Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 1. A J. Vnnað kvöld: ég sit á knæpu skammt frá Via Mar- gutta með mörgum mönnum sem allt í einu eru orðnir talsvert kumpánlegir. Þ.ar er Austur-Þjóðverji landflótta og hataði Rússa líkt og Jón þuml- ungur andskotann og hans þén- ara og hefur orðið fyrir svipuð- um hrakningum af hendi þess- ara móderniseruðu ára (sem hann kal\ar svo) og sá síplagaði og forpíndi guðsmaður af þeim sem búa óralangt undir iljum Okkar í einum heitum stað. Hann er geðveikralæknir að menntun og hefur orðið fyrir því óhappi að ritsmitast: hann hefur fengið í sig bókmennta- veiru nokkra og fær með öngu móti hamið ástríðuþunga löng- tm sína til að skrifa litteratúr. En einhvernveginn verður allt §em hann reynir að setja sam- án eintóm steindauð rökfræði, persónur hans verða vélmenni, hvernig sem hann hvolfist yf- ir þær og reynir að blása lífs- anda í nasir þeim úr heitum vitum sér þá hjarna þær aldrei við en eru dauðar eins og fræðibókarslytti. Hann hugsar sem vísindamaður. Honum líð- Ur mjög illa af þessu. En hon- um er gersamlega varnað að skapa listaverk. Þetta er skarp- greindur maður, hann hefur röntgenvél í hausnum á sér og allskonar sundurliðunar- og krufningartæki en blóðið er kalt. Þar kvikna engin drög að nýju lífi. ¦ Þessi maður situr og eyðir leiða sínum með því að sál- greina spænska blaðakonu sem segir að það sé ólíft á Spáni: þar séu konur svo ófrjálsar. Hún er stór, svört en föl í framan, arabísk augu hennar eru þanin af undrun andspæn- is ginnandi frelsi gamalla menningarborga sem lifa í nú- tíðinni að miklu leyti á því sem er liðið, eiga þó líka ærna aðild að deginum í dag, kannski líka á morgun. Þarna situr hún, mikið er allt spenn- andi. Hún situr og hlustar á þann þýzka fabúlera um ein- hver sálarvöf, svo hlær hún dátt og segir um það sem hann var að þylja til að ná tökum á henni: þetta gæti kannski • staðist sem sálarlífslýsing í einhverri bók, þetta á bara ekki við um mig. Þá fómar útlagi Þýzkalands, skotspónn Rússa, höndum og ségír: Ö mig auman, allt snýst í höndunum á mér, völvan sat við vöggu mína og kyrjaði vei, Vei þér. Ich bin ein verdammter, pölvaður. Þetta segir hann af þýzkri tilfinningasemi og sjálfs- ¦ýorkunn sem hann reynir að leiða út í gamansemi og heldur áfram .um stund, en Þjóðverj- um lætur sithvað betur en áð vera fyndnir. | Þýzk gamansemi og feitar þylsur ókryddaðar og volgur i föjór eiga vel saman. ; Þegar honum mistókst að heilla þá spönsku lýs'ti hann ýfir því að hann yrði að drekka |g fullan því að honum væri rðið Ijóst að hann gæti ekki crifað. En jafnvel það mis- 4'áksTþvI að stíflugarðar skyn- seminnar o? greindarinnar »*"¦•>; ek!a I *otnir ninir af neinu b-rermivinabrimi. Þarna voru líka suður-ame- rískir arkítektar sem töluðu um Le Corbusier með djúp- rættri lotningu eins og Kar- þúsíanamunkar væru að minn- ast hins helga Bruno eða hugsa um kraftaverkin Katrínar heil- agrar af Sienaborg. Pólskur flugmaður hlustaði af áhuga á tilgerðarlegt tal um listir en er .andskotans sama hvort Rokossofskí er í Póllandi eða Rússlandi þegar einhver aðvifandi upphlaups- maður vill ræsa hann fram úr hýði sínu með slíkri djúp- sprengju. En kannski var hon- um ekki sama þótt hann léti svo þetta kvöld. Það þýðir lít- ið að vera að hrópa um slíkt í mannfagnaði suður í Róm. Hann horfir hægur og þung- lamalegur yfir selskapinn og hinar sundurleitu þjóðir; og svo var einn blaðamaður frá Möltu.