Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓJÐVILJINN — Fimmtudagur 25. október 1956 ÐVIUINN Útgefandi: L Sameiningarflokkur alþý'ðu — Sósíalistaflokkurinn . Sama þróiiiT leysir ekki vandann "Jl¥orgunblaðið í gær ber Jó- hann Hafstein fyrir þeim ummælum á Alþingi að með sömu þróun og verið hafi í feyggingamálum sé hægt að 'útrýma húsnæðisskortinum á | næstu 3 árum. Þetta er ihraustlega mælt, en ekki að sama skaii af staðgóðri þekk- ingu eða raunsæi á þessu yandasama úrlausnarefni. Það er að vísu rétt að mikið af íbúðarhúsum er í bygg- ingu hér í Reykjavík en fæst þeirra eru reist með það fyrir augum að leysa vandamál þeirra sem verst eru settir og hafa orðið að sætta sig við lélegt eða óhæft húsnæði af efnahagsástæðum. Ekkert al- mennt átak hefur heldur ver- ið gert til að leysa húsnæð- isvandamál unga fólksins sem er að stpfna heimili en hef- ur lítið fé handa í milli. ríkis og bæjar fram að þessu. Það eru því hrein öfugmæli að „sama þróun" leysi hús- næðisvandamálið þannig að viðunandi sé. Hér þarf einmitt að koma til nýtt átak og ný stefna í byggingarmálum. Föstiðja Þær íbúðir sem eru í bygg- ingu á vegum sjálfs bæj- ': arfélagsins koma ekki heldur févana fólki að gagni að ó- breyttum kjörum. Til þess er krafizt of hárrar útborgunar og of illa séð fyrir lánum til að fullgera íbúðirnar. Það verður því fremur fjárhags- getan en þörfin sem ræður úrslitum um hverjir verða bæjaríbúðanna aðnjótandi. Þeir sem verst eru settir, eins og fátækar barnafjölskyldur og einstæðar mæður með börn, sitja því á hakanum. Og fjárhagsstuðningur hins opinbera við allan þann fjö'da sem er að basla við að byggja yfir sig er svo sein- viricur og af svo skornum skammti að fólk ýmist býr við neyðarkjör svartamark- aðs'.ána eða .gefst hreinlega upp og missir hús sín og íbúð- ir i hendur braskaranna. Mar^ar íbúðir bíða hálfbyggð- ar .-írum saman og því erfiður baggi á því dugmikla fólki sem varið hefur svefntíma sínum og öllum frístundum í ! þeirri von að komast í eigið ' húsnæði í stað þess að þurfa I að búa við húsnæðisskort. Það sem Jóhann Hafstein flaskar á er einfaldlega ! þa<\ að það eitt leysir ekki j vandann að byrjað sé á svo ' og svo mörgum íbúðum held- | ur þarf jafnframt að gera í fólki kleift að ljúka ibúðum I sínum og skapa því þau láns- p kjör að venjulegt fólk geti I búið í íbúðunum án þess að ' greiðslugetunni sé ofboðið. 1 Einnig þarf að koma til raun- * hæft átak af hálfu hins opin- ' bera til skjótrar útrýmingar ! foragganna og annars heilsu- ¦' sþillandi húsnæðis svo og til ' lausnar áhúsnæðismálumunga ' fólksins. Þessi verkefni hafa é yerið vanrækt a£ yaldhöfum ^ ¥»egar líður á síðari hluta " kjörtímabils bæjarstjórn- armeirihlutans í Reykjavík, draga íhaldsfulltrúarnir Bláu bókina út úr hirzlum sínum og athuga hversu mikið hafi verið svikið af loforðum þeim sem birt voru fyrir næstu kosningar á undan. Er þar æfinlega um að ræða obbann af fyrirheitum Bláu bókarinn- ar. Þessi loforð eru síðan birt á nýjan leik, sagt að nú þurfi að gera ósköpin öll á flest- um sviðum bæjarlífsins,. nú þurfi að semja „generalplön" um framkvæmdir eins óg Gunnar Thoroddsen orðar það. Síðan eru gömlu loforð- in endurprentuð í nýrri Blárri bók, og það er hægt að nota sömu myndirnar að verulegu leyti, og það þarf ekki ann- að en umsemja gamalt les- mál. Allt er þetta til mikils hægðarauka og hagræðis. ¥»essi fasta iðja bæjar- *¦ stjórnaríhaldsins er nú hafin af fullu kappi. Á hverj- um fundi rifjar borgarstjóri upp gömul fyrirheit og segir að nú þurfi að fara að vinna að því að hugsa til að fram- kvæma þau. En því miður fyrir borgarstjóra og hans lið er þessi iðja farin að fá á sig spaugilegan blæ hjá bæjarbúum. Almenningur sér nú orðið fullvel að málefna- upptalningar Gunnars Thor- oddsens eru skrá yfir svik og vanrækslu þess meirihluta sem fyrir löngu er staðnaður og stirðnaður á öllum svið- um. / N GA HELMINGI ÓDÝRARI en sambærilegir útlendir búðÍMgair. 