Þjóðviljinn - 29.06.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.06.1956, Blaðsíða 9
Föstudag-ar 29. júni 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (9 sosi hlupu 3000 m. undír mettíma Þórir og Valbjörn settu vallarmet — ÍR befur 39 st. en Bromma 34 ef tir f yrri dag ,Litlu landskeppninnar6 Þennan fyrri dag „Litlu lands- keppninnar“ milli Bromma og ÍR var veður svo gott að varla verður á betra kosið, logn, bjart og hlýtt. Það voru því öll skilyrði til þess að góður árangur næðist og ekki verður annað sagt en ,vel hafi byrjað þennan fyrri dag keppninnar. Áður en sjálf keppnin hófst gekk hópur keppenda bæði ÍR- ingar og gestir þeirra, undir ÍR-fánanum og staðnæmdist við stúkuna. Þar ávarpaði formað- ur ÍR Jakob Hafstein forseta íslands og frú sem voru við- stödd og ennfremur hina er- lendu gesti og aðra sem komnir voru til mótsins. Tvær blómarósir úr ÍR af- hentu forsetahjónunum fagra blómvendi. Keppnin í 3000 m hlaupinu var mjög skemmtileg frá upp- hafi. Til að byrja með héldu þeir þrír, sem hlupu, saman, en Svíar tefldu aðeins einum manni fram. Þegar fór að líða á fóru þeir félagarnir Sigurður og Kristján að greikka sporið og Hammarström að dragast afturúr. Það var því séð að lokaátökin yrðu milli þeirra iR-inganna. Sigurður hafði for- ustuna. allan tímann en Krist- ján fylgdi honum fast eftir. Þegar eftir voru um 180 m í marlt tekur Kristján sprett og kemst framfyrir Sigurð, en Sig- urður ér ekki af baki dottinn og tekur líka á sprett og kemst aftur fram fyrir Kristján og kemur í mark á riýju Islands- meti. Kristján hljóp líka undir metinu gamla. Þetta sýnir að Sigurður er í stöðugri framför, enda í mjög góðri þjálfun. Það var líka glæsilegt afrek af Kristjáni að hlaupa undir metinu, þegar tekið er tillit til þess að hann gengur aldréi heill eftir meiðsli sem liann hlaut á sínum tíma. Eri Krist- ján á til óvenjulegt viljaþrék. 800 m hlaupið, sem var aukagrein, var einnig mjög skemmtileg. Nils Toft tók for- ustuna í byrjun og hélt henni röska 5000 m, en þá er það Svavar sem fer framfyrir Toft og litlu síðar fer Þórir líka framúr honum. Og svo kom spurningin um lokasprettinn. Á beinu brþutinni hefst nú æð- isgengið einvígi milli Þóris og Svayars sem endar með því að Þórir kemur 3/10 úr sek. fyrr í mark og á nýju vallar- meti. Svíarnir tveir gátu ekk- ert blandað sér í þetta loka- «ÞPgjör. Nils Byström drógst afturúr þegar eftir fyrri hring- inn,,.og Nils Toft kom í mark 3 sek. á eftir Svavari. Þptta var t í rauninni fyrsta stóra stangarstökkskeppnin sem Valbjöm tekur þátt í, svo nokkur óvissa var um það hvernig honum tækist í viður- Blússur Hálsklútar Gunnar Moberg • eigninni við mann sem stokkið hafði hæst 4.30 m, en Valbjörn hafði stokkið 4.25, Það skal sagt strax að Valbjörn stóðst þessa fyrstu raun með mikilli prýði. Svíinn Lennard Lind og hann höfðu báðir stokkið yfir 4.10 m og var þá hækkað upp í 4.15. Felldu þeir báðir í fyrstu tilraun og í annarri og Svíinn í þeirri þriðju, en þá fór Valbjörn yfir, en litlu mun- aði. Þá reyndí liann við 4.26 m, sem er 1 sm, hærra en hann hefur stokkið hæst áður. I fyrstu tilraun fór hann yfir og var sá árangur nýtt vallar- met. Þá reyndi hann við 4.36, en heppnaðist ekki að þessu sinni að komast yfir. Varla