Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 25. október 1956 Athugasemdir um bænarskrá Framhald af 9. síðu. aðar áskoranir um að koma því verki í framkvæmd. Eg leyfi imér að benda þessum háu herr- um á, að ói þá við slíku grettis- taki, þá geta þeir altént skipað einhverja aðra í starfið. II. Ef svo er ekki, eftir hvaða reglum hefur þá verið keppt? I.S.I. svaraði þessu á þá leið, • að að undanteknu fyrsta mót- inu 1952 hafi ávallt gilt keppn- isreglur I.S.I. um handknattleik Bvo langt sem þær hafa náð. Ennfremur kveður l.S.l. móts- nefndir ætíð hafa leitað til sam- bandsins fyrir milligöngu skrif- etofu þess til að fá staðfestingu á því, hvaða reglum skyldi fylgt. . . . Eg efa, að þessi full- yrðing fái staðizt. Að vísu er þá unnt að ásaka mótsnefndir um hirðuleysi, sem þó er skilj- anlegt, þar eð framkvæmdar- stjórn l.S.I. hefur daufheyrzt við ítrekuðu bænakvaki þeirra um reglugerð. En því er þetta nefnt hér, að ein forsenda I.S.I. fyrir úrskurði sínum er, að brotin hafi verið venja? Það má telja víst, að venjumyndun taki misjafnlegá langan tíma, en ekki samrýmist það minni hugmynd um venjumyndun, að það dugi að beita sömu reglu þrívegis, til þess að venja sé mynduð. IH. Er það leyfilegt, að félög, sem mætt eru til leiks, neiti að kepþa nema þau fái sjálf að veljá sér dómara, og er sá leik- iur gildur, sem þannig er til stofnað? Þessu lætur l.S.I. ósvarað, enda ókunnugt um málavexti. Tilefni þessarar spurningar er það, að eitt lið, Í.R., neitaði að hefja leik nema annar dómar- anna, er dæma áttu leikinn, viki og annar kæmi í hans stað. Þetta tel ég mjög vítaverða framkomu og íþróttinni lítt til þrifa, en I.R.-ingar hengdu hatt sinn á lagakrók, sem að vísu hafði ekki verið beit't til þessa í mótinu og mótsnefnd varð að láta undan. IV. a) Getur mótsnefnd kom- ið sér saman um, að keppni skuli hagað á einn eða annan hátt, án þess að leita samþykk- is æðstu stjórnar viðkomandi íþróttagreinar ? Þessari spurningu svarar I.S. í. að sjálfsögðu neitandi. Eg neita því ekki, að þarna var um trassaskap hjá mótsnefnd að ræða, en frumorsökin er vöntun á reglugerð. b) En þess má geta, að mótsnefnd var skipuð mönnum úr aðeins tveim félögum, sem allir voru leikmenn í keppninni. Engum dylst, að þessari grein er ætlað að gera störf móts- nefndar tortryggileg í augum þeirra, er sitja í framkvæmda- stjórn I.S.I. Heldur er þessi til- raun stúdentanna klaufaleg (líklega enginn juristi í stjórn hjá þeim, blessuðum). Maður gæti ætlað þeim þá meðalgreind að skilja, að sé tveim félögum falin framkvæmd móts (Gosi Munið Kaffisöluna i HafnarstrætJ 18 og Í.R. hafa annazt framkvæmd mótsins sl. 4 ár og alltaf verið tap á mótinu utan einu sinni, að þau fengu 8 kr. í hlut, svo að það er ekki feitan gölt að flá), þá skipa þau ekki menn úr öðrum félögum í mótsnefnd heldur sína félaga qg venjan er sú, að félögin hafa ekki þeim mannafla á að skipa, að þau geti gripið til annarra en leik- manna sinna. Telja má fullvíst, að stúdentum verði auðsótt að fá að annast næsta mót, a.m.k. verður ekki um samkeppni af hálfu Gosa að ræða. Þeir munu þá væntanlega skipa menn úr minnst þrem félögum í móts- nefnd, sem ekki væru keppend- ur. Eg verð að játa, að ég er frekar vondaufur um, að ég eigi eftir að taka þátt í körfu- knattleiksmóti, er þannig verði til stofnað. V. Eins og fyrr getur kom I.S. of seint