Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 25. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Aðdragandi atburðanna í Vngverjalandi í gær 17'nda þótt mikil umbrot hafi r-* verið í ungverskum stjórn- málum undanfarna mánuði, er ekki fjarri lagi að telja að fyrsta markið um þá ólgu, fcem átti eftir að ijúka með hinum hörmulegu mannvígum í Búdapest í fyrrinótt og gær, hafi verið sú ákvörðun stúd- enta við háskólann í Szeged að segja sig úr æskulýðssamtök- Um Verkamannaflokksins og stofna sjálfstæð samtök. Frá þessari ákvörðun var skýrt á laugardag og fréttist brátt um, að stúdentar við aðra ung- verska háskóla hefðu lýst yfir stuðningi við félaga sína í Szeged. í háskólanum þar var á laugardag haldinn fundur, jþar sem krafizt var víðtækra ráðstafana til að auka lýðræði I landinu og bæta kjör alls yinnandi fölks. Sama dag saniþj-kkti félag ungverskra rithöfunda kröfu um, að skipt yrði um menn . í stjórn Verkamaiinaflokks- . ins og að tekin yrði upp ný stéfna til að tryggja , aukið lýðræði, á grundvelli sósí&Iísks hagkerfis. • Þegar þetta gerðist sátu ífcveir helztu leiðtogar Verka mannaflokksins, þeir Gerö, framkvæmdastjóri hans og Hegediis forsætisráðherra, á viðræðufundi í Belgrad með Tító og öðrum leiðtogum júgó- slavneskra kommúnista og Bömdu við þá um að koma aftur á eðlilegum samskiptum Ungverjalands og Júgóslavíu. CJuanudagurinn ieið án þess *^ r.ð nokkuð sérstakt bæri til tíði 'da, en á mánudaginn, þeg- ar i'rétat hafði um kjör hinnar nýj ; í'orystu fyrir pólska Ver'-iamannaflokknum, efndu stú.'entar aftur til funda, og vircist þeir fundir hafa verið 'halrlnir víðar en í Búdapest, end;-. þótt engar áreiðanlegar fréttir hafi borizt af því. Sú kra-'a var nú borin fram, að fylgt yrði fordæmi Pólverja og skip t um stjórn í Verkamanna- flok'mum. Þess var krafizt að Jmrc Nagy yrði aftur gerður að leiðtoga hans og konum f.ení nir stjórnartaumarnir. aft- ur í hendur. Samþykktar voru ályl. tanir, þar sem lýst var yfir fullrm stuðningi við baráttu Póherja fyrir auknu lýðræði og fullveidi. í eiffini ályktuiijnni var því. lýst yfir, að Ungverjár yrðu að fara sína eigin leið til st'síalismans og þessi leið se'ti að stefna í átt aukins lyðræðis. Þess var krafizt að þrim mönnuni í stjórn f ? >kks og þjóðar sem beittu sér gegn hinni nýju stefnu vjsri vikið til hliðar. Þassi fundahöld og þessar sambykktir voru þó aðeins upp- hafa annarra og meiri tíðinda. í fyrradag, þegar Gerö og Hegedús komu aftur heim frá viðræðunum í Belgrad, komst svo mikill hraði á rás atburð- anna, að harla erfitt er, enn sem komið er, að gera sér fulla grein fyrir því, sem átti sér stað. í mánudagsmorgun boðuðu ^* samtök kommúnískra menntamanna, hið svonefnda Petöfifélag, til útifundar, en um hádegið bannaði innanríkis- ráðuneytið öll fundahöld á götum úti. Það bann var aftur- kallað hálfri annarri klukku- stund síðar. Um sama leyti lét miðstjórn æskulýðssamtaka Verkamannaflokksins í ljós samúð með baráttu pólsks æskulýðs og óskaði hinni nýju forystu pólska Verkamanna- flokksins heilla. Stjórn æsku- lýðssamtakanna boðaði í skyndi til fundar fyrir framan pólska sendiráðið í Búdapest og kom þangað mikill mannfjöldi> sem lét óspart i ljós hrifningu sína vegha atburða síðustu daga í Póllándi. "; • i Um nónbilið var haldinn