Þjóðviljinn - 14.11.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.11.1956, Blaðsíða 7
Miðvikudag-ur 14. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 K*ra frú undlr hamrinum rauða og' biáa við hylliui djúpa. Enn fer ég á stúfana að skrífa þér, því ef ég geri það ekhi, fer þig að verkja i aug- im af vöntun á lesmáli, þar sem okkur hérna í blaða- og bókaborginni verkjar í þau af oflestri. Og njóttu nú heil augna þegar þessi póstur kemur. • Þú munt spyrja hvort ég hafi farið í ferð. Já ég fór í ferð. Ekki var það fyrsta ferðin mín, en svo brá við núna, að ég sem ætið hef farið á þeim skipsrúmum, sem ætluð eru fátæklingum, fór nú í ríkra manna rúmi, og það kom af því að ég tók farseðiiinn að láni. Og svo sem í fátækra manna farrým- um er þröngt, fúlt og Ijótt, var þarna dýrlegt, og svo langt milli veggja í sölunum, að varla mátti greina þá sem fjarst sátu, og ilmaði þarna af góðum sterkum vínum, ilmvötnum, ilmsmyrslum, ilmándi fæðu, ilmandi fólki. Þetta var eins og að sigla í ævintýrahöll, stöðugt blöstu við fleiri salir, hálftómir salir, galtómir salir, þilför og lyftingar, autt, autt, eða einn og einn maður á stangli, eins og fluga niðri í tómri ámu. Það heyrðist suða af samtöl- um, hóflegum og menntuðum, liáfleygum og hástemmdum, í staðinn fyrir sköll og köll, arg og þvarg, jesúsanir, and- varpanir og mæðu, sem ég hafði átt að venjast í öðru farrými á skipum. Við fór- um einu sinni, drottningin og ég', að skoða þetta þriðja farrými, sem kallað er gripa- geymslan, og sýnist vera snið- ið eftir þeim skipsrúmum, sem þrælaveiðarar hafa ætlað fólkinu, sem þeir veiddu, og skelfing fannst okkur þetta lítilfjörlegt pláss, og héldum við að það hlyti að vera lítil- fjörlegt fólk, sem þarna hýrð- ist í einni flatsæng. Yfir einu rúminu var líkt og lok, sVo aðeins mátti skríða inn fyrir, en líklegt að maðurinn mundi lemjast við lokið án afláts í stórsjóum, og hugsaði ég til mín, með allar meinsemd- irnar mínar og sjúkleika minn, ef ég hefði átt að vera þama. Það var ekki mikil sældin í mér á þessu ferðalagi, nei, hún var heldur lítil, en þern- an okkar gaf mér sjúkrafæði, og henni var farinn að leiðast þessi aumingi. Drottningin flúði mig, því ég var svo leið- inleg, og svaf annarsstaðar. Með hverjum deginum uxu mér þrautir og eymd, og ég var farin að gizka á, að rétt væri að ég steypti mér í sjó- inn. En þá skánaði í sjónum og við fórum að hafa fugl af Danmörku. J>á hfnaði yfir lyftingunni, Óg legustólarnir voru teknir fram. Það kviknaði í mér agnarlítill umþenkingarneisti, þar sem ég lá í stóli: hví í rækalnum voru mennirnir að gera svona mikinn mun á fyrsta. farrými og þriðja, og er nokkur þörf á að hafa fyrsta. farrými og þriðja? Hví er þriðjafarrýmingum, sem bafa svona þröngt um sig, meinuð lyfting og efra þilfar, en okkur, sem höfum sali, sem sýnast óendanlegir, ein- um leyft að spóka okkur á þessum góðu þilförum? Er þetta nokkur kurteisi við fólkið í gripageymslunni og flatsænginni ? Eg spurði drottninguna, en henni fannst ekkert bogið við þetta, og þá fannst mér það ekki held- ur. □ I Edinborg. Tvisvar hafði ég komið til Leith áður, og verið svo um- komulaus og penniless, að ég komst ekki upp í Princes Street, en hafði órðið að láta mér nægja að svingla um í Leith ásamt annarsfarrým- ingum, og láta reykmekkina umvefja mig eins og kápu, en mér lá þá við köfnun, og kápan mín ljósa, hún varð öll mórauð af reyknum, það sást ekki á henni grænn lit- ur úr því. Ófýsilegur dvalar- staður fannst mér sú borg. I þetta skipti hafði ég morð fjár í pundum, einnig að láni sem farseðilinn. Og í þetta skipti komst ég upp í Prinees Street, Þjóðhöfðingjastræti, en þangað þarf ég að koma aftur, og gera mér ferð til þess að skoða þessa götu, sem mig er alltaf að dreyma. Því þá er vér stigum úr sporvagn- inum, blasti við mér afarhár varði, biksvartur og teygði tinda til himins, og sá hann enginn nema ég. ,,Hvar?