Þjóðviljinn - 14.11.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.11.1956, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 14. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Ungmennafélag Islands heldur 50 ára afmæli sitf hátíðlegt á Þingvöllum Ungmennafélag íslands verður 50 ára í sumar og verð- ur afmælishátíð og landsmót sambandsins haldið á Þingvöllum dagana 29. og 30. júní, en U.M.F.Í. var stofn- ir" Þjóðdansar til æfingar í að á Þingvöllum sumarið 1907. vetur svo allir Seti dansað Meðar þeirra sem árið 1907 voru ungir og áhugasamir menn og stofnuðu Ungmenna- félag íslands má nefna þá Guð- brand Magnússon nú forstjóra, Helga Valtýsson rithöfund, Guðmund Guðlaugsson, Arn- grím Fr. Bjarnason, Bernharð Stefánsson alþm., Jón Helga- son og Jóhann Jósefsson hót- eleiganda. Landsmót U.M.F.Í. Ungmennafélag fslands hef- ur gengizt fyrir landsmóti þriðja. hvert ár og er það sem haldið verður á Þingvöllum í sumar hið 10. í röðinni. Vegna afmælishátíðahaldanna verða íþróttagreinar þær sem keppt verður í nokkru færri en verið hefur. Keppt verður í hlaupi á 100 m, 1500 m, 5000 m vega- lengdum og 1000 m boðhlaupi, ennfremur hástökki, lang- stökki, kúluvarpi og kringlu- asti. Konur keppa í 80 m hlaupi og 5x80 m boðhlaupi. 1 sundi keppa konur í 50 m frj. aðf., 100 m bringusundi, 500 m frj. aðf. og 4x50 m boð- sundi. Karlar keppa í 200 m bringusundi, 1000 m frj. aðf., 100 m frj. aðf. og 4x50 m boð- sundi. — Sundkeppnin fer fram í Hveragerði 28. júní, en þann dag verður 20. landsþing U.M.F.I. haldið að Þingvöllum. Einnig verður keppt í hand- knattleik kvenna og knatt- spyrnu karla. Fer fram undan- keppni í hverjum landsfjórð- ungi, og verður það útsláttar- keppni. Hátíð í Fangbrekku. Aðalhátíðahöldin eiga að fara fram á íþróttaleikvangin- um fyrir neðan Fangbrekku á Þingvöllum, en Fangbrekka er liinn ákjósanlegasti staður fyr- ir áhorfendur. Tjaldbúðir verða reistar austan við, sunnan vegarins. Undirbúningsnefndin SKIPAÚTG6RÐ RIKISINS fer til Vestfjarðahafna seinni hluta vikunnar. Tekið á móti flutningi til Patreksfjarðar Tálknafjarðar, Bíldudals, Þing- eyrar, Flateyrar, Súgandafjarð- ar og fsafjarðar í dag. HEKLA austur um land í hringferð hinn 18. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar- f jarðar, Eskifjarðar, Norðfjarð- ar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavíkur í dag og árdegis á morgun. Farseðl- ar seldir á föstudag. vill minna fólk á það í tíma, að þarna verður það að búa að sínu eins og forfeður vorir er þing sóttu á Þingvöll. Þó mun verða reynt að sjá fyrir því að svangir menn geti einhverja saðningu fengið. Dagskrá mótsins. Dagskrá mótsins hefur ekki að fullu verið ákveðin enn, en í aðalatriðum er ákveðið, að eftir mótsetningu og fána- hyllingu fari fram íþrótta- keppni. Ennfremur eru fyrir- irhuguð ræðuhöld, messa, hljóðfæraleikur, bændaglíma, söngur og þjóðdansar. — Ung- mennafélögunum verða „send- sömu dansana. Hátíðanefnd. Nefnd hefur verið skipuð til að sjá um undirbúning hátíða- haldanna. Formaður hennar er Stefán Ól. Jónsson kennari og aðrir í nefndinni: Axel Jónsson sundlaugavörður, Ármann Pét- ursson fulltrúi, Skúli H. Norð- dahl arkitekt og Þórir Þor- steinsson íþróttakennari. Mótsnefndin beinir þeim til- mælum til allra ungmennafé- laga í landinu að þau noti tímann vel í vetur til þess að undirbúa mótið. Ritgerðasamkeppni skóla- barna um