Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 1
VILIINN Afmœlishátíð 1 I ÞÍóðviljans verður haldin mið- '| vikudaginn 31. okU ] óber. — Sjá nánar á blaðsíðu 6. FiiiuntiiÆa^Toir 25. október 1956 — 21. árgangur — 244. töiublað Herlög í gildi í Ingverjalandi e gagnbyltingartilraun í íyrrinólt Imre Nagy tekur aftur við völdum og boðar afturhvarf til ; þeirrar stefnu sem fylgt var í fyrri stjórnartíð hans Harðir bardagar voru háðir í höfuðborginni í gærdag, en þeim virtist vera að liuka í gærkvöld — Sovézkar her- sveitir voru beðnar um að veita aðstoð Gagnbyltingartilraun var gerð í Ungverjalandi í íyrrinótt og urðu harðir og blóðugir bardagar í höíuðborginni Búdapest milli uppreisnarmanna og hers og lögreglu. í gærmorgun tilkynnti útvarpið í Búdapest, að Imre Nagy heíði tekið við embætti íorsætisráðherra og hefði það verið eitt hans fyrsta verk að lýsa yfir herlögum í öllu landinu og leita aðstoðar sovézka hersins, sem í landinu dvelst á vegum Varsjárbandalagsins, til að bæla niður upp- reisnina. Litlar sem engar aðrar fréttir hafa borizt frá Ungverjalándi en þær sem lesnar hafa verið í Búdapestútvaipið og samkvæmt þeim virtist svo í gær- kvöld sem að bardagarnir væru smám saman að fjara út. Þó var enn barizt á nokkrum stöðum í borginni, þegar síðast fréttist. Kotungssonurinn Imre Nagy kemur aftur til ríkis Imre Nagy, sem eftir rúm- lega árs hlé tekur nú aftur við stjórnartaumunum í Ungverja- landi, er sonur fátæks bónda, fæddur 1896. Hann naut lít- illar uppfræðslu í bernsku, í fyrradag höfðu verið miklir útifundir í Búdapest og voni þeir boðaðir til að fagna hinum miklu breytingum sem orðið hafa í Póllandi, en jafnframt voru látnar í ljós kröfur um að leið- togar ungverska Verkamanna- flokksins tækju sér hina pólsku íéiaga til fyrirmyndar. Um miðnætti í fyrrakvöld skýrði ungverska fréttastofan ' frá því að til óeirða hefði komið og hefðu nokkrir menn beðið bana í átökum á götum í Búda- pest. Belgradútvarpið skýrði frá þ\í í gær og' bar fyrir sig vestur- lenzkan diplómat sem hafði verið . í Búdapest kvöldið áður að sleg- . ið hefði í hart milli lögreglu og múgs, sem hefði hrópað ókvæðis orð til hennar. Hefðu lögreglu- . mennirnir orðið fyrri til að beita vopnurn sínum og þar með hefðu óeirðirnar hafizt. Beðið um aðstoð sovéthersins Það var ekki fyrr en í gær- morgun að umheimurinn fékk nánari fregnir af atburðum næt- urinnar, en allt símasamband hafði verið rofið við borgir í Vestur-Evrópu strax í fyrrakvöld. Klukkan 8 í gærmorgun eftir íslenzkum tíma skýrði Búdapest- útvarpið frá því, að harðir har- dagar hcfðu geisað í borginni uin nóttina og liefði ungverska stjórnin beðið sovézka herinn, sem dvelst í Iandinu um aðstoð. Jafnframt var tilkynnt, að Imre Nagy, fyrrv. forsætisráðherra, hefði verið falin stjórnarforysta aftur og hefði það verið eitt hans fyrsta verk að lýsa herlög í gildi i öllu landinu. Hefði dauðarefsing verið ákveðin fyrir uppreisnara ðgerðir, æsin gar, morð, íkveikjur og aðra glæpi, og myndu þær ákveðnar af skyndidómstólum og þegar fram- kvæmdar. Nagy ávarpar þjóðina Hinn nýi forsætisráðherra, Imre Nagy, flutti ávarp til þjóð- arinnar i Búdapestútvarpið í gærmorgun. Þar lýsti hann yfir því, að stjórn hans myndi fram- kvæma þá stefnu, sem fylgt hefði verið í fyrri stjórnartíð hans á árunum 1953—1955, en sú stefna hefði verið miðuð við að bæta sem hraðast lífskjör alls almenn- ings í landinu. Hann sagðist mundu leggja starfsáætlun