- Sá síðasttaldi var rindilsleg- ur og yfir honum einhver auðnuleysisblær hins væng- stýfða gamms sem er vanur að flögra yfír eyðilegu landi, nefið lagað eins og goggur* Hann var öryggislítill um sjálf- an sig og vildi öðlast staðfest- ingu sinnar eigin óákveðnu til- veru með einhverskonar gam- ansemi en það varð viðstödd- ThoV; VilhjcUmsson: Frá ítalíu, 9. grein Og enn íleira iólk um frekar til óþæginda en á- nægju að fylgjast með því: hartn gat meitt sig á þessu. Þegar ekki var hægt að bjóða út liði til að hlæja kvartaði þessi Möltufálki undan því að það væri farið að dofna yfir andríkinu í Via Margutta nú orðið. Hann vildi fá að vita hvort það væri ekki heitt að hafa skegg og í öðru lagi hvort ég tímdi ekki ,að kaupa mér rakblöð: þetta var mjög huggu- legt, það yar rétt eins og að vera kominn heim til; ísíands og vera að svara spurhingúm manna sem maður hefur aldrei séð fyrr ef maðu'r álpast' á veitingahús í Reykjavík,' hann var ósköp leiðinlegur greyið. Ljóshærður þybbinn: mynd^ höggvari rjóður í kinnumeins og eftir • snjókast, framtenntur, hló annað slagið..alv'eg¦..óvænt rétt eins og fjarstýrður af skipulagsöflum sem ekki hefðu pata af því hvað hér f æri f ram, tilefnið varð ekki séð, kannski váTTianhH&arar "pl-ey|tUr~*eÍtlF daginn. Þess á milli var hann rp.jöí a^var.1.?-;'sr að scíja Vratti úr æii sinni. sem-virUst saman- „Af hverju hreinsa peir ekki pessar rústir burt og byggja einhver mannvirki? ' spurðu pau pegar ég cetlaði að vera skyldurœkinn og sýna peim Forum Romanum og Colosseum" standa af mjög virkum dögum. Hann var kanadískur. Afar smávaxin kona með því stærri augu og brár sem urðu eins og strákústar götubikar- anna af fegrunarsvertu, frem- ur æskulaus kona með gull- glóð í tönn. Það lengsta ,við hana var málf ar hennar og hæl- arnir á oddmjóum skóm grann- ir eins og bólusetningarnálar. Hún var frá New Hampshire eða einhverju svoleiðis fylki og hafði lesið The Roman spring of Mrs. Stone eftir Tenessee Williams og var því hingað komin: Ecco me. Hún leit á myndhöggvarann þegar hann var nýbúinn að hlæja og var sem ákafast að breiða varirnar yfir tennurnar mjög vandlega eins og mannhrædd gamalmær að byrgja glugga sína að kvöldi og spurði hann til að þreifa fyrir sér um tengsl á grund- velli sameiginlegs þjóðernis: You american? Kani? Hunh, sagði myndhöggvar- inn. Hann var franskur Kan- adamaður. Þá gerði veslings kærleiks- leitandi konan ósjálfrátt illt enn verra þótt hún vildi eng- an meiða heldur þvert á móti vantaði hana talsvert mikið að láta vel að einhverjum — áð- ur en væri um seinan, sagði: En það er nú stutt á milli. Nógu langt, sagði Kanada- maðurinn og svo fá orð hefði ekki verið hægt að segja af öllu meiri styttingi. Hann stóð upp og gekk út og hló ekki framar á þessu kvöldi. Nú kom inn hár og grannur maður mjög laus í öllum liða- mótum og dinglaði eins og skröltormur sem hefur sagt nei- takk við því að skríða lengur og tekið upp á þeirri áthyglis- verðu nýjung að reisa sig upp á afturendann og liðast áfram þannig. Hann var enskur kvik- myndaleikari og fór að segja frá Jóhannesborg í Suður- Afríku: - Jóhannesborg, segir hann, e.r helvíti á jörðu. (Þar bjó móð- ir hans, bróðir hans og dóttir hans, barn). Voðalega er and- styggilegt þar. Hvíta fólkið, yfirstéttin, þið ættuð bara að vita: það eru dreggjar mann- kynsins. É? hef hvergi séð íyldi mennina þar sem þeir standa og horfa á hvíta fólkið velt- ast út af búlunum seint á morgnana dauðadrukkið, og konurnar í síðum kjólum eða hálfsjðum glitrandi allar og gljáandi af gimsteinum sem það lætur blökkumennina kafa lengst niður í jörðina til þess að róta upp handa sér, og gull- stássið, og allskonar skínandi lúxusdrasl utan á sér, og stend- ur ekki á fótunum. En álengd- ar standa þessir svörtu menn og horfa, ógurlega