Þjóðviljinn - 10.10.1956, Side 6

Þjóðviljinn - 10.10.1956, Side 6
BJ — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 10. október 1956 tMÓÐinUINN Útgefandt: SameiningarflokJcur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn Fáf ræði harða mannsins ÍJarka Sigurðar Bjarnasonar “frá Vigur birtist með margvíslegu móti. Eitt er það að almenn þekking virð- ist ekki hrína frekar á hon- um en skúr á hellubjargi. Þannig birti hann forustu- grein í blaði sínu s.l. sunnu- dag og ræðir þar almennt um stjórnmálaþróun Evrópu und- anfarna áratugi. Minnir hann fyrst á alþýðufylkinguna í Frakklandi og heldur síðan á- fram: „Alþýðufylldngin í Þýzka- landi var öflug á sínum tíma og kom mörgum merkum mál- um áleiðis. Segja má, að á þessurn árum hafi ekki ver- Ið mikið áhorfsmál fyrir sós- íaldemókrata álfunnar að efla slíkt samstarf til vinstri. Þeir voru öndvegisflokkurinn á þeim vettvangi og þurftu ekkert að óttast veldi sitt“. Þetta er alveg spánný sagnfræði. Hingað til hafa menn haft fyrir satt að eng- in alþýðufylking hafi komizt á laggirnar í Þýzkalandi og að nazistar hafi einmitt liaf- izt til valda vegna sundrung- ar vinstri aflanna. Alþýðu- fylkingar annarra landa urðu síðar til vegna reynslunnar frá Þýzkalandi. Það þarf ó- neifanlega mikla hörku til þess að hrinda frá sér slíkum staðreyndum, og er fullvíst að enginn annar stjórnmála- ritstjóri heims býr yfir þeim eiginleika í jafn algerum mæii. En það þarf ekki að leita til Þýzkalands til þess að finna dæmin. í gær birtir Sig- urður forustugrein um við- skipti Islendinga við Sovét- ríkin og kemst þannig að orði: „Það er ekki fyrr en á val'.'. i'na þessarar ríkis- stjcmar, sem á sér einn af þinr ••önnum kommúnista fyr- ir \ rmIunarmálaráðherra, að Sovétríldn ganga til viðskipta við íslendinga svo nokkru neml. Fyrri ríkisstjórnir gerðu það sem sjálfsagt var, að reyna að afla markaða sem víðest fyrir íslenzkan sölu- varning, og leituðu m.a. við- ski ía við Sovétríldn. En þar var mælt fyrir daufum eyr- um“. Allir íslendingar — aðrir en Sigurður Bjarnason — vita að unaanfarin ár hafa Sovét- ríkin verið einn helzti við- skiptavinur Islendinga. Á s.l. ári keyptu þau meira en fjórðung af öllum útflutn- , ingsvörum okkar. En þetta veit Sigurður Bjarnason, stjórnmálaritstjóri Morgun- blaðsins, ekki. Hann heldur að f (viðskiptin hafi ekki hafizt I „fyrr en á valdatíma þess- f arar ríkisstjórnar"; ríkis- 1 Btjórn Sjálfstæðisflokksins hafi „mælt fyrir daufum eyr- um“. Maður sem haldinn er svo fullkomnum þekkingar- skorti er sannarlega einstakt þing fyrir Morgunblaðið. n ef til vill er hér ekki þekkingarskorti einum til að dreifa, kannskí kem- ur einnig til sú sálfræði- lega regla að menn gleyma því sem þeim er illa við. Það hefur ævinlega verið stefna Sjálfstæðisflokksins að gera utanríkisviðskipti Islendinga pólitísk og flokkurinn liefur talið það miklu máli skipta hverjar væru stjórnmálaskoð- anir þeirra sem borða íslenzk- an fisk. Eins og menn muna opnaðist mjög mikilvægur markaður í Sovétríkjunum í stríðslolc, en 1947 neitaði Sjálfstæðisflokkurinn að hag- nýta