bindindismól Eftir áramótin síðustu efndi stjórn Bindindisfélags íslenzkra kennara til ritgerðasamkeppni meðal allra 12 ára barna á landinu, og var ritgerðaefnið þetta: Er það hyggilegt að vera bindindismaður og hvers vegna? Samþykfctir Bandalags kvenna um tryggingamál og áfengismál Bandalag kvenna í Rfeykjavík hélt aðalfund sinn dag- ana 5. og 6. nóvember 1956. Stjórn Bandalagsins skipa vinnumiðlun og verkþjálfun, á- þessar konur: Fonnaður frú Aðalbjörg Sigurðarddóttir, rit- ari frú Jónína Guðmundsdóttir og gjaldkeri frk. Guðlaug Bergsdóttir. Eftirfarandi tillög- ur voru samþykktar á fundin- um: I. Tryggkigamá! 1. Grunnupphæð barnalífeyr samt leiðbeiningum um nám og starfsval. Allra ráða sé léitað til að fyrirbyggja örorku. n. Áfengismál. Fundurinn beinir eftirfarandi tilmælum til Landssambandsins gegn áfengisbölinu: 1. að athuga, hvort ekki sé tímabært að endurskoða áfeng- is verði hækkuð um allt að islögin með tilliti til þeirrar 50% (sbr. næstsíðustu málsgr. 17. gr.). 2. Barnalífeyrir vegna mun- aðarlausra barna verði greidd- ur tvöfaldur (sbr. málsgr. 17. gr.). 3. Felld verði niður síðasta málsgr. 22. gr., er veitir heim- ild til skerðinga á lífeyris- greiðslum. 4. Árlegur ellilífeyrir sé eigi lægri en !4 hluti árslauna Dagsbrúnarverkamanns. Sama reynslu, sem af þeim er feng- in, og áhrifum þeirra á þjóðlíf- ið. 2. að taka til athugunar, síðustu hvernig hægt sé að vinna að betra og heilbrigðara skemmt- analífi í landinu. Fundurinn skorar á lög- reglustjórann í Rvík að herða á eftirliti með vínneyzlu á skemmtisamkomum í bænum og dvö'l unglinga þar. Ennfremur að hert sé á eft- gildi um örorkulífeyri eftir því, irúti með ólöglegri sölu áfeng- sem við á. (Sjá 13. gr.). | is> hvort sem er úr skipum, 5. 13. gr. verði breytt í það flugvélum eða bifreiðum. horf, að hjón njóti sama ellilíf-1 Fundurinn skorar á bæjar- eyris, sem tveir einstaklingar. ' stí°rn Reykjavíkur og ríkis- 6. Réttur til ellilífeyris falli i stiórn landsins að setja á stofn Stjórn félagsins fór fram á það við námsstjórana, að þeir önnuðust þessa samkeppni hver í sínu umdæmi, og er það því þeim að þakka að þetta tókst. Þakkar stjórnin þeim ágæta að- stoð. Þrennum verðlaunum var heitið á hverju námsstjóra- svæði. I. verðlaun 200 kr., II. verðlaun 125 kr. og III. verð- laun 75 kr. Þátttaka varð all- góð af öllum svæðum, þó bár- ust ritgerðir aðeins frá einum skóla í Reykjavík. Það hefur vakið athygli við lestur þessara ritgerða, hve börnin vita mikið um þessi mál, og öll hafa þau ákveðna skoð- un, sem þau rökstyðja mjög vel. Þessi börn hlutu verðlaun: I. verðlaun: Unnur Bergland Pétursdóttir, Barnaskóla Kefla- víkur. Elfa Björk Gunnarsdótt- ir, Laugarnesskólanum Reykja- vík. Jón H. Jóhannsson, Víði- holti, Reykjahverfi S.Þing., Kristleif J. S. Björnsdóttir, Barnaskóla Borgarness. Þórunn Stefánsdóttir, Berunesi Reyðar- firði. II. verðlaun; Björgvin Hall- dórsson, Hvolsskóla, Rangár- vallasýslu. Guðlaug V. Krist- jánsdóttir, Seljalandi, Hörðadal, Dalasýslu. Guðbjörg Baldurs- dóttir, Barnaskóla Siglufjarðar. Helgi H. Jónsson, Laugarnes- skóla Reykjavík. Jóhanna I. Sigmarsdóttir, Skeggjastöðum, Bakkafirði. III. verðlaun: Fanney Ingv- arsdóttir, Barnaskóla Stykkis- hólms. Guðríður Eiríksdóttir, ekki niður við sjúkrahúsvist allt upp í 26 vikur. (Sjá 59 gr.) 7. lEllilífeyrisþega, sem miss- ir maka sinn, skulu greiddar bætur. Sama gildi um örorku- lífeyrisþega. 