eru þeir aristókratískir sumir ég man ekki hvað kynstofninn heitir; þeir eru svo stórir, og þráð- beinir og grannir og fallegir: beautiful. Þeir horfa á hvítan peningaskrílinn, drottnara sína, sjá fyrirlitninguna í augunum, ekki fyrst og fremst hatur, miklu meira fyrirlitning; svip- urinn grafkyrr og ólesandi í hann. En augun, — Jesus Christ. Hann veifar í þjóninn með löngutöng: Da me un conjacco per piacere, segir hann með réttri málfræði en framburði sem engilsaxar virðast aldrei geta losnað við hvaða tungu- mál sem þeir reyna að temja sér: A ég að segja ykkur, segir hann: hvað ég sagði þegar móð- ir mín og bróðir minn sögðu af hverju kemurðu 'ekki hingað og býrð hjá okkur? Þá sagði ég: það skal ég gera með þess- um skilyrðum, ef þið viljið kosta þetta: ég vakna kl. 10 á morgnana þá þarf ég að fá whisky, það dugir mér til kl. þrjú um eftirmiðdaginn, þá þarf ég morfín. Klukkan fimm hassisch, klukkan átta ópíum eða þá kókain. Gott ef ekki heroin líka. Þetta er absolútt skilyrði fyrir því að ég geti þolað við þarná. Leikarinn sýpur hveljur og segir: Þó er ég ekkert fyrir þetta, hérna, hér fæ ég mér bara vín stöku sinnum. Ein- stöku sinnum bara. • •'-' Einn daginn ók ég með dótt- ur minni, segir leikarinn,: litlu dóttur minni. Ég sagði við hana ,nú skulum við bara stinga af í dag og láta engan vita. Já sagði hún. Við ókum lengi. Svo bilaði bíllinn. 3Ég fékk tvo niggaraboys. Þ^ir komu með ann?I e'ni fólk. Eí' íó k kalla. Sjá svo suma svóxti). ógurlega þungan handvagn með viðgerðartækjum. Langa '^ií. V-jni'nn ,""- ^ö' ^t^'i- .J.Lr-i?j-Jlr;.'.'l-.HQmJi-gq-"g3S'3' me^ vagninn. Það var svo voða heitt líka. Frightfully warm. Þeir höfðu heilan djöfuldóm fyrir þessu. Þá gaf i ég þeim pund fyrir. Ertu vitlaus pabbi, segir dóttir mín. Nú, segi é'g (segir leikarinn). Þú ¦ átt bara að gefa þeim svona sixpence, segir hún. En ég hugsa nú erú. bráðum jól. Það er nefnilega sumar þarna suðurfrá og heitt um jól, seg- ir kvikmyndaleikarinn enski, og fettir höndina og veifar fingrunum eins og lyklakippu. , Því skyldu þeir ekki hafa peninga um jólin! Við ókum heim dóttir mín og ég. Nei veistu nú hvað, segir mamma um kvöldið, hún er að verða gömul: veistu nú hvað hún Jocelin segir mér? áð' þú haíir gefið niggurunum pund fyrir að ger.a við bílinn. Ertu vit- laus maður? segir hún. Þú; get- ur svo sem leyft þér þetta sem ert að fara: að eyðileggja nigg- arana fyrir okkur sem þurfum að búa hér áfram. Svona hugsa þeir þarna. Voðalegt fólk. Þetta er ómerki- legasta fólk sem til er á .iörð- unni. Ég var einu sinni að vinna fyrir ógurlega ríkan mann sem á demantenámu, hann sendi mér son sinn og dóttur, ég átti að sýna þeim ítalíu. Hræðilegt. Af hverju hreinsa þeir ekki þessar rústir burt og byggja einhver mann- virki? spurðu þau þegar ég ætlaði að vera skyldurækinn og sýna þeim Forum Romanum og Colosseum: Þeir eru áð verða búnir að hreinsa þetta alltsaman burt í ÞýzkaJandi, sögðu þau og grettu sig af óg- urlegri fyrirlitningu. Hvað á að gera við1 svona fólk, segir leikarinn og gleym- ir að þefa af koníaksglasinu sínu sem hann hafði þó, vermt milli lófa sinna til að: vekja það en drekkur úr þvL í ein- um teyg. > Nú ætla ég að fara a0 leika > - aftur, segir hann, hneigir sig djúpt fyrir áheyrendum sín- um og líður út af sviðinu eins og hann væri að æfa hlutverk Hamlets eldra. Ég sat hjá auglýsingateikn- ara frá París og indverskri konu hans forkunnar;l fagurri með rauðan díl í ennipu milii þeirra tveggja eðalsteina sem hún hafði fyrir augu. póndinn var breiðleitur með Vjó'st hár ?ramh.;i í). aiöa

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.