Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 25. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 'EIÐIDHA " ^máí#aga eftsr MRWESV WiF \ v,>r»í;liij,'»iJ'"i......------imhmi.....„,,,„,«, -,i-„.i,#*.- 23. dagur „Af hverju í ósköpunum ertu aö gráta, Nell?" spurði Milo Buck brúði sína. „Ég sé svei mér þá enga ástæöu til að fara að brynna músum". Þau sátu fremst í far- þegaklefanum og voru þannig næstum alveg út af fyrir sig, að öðru leyti en því, að maöurinn með stríhærða, gráa yfirskeggið sat andspænis þeim hinum megin við ganginn .„Hjáipi mér, Nell ----- hef ég sagt eða gert nokkuð, sem hefur komið þér til að gráta?" Eina svar- ið, sem hann fékk,var að hún saug upp í nefið og snökti. Hún minnti hann á einn af gömlu bílunum hans, þegar hann var að reyna að koma honum í gang og eitthvað var í ólagi, en hann kaus að' segja henni þaö ekki. Maður vissi aldrei, hverhig Nell mundi taka hlutunum, því að hún var svo ólík öllum öðrum kon- um. Alveg gjörólík. Hún fór á skíði og synti eins og karlmaður, eldaði mat eins og móðir hennar, og var þar á ofan bráðskynsöm. Svo var hún með Ijóst hár, sem hárgreiðslustofan hafði lítiö skipt sér af, og að undanskildum fi-eknunum, sem fóru Nell undarlega vel, var andlit hennar eins og karlmaður gat frekast kosið. Hún var hræðilega skapstór og fékk stundum svæsin reiðiköst — en þá var eina ráðið að taka hraustlega um mjaðmir henni og snúa hana niður á gólfið, eins og í reglulegri frjálsbragðaglímu. Þetta var stundum dá- lítið erfitt, því að hún var langt frá því að vera auð- veld viðureignar með þessar sterklegu axlir, en ¦ ár- angurinn var alltaf undraverður. Eftir nokkrar mínútria viðureign fór hún að hlæja og baðst að lokum misk- unnar. Þá var hann bæði lafmóður' og æstur, og ef engínn var nærri var lokaþátturinn alltaf eins. Nell var fjarri því að vera atlotaköld, og ef hún náði góðu taki á manni, var hún ekki á því að sleppa. En nú greniaði hún eins og flóðgáttir himinsins hefðu opnazt. Milo fór yfir atburði síðasta hálfa mánaðarins í húg- anum, eftir því sem hann mundi. Hann rétt rámaði í bfúðkaupið í San Francisco; ferðin til Honululu var brúðkaupsgjöf frá báðum fjölskyldunum; og kom mjög óvænt, og það var svo mikill gauragangur við að ná í heppileg föt handa Nell, að sjálf athöfnin var bara eins konar innskot. En þetta skipti engan verulega máli nema móður Nellu, því að ef Nell hefði ekki á endan- um orðið frú Buck, hefðu menn farið að undrast yfir hvernig á þessu stæði. Nú var það allt búið og gert, og' Nell var hér grátandi í fyrsta skipti frá því hann kynntist henni, og það kom honum í dálítinn vanda. Slagsmál, já — það höfðu verið nokkrar smáskærur, en; þetta sló hann alveg út af laginu, af þvi það var ekki, nokkur ástæða til þess. „Hlustaðu nú á mig, Nell .... vertu skynsöm. Viö lof- uðum hvort öðru að dylja ekki neitt, manstu það ekki? Ef ég hef gert eitthvað rangt, segöu mér það,! svo að ég geti útskýrt —" Þetta var mesta vandræða ástand. Ef maðurinn hinum megin við ganginn vaknaði og sæi Nell gráta svona, eða flugfreyjan kæmi, eöa flugmaðurinn — mundu þau halda, að hann hefði verið að úthúða eiginkonu sinni. Eiginkona! Þaö tók dálítinn tíma að venjast því orði! „Svona, hættu nú, Nell". „Ég .... ég er að reyna það. Ég bara get það ekki .... það er