“ spurði fólkið mig, og það sá ekki varðann. Og þá er ég gekk nær, fann ég hvita mannsmynd í honum miðjum, og gein við skinin höfuðkúp- an eins og á langdauðum manni.'En enginn nema ég sá neitt. Og held ég því hálf- partinn að sýn þessi hafi ver- ið hugarburður. Mér láðist að þreifa á varðanum. Öðru megin við götu þessa er dalur, og rís hlíðin að baki vaxin trjám sem hafa skipað sér i hina fegurstu lunda, og byggð húsum og höllum og köstulum, sem skína við í aftanl jósinu fegurri en manna- bústaðir, og mig sveið í brjóstið af löngun eftir að komast yfir um. En föru- nauta mína langaði ekki yfir um, þá langaði inn í verzlan- ir, og aldrei komst ég yfir um. í Þjóðhöfðingjastræti eru verzlunarhús sneisafull af varningi, og verður varla þverfótað. En ekki eru verzl- unarhættir þar jafn viðfelldn- ir og' í Kaupmannahöfn, t.d. kom ég þar í stóra kvenfata- verzlun, þar sem ekki fékkst að máta. Og hlaut ég að fara án þess að fá nokkurn kjól- inn, og átti ég þó engan. En þær sem flesta áttu kjól- ana fyrir fengu nóg af þeim. I borgum þessum eru manna- bústaðir ótilkvæmiíegir, og gardínurnar ekki slíkt feg- urðarundur sem í Reykjavík. Og fólk er flest roskið og magurt. Er sem mér sýnist, að heimsveldi þetta kremji al- múgann, en dilli drottningu sinni? Kirkjur eru þarna mjög margar, dimmleitar og ellilegar, en um rítúel þeirra og ordonnantsíur er mér allt ókunnugt. Á gluggakistum niðri í Leith sá ég voveif- lega járngadda, sem stóðu upp í loftið reiðubúnir að stegla þann sem settist, en gluggakistur þessar voru niðri við jörð. Hvergi hef ég séð ógestrisnislegri gluggakistur. □ 1 Kaupmannahöfn. „Sideribus recepta," segir Helgi Péturss að staðið hafi á minnispeningi drottningar nokkurrar frægrar úr fornöld Rómar, og vildi hann álíta að fyrir öllum liggi að fara slíka ofurlanga ferð. Eg fór stutta ferð móts við slíkt og það var tekið á móti mér á hafnarbakkanum, og ekki einungis það, heldur úti í skipinu, og ekki var sá af óheldra tagi, sem það gerði, enda hefðu fáir aðrir fengið að fara út í skipið á undan tollskoðun. Ekki leizt honum vel á mig, þar sem ég hímdi úti í horni, og hann sagði mér það. „Þú ert eins og dauðinn frá Lybæk,“ sagði hann. Samt tók hann við mér og ók mér heim til sín og konu sinnar, en þar er hjarta borgarinnar og miðdepill og heimkynni heimkynna, og hver maður heppinn og sæll sem þar kemur inn fyrir dyr, og mun borgin skerðast ef ekki týnast þá er þetta heim- ili er ekki lengur. Það hafði komið þangað mað- ur á undan mér og skilið eft- ir sig myndir, og blöstu þær við af veggnum í djúpri sorg- arfullri tign, og gerðu að hé- góma annað veggskraut svo það virtist upplitað og bleikt svo sem tortímingin væri gengin inn í það, og merking þess að engu orðin. Svona mun okkur verða rýmt burtu þá er annar maður kemur, sem hefur skárri merkingu fram að færa en okkur auðnaðist í gáleysi okkar. Á þessum stað var álitið að ég væri sá pílagrímur fátækt- arinnar, sem bezt hæfðu fá- tækra mannabústaðir, og gladdist ég af því og fannst mér gerð virðing. Og þá er ég var þangað komin sem fá- tækum hafa verið reist ílöng hús, gul að lit, lág, endur fyrir löngu, gladdist ég meira og fannst sem ég ætti þarna. heima. Það hafði verið gerður múr- veggur utan um þessar húsa- samstæður til að greina þær frá öðrum, og frá aðalgöt- unni, en það hafði tekizt að gera aðgreininguna enn meiri en líklega hefur verið ætlað í upphafi, því utan við múr- ana