, fyrst við þessir „glötuðu menn“ gátum klappað fyrir honum. Það hefði honum ver- ið sæmilegra heldur en að leita á náðir auvirðilegra .ó- sanninda og láta Tímanny'* segja: Þrír kommúnistar klöppuðu hver fyrir öðrum. Eysteinn hefur hinsvegar ekki ætlazt til þess að marg- ir klöppuou fyrir okkur, sem var nú varla von; hitt sæmdi honum ekki, ráðherranum, sern nú er upp krmið, p j gera svo hjákátlega tii: :.un til að útiloka gagnrýni á Víkurfund- inum að biðja frummælenda okkar, Guðmund Jóhannesson að taka ekki til máls. Því þó að Eysteinn sé óumdeilt snjall fundarmaður, dettur engum í hug sem hlýddi á hina bráð- snjöllu, hárbeittu og rökföstu frumræðu Guðmundar, að sú bæn hefði orðið öðrum að notum en ráðherranum sjálf- um, enda hefði hann þá ekki aðeins sloppið við hirtingu með þeirri ræðu, heldur einn- ig með svarræðum Guðmund- ar, sem báðar juku greinilega á hina pólitísku vanlíðan ráð- herrans, þá vanlíðan sem brýzt út í svo fáránlegri mynd, sem greint hefur verið, í Tímanum 1. maí s.l. Sjálfstæðismenn mættu ekki á Víkurfundinum sem fyrr var frá sagt. Eg gat einnig um líkur fyrir því að þeir mundu sjá sér vafasöm höpp í pólitískum umræðum, nema<j, þá að þær snerust um eitt- hvað afmarkað innantúns hjá okkur Skaftfellingum. Þrátt fyrir það munu forustumenn þeirra hér ætlast til að sýslu- maður, Jón Kjartansson, hljóti kosningu við alþingiskosning- arnar í. sumar, enda munu þeir nú þegar róa að því öll- um árum, engu síður en fram- sóknarmenn fyrir sinn Jón: Jón Gíslason. Um baráttuna þeirra á milli eður bardaga- aðferðir varðar mig lítið nema ef þær kynnu að snúast upp í vá fyrir hvers manns dyrum, sem hefur hent, og öllum er skylt að víta og berjast hlífð- arlaust gegn, til þess að varna því að réttlæti og almennt vel- sæmi sé fótum troðið. En hitt þori ég að fullyrða að þeir gætu báðir sparað sér þessa baráttu, og það sér meira en að kostnaðar- og áfallalausu, einfaldlega með því að taka höndum saman hér í kjör- dæminu og senda s.jálfa sig: Jón Kjartansson og Jón Gísla- son báða á þing, þar sem að- eins um metorðastrit er að ræða milli flokkanna en ekki pólitískan ágreining. Það mundi spara þeim mikla fyrir- höfn og erfiði og þá mundi líka sá gervifjandskapur, sem í Vík hefur tekið sér ból- festu milli þessara sam- tvinnuðu afturhaldsflokka mega snauta á burt — og væri það þá ekki góðra gjalda vert? Forustumönnum beggja get ég svo bent á verðugt verk- efni á meðan þeir enn ekki taka p<31il;ískum sinnaskipt- um, sem þeir geta haft í stað- inn fyrir níðið og nartið hver um annan. Það verkefni er að dreifa út níðritum þeim frá Holstein Um sósialismann, pem legið hafa frammi í Verzlun- arfélagi Vestur-Skaftfellinga. Dreira þeim meðal skaft- fellskra kjósenda og auðvitað „með beztu óskum“ frá þeim báðum í sameiningu. Þetta væri a. m. k. sameínandi verk- efni fyrir þá vegna þess hve báðum hefur verið það hug- stætt og tamt í þjónustu sinni við flokkana tvo Sjálf- stæðis og Framsóknarfiokk- inn, sem hatast við öll virk samtök alþýðunnar, hvört sem þau heita verkalýðssarntök, Sósíalistaflokkur eða Alþýðu- bandalag. 20. maí 1956 o «C9 MARKAÐURINN Hafnarstræti 5 • / tbi — Pure silk Alsilkikjólar eru hentugasti klæönaöurinn i feröalög, þeir krumpast ekki, þeir eru léttir, þeir eru fallegir. — í alsilkikjól er konan vel klædd. K. S. í. FIAM K. R. R. [ Fyrsti leikur Þjóðverjaima er í IÍVÖLD KL. § Þá keppa F- Berlínar - Fram Dómari: Ingi Eyvinds Þá sjáið þið géðan — spennandi — skemmtilegan leik Fylgist með fjöldanum á völlinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.