Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 4
'é) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 25. október 1956 o/ ¦j^- Islenzkur ritstjóri sem var í efnishraki greip eitt sinn til þess ráðs að hefja ritdeilu við sjálfan sig. Lét hann tvö dulnefni eigast við í blaði sínu og skrifaði undir báðum; var þetta löng deila og höró og veitti hvorugum betur. Svo er að sjá sem ritstjóri Alþýðublaðsins telji þennan fyrirrennara sinn í blaða- mannastétt mikla fyrirmynd; að minnsta kosti hefur hann löngum reynt að forðast að láta persónulegar skoðanir flækjast fyrir sér, hann hefur iilill I Gashverf ilsMII úr plasti Það hafa ekki komið fram neinar /sérstakar nýjungar á þeim bílasýningum sem haldn- ar hafa verið úti í löndum á þessu hausti, hvorki á hinni miklu haustsýningu í París né á sýningunni sem opnuð var í Earl's Court i London í síðustu viku. Búizt hafði verið við því, ¦að hinn nýi bíll Fergusons myndi sýndur í London, en er á öllum hjólum, en það er heppilegasta fyrirkomulagið þegar um er að ræða léttan en kraftmikinn vagn. Um afköst og eldsneytisnotkun vagnsins segja verksmiðjumar eftirfar- andi: Á 100 km hraða á klukku- stund fer hann' '5 km á Htra, og hann getur komizt upp í 100 km hraða á 10,5 sekúnd- .um. Gashverfilsbíll Eovers er glæsilegur og sterklegur á að Hta. hann hafði ekki komið á sýn- inguna þegar síðast fréttist. ¦Það er kannski of mikið sagt að engar merkar nýjung- ar séu á sýningunni í London. Roververksmiðjurnar brezku sýna þar nefnilega vagn, sem hlýtur að vekja athygli. Þessi vagn hefur gashverfilshreyfil og yfirbyggingin er þar að auki úr .plasti. Vagninn er ekki sérlega stór, en hann er glæsilegur og yf- irbyggingin er með greinilegu ítölsku sniði. Hreyfillinn er aft- an til í vagninum. Þetta er ekki fyrsti gashverf- ilsbíllinn frá Roververksmiðj- unum, þær hafa frá stríðslok- um gert miklar tilraunir með slíka vagna. Enginn þeirra hef- ur reynzt heppilegur til fjölda- framleiðslu, en talið er að þessi vagn, sem nefnist T 3, muni reynast hæfur til þess og myndi hann þá verða fyrsti gashverf- ilsvagninn, sem kemst í al- menna notkun. Undirvagn og yfirbygging vagnsins eru sérstaklega smíð- uð fyrir gashverfilsvagn. Drif Bygging vagnsins er öll mið- uð -við að nýta sem bezt kosti gashverfilshreyfilsins fram yf- ir sprengihreyfilinn, og má þar sérstaklega nefna hinn litla þunga lireyfilsins miðað við af- köst hans og það, að engin þörf er fyrir kælikerfi, tengsli og girkassa. Maður rekst á ýmsar óvenju- legar tölur þegar athugaðar eru tæknilegar upplýsingar um þennan hreyfil. Snúningafjöldi þéttisins er 52.000 þegar af- köstin eru 110 hestöfl, og hit- inn kemst þá upp I 830 stig. Hreyfillinn e? ræstur af 12 volta rafhreyfli, sem kemur þéttisásinum af stað, en hreyf- illinn stöðvast sjálfkrafa, þegar þéttingin er orðin nógu mikil. Frá þeirri stundu þarf ökumað- urinn aðeins að stjórna tveim fótstigum, hraðastillingunni og hemlinum, en þar að auki er að sjálfsögðu handhemill og afturgírsstilling. Önnur stjórn- tæki eru hitamælir, snúnings- teljari, hraðamælir og mælir. sem sýnir eldsneytisbirgðir. olíuþrýsting og rafhléðslu. verið reiðubúinn til að verja hvern þann málstað sem otað hefur yerið að honum, hvort sem rúm hefur boðizt á siðum Tímans, Varðbergs eða AI- þýðublaðsins. Þannig hefur ritstjórinn orðið einstaklega samvizkulipur, en í staðinn hefur hann orðið að farga skoðunum og afstöðu; því verður málflutningur hans einatt hávaðinn einber og orðaglamur. ¦fr Undanfarið hefur rit- stjóranum verið falið að verja leynimakk Jóns Axels Péturs sonar og Kjartans Thors við brézka útgerðarmenn, þar sem íslenzk landhelgisréttindi voru boðin ef takast mætti að selja óverkaðan þorsk á brezkum uppboðsmarkaði. Auðvitað veit ritstjórinn að þetta er herfilegur málstaður og ekki samboðinn neinum ærlegum manni. Engu að síður er penni hans falur eða ritvélin, hvort verkfærið sem hann kann að nota. I gær er málflutningur inn á þessa leið: „Það nær engri átt að rjúfa þjóðarein- inguna í landhelgismálinu að ástæðulausu". Sterlingspunda- eining þeirra Jóns Axels Pét- urssonar og -Kjartans Thors er þannig allt í einu orðin Framhald á 11. síðu Þetta er stærsti og dýrasti vaga Kenault-verksmiðjanna, Fre- gate. Hann verður ekki ódýrari við það, að þessi yfirbygging hans er sérstaklega smíðuð á örfáa bíla. En fallegur er hann. Aðdragancli Framhald af 5. síðu. í meðan þessu fór fram, sat ff* framkvæmdanefnd Verka- mannaflokksins á fundi. Hún hafði komið saman á fund strax um morguninn, bæði til að hlýða á skýrslu þeirra