10 tegundir. Biðjið um Rekord búðing í næstu matvörubúð. Mppákald aííAa OgAml rn Utvarpstíðindi ,;Hvað segirðu í fréttem?" „Ég segi allt gott". „Mér þyk- ir þú ségja fréttir". — Dytti nokkrum í hug að orða þessar setningar þannig: „Hvað lestu í fréttum?" „Ég les allt gott". „Mér þykir þú lesa fréttir?" — Nei, það á að segja fréttir, ekki lesa. Til að komast hjá löngum útskýringum á jafn einföldu máli vil ég benda á flutning þingfrétta: Helgi Hjörvar segir fréttir af þingi, les þær ekki. Sama hátt ætti að hafa á öll- um fréttaflutningi í útvarp: segja fréttir. — Einhver kynni að berja því við, að lengri tíma taki að segja fréttir en lesa þær. Það fer nú raunar eftir því hvort þulurinn er vel eða illa læs, en annars er við þessu einfalt ráð: velja fréttirnar betur: taka aðeins það sem máli skiptir — þá þyrfti ekki að lengja fréttatímana um eina sekúndu hvað þá meira, mætti jafnvel stytta þá. Baldur Bjarnason magist- er er persðnulegur fyrir- lesari, og segi ég það þá ekki honum til lofs einvörðungu: Erindi hans um sKyrjálaland var með sömu einkennum og fyrirlestrar hans ftestir: laus- tengd alþýðleg fróðleiksbrot sem vel mætti hugsa sér hann tíndi saman xnilli kaffis og kvöldmatar, endursegði síðan á 20 mínútum þegar hann væri búinn að borða. Það er mikil leikaratízka hér að lesa ljóð með titrandi viðkvæmni eins og ætlunin sé að gera mann alveg sturlaðan: skilja hlustandann eftir með hjartað fullt af sorg, eins og hann hafi verið leiddur inn í hús þar sem bezti vinur hans var að skilja við. .I/jóðalesturj Ingibjargar Stephensen erp viðkunnanlegur aila jafnaj ekki sízt vegna þess að hún" er blessunarlega laus við þennan ofurklökkva. En nú brá svo við í, fyrrakvöld, að hún gaf sig háskalega á vald þessari húskveðjulist, og má kannski segja að Sonetta Kilj- ans hafi gefið nokkurt tilefni til þess. , . Með „Þriðjudagsþættinum'* má segja að ríkisútvarpið nái fyrst þeirri andans reist sem marga ágætis menn vora hafði lengi dreymt um að það næði. Að þessu sinni ætla ég aðeins að samfagna þjóðinni vegna heimkomu Ingibjargar Þor- bergs frá Ameríku. Það mátti ekki minna vera en átt væri við Hana viðtal eftir hvorki meira né minna en sex vikna útivist. Eins og við var að bú- ast var samtalið einkar upp- byggilegt og , til þess fallið að glæða bjartsýni manns og trú á glæsta framtíð hinnar kjarnmiklu íslenzku menning- ar, einkanlega ef fleiri dægur- lagasöngvarar íslenzkir gætu átt kost á svo sem sex vikna forfrömun meðal amerískra sem eru sjónvarpstækir alveg niður að mitti, sbr. upplýsing- ar ungfrúarinnar um Elvis Presley. E.B. > 1936 1956 T\ D A G S KR Á: Sameiginleg kaffidrykkja og fjölbreytt skemmtiatriði (Nánar auglýst síðar) þlÓÐVIUINH 20 ára 20 ára afmœlishátíð ÞjóðvUjans verður haldin að • Hótel Borg miðvikúdaginn 31. oktober (afmœlisdaginn) ¦ ','.¦••¦¦. -¦ ' ' .:•" v ^ri,"'3 :.:'.¦': ;-.:' iftwVJÍ ;:v..'. ":. Glv ¦ ¦'¦ '. '. *; '';." : 'ÁÁÍi "PIV; &:.,:; '.•'¦¦¦ ABGÖN6U- 1I9AB: ¦ ' r Aðgöngumiða má panta •.'..; ;..¦;' í sima 7500 og 7510. •::.;. .. : ': 'j.'. . , ' :i ! '¦:. .ssa&o •:•;- .'¦.'0 ¦' ir, 3 •:¦ ;<,.. bl

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.