Þjóðviljinn - 14.11.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.11.1956, Blaðsíða 4
%) — ÞJÓÐVTLJINN — Miðvikudagur 14. nóvember 1956 Kvikmyiidir á Spám Verk ieikstfórans J. á. Bardem vekja athygli víðsvegar um heim Fyrir fjórum til fimm árum vakti spænsk mynd mikla athygli á kvikmyndahátíðum víðs- \ægar um heim. Myndin nefndist Velkominn hr. Marshall og fjallaði eins og nafnið gæti bent til um Spán og Spánverja á tímum Marshalláætl- unarinnar bandarísku. Þessi mynd var í raun- inni fyrsta verulega lífs- markið sem menn utan Spánar gátu greint með spænskri kvikmynda- gerð frá því svartnætti Frankó-fasismans skall yfir landið. Síðan þetta gerðist hefur hróður spænska kvikmyndagerðarmanns- ins, leikstjórans J. A. Bardem, farið víða, þó langflestir lesendur þessa þáttar hafi vafa- laust ekki heyrt hans getið fyrr. J. A. Bardem hefur nú Martine Carol sem Madame du Barry mun bráðlega hefja sýn- A usturbæjarbíó * & hpfip ingar á franskri kvik- mynd um Madame du Barry, ástmey Lúðvíks konungs XV. Handritið að myndinni hefurHenri Jeanson samið en aðal- hlutverkið leikur hin fagra Martine Carol. sent frá sér fjórar kvik- myndir: Hin liamingjusömu (1952). Leikarar (1953) — mynd sem fjallar um faranddleikara og fjöl- listáménn, einkum um hinar dapurlegu hliðar lífs þeirra. Gleðilega páska (’54). Hjólreiðamaður bíður bana (1955). * Umferðaslys, Iijú- skapardrama og stéttapólitík. Það er síðastnefnda kvikmyndin, sem varpað hefur mestum ljóma á nafn J. A. Bardem, ekki hvað sízt eftir að hún var sýnd á kvikmynda- hátíðinni í Cannes í Frakklandi í fyrra við mikið lof gagnrýnenda, án þess hún hefði þó verið send til sjálfrar samkeppninnar. Af skrifum franskra blaða og tímarita um mynd- ina má ráða nokkuð efni hennar og gerð. Söguþráður myndar- innar er í stuttu máli þessi: María José er gift ríkum verksmiðjueig- anda í Madrid. Hún hittir fyrri elskhuga sinn, Juan, o g gerist ástmær hans að nýju, en leiðir Maríu og Juan hafði skilið í borgara- Hér í blaðinu hefur áður verið skýrt stuttlega frá kvikmynd, sem fullgerð var fyrir tveim árum í Austur-Þýzkalandi og fjallar um hinn fræga þýzka verkalýðsleiðtoga Ernst Tluilmann. Myndin er tekin í litum og þykir áhrifamikil og vel gerð. Myndin hér að ofan er af einu atriði úr kvikmynd- inni: sveitir fasista hafa lagt til atlögu við verkamennina. stríðinu. Kvöld eift að loknu einu hinna leyni- legu stefnumóta þeirra ekur hún á hjólreiða- mann og hindrar Juan í að koma honum til hjálpar — hún óttast að leynisamband þeirra komist upp fái lögregl- an málið til meðferðar. Siðar sjá þau í blöðun- um að hjólreiðamaður- inn hefur látizt af vöid- um áverkanna er hann hlaut við slysið. Sam- vizkan segir brátt til sín og fellir skugga á samband els|íhuganna. Þegar Juan ákveður loks að gefa sig fram við lögregluna, ekur María bíl sínum á hann og hann bíður bana. Hún lætur þó líf sitt andartaki síðar, er hún reynir að forðast á- rekstur við hjólreiða- mann. 1 tímaritinu