8. Dánarbætur slysatrygging- anna almennt verði hinar sömu og dánarbætur lögskráðra sjó- manna. 9. Hjónum séu greiddir sjúkradagpeningar eftir sömu reglu og öðrum einstaklingum og gildi það um gifta konu, hvort sem hún vinnur utan heimilis eða eigi (sjá seinustu málsgr. 53. gr.). 10. Heimilað verði að greiða mæðralaun einstæðum mæðr- um, sem hafa eitt barn á fram- færi sínu, ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi. 11. Tekinn verði aftur inn í lögin kafli um heilsugæzlu, sem komi í stað þess, er felld- ur var niður. 12. Fundurinn telur aðkall- andi nauðsyn að koma upp fyr- ir öryrkja vinnuheimilum, heimili fyrir ofdrykkjukonur hér í bænum, sem eru heimilis- og aðhlynningarlausar. Vill fundurinn benda á Ulfarsá, sem hæfilega stórt heimili. Verja mætti fé úr gæzluvistarsjóði til rekstursins. 57 myndir seldust Selfossi. Frá fréttaritara Málverkasýningu Höskuldar Björnssonar í Hveragerði, sem hér hefur verið opin núna und- anfarið, lauk í gærkvöldi. Var hún mjög vel sótt, sýningar- gestir milli 800 og 900, og auk þess allir skólar á Selfossi. Meðal sýningargesta var for- seti íslands herra Ásgeir Ás- geirsson. Á sýningunni seldust 57 myndir. Er það von okkar Selfossbúa, að Höskuldur sýna hér sem oftast, það yrði okkur öllum til óblandinnar á- nægju. Vil ég að lokum þakka Höskuldi fyrir komuna, og óska honum alls hins bezta í framtíðinni. Sæmilegur afli — Næg atvinua Húsavík, 12. nóv. Hér hefur verið bezta tíðar- far undanfarið. Róið hefur ver- ið langflesta daga og verið sæmilegur reitingsafli. Vinna hefur því verið næg hér í haust. Kristnesi, Eyjafirði. Helgi Þór Guðmundsson, Búlandi, Austur- landeyjum. Jakobína Ulfsdótt- ir, Vopnafirði. Þorgerður Ing- ólfsdóttir, Laugarnesskóla Rvk. Styrkjum Sigmar Maríusson Áshorun frá Guðrúnu Brunborg Frú Guðrún Brunborg færði Þjóðviljanum í gær 400 kr., en það er gjöf til Sigmars Maríus- sonar frá Ásseli, sem varð fyrir bílslysi um fyrri helgi og missti báða fætur. Lét Guðrún það fylgja gjöfinni að hún skoraði á alla bíleigendur og bílstjóra að veita Sigmari fjár- hagslegan stuðning í þeim miklu raunum sem hann hefur orðið fyrir. Þegar hann losnar af spítalanum á Akureyri, þar sem hann liggur nú, þarf hann m.a. að eignast gervifætur, en þeir kosta mikið fé. Þjóðvilj- inn veitir fúslega viðtöku fram- lögum til Sigmars. Virtir dýrartna nýúthomin barnabéh Vinir dýranna nefnist nýút- komin barnabók eftir Guðlaug Guðmundsson. I bókinni eru þessar níu sögur: Fyrsta veiðiferðin, Vak- að yfir vellinum, Móri gamli, Rjúpan, Húsöndin, Snjallir drengir, Hryssan Tulle, Grædd- ur er geymdur eyrir og Nonni hlakkar til sveitaverunn- ar. Við fljótan yfirlestur virðist að margar sögurnar séu bráð- skemmtilegar — og allar hafa þær mannúðlegan boðskap að flytja. Bókin er 125 bls. í litlu broti. Allmargar ágætar teikn- ingar eftir Halldór Pétursson eru í bókinni. — Þetta er bók sem mun verða vinur margra barna, bók sem mæla má með. Skrifstofa flugmála- stjórnarinnar, Reykjavíkurflugvelli, verður lokuð miðvikudaginn 14. nóvember kl. 1—3 vegna jarðarfarar. Vélstiórafélag Islands AÐALFUNDUR félagsins verður haldinn föstudaginn '16. nóv. 1956 kl. 20.00 í Café Höll, uppi, Austurstræti 3. Aðalfundarstörf og önnur mál. Stjórnarkosningu lýkur 2 dögum fyrir aðalfund. Skilið atkvæðaseðlum. — Mætið stundvíslega. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.