verður þess þó langt að bíða. Það kom nokkuð á óvart að Jóel skyldi ná yfir 63 m kasti með ekki meiri æfingu en hann hefur og Iitla keppnisæfingu í vor. Er það sannarlega gott að Jóel er kominn með aftur, því að það virðist sem spjótkast sé ekki grein fyrir íslendinga eða að minnsta kosti koma þeir ekki fram. Sigurvegarinn, Sví- inn Gunnar Moberg, er aðeins 18 ára og_ er örvhentur, en árangur hans er bezti árangur; sem náðst hefur í Bromma- félaginu. VilKjálmur Einarsson náði góðum árangri í þrístökki með því að stökkva 14,81. í þrí- stökkinu skildu 3 sm Björgvin Hólm frá öðru sætinu, Per O. Trollnás hafði mikla yfirburði í 200 m hlaupinu, en þeir Daníel og Guðmundur komu í annað og þriðja sæti. Aukakeppni var háð í 3000 m hindrunarhlaupi og voru þar tveir keppendur, þeir Stefán Árnason UMSE og Bergur Hallgrímsson, UIA. Var keppni þessi nokkurs konar æfing fyr- ir landskeppnina. Stefán Árna- son hafði forustuna allan tím- ann þar til 50 m frá markinu, þá komst Bergur framfyrir, en Stefán gaf sig ékki alveg og náði honum aftur svo að þeir fengu sama tíma en Bergur var sjónarmun á undan. =5Ss= Prjónasiikiefni í sumarkjóla MARKAÐURINN Hafnarstrœti 11 1 a wrpn ISeitíar Sörensen es faEasstjóri og þjálfaii 'Siohhsins Á morgun koma hingað ungir norskir drengir (annar flokkur) á vcgum Vals. Heitir félag þetta Brumunddalen og er frá samnefndum stað nærri Hamri. I flokknum eru 16 leik- menn og tveir fararstjórar. Er annar þeirra Reidar Sörensen sem var liér á árunum 1924 til 1939 og þá m.a. þjálfari hjá Val með mjög góðum árangri. Hann hefur þjálfað fiokk þenn- an og í fyrra komst hann í undanúrslit í drengjakeppninni í Noregi öllum á óvart og sýndi þá mjög góðan leik. 1 ár hafa þeir verið sigursælir og sigrað keppinauta sína með miklum yfirþurðum. Þeir heyja hér fjóra leiki og leika viðj, Val, KR og Frapa og e. t. v. einn leik utanbæjar. Norsku piltarnir halda til á heimilum Valsmanna meðan þeir dveljast hér. Þetta er fyrsta annars- flolcks liðið sem kemur hingað til lands frá Norðurlöndum, og þar sem um er að ræða félag sem náð hefur langt í Noregs- keppninni ættum við að geta fengið nokkurn samanburð á getu okkar félagaflokka hér. Fyrsti leikur liðsins verður á sunnudagskvöld á Melavellinum og keppa Norðmennirnir þá við Val. Munu sjálfsagt margir vera. forvitnir að sjá hvernig Sörensen hefur tekizt að móta þessa ungu Norðmenn. Með flokknum er blaðamaður sem einnig kvikmyndar ferðalagið. Þúsundir stúlkna og pilta hvaðanœva úr heiminum tóku pátt í heimsmóti æskunnar, sem háö var í Varsjá, höfuðborg Pól- lands í fyrrasumar. Kín- verjar fjölmenntu mjög til mótsins, enda vakti pátttaka peirra einna mesta athygli. Hér sjást nokkrir kínversku pátt- takendanna við opnunax- hátíðina á stœrsta og nýj- asta ípróttaleikvangi Var- sjárborgar. Zatopek þjálfar af - imklu kappi I viðtali við blaðið Ruðé Pravo segir tékkóslóvaski hlauparinn heimsfrægi EmiL Zatopek, að gigt hafi þjáð sig meðan kaldast var í vetur, en engu að síður hélt liann áfram að þjálfa sig og hljóp 50 til 6Þ kílómetra á degi hverjum. Hann segist miða alla þjálfun sína við Olympíuleikina í Mel- bourne. Þar ætlar Zatopek að keppa í 10.000 metra hlaupi og maraþoilhlaupi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.