Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 25. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 1 Kópavogi er stundum nóg að skrúfa frá krananum í eldhúsinu til þess að fá lax í soðið. Slíkt hefux líka kom- ið fyrir í einstaka ágœtiskrönum hér í Reylcjavík! — Laxinn sem myndin er af var raunar ekki nema 10,5 cm. Hann kom í vatnskranann hjá Valdemar Valdemarssyni, Álfhólsvegi 36 í Kópavogi. — Ljósm. Sig. Guðm. Tiiraumr iá Larsen-sOdarvörpu kfa gefizt vel hér vi land Varpan nær allt niður á 90 faðma dýpi Á sl. hausti gerðu þeir Jóhann Sigfusson og Kjartah Friöbjarnarson, Vestmannaeyjum, tilráunir til síldveiða við suðvesturland, með danskri flotvörpu, Larsensvörpu, og fengu hingað 2 danska skipstjóra til þess að stjórna tilraununum og kenna íslenzkum sjómönnum meðferö þessa veiðarfæris. Náttúrugripasafninu gefnar 52 teg- undir uppsettra íugla Gefandinn Þjóðsafnið í Washington Nýverið hafa Náttúrugripasafninu borizt 52 tegundir uppsettra fugla sem gjöf frá U.S. National Museum (Smithsonian Institution) í Washington. Þrátt fyrir ýmsa örðugleika gengu tílraunir þessar vel, og sýnt var að í Larsensvörpuna var hægt að fá síld á öllu dýpi, frá 90 íöðmum upp í 10 faðma. Síldin hélt sig s.l. haust aðallega á mjög takmörkuðu svæði, sem allt var þakið af reknetabátum og netum þeirra á næturnar, þeg- ar síldin var uppi í sjó, og urðu til tilraunirnar aðallega að fara fram á daginn, þegar síldin hefur fært sig niður á 80 til 90 faðma dýpi. Þó tilraunirnar síð- astliðið haust, hafi sýnt að hægt var að veiða síld á svo miklu dýpi, var dráttur vörpunnar mjög eríiður, vegna þess að bát- arnir höfðu ekki mjög kraft- miklar vélar, og vörpurnar höfðu verið valdar heldur stórar. Nú hafa þeir Jóhann Sigfús- son og Kjartan Friðbjarnarson ráðist í það að leigja 2 báta með kraftmiklum vélum og fengið tvær nýjar minni vörpur, og hafið tilraunir þessar að nýju. Nú eins og í fyrra hafa bátarnir aðeins getað veitt á daginn og niður á 85 föðmum, og fengið fyrsta daginn 93 tunnur en ann- an daginn sem reynt var, eða í fyrradag 175 tunnur. Larsensvarpan hefur á nokkr- um árum gjörbreytt afkomu danskra sjómanna og útgerðar- manna, og er skemmst að minn- ast tilkynningar blaðanna um uppgripa síldveiði við Jótland, sem hafði gefið dönskum sjó- mönnum rúmlega árstekjur á hálfum mánuði. Það er heldur enginn vafi á því að þetta veið- arfæri á eftir að verða framtíðar- veiðarfæri við síldveiðar við ts- land, og mun færa þjóðinni miklar tekjur. Siðastliðið sumar hvarf öll síld af vestursvæðinu norðanlands, vegna kalds sjáv- ar sem færðist austur yfir veiði- svæðið. Þetta var átulaus sjór, en á 30 til 50 föðmum sást mikið af síld á dýptarmæla skipanna. Þessa síld hefði auðveldlega mátt halda áfram að veiða ef þetta veiðarfæri hefði verið til fvrir Norðurlandi, og reynsla fengin hérlendis í notkun þess. Sjávárútvegsmálaráðuneytið og Fiskimálanefnd styrktu tilraur.ir þessar síðastliðið haust, og hafa einnig heitið stuðningi við þær tilraunir, sem fara fram nú. Með lögum frá s.l. ári og reglugerð, sem sett var af menntamálaráðuneytinu í suin- ar, hafa nú verið stofnaðar tvær nýjar listiðnaðardeiklir við Handíða- og myndlistaskól- ann, listiðnaðardeikl kvenna og kennsludeild hagnýtrar mynd- listar. Báðar þessar deildir taka nú þegar til starfa á þessu hausti. Listiðnaðardeild