var mikill gnýr af um- ferð dag og nótt, og sást ekki til himinljósa utan sól skini úr hálofti um hádag, en innan múranna lýsti tungl og stjarna á glugga, og eng- in annarleg ljós trufluðu þeirra skin, og svo sem menn voru önnum kafnir utanvert þessara múrveggja, lá engum á innan þeirra, enda kom það sér betur, því flestir voru haltir og illa á sig komnir, virtist mér sem á þessu fólki hefðu verið framdir óheyri- legir glæpir, og lifði það í húsunum svo sem utan tíma og rúms þeirra borgar þar sem annríki ríkti og framtak og allt var á fleygiferð. Það komu til mín á morgn- ana tvær auðugar og ágætar frúr, og kvökuðu á gluggann eins og þar væru komnir Fuglar Gleðinnar, og birti heldur en ekki í hverfinu, svo gamlir menn, sem ekki höfðu bragðað í áratugi frem- ur en þeir væru beinskornir hrukku við í sætunum og sperrtu upp augun, þegar þessa undradýrð bar fyrir gluggann hjá þeim. Og enn lifir þarna í húsunum þjóð- saga um tvær álfkonur í bláu skrúði ójarðnesku, eða grænu, og einnig hvítu. Hvar sem frúr mínar fóru, lagði af þeim auðlegðarinnar dýra skin, og borgin hófst dálítið upp, og viðskipti henn- ar glæddust. Um mig var dálítið öðru máli að gegna, ég vildi ekki hjarna, það var sama þó hin heita sól júlídaganna skini framan í mig. Og sneri ég mér til Andersens læknis. Doktor Andersen leit á mig og sá þegar í stað að bráðra að- gerða var þörf, og tjáði ekki. þó ég segði honum, að mig langaði til að skoða sólskinið og dagana nokkru lengur, heldur heimtaði að ég léti þegar leggja mig inn á spít- ala, og hlaut ég að hlýða þessu. Flestir bíða svo lengi eftir spítalavist í borg þessari, að þeim batnar áður en kallið kemur, eða að þeir deyja. En svo mikið var mér álit- ið liggja á, (og ekki þótti koma til mála að láta mig deyja), að ég þurfti ekki að bíða nema fjóra daga. Og þá er kallið kom, setti ekki að mér kvíða, né ótta, né hryggð, heldur fannst mér sem ekk- ert væri. Áður en ég færi á spítalann, fór ég út á landið. Það var á björtum degi og landið sást vel. Og hvílíkur munur er ekki á þessu landi og mínu; þar sem mitt land er fjöllótt, er þetta flatt, en sums staðar öldótt, heflað og telgt af jökli endur fyrir löngu, og sitja enn í dældum pollar þeir sem eftir urðu þegar jökullinn bráðnaði. Mitt land er óbyggt, að heita má, en þetta land albyggt, og telst þó til hinna strjálbýlli af byggðum löndum. Og þar sem hér eru sums staðar ókræsi- leg sveitabýli, með Ijótum húsum, sem snúa allavega af handahófi, snúa þar öll hús svo sem vera ber, og eru á litinn svo sem við þykir eiga, en ekki skræpótt, eins og hús- in 1 Reykjavík. Svo segja fróðir menn, að þessi siður, að hafa í þökin strám sem vaxa í kerunum, en í veggi leirinn, sem jörðin geymir, en lurkum reft yfir stráþökin, svo ekki fjúki stráin, sé jafngamall byggð í landinu, en hún er ævaforn miðað við íslandsbyggð. En það er ætl- un mín að eyða einu sumri í slíku gömlu húsi, 'ef mér verð- ur þess auðið. Mitt lánd er lamið veðrum frá örófi alda, berg þess hefur molnað og fallið í skriður, urðir og grjót, hraun og sandar þekja það, þetta land er skinið sólu og þekur það gróður; um ís- land má ferðast lengi og víða án þess vart verði v;ð að mannshönd hafi hróflað við neinu, en þetta land líkist þeirri stássstofu þar sem ný- búið er að taka til, og mað- ur gizkar á að þar hafi í S þúsund ár búið þjóð, sem alltaf var vakin og sofin að taka til. Eg heyrði sagt frá frú nokkurri danskri, sem lagði það fyrir sig ævilangt að fægja, ^„hún fægði og fægði þangað til hún dó.“ Það er vandséð, að snurfus- anir á landi geti komizt öllu lengra, þó hef ég heyrt að á Austurlöndum gangi þær lengra. Og vel get ég skilið tvo menn íslenzka, sