Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.10.1956, Blaðsíða 12
Togarakaupin rœdd á Alþingi ætti úr vamækslu síðari ára á viðhaldi otans þyrfti nú að kaupa 20 togara Aukin togaraútgerð tryggir atvinnulega uppbyggingu lands- 1 byggðarinnar og grundvallar nauðsynlega framleiðsluaukningu Fyrsta umræða um .frumvarp ríkisstjórnarinnar um lieimild til skipakaupa, lántöku í því sambandi og sér- stakra ráöstafana til að tryggja jafnvægi í byggð landsins. var í gær. í umræðunum fluttu forsætisráðh. Hermann Jónasson og sjávarútvegsmálaráðherra, Lúðvík Jóseps- son, mjög athyglisveröar ræður og gerðu Ijósa grein fyr- ir hinni brýnu nauðsyn á stefnubreytingu í málefnum höfuðatvinnuvega þjóðarinna. Meðalaíli togara tífalt meiri en bátaafli- Sjávarútvegsmálaráðherra sagði að reynzlan hefði sannað að togararnir væru langsamlega afkastamestu framleiðslutæki þjc.ðarinnar. Meðalafli þeirra væri um 5 þúsund smálestir á ári, en áhafnir þeirra væru að- eins um 30 manns. Ef þessi stórfelldu afköst væru borin saman við bátaflotann kæmi í ljós að þau væru um það bil 10 sinnum meiri. Ekki bæri þó að skilja þetta sem raunveru- legan mun á gæðum togara og b^.ta. Þar kæmi margt fleira til. Eigi að siður sannaði þetta hverjum manni að það væri höfuðnauðsyn að halda togara- flotamim nægilega vel við og auka hann eftir mætti. Tiltækilegasta leiSin til að tryggja atvinnulíf landsbyggðarinnai; Auk þess kæmi það og til að togarareksturinn tryggði betur en nokkur annar at- vinnurekstur fulla hagnýt- ingu vinnuafls úti á lands- byggðinni. Fjöldi kaupstáða og sjávarþorpa væru þannig sett að þaðan væri ekki að- staða til að sækja á bátum til hentugra fiskimiða. Með rekstri togara, sem legðu afla sinn upp á slíkum stöð- um væri unnt að bægja land- lægu atvinnuleysi frá dyrum og ska^a lífvænlega atvinnu fyrir íbúana. Er fjölgun togara hættu- leg fiskistofninum? Þá vék ráðherrann nokkuð að þeim efasemdum, sem kynnu að gera vart við sig viðkom- andi mikilli aukningu togara- flotans og þá sérstaklega hvað við véki hugsanlegri hættu fyr- ir fiskstofninn, sem allt kapp yrði að leggja á að vernda. í þessu sambandi gat ráð- ' herrann þess að svo væri nú 'komið að 80—90% af öllum afla togaraflotans væru sótt fjarlæg mið út fyrir sjálft landgrunnið svo sem til Græn- lands, djúpmiða norður af land- inu og allt til Bjarnareyja og Hvítahafs. Svipaða sögu væri að segja um karfamiðin. Þar væri nær einvörðungu sótt á fjarlæg djúpmið sem ekki yrðu nýtt með öðrum hættí. Tekst að manna flotann? Ýmsir kynnu að halda því fram, sagði ráðherrann, að erfitt muni reynast að fá nægan mannafla til starfa á togaraflotanum eftir að hann hefði verið aukinn að miklum mun. Hann kvaðst þess þó fullviss að þetta mundi takast, ef rétt væri á haldið. Hinsvegar væri það al- alrangt, ef einhverjum dytti í hug að haga ætti höfuðat- vinnuvegum þjóðarinnar með tilliti til þess eins hvert vinnuaflið sækti þá og þá stundina. Vitanlega bæri að leitast við að beina vinnuafl- inu að lífvænlegustu og þýð- ingarmestu atvinnugreinun- um. Viðhald togaraflotans hefur verið vanrækt. Varpað hefði verið fram þeirri spurningu hvort rétt væri að kaupa svo marga togara í einu sem frumvarpið gerði ráð fyr- ir. Til glöggvúnar á réttu svari við þeirri spurningu yrðu menn að gera sér ljóst að miðað við 20 ára meðalaldur togaranna þyrfti nú 20 ný skip að bæt- ast í flotann ef það ætti að jafngilda fullu viðhaldi á þeim togurum, sem keyptir hefðu Ihefðu verið í stríðslok. Teflt á tæpasta vað með möguleika á endumýjun. Ráðherrann skýrði frá því að erlendar fiskveiðiþjóðir hefðu nú að undanförnu lagt slíkt kapp á smíði nýrra tog- ara að flestar skipasmíða- stöðvar sem við þær fengj- ust hefðu nú full verkefni allt til 1960. Mætti því eng- an tíma missa, ef mögulegt ætti að reynast að fá smíð- ina framkvæmda og fullvíst væri að það væri ekki unnt á skemmri tíma en 2—3 ár- um og þó því aðeins að kappsamlega væri að unnið. „Harða stjórnarand- staðan" lin. Magnús Jónsson talaði í málinu fyrir Sjálfstæðisflokk- inn. Var helzt að skilja á ræðu hans að augu flokks hans hefðu ára svefn og sæi hann nú að hér væri hið mesta þjóðþrifa- mál á döfinni! „Þó leyfist mér að hafa grunsemdir um að ríkisstjórn- in syndi hér djarfar en efni standa til", sagði hann og taldi að hvorki vissa né von væri til að