úti- fundur,,sá, sem Petöfifélagið hafði boðað fil. Fólk safnaðist saman á göt^um úti og gekk síðan í stórum hópum með stúdenta, liðsforingjaefni og verkamenn í broddi fylkingar til Petöfitorgsins. Þaðan var síðan farið í einni fylkingu til minnisvarða hinnar miklu frels- ishetju Ungverja á nítjándu öld, Kossuths. Þar hlýddu tug- þúsundir manna á einn af leið- togum Petöfifélagsins, rithöf- undinn Peter Geres, lesa upp ávarp, þar sem m.a. var sagt: Við stöndum nú á timamót- um í sögu okkar. Leiðtogar flokks og stjórnar hafa ekki orðið við kröfunni um að taka upp nýja og betri stefnu. Við kref jumst þess að þeir sem hafa reynt að koma aftur á harðstjórninni, sem ríkti á dögum Stalíns og Bakosi, í stað þess að vinna að auknu lýðræði á grund- velli sqjsíalismans, verði látn- ir bera ábyrgð á gerðum sín- um. ' Framhald á 4. síðu. Framhald af 1. síðu. Nokkur hluti uppreisnarmanna tók boði ríkisstjórnarinnar og lagði niður vopn, þegar þeir höfðu fullvissað sig um, að þeim yrðu gefnar upp allar sakir. Aðr- ir gáfust upp fyrir her og lög- reglu, en enn aðrir héldu áfram baráttunni. Voru ennháðir harð- ir bardagar á götum borgarinnar í gær, eftir að síðari fresturinn var útrunninn, Orustuþotur voru sendar gegn einum hópi þeirra, sem hafði búið um sig á Kossuth- torginu og fregnir bárust einnig um, að skriðdrekum hefði verið beitt gegn uppreisnarmönnum. KI. 16.48 tilkynnti Búdapest- útvarpið, að svo virtist sem upp- reisninni væri að Ijúka. Ungling- ar sem hefðu tekið þátt í óeirð- unum hefðu kastað frá sér voþn- um á götur og torg og voru menn beðnir um að taka pau og færa lögreg'lunMi. Útvarpið minnti þá sem enn þrjóskuðust við, að nú hefðu þeir aðeins ör- fárra mímitna frest til að bjarga kvæmdanefnd Verkamanna- Iífinu. j fiokksirs flutti ávarp í Búdapest- harður bardagi við byggingu Verkamannaflokksins í 13. hverfi borgarinnar. Hefði hópur upp- reisnarmanna, sem búnir væru vélbyssum, hríðskötarifílurn og handsprengjum reynt árangurs- laust að brjótast inn í bygging- una og væri nú verið að ráða niðurlögum þeirra. I allan gærdag voru^ lesnar í útvarpið marg'ar áskoranir til borgarbúa um að veita aðst.oð við að bjarga þeim sem höfðu særzt og flytja þá í sjúkrahús. SjúkraMlar voru í stöðugum ferðum í allan g;ærdag. Þá komu einnig að hljóð'nemanum að- standendur sumra þeirra ungl- inga sem gengið höfðu í lið með uppreisnarmönnum og hvöttu þá til að leggja niður vopn og koma heim. Ávaro flutt í útvarpið Einn af fulltrúununi í fram- Útvarpið hafði skömmu áður skýrt frá því, að enn stæði yfir Pólskur almenningur fylgdist af miklum áhuga með öllu sem gerðist á fundi miðstjórnar Verkamannaflokksins. Myndiu er tekin í Varsjá um helgina og sýnir biSröð fólks, sem bíður eftir að kaupa blöð með fétium af fundinum. lur ágreinmgur og Sovétríkianiia i verja nou Algert sanikomulag hefur náðst milli leiðtoga Póllands og Sovétríkjanna um öll ágreiningsatriði. Frekari við- íæður munu eiga sér stað milli þeirra innan skamms um grundvöll og höfuðatriöi pólsk-sovézkrar samvinnu. Cyrankiewicz,; forsætisráð- herra Póllands, skýrði pólska þinginu frá þessu í gær, þegar hann flutti þvi skýrslu um atburði síðustu daga í Póllandi og þá stefnu- breytingu sem ákveðin var á fundi mið- stjórnar pólska Verka- mannaflokks- tns. — Hann sagði, að pólskur