allt og sumt". Milo fékk henni vasaklútinn sinn, því að hún var byrjuð að snökta aftur. Hún snýtti sér og þurrkaði sér um augun. „Langar þig í vatnssopa, Nell?" „Nei .... nei, þakka þér fyrir. Það .... það er bara allt saman búið". „Hvaö er búiö?" „Hveitibrauðsdagarnir okkar .... er þér alveg sama um það?" Maðurinn minn og faðir okkar. PÉTUR HANSSON, verkstjóri, andaðist í Landspítalanuni aðfaranótt 24. þ.m. Jarðarförin ákveðin síðar. Guðríður Jónsdóttir og börnín. „Auðvitað er mér ekki sama .... en þeir eru í raun- inni ekki búnir fyrr en eftir tólf klukkutíma eða þar um bil-----og þeir þurfa heldur ekki að vera búnir þá .... eða þaö finnst mér". „Ó, Milo —" Hann hefði ekki átt að segja neitt. Nú hafði hann talað fallega til hennár og það kom henni aftur tíl að gráta. Jæja, Nell litla — nú þegi ég. „Milo .... ég er hrædd. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef haft ráðrúm til að hugsa um það". Hann ákvað að þegja ekki lengur. „Hættu að hugsa um það. Við hvað ertu eiginlega hrædd? Viö eigum allt lífið fram undan!" „Það er bara.—" Hún greip andann á lofti. „Hvað? Þú talar meira rósamál en nokkur kona, sem ég þekki". Þegar Milo var að velta fyrir sér, hvernig aörar konur höfðu talað, varð hann furðu lostinn yfir því að geta ekki munað eftir nema tveimur. Það var Nancy, þegar hann var sautján ára og Ginger, þegar hann var átján — eftir þaö, eða síðast liðið hálft fimmta ár, hafði það bara verið Nell. „Já, það var nú það bezta við giftingu okkar, að við þurftum ekki að kynnast hvort ööru! Við vissum bókstaflega allt um hvort annað fyrir fram, og þess vegna varð þetta allt svo skynsam- legt .... að minnsta kosti komum við okkur saman um það, var það ekki?" „Ó, Milo .... við vorum bara svo ung og .... eins og þú'segir, allt lífið fram undan .... og ég er svo hrædd að horfast í augu við það allt saman". „En drottinn minn dýri! Þú ert þó ekki að hrína út af því?" „Þaö er nægilegt___" „Ég er tuttugu og tveggja. Viö höfum íbúð og eigum fimmtíu dollara í bankanum. Er nokkur þörf á að gráta út af því?" Milo fórnaði höndum í sýndarörvæntingu. „Atvinnu! Hvað er atvinna! Ég get fengið fleiri störf en ég kemst yfir!" „Hvernig ....?" „Spyrjast fyrir, auövitað. Ég fer á fætur eldsnemma einn morguninn, hitti að máli einhvern af stórkóllunum og segi sem svo: Vantar þig ekki mann eins og Milo Buck í fyrirtækið?" „O, jæja . ..." Samvizkulipur ritstióri Framhald af 4. síðu. þjóðareining í Alþýðublaðinu. Og þegar þessum hreystiyrð- um lýkur gerir ritstjórinn sér hægt um vik og blandar Stal- ín, Gomulka, Tító og Rokoss- ovskí í málið! Þannig er hragt að fylla dálka, þannig er h£3gt að „verja" hvaða málstað tera er, en hver er nokkru bætt- ari? ^ Þess verður vart að rit- stjórinn blygðist sín stundum. Þá birtir hann forustugreinar í blaði sínu um nauðsyn heið- arlegrar blaðamennsku og málefnalegra umræðna, líkt °g þegar sannkristnir menn skíra sál sína með sjáifs- hirtingu. Skyldi ekki vera von á slíkum leiðara senn? Jr eiiMÍlisþá tt iir Framhald af 5. síðu. Hann bætti því við, að það væri nú algérlega undir Pól- verjum sjálfum komið hve lengi hinar sovézku hersveitir dveld- ust í Iandi þeirra. Mikil fagnað- arlæti urðu þegar hann skýrði frá því, að sovézku hersveit- irnar í Póllandi myndu aliar verða aftur