Gerös og Hegedus um viðræðurnar í Belgrad og til að fjalla um á- standið heima fyrir. Eftir því sem bezt er vitað, kom fram krafa á fundinum um að Nagy yrði aftur falið embætti for- sætisráðherra og það án tafar. Allt bendir til þess að þessi tillaga hafi mætt mjög harðri andstöðu. En nú dró til tíðinda á göt- um höfuðborgarinnar. Fundir og hópgöngur dagsins höfðu farið stillilega fram þrátt fyrir hinn mikla mannf jölda sem tók þátt í þeim. Fólkið söng ætt- jarðarsöngva og frelsisljóð úr sjálf stæðisbaráttu ungyersku þjóðarinnar og auk þess al-- þjóðasöng verkamanna og söng frönsku stjórnarbyltingarinnar. Ungverskir fánar voru dregnir að hún og bornir í fylkingar- brjósti ásamt rauðum fánum, en ekki bar á óspektum af neinu tagi. Það er enn óljóst með hvaða hætti óeirðirnar hófust. Frétt sem barst í gærkvöld frá Bel- grad hermir þó, að lögreglan hafi átt upptökin að þeim, og er skýrt nánar frá því annars staðar í blaðinu. Líkur eru á því, að óeirðirnar hafi hafizt fyrir klukkan 7 í fyrrakvöld eftir íslenzkum tíma, því að þá rofnaði allt símasamband milli Búdapest og landa í Vestur- Evrópu. Um níuleytið var fréttasending Búdapestútvarps- ins skyndilega rofin og hljóm- plötur leiknar í staðinn. Á mið- nætti sendi ungverska frétta- stofan út fyrstú fréttina um að til átaka hefði komið á götum höfuðborgarinnar, og að her-' menn, lögreglumenn og óbreytt- ir borgarar hefðu beðið bana í þeim. Snjórinn kominn — Snjókast — Rúðubrot — Snjó- kerlingar skapaðar — Hættulegur leikur — Skíðasleðarnir HÚRRA, húrra, kominn snjór, sungu krakkarnir á mánudag- inn, þegar fór að fenna. Svo hnoðuðu þau snjóbolta og inn- an skamms hófst æðisgengin skothríð um allar götur, svo að hvar sem maðuir fór, gat maður átt á hættu „að fá kúlu i hausinn". Sum börnin voru þó ekkert hernaðarlega sinnuð, og þau hófu þegar að búa til ýmiskonar fólk úr snjó, bæði karla og kerlingar, og það er miklu hættulausari leikur en snjókastið; snjókúlurnar lenda nefnilega stundum í einhverju allt öðru en því, sem þeim var ætlað að hitta. T.d. kemur það oft fyrir að kúla, sem átti að fara í einhvem strákinn, lend- ir í gluaga og brýtur ruðu, og þá verður annað hvort hin sein- heppna skytta sjálf, eða for- eldrar hennar, að draga upp pyngjuna og borga tjónið. Kannski reynir einstaka dreng- ur að bjarga sér á flótta í slíkum tilfellum, hleypur ems og fætur toga í hvarf og þyk- ist svo aldrei hafa brotið rúðu með snjókúlu. Sem betur fer held ég þó að færri börn séu þannig gerð; hin eru fleiri, sem koma heiðarlega fram og vilja bæta skaðann sem þau ollu. — En snjókastið getur verið býsna hættulegur leikur; t.d. er mjög illa gert, þegar börn eru að leika sér að því að kasta hörðum snjókúlum í bíl- rúðurnar. Bílstjórunum getur hæglega orðið bilt við, og þeir misst stjórn á bílnum augna- blik, og af því getur leitt stór-. slys. Þess vegna á að banna börnunum þetta mjög ákveðið og ganga ríkt eftir að þau hlýði banninu. Og núná, þegar hált er orðið á götunum, byrja börnin aftur á hinum stór- hættulega leik að hanga aftan í bílum, sem eru á ferð, og láta þá draga sig eftir götunum. Á þennan „leik" hefur oft verið minnzt hér og bent á hættuna, sem af honum stafar. Og það er sannarlega ekki börnunum, sem þennan líf shættulega „leik" stunda að þakka að ekki hljót- ast oftar slys af, og ekki gæti ég ásakað bílstjórana, þótt slys hlytist af þessari fíflsku. Og óð- ar en snjórinn kom, tóku börnin fram þau leikföng, sem til- heyra vetri og snjó, og þó fyrst og fremst skíðasleðana. & þriðjudaginn var bókstaf lega ekki hægt að komast um sum-p ar götur bæjarins fyrir skíða? sleðum. Allir hljóta þó að sjá, að gatan er ekki heppileg til skíðaferða, sízt þar serri sleð- unum stýra oftast smakrakk- ar, sem ráða ekkert við þá og hafa enga stjórn á þeim. Heim- ilisfaðir einn í Smáíbúðahverf- inu kom að máli við Póstinn og kvað nauðsynlegt, að lög- reglan bannaði sleðaferðir barna um Tunguveginn, sem er nú orðin mikil umferð- argata. Þar er einmitt ákjós- anleg sleðabrekka og er ósparí notuð; en það verður að banna sleðaferðir um miklar umferð- argötur. Og ef ekki er talið fært að framfylgja slíku banni, þá verður bókstaflega að taka skíðasleðana „úr umferð", með- an börnin hafa ekki annan leikvang en götuna. Það er ó- forsvaranlegt skeytingarleysl að smábörn skuli vera látin leika sér á sleðum, sem þau hafa enga stjórn á, á miklum umferðargötum. Amerískur ndirfalnaður jög giæsilegt árva! Undirkjólar, verð írá 98,00 Buxur, verð frá 29,00 Haínarstræti 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.