þennan markað og gerði íslendinga þátttakendur í hinu kalda viðskiptastríði. Sú stefna bakaði þjóðinni mikið tjón næstu árin — sem engan veginn varð bætt með banda- rískum dollaragjöfum og lán- um. Sívaxandi markaðsörðug- leikar mótuðu efnahagslífið, framleiðslan stöðvaðist æ of- an í æ og mjög alvarlegt at- vinnuleysi varð í landinu. Há- marki náði þessi þróun þegar Bretar vottuðu okkur vináttu sína með því að loka ís- fiskmarkaði sínum og gerðu sér með því vonir um að geta .kúgað okkur í landhelgismál- um. Þegar svo var komið gafst Sjálfstæðisflokkurinn loksins upp og neyddist gegn vilja sínum til að hefja að nýju viðskipti við Sovétrík- in, sem síðan hafa verið eitt mikilvægasta viðskiptaland Is- lendinga. að er von að Sigurður Bjarnason vilji gleyma þessari sögu, hún er ömurlegt dæmi um ofstæki og glám- skyggni Sjálfstæðisflokksins. En núverandi ríkisstjórn lief- ur aðra stefnu. Hún vill skipta við hverja þá þjóð sem býður okkur góð kjör, hvað sem stjórnmálaskoðunum Fisk- kaupenda líður. Hún lítur á það sem eitt meginverkefni sitt að tryggja næga mark- aði svo að framleiðslutæki okkar geti starfað á fullum afköstum. Hinn nýi samning- ur við Sovétríkin er mjög mikilvægur þáttur í því starfi. Hann tryggir sölu á mjög miklu magni gegn góðum kjörum næstu þrjú árin, og það þarf ekki að leiða rök að því hversu mikið öryggi það veitir atvinnuveguijum. En auðvitað hamast Sigurður Bjarnason gegn þessum nýju samningum eins og öllum að- gerðum núverandi stjómar og auglýsir fáfræði sína eða gleymsku af æ meiri hörku með hverjum degi sem líður. 1 Helgi Ingvarsson yfirlæknir Sexiugur Helgi Ingvarsson yfirlæknir á Vífilsstaðahæli er sextugur í dag. Helgi Ingvarsson eða störf hans eru ekki daglegt blaðaefni, enda maðurinn ekki þess sinn- is, að hann kæri sig um bumbuslátt eða auglýsinga- skrum, sjálfum sér til frægðar eða framdráttar. En þó að Helgi læknir vinni störf sin í kyrrþey, fer ekki hjá því, að í dag munu fjölmargir íslendingar, víðsvegar, minnast hans með hlýjum hug. Fyrir aldarfjórðungi voru fs- lendingar verr á vegi staddir af völdum berklaveiki en flestar þjóðir aðrar. Nú hafa hinsvegar orðið gagnger umskipti á því hlutfalli — blaðinu hefur verið snúið við. Þessi frábæri árangur hefur náðst fyrir samstillt átök margra manna, tilkomu nýrra lyfja og aðgerða, auk annarra orsaka, er hér verða ekki nefndar. Ástæðulaust er að gera upp á milli manna, þegar baráttuna gegn berklaveikinni ber á góma, en þó held ég eng- um sé gert rangt til með því að telja Helga Ingvarsson einskon- ar samnefnara þeirrar baráttu. í nærfellt hálfan fjórða áratug hefur hann starfað að berkla- lækningum á Vífilsstöðum og annarsstaðar, þar af helming tímans sem yfirlæknir Vífils- staða. Þar hefur hann, auk læknisstarfanna,, stjómað æði- stóru heiraili, eða allt ,að þrjú hundruð manna,' sjúklinga og Helgi Ingvarsson starfsfólks. Það starf er ekki á allra færi, en Helgi hefur leyst , það af höndum með viður- kenndri prýði og myndarskap. Það er á allra vitorði, ,að Helgi Ingvarsson er góður læknir. Hann kann sín fræði út í æsar og ' fylgist vel með i öllum nýjungum á því sviði. [ Auðvitað er það góður hlutur ! og nauðsynlegur — og e. t. v. j næg skýring á þeim vinsæld- ^ um, er Ilelgi Ingvarsson nýtur ,j meðal sjúklinga sinna, fyrr og rj síðar. En samt er það engan-i veginn öll skýringin. Öll skýringin á vinsældum Helga Ingvarssonar er sú.’ að auk þess að vera góður læknir, er sjúklingar hans bera fullt traust til, hefur hann jafnframt reynzt þeim skilningsríkur með-’ bróðir. Jafnframt því að líta á sjúklingana sem læknisfræðileg' verkefni, hefur hann ávallt ver- ið þess minnugur, að þeir eru ' manneskjur, sem orðið hafa fyrir böli, er tekur ekki einasta til þeirra sjálfra, heldur og fjölskyldna þeirra, manneskj-' ur, sem þarfnast velvildar, upp- örfunar, umburðarlyndis — og fyrst og fremst skilnings. Allt þetta hefur Helga Ing- < varssyni tekizt að sameina, án þess að í nokkru skertist sú virðing, er fyrir honum er bor- in sem stjórnanda stofnunar- innar. Það má því segja, að Helgi Ingvarsson geti í dag horft til baka yfir langan og farsælan starfsferil, flestum öðrum frem- ur. Og margir munu í dag óska þess af heilum hug, að starfs- ferill hans eigi eftir að verða sem lengstur eim, landi og lýð til blessunar. Eg óska Helga Ingvarssyni til hamingju með afmælið og færi honum beztu þakkir mínar. En ennþá fremur óska ég honum til hamingju með starf hans, göfugt í eðli sínu: - að líkna, bæta og græða, starf, sem byggist á virðingu fyrir lífinu. ’Árni úr Eyjum. Sýnum að við hefum el gleymt framkomu Mér finnst viðeigandi að við rifjum upp næturvaktirn- ar sem við stóðum svo vik- um skipti í síðasta verkfalli, ég var þar nótt eftir nótt og kvöld eftir kvöld — og þar sá ég hið rétta andlit Ihalds- ins í Reykjavík. Eg og margir fleiri munum aldrei gleyma andliti Einars í Sindra og and- liti stjórnarmeðlims í F.I.B. þegar hann hrækti í andlit félaga okkar sem var að berjast fyrir brauði barna sinna. Þetta var spegill af I- haldinu í Reýkjavík. Nú er þetta íhald komið í stjórnar- andstöðu í landinu, og við sem stóðum vörð um hags- muni verkamanna í hinni erf- iðu baráttu fyrir bættum kjörum okkar verkamanna, við skulum ennþá standa vörð í þeirri baráttu: — að íhaldið komist aldrei í stjórn- araðstöðu framar. Takmark okkar á að vera og skal vera: — aldrei framar íhaldsvöld. Látum aldrei framar Einar í Sindra eða hans nóta skirpa framan í reykvíska verka- menn. Nú standa kosningar fyrir dyrum til fulltrúa á 25. þing Alþýðusambands íslands, og við skulum sýna stjórnarand- stöðunni að við höfum djörf- ung og dug til að kasta á dyr þeim óþverrum sem ætla sér, og hafa notað til þess miður góð meðul, áð brjóta niður okkar vel byggða múr- Framhald á 10 síðu fyllir á öllum sýningum til þessa. Þar sem eftirspurn eftir aðgöngumiðum er mjög mikil og sýningarfjöldi takmarkaður, œttu menn að tryggja sér miða í tíma. Einnig skál brýnt fyrir mönnum, sem pantað hafa miða, að sœkja þá sem fyrst, annars eiga þeir á hættu að miðarnir verði seldir öðrum. — Myndin var tekin á frumsýningu kabarettsinSíM, laugardag.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.