rikis- stjórnar sinnar fyrir þingið inn- an skamms, en lagði á það á herzlu að framkvæmd hennar myndi krefjast friðar og aga. Hann komst svo að orði í upp- hafi máls síns: Ungverjar, félagar, vinir mín- ir. Að tilhlutan miðstjórnar Verkamannaflokksins licf ég tek- ið að mér stjórnarforystu. Við höfum skilyrði til þess að geta með lijálp þjóðarinnar fram- kvæmt fyrirætlanir mínar, en megininntak þeirra er að koma á víðtæku lýðræði i landinu. I Við munum fara okkar eigin leið til sósíalismans. í lok ávarps síns skoraði Nagy á þjóðina að sýna rósemi og stillingu og hvatti hana til að fylkja sér um stjórnina, svo að hún gæti fundið hina réttu leið í náinni samvinnu við allt hið vinnandi fólk og með hliðsjón af þeim mistökum sem gerð hefðu verið í fortíðinni. Uppreisnarmenn fá frest Meðan Nagy flutti ávarp sitt, tók útvarpsþulurinn oft fram í fyrir honum til að koma að mik- ilvægum tilkynningum. Ein þeirra var sú, að ríkisstjórnin liefði ákveðið að gefa öllum upp- reisnarmönnum frest til kl. 1 eft- ir liádegi til að leggja niður vopn. Þeim sem það gerðu fyrir þann tíma var Iofað, að þeim yrðu gefnar upp allar sakir. Þessi frestur var síðan framlengdur um fjórar klukkustundir. Framhald á 5. síðu. Imre Nayy varð lærlingur hjá lásasmið og komst fljótlega í kynni við hina vaknandi verkalýðshreyfingu Ungverjalands og gekk í sósí- aldemókrataflokkinn. Árið 1915 var liann kvaddur til herþjónustu og var sendur á austurvigstöðvarnar. Þar var hann tekinn til fanga af Rúss- um og var stríðsfangi í Rúss- landi þegar byltingin brauzt út. Eins og svo margir aðrir leiðtogar verkalýðshreyfingar Mið-Evrópu, tók hann virkan þátt í rússnesku byltingunni og hefur æ síðan haft náin tengsl 8 riagar efrir Nú gildir að vinna vel að sölu happdrættisins þessa daga sem eítir eru. við sovézkan verkalýð. Hann fór aftur til Ungverjalands ár- ið 1921, og var skömmu síðar rekinn úr sósíaldemókrata- flokknum og gekk þá í komm- únistaflokkinn, sem þá starfaði á laun í Ungverjalandi. Hann reis brátt til virðinga í flokkn- um, en neyddist til að flýja land árið 1930 og fór þá t.i) Sovétríkjanna. Þar dvaldirt hann í fjórtán ár. Þann tíma notaði hann aðallega til ; ’i kynna sér landbúnaðarmál cg varð forstöðumaður samyrkju- bús þar eystra. Sú menntun og reynsla k' i að góðum notum, þegar h; sneri aftur til Ungverjala '; árið 1944. Hann varð landb' - aðarráðherra í stjórn land 1945-’46, varð síðan skam a stund innanríkisráðherra, •" \ forseti þingsins var hann á • unum 1946-’49. Þá tók lv aftur við stjórn landbúna' mála, og varð varafersætis herra árið 1952. I júlí I "3 tók hann við embætti fors; ráðherra, þegar Matyas R; lét af því. Hann boðaði stefnu í atvinnumálum, mo' herzlu á framleiðslu n varnings og frjálslegri f landbúnaðarmála. Þessi r' varð vinsæl meðal r" manna, en brátt kom í 1 i Nagy og stefna hans át uga andstæðinga í stjórn ' mannaflokksins, og þá fy fremst Rakosi, sem átti r- þátt í því, að Nagy var ' ur til að láta aftur af e- apríl í fyrra. Hann v Gerið skil fyrir selda happdrættismiða um „hægri vir var yfir að stefnr sakaður lýst væri andstæð hagsmunu vinnandi fólks og öllu flokksins, Stefna hans hefur ir' ofan á. Höfuoandstr ' hans í átökunum innan mannaflokksins siðustr Matyas Rakosi, hefur hr" frá, dvelst nú í Sovétrí' og á varla afturkvæmt t' verjalands, en Nagy hef'" kallaður til stjórnarfo' einni mestu örlagastund sinnar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.