til mótsins og því er ekki loku fyrir það skotið, að þeim hafi ekki borizt til eyrna eftir hvaða meginreglum keppt yrði. Ekki var send nein form- leg tilkynning til hinna félag- anna, heldur var þeim skýrt munnlega frá því, enda spurð- ust þau yfirleitt fyrir um það, þar eð þau töldu ekki, að hefð væri mynduð um það, að hlut- fallstölur skyldu ráða úrslitum, þó að þeirri reglu hefði einu sinni verið beitt. Ennfremur segir í bréfi I.S., að erlendis tíðkist ekki að keppa til úrslita, þó að stig séu jöfn, heldur séu hlutfallstölur látnar ráða, sbr. alþjóðareglur um körfuknattleik. Mótsnefnd verður tæpast sökuð, þó að hún fari ekki eftir alþjóðareglum, sem hún hefur ekki hugmynd um enda ekki einu sinni ís- lenzkar reglur fyrir hendi. Stúd- entar taka anzi mikið upp í sig, þar sem þeir telja víst, að er- lendis sé alls ekki keppt til úr- slita, ef félög verða jöfn, a.m.k. kom það leikmönnum banda- ríska liðsins Syracuse Natio- nals, sem kom hingað til lands sl. vor, spánskt fyrir sjónir, að jafntefli væri til í körfuknatt- leik. Ennfremur hef ég spurt, að Bandaríkjamenn hérlendis leiki til úrslita. Það er því ekki án fordæmis, að þessi vesæla mótsnefnd tekur ákvörðun sína, þó að stúdentar fullyrði annað, enda styrkir það ekki málstað þeirra og því skal þegja. Framkvæmdarstjórn I.S.l. segir í úrskurðarbréfi sinu, að félögin hafi hagað leikaðferð sinni mismunandi eftir því hvaða keppnisreglur. þau töldu að giltu. Þetta má rétt vera, en ekki tel ég, að Í.S. hefði skaðazt á því að vita um keppnisreglur þær, sem móts- nefnd setti, í upphafi móts. Samkvæmt minni reynslu leit- ast sérhvert lið við að fara með sigur af hólmi í hverri viður- eign og tæpast trúi ég, að l.S. sé þar undantekning. Á hinn bóginn hefði lið getað skaðazt, ef það hefði haldið í upphafi móts, að hlutfallstölur giltu ekki og síðan komið í ljós í mótslok, að svo væri. Framkvæmdarstjórn Í.S.Í. úr- skurðaði, að mótið skyldi ógilt og haldið að nýju. Eg hef ekki spurt, að Í.S.Í. hafi ákveðið því móti stað og stund, en ég tel víst, að það hafi einhvern veg- inn farið fram hjá mér, og ekki ber að efa, að þá verði reglu- ¦-' gerð fyrir hendi. \ Flestir þeir, er kynnzt hafa : körfuknattleik telja það fallega : íþró'tt. Eg er einn þeirra og tel j hana alls góðs maklega. Enn i lifi ég í þeirri von, að fram- j kvæmdarstjórn I.S.I. komist á j þá skoðun, en fjári ætlar það : að taka langan tíma. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík í október 1956, Guðm. Georgsson. S« N ý k o iti í ð: Kuldaskór, kvenna Gúmískór, unglinga Bomsur, karia, kvenna, barna. Inniskór, kvenna Unglingaskór og margt fleira. Víðifelf, Bergþórugötu 2. BúdapesHlugvöllur lokaður Flugvöllurinn við Búdapest var lokaður í allan gærdag. Landamærunum var nær alveg lokað, þó var nokkrum járn- brautarlestum frá Austurríki hleypt inn ogv nokkrir útlehd- ingar fengu að aka bifreiðum yfir landamærin. Þeir voru þó stcðvaðir 30 km fyrir utan Búdapest og ráðlagt að snúa við. Allir vilja eiqnast bíl iMS&ttJu. ________ ' . .'iL^M-. isskápar eru ómissandi á hverju heimili^ Þetta getið þið fengið í happdrætti Þjéðviljans, dregið 2. nóvember Smekklegir og íramúr- skarandi vandaðir tékkneskir poplin- og gaberdine- REGM- FRAKKAR Umboðsmenn: 0. H. A L B E R T S S 0 N, Laugavegi 27 A - Sími 1802

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.