Cahiers du Cinéma eru aðalkost- ir myndarinnar taldir fólgnir í því að hún lýsi ákveðnum hópi manna innan spænsku borgara- stéttarinnar og þá eink- um síngirni þeirra. Sagt er að J. A. Bard- em hafi orðið fyrir á- hrifum frá ýmsum beztu kvikmyndagei’ðarmönn- um heims, t. d. Italan- um Visconti og Banda- ríkjamanninum Orson Welles. Þó eru persónu- leg einkenni Bardem tal- in skýr og svipmót myndarinnar þykirmjög einkennandi fyrir Spán og spænska list. Margir hrósa Bardem fyrir hina hárbeittu þjóðfélagslegu ádeilu, sem fram kemur í myndinni, og fyrir að honum hafi tekizt að sneiða hjá notkun dular- fullra hugtaka um „ör- lagavaldinn“ o.þ.u.l. sem Mareel Carné, svo ein- hver sé nefndur, er kunnur fyrir. Ljóst er af þessu að Bardem er einn þeirra kvikmyndagerðarmanna nú á dögum sem háfa eitthvað að segja sam- tíð sinni — og jafn- framt einn þeirra sem bera virðingu fyrir kvik- myndalistinni. 3BITT óhugnanlegasta dæmi um yfirdrepsskapinn og hræsnina, sem ýmis samtök Sjálfstæð- ismanna' hafa orðið ber að síðustu dagana, er auglýsiiig um samkomu sem ungir Sjálf- stæðismenn efndu til að Hellu á laugardagskvöldið. Auglýs- ing þessi var lesin í útvarp á fimmtudag og síðan aftur á föstudag, og þá, að ég held, lítið eitt breytt. Samkvæmt auglýsingu (á fimmtudag) átti dagskrá samkomunnar að vera á þessa Ieið: 1) Ræða, Gunnar Thoroddsen talar um „frelsisbaráttuna austan járn- tjalds," (en þar mun einkum hafa verið átt við hina hryggilegu atburði í Ung- verjalandi), 2) Gamanvísur (ég man því miður ekki nafn söngvarans); 3) Dans, (og var dansinn auglýstur með sama orðalagi og tíðkazt hef- ur hjá útvarpinu síðan í ráð- herratíð Björns Ölafssonar). Þótt ég hafi að vísu hvorki heyrt né séð ræðu borgar- stjórans, þá þarf ekki nema- rétt í meðallagi fjörugt ímyndunarafl til að gera sér í hugarlund inntak hennar. Þar hefur framferði Rússa án efa verið fordæmt kröft- uglega, og samkomugestir hvattir til að votta ungversku þjóðinni samúð sína. Og héfur ungt Sjálfstæðisfólk í Rang- árvallasýslu vafalaust klapp- að innilega að ræðulokum, enda mikið tilhlökkunarefni framundan: sem sé gaman- vísur og dans. Gamanvísurnar hafa vonandi vakið samúðar- Dans á eítir, stjórnin — Hræsnisfull viðbrögð Sjálfstæðisflokksins — Ifstaða kirkjunnar til heimsmálanna ríkan lilátur í brjóstum unga Sjálfstæðisfólksins, og dans- inn verið stíginn af innilegri hluttekningu og samúð með frelsisbaráttu undirokaðra þjóða; og það hefur áreiðan- lega verið frekar vegna skorts á hugkvæmni en samúð, ef formaður félags ungra Sjálf- stæðismanna á Rangárvöllum hefur ekki gengið tígulega upp á senuna um miðnættis- leytið, og fyrirskipað með hátíðlegri alvöru fimm mín- útna hlé á dansinum í samúð- arskyni við Ungverja. Verð- ur ekki annað sagt en fjöl- breyttra og sérkennilegra viðbragða gæti í túlkun ungra sem aldraðra Sjálfstæðis- manna á samúð sinni, þegar hún loksins vaknaði, og von- andi berast ungversku þjóð- inni sem fyrst fréttir af