kvenna er ætlað að veita konum, er hyggjast gera vefnað, dúk- þrykk og mynzturgerð að að- alstarfi eða atvinnu, nauðsyn- lega sérmenntun í þessum greinum. Aðalkennslugreinar deildarinnar eru teiknun, mynd- bygging, alm. vefnaður og list- vefnaður, dúkþrykk, mynztur- teiknun og litafræði. Kennslan í deild hagnýtrar myndlistar er fyrst og fremst ætluð þeim, sem búa sig und- ir eða stunda listiðnað, svo og þeim, er hafa í huga sérnám í auglýsingagerð, vörusýningar- tækni, sáldþrykki og fleiri hag- nýtum listgreinum. Kennslan í báðum deildum fer einkum fram síðdegis, kl. 2—7. IFyrir þá, sem stunda aðra vinnu á daginn, verður einnig haldið uppi kennslu á kvöldnámskeiðum. Kennarar verða flestir hinir sömu og að undangengnu hafa starfað við skólann. Meðal nýrra kennara verða frú Sigrún Jónsdóttlr, sem m.a. kennir dúkþrykk og Verzlunarjöfnuðuiinn: Ohagstæður í sept. um 7 niillj. kr. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar var flutt út í sept- embermánuði fyrir 80 millj. 878 þús. kr., en inn fyrir 88 millj. 29 þús. kr. og var viðskipta- jöfnuðurinn því óliagstæður um 7 millj. 151 þús. kr. — I sept- embermánuði sl. ár var við skiptajöfnuðurinn óliagstæður um 10,99 millj. Á tímabilinu jan.-sept. þetta ár hefur verið flutt út fyrir samtals 683 millj. 39 þús. kr. en inn fyrir 924 millj. 750 þús., þar af skip fyrir nær 33 millj. (32,955) og viðskiptajöfnuður- inn því óhagstæður það sem af er árinu um 241 millj., 711 þús. kr. Á sama tíma í fyrra var hann óhagstæður um 262 millj. 617 þús. kr. Á því tímabili i fyrra var ekki greitt fyrir skip nema 5 millj. 644 þús. kr. fylgigreinar þess. Verkleg kennsla í vefnaði tefst nokkuð enn, þar eð vefstólarnir eigi eru komnir til landsins. Eru þó vonir um, að sá dráttur verði ekki langur. Á næstunni á skólinn einnig von á erl. svarlistannanni, sem einkum á að kenna letrun og auglýs- ingagerð. Verði næg þátttaka mun námskeið það í tízkuteiknun, sem auglýst hefur verið byrja innan fárra daga. Allir, sem hyggja á nám í kennsludeildum þessum, eru hvattir til að láta nú þegar innrita sig, enda er kennslan í nokkrum hinna almennu greina (m.a. í teiknun) þegar hafin. Skrifstofa skólans er í Skip- holti 1 og verður framvegis aðeins opin kl. 11-12 árdegþs sími 82821. Átjánda iðnþingið Fundir 18. Iðnþings Islend- inga héldu áfram ígær og hóf- ust kl. 10 f.h. Eggert Jónsson, framkvæmda stjóri flutti skýrslu stjórnar- innar og las reikninga sam- bandsins. Var skýrsla og reikn- ingar samþ. Fyrir voru tekin nefndarálit fræðslumálanefndar og laga- nefndar. Eftir umræður um nefndarálitinð var málunum Fuglar þessir eru víðs vegar að úr heiminum og eru þetta valin sýnishorn, sem ætlað er að veita yfirlit um núlifandi fuglaættir. Þetta er í senn bæði verðmæt og kærkomin gjöf og munu fuglar þessir í framtíð- inni prýða sýningarsal hinnar fyrirhuguðu náttúrgripasafns- byggingar, sem væntanlega mun brátt verða hafizt handa um að reisa. Munu þeir mynda kjarnann í sýningardeild er- lendra fugla í hinu fyrirhugaða safni. Forstöðumenn þjóðsafnsins í Washington hafa sýnt Nátt- úrugripasafninu mikla velvild með þessari gjöf, en þeir eru Jason R. Swallen, forstöðumað- ur safnsins, Herbert Fried- mann, forstöðumaður fugla- deildar þess, og Alexander Wetmore, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Smithsonian In- stitution. Munu tveir hinir síð- astnefndu hafa v'erið aðal- L.R. sýndi leik þennan vor- ið 1955, en vegna þess hve liðið var á leikárið, urðu sýn- ingar hans færri en efni stóðu til. Nú vill L.H. því gefa börn- um í Reykjavík kost á að sjá þennan bráðskemmtilega leik, sem er saminn við þeirra hæfi. Geta má þess, að höfundur leiksins, Willy Kriiger, samdi einnig ævintýraleikinn Hans og Grétu, sem L.H. sýndi fyr- ir nokkrum árum við geysi- lega aðsókn og ánægju barn- anna. Töfrabrunnurinn er einnig gerður eftir sögu úr Grimms- ævintýrum, Huldu gömlu, en hún ber sem kunnugt er á- byrgð á allri snjókomu hér á jörðunni. Leikurinn, sem ber ósvikinn ævintýrasvip, gerist bæði hér á jörðu og í lieim- kynnum Huldu gömlu, en þar er allt fjarska skrýtið, svo sem vænta má. Ævar Kvaran fer hér með leikstjórn. Lothar Grund mál- aði leiktjöldin, Carl Billich annast tónlistina og Sigríður Valgeirs samdi dansa. Leikendur eru Hulda Run- ólfsdóttir, Margrét Guðmunds- dót’tir, Sólveig Jóhannsdóttir, Selma Samúelsdóttir, Jóhannes " ÚTBREIÐIÐ r*" * ÞJÓDVILJANN vísað til annarar umræðu. Iðnaðarmálaráðherra bauð þingfulltrúum til síðdegis- drykkju kl. 3.30. Fundir hefjast að nýju í dag kl. 10 f.h. hvatamennirnir að þessari gjöf, en þeim var báðum kunnugt um, að fyrir dyrum stæði, að reisa hér veglegt náttúru- gripasafn. Dráttur á bygging- arframkvæmdum mun hins vegar leiða til þess, að það mun verða miklum erfiðleikum bundið að koma þessari gjöf fyrir í viðunandi geymslu þangað til hin fyrirhugaða safnbygging verður tekin til notkunar. * í sambandi við gjöf þessa má til gamans geta þess, að eftir að Náttúrugripasafnið var stofnað árið 1889 varð Smithsonian Institution í Washington fyrst allra er- lendra stofnana til þess að senda safninu heillaóskir og ennfremur fyrst til þess að senda því söfn erlendra nátt- úrugripa sem gjöf. Velvild þessarar stofnunar í garð Náttúrugripasafnsins er því ekki ný af nálinni. Guðmundsson, Sigurður Krist- ins, Valdimar Lárusson, Sverr- ir Guðmundsson, Friðleifur Guðmundsson og öll börnin I salnum! Aðgöngumiðasala er hafin i Austurbæjarbíói. Kvöldvaka Stádentafélagsins Stúdentafélag Reykjavíkur lieldur á föstudaginn kemur eina af sínum vinsælu kvöld- vöikum. Er eins og ávallt til dag- skrárinnar vandað. Dr. Hallgrímur Helgason flytur stuttan ferðaþátt frá Evrópu, sem hann nefnir: Saumaskínan og hugarklæði hlutleysisins. Árni Tryggvason, leikari syngur 3 nýja gamanbragi eft- ir Ragnar Jóhannesson, skóla- stjóra. Bjarni Guðmundsson, blaða- fulltrúi stjórnar spurninga- þætti, sem verður með nýju sniði. — Samkomugestum er ætlað að leggja spurningar fyrir 4 snjalla og valinkunna menn, sem hafa tekið að sér að verða fyrir svörum, og er ekki að efa að þeir fá marga kynlega spurninguna að spreyta sig á. Að lokum verður stiginn dans. Kvöldvökur félagsins hafa verið mjög vel sóttar og ætíð hafa færri komizt að, en óskað hafa, og er mönnum því ráð- lagt að tryggja sér miða i tíma. Ný|ar deiMir vid lls&iidiða og niyatdlistarskólann Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir Töfrabrunnurinn eftir W. Kriiger i Austurbæjarbíói á laugardaginn Leikfélag Hafnarfjarðar sýnir ævintýraleikinn „Töfra- brunnurinn“ eftir Willy Kruger í Austurbæjarbíó n.k. laugardag og sunnudag.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.