al- menningur hefði tekið í taumana og bundið endi á þær deiiur, sem Cyrankiewicz lengi hefðu staðið innan flokksins um hvort halda ætti áfram á sömu braut eða leggja inn á nýja. Hann skýrði þinginu frá því, að enn myndu verða gerðar breytingar á ríkisstjórninni. Hann tók fram að Rokossovskí landvarnaráðherra hefði í einu og öllu framkvæmt fyrirmæli flokks og stjórnar. Hann lagði áherzlu á nauðsyn þess að friður og stilling ríkti i land- inu. Pólverjum væri lífsnauð- syn að hafa sem bezta sambúð við Sovétríkin á grundvelli jafnréttis og fullveldis. Sósíai- ismann væri ekki hægt að framkvæma án aðstoðar Sov- étríkjanna. Gomulka, hinum nýkjöma leiðtoga Verkamannaflokksins, var ákaft fagnað, þegar hann kom í gær frara á stærsta úti- fundi, sem nokkru. sinni hefur verið haldinn i Varsjá. Hann sagði að ár vonbrigð- anna væru liðin. Þjóðin hefði nú fengið að vita allan sann- leikann um þá efnahagsörðug- leika sem að steðjuðu og henni yrðu ekki gefin nein falsloforð. Hann skoraði á þjóðina að leggja sig alla fram við að auka framleiðsluna og sagði, að séð yrði um að verkalýður- inn fengi nú meiri bein áhrif á stjórn landsins en hann hefði haft. Hann lagði eins og Cyran- kiewicz áherzlu á nauðsyn góðrar sambúðar Póllands og Sovétríkjanna. Hann skýrði frá því að viðræður hinna pólsku og sovézku leiðtoga í Varsjá hefðu rutt öllum tálmum úr vegi vináttu þeirra. Framhald á 11. síffi útvarpið í gævkvöld og hvatti þar alla félaga ílokksins og alla verkamenn til að Ieggja sig alla .fram. í þeirri Uörðu baráttu sem nú: ætti sér stað í landinu. Sú barátta og úrslit hennar myndu verða afdrifarík fyrir völd verka- lýðsins í Ungverjalandi, sagði haiín. í dag yerðum við að heyja baráttu til að verja völd okkar, en á niorgun mun ný framtíð biasa við okkur. Hin rýja stjórn mun bæta fyrir öll mistök for- tíðarinnar og framkvæma allar dýrustu vonir okkar, sagði hann. í tilkynningu frá stiórn Al- þýðusambands Ungverjalands, sem lesin var í Búdapestútvarp- ið, sagði að stjórnarvöidin hefðu nú ráð uppreisnarmanna í hendi. sér og um leið var skorað á þá þeirra, sem enn börðust, að leggja niður vopn. Grösz erkibiskup, sem nýlega var látinn laus úr fangelsi, flutti einnig ávarp í Búdapestútvarpið í gær og skoraði á uppreisnar- menn að hætta vonlausri bar- áttu. Hann lét í Ijós von um að> ungverska þjóðin myndi eiga sér hamingjuríka framtíð við frið- samleg störf. Aðeins barizt í Búdapest Það verður ráðið af fréttunt þó takmarkaðar séu, að bardagarr hafi nær eingöngu orðið í höfuð- borginni sjálfri og þá einkunt í miðbiki hennar. Þ6 mua liafa. komið til nokkurra átaka í út-* hverfum og iðnaðarhverfuim borgarinnar. Þar mynduðu verka- menn vopnaðav svsiiir til aS verja vinnustaði sína fyrir upp- reisnarmönnum. Búdapestútvarp- ið skýrði einnig frá því, að 8 tveim námuhéruðum hefðis námumenn tekið höndum undir- róðursmenn og afhent þá lögfegl* unni. Sjónarvottur að atburðum síð- asta sólarhrings í Búdapest serrt kom til Varsjár í gær sagðist telja, að 200 menn a. m. k_ hefðu beðið bana í óeirðunum. Ungverska sendiráðið í Varsjá! sagði að eftir þeim fréttum sem það hefði fengið, virtist sem ó- eiðirnar í Búdapest hefðu veriði enn blóðugri en átökin í Poznan í sumar, en þar létu um ðtt menn lífið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.