hin- um huggunarríka gaman- vísnasöng og hluttekningar- fullum dansi Sjálfstæðisfólks- ins á Rangárvöllum. Ef nokk- ur hlutur í veröldinni verð- skuldar fyrirlitningu alls heið- arlegs fólks, þá eru það hræsnisfull skrípalæti á borð við fyrrnefnda samkomu og aðrar athafnir Sjálfstæðis- manna undanfarna daga. — I Þjóðviljanum á sunnudaginn eru birtar athugasemdir frá hr. Ásmundi Guðmundssyni biskupi, undir fyrirsögninni: Biðjum fyrir öllum kúguðum og lirjáðum. Er þar um að ræða svör biskups við spurn- ingum, sem blaðið lagði fyrir hann daginn áður, og segir svo á einum stað: „Að sjálf- sögðu fordæmum vér og fyrir- lítum ofbeldis- og hermdar- j verkin á Ungverjum, — og : j’firleitt öll ofbeldisverk, hvar j sem framin eru ........“ Eg ; vil spyrja: Hafa kirkjunnar ■ þjónar á íslandi „bréf upp á • það“ frá höfundi kristindóms- \ ins, hvaða þjóðir séu þess ! verðugar að njóta fyrirbæna j þeirra sérstaklega, og hverjar j skuli láta sér nægja hið 5 venjulega, hefðbunðna og inn- : takslausa orðagjálfur þeirra? : Leggur Kristur einhversstað- ; ar bann við því að fordæma ■ opinberlega ofbeldisverk, sem ■ framin eru af Bretum, Frökk- ” um eða Bandaríkjamönnum ? Er hlutdrægni í garð þjóða og einstaklinga e. t. v. einn af hornsteinum kristindóms- ins? Ef svo er, þá hef ég lært minn kristindóm jafnvel enn þá veir en ég hugði. Á öðrum stað í athugasemdum biskups segir svo: „Hlýtur sá íslendingur að hafa sótt lé- lega kirkju sína, sem telur að hún láti sér liggja í léttu rúmi ofbeldis- og grimmdar- verk, hverjir sem fremja og hvar sem framin eru .........“ Þarna er ég á öðru máli. Eg held, að hver sá íslendingur, sem telur sig hafa h^yrt prest sinn fordæma af stólnum of- beldisverk, stríðsæsingar, ný- lendukúgun, á undanförnum árum, hafi dottað helzt til fast undir ræðunni. Islenzku prestarnir hafa sannarlega ekki sýnt neinn skörungsskap í þessu efni fremur en öðrum. Ræður þeirra hafa verið sama utangarnamollan upp aftur og aftur, eins og þeir töluðu frá allt öðrum heimi en þeim, sem við lifum í. Og ég hygg, að kirkjusóknin sé yfirleitt ná- kvæmlega í réttu hlutfalli við tómahljóðið í boðskap prest- anna. Það hvarflar ekki að mér að efast um einlægán og góðan vilja hr. biskupsins til að vinna að sættum og friði „með öllum mönnum og þjóð- um,“ ég þekki af persónu- legri viðkynningu valmennsku hans, einstaka mannást, og bjartsýna og glaða trú á sig- ur hins góða í mönnunum. En þeim mun sárara finnst mér, að hann skuli ekki hafa fundið hvöt hjá sér til að taka skýlausari afstöðu til þeirra atburða, sem undanfar- ið liafa verið að gerast úti í heimi. Langholtsbúar og nágrenni Opna á fimmtudagiim vetzlun á Langholtsvegi 19, með' ungbarnafatnað, nærfatnað alls- konar á börn og fullorðna, vinnuskyrtur, sokka, húfur, dömupeysur, kvensloppa, léreft/ damask, flúnel, gardínuefni o. m. fl. Smávörur í miklu úrvali. Friðheii Friðbertsson Auglýsið í Þ|óðvil|annm

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.