í herbúðum sínum innan tveggja daga. Nokkur átök urðu milli lög- reglu, sem vopnuð var kylfum, og fjölmenns hóps unglinga sem safnaðist saman fyrir framan sendiráð Ungverjalands í Varsjá í gærkvöld. Nokkur mannfjöldi safnaðist einnig saman fyrir framan sovét- sendiráðið í borginni, en þar fór allt fram með spekt. Bióðbiettir Blóðblettum má ná úr hvít- urn þvotti með því að dýfa þeim í .volgt saltvatn (lA te- skeið á móti 1 dl af vatni). Ef blettirnir fara ekki við þetta, má ná þeim .með natríumtíosul- fati, 1 tesk. móti 1 dl af vatni. Ekki má nota blævatn nema í ýtrustu nauðsyn við hör eða bómull, aldrei við ull, nælon, Því miður dugir ekki ætíð að.irnir þvegnir úr soðnu, volgu perlon, orlon, dakron eða dynel. nota sápu og vatn þegar blett- vatni og síðan má strjúka efnið Blóðblettum á lituðum efnum ir koma í föt, oft þarf ýms önn-imeð heitu járni þar til það er má ná með þvi að núa þá eða ur efni ef bletturinn á að nást. orðið þurrt. Sama aðferð er En sum af þeim efnum verður hc.fð við súkkulaði-, ávaxta-, að nota með ýtrustu varkárni, kaffi-, klórófyl-, lýiis-, rauð-| einkum hin eldfimu efni, benz- víns- og teblettí, og bletti af; ín, acetone og tetraklór. Gras- ósætri saft. feégar bx'iið er að. blettum má ná úr með glyser- nema burt lýsisbletti, þarf þój að þvo efnið úr sápuvatni til| að taka burt lyktina. Rj'ð og blek Ryðblettum, sem eru alveg nýir, má ná með miklu vatni úr flestum efnum, etí séú blett- irnir gamlir, efnið viðkvæmt og litirnir lausir skal núa blettina úr blöndu af vínsýrii og vatni (tvær matskeiðar af vínsýru í 1 dl vatns). Aðferðin er hin Blettir í fötum -Ji sjúga rneð volgu saltvatni, (% dl á rróti 1 dl vatns). Oft er illmögulegt að ná gömlum blóð- ble'ttum. Blett;r eru „sognir" af lituð- sama og áður var sagt.. Ef illaj um efnum cinungis. Til þess að gengur að ná blettunum, má koma í veg fyrir að litirnir renni til þegar verið er að ná blettinum er hafður ólitaður íni. Efnið, sem bletturinn er í, dýfa þeim í vökvann og e.t. er breitt út og eitthvað haft bleikja þá, en aðeins ef um undir, sem getur drukkið mikið bómull er að ræða, hvíta eða! þerripappír, vættur í því efni í sig, en glyseríninu er hellt í mislita, og litirnir eru ósviknir.! sem nota. skal til að ná honunt hreina, þurra skál. Svo er efnið Efnið er skolað og strokið á'úr. Þerriblaðið er fært til eftití núið vandlega með glyserini, og ranghverfunni. Rauðu og grænu þörfum, og er því þrýst fast að þannig, að það blotni í gegn. bleki má ná með spritti. blettinum, unz ekki kemujj Að 10 min. liðnum eru blett-' meira úr efninu. ijj{ -------------------------____^____^______^^________------------- " ' ¦ i»«m Utgefandl: Sameinlngarflokkur albýðu — Sósíalistaflokkurinn. - RitstíArar: Magnús KiartanssoH (4bJ, Sleurður GUðmunrisson. ~ Préttaritst.iðri: Jón Bjarnason. ~ Blaðamenn: Ásmunrlur Sigur- jðnsson. Bjarni Benediktsson. Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl ólafsson. — Augl?sinKast.lóri: Jónstelnn Haraldsson. ~ Kitstjórn, aíereiðsla, auelýsingar, prentsmiðja: SkóIavörSustíg 19. — Simi 7500 Ci línur). ~ Askriftarverö kr. 25 á mánuðl í Reykjavik og négrennl; kr. 22 __«rsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1. — PrentsmtSla PioðvlUans h.f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.