henni tækist að útvega láns- fé til þessara framkvæmda. „En vonandi leysist þetta", sagði hann að lokum og full- vissaði menn enn um „fullan skilning" Sjálfstæðisflokksins á málinu og að hann óttaðist ekk- ert annað frekar en að vonir almennings um þessar fram- kvæmdir kynnu að reynast of háar! 170 lestir af karf a Siglufirði í gær. Togarinn Elliði kom í gær með 170 lestir af karfa, sem nú loks upplokizt eftir margra [ fóru til vinnslu í frystihiísinu Það er hægt að setja heims- met á mörgum sviðum. Franska flugfélagið setti nýlega heims- ,met i lengd farseðils, hann var ;7y2 metri n. lengd, seldur dönskum viðskiptamanni í Kaupmannahöfn. Miðinn hljóð- .aði upp á flutning 15.000 km vegalengd með viðkomu á 71 stað í Evrópu, Afríku og Aust- urlöndum. Myndin sýnir starfs- menn Air France og Wagons- lits/Cook í Kaupmannahöfn, þar sem þeir halda hreyknir á metseðlinum. Landsfundur Kvenréttindafélags íslands: föfn laun karla og kvenna fyr- ir jafn verðmæta vinnu „Níundi landsfundur K.R.F.Í., skorar á ríkisstjórnina aö gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jöfn laun karla og kvenna, fyrir jafnverðmæta vinnu geti orð- ið staðfest á íslandi. Til þess að hraða framgangi þessa mannréttindamáls, skorar fundurinn á ríkisstjómina að skipa nefnd er vinni að undir- búningi þess. Fundurinn æskir þess að í nefndinni eigi sæti meðal annars konur, sem til- nefndar séu af Alþýðusambandi íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Kvenréttindafé- lagi íslands. Jafnframt vill fundurinn leggja áherzlu á það, að á meðan þessu lokamarki er ekki náð, skuli því beint til þeirra kvenfélaga, sem fara með launamál félaga sinna, að beita sér fyrir því að bilið milli kvenna- og karlakaups styttist að verulegu leyti, og heitir Kvenréttindafélag Islands að styðja það mál af fremsta megni." Idsf rambjóðandinn svÍDti aínarbúa atvinnunni Eins og áður hefur verið rakíð hér í blaðinu hefur hrað- frystihúsið í Höfnum ekki verið starfrækt um langt skeið. Eig- andi hússins, Einar Sigurðsson íhaldsframbjóðendi, hefur einn- ig fjarlægt úr húsinu ýmsa hluti sem óhjákvæmilegir eru fyrir starfrækslu þess og þann- ig stefnt atvinnulífi þorpsbúa í hreinan voða; hafði hann þó fengið mikil opinber lán til þess að starfrækja frystihús einmitt á þessum stað. S.l. sunnudag hélt Verklýðs- félag Hafnarhrepps fund um málið og samþykkti eftirfar- andi tillögu í einu hljóði: „Fundurinn vítir harðlega þá ráðstöfun að hraðfrystihús það, sem til er á staðnum skuli hafa hætt starfrækslu og þá sérstak- lega að færibönd og áhöld skuli hafa verið flutt burtu úr hús- inu og dregur í efa heimild til slíkra framkvæmda, þar sem lá;i til slíkt atvinnureksturs eru venjulega staðbundin. Fundurinn telur að atvinnulífi í hreppnum sé stefnt í voða með slíku háttalagi. Fundurinn samþykkir því að kjósa nefnd sem eiga sæti í 2 fulltrúar frá verkalýðsfélagi hreppsins sem kosnir séu á fundi þessum á- samt oddvita hreppsins. Skal nefnd þessi hafa samband við þingmann kjördæmisins og sjávarútvegsmálaráðherra ef þörf þykh' til úrbóta um starf- rækslu hraðfrystihússins, enda skili hún áliti sínu ekki síðar en hálfum mánuði frá fundi þessum, enda séu framkvæmdir miðaðar við að frystihúsið verði starfrækt á komandi ver- tíð". Oddviti Hafnarhrepps er Eggert Ólafsson, en ásamt hon- um voru kjörnir í nefndina Kristinn Guðjónsson formaður félagsins og Heiðdal Jónsson. Kotkoff teflir á Hraðskákmétí TR Hraðskákmót Taflfélags Reykjavíkur hefst kl. 8 í Þórs- kaffi. Meðal þátttakenda verð- ur sovézki unglingameistarinn Jurí Kotkoff, sem staddur er hér á landi um þessar mund- ir. í kvöld verður aðeins háð forkeppni, en á sunnudags- kvöld verður teflt til úrslita. Þeir sem hyggjast taka þátt í mótinu geta skrif að sig á iista er liggur frammi í Bóka- verzlun Snæbjarnar í Hafnar- stræti. Einn nemandi vann Kotkoff Sovézki unglingameistarinn Jurí Kotkoff tefldi f.iöltefli við nemendur á Laugarvatni í gær. Tefldi hann við 24 nemendur, tapaði einni, gerði. eitt jafn- tefli, en vann 22 Jskákir. Sá sem vann Kotkoff heitir Þór- arinn Guðmundsson, sonur Guðmundar Ágústssonar tafl- meistara; en jafnteflið gerði Helgi Samúelsson, og eru þeir báðir i 4. bekk. DJÓÐVIUINN Fimmtudagur 25. október 1956 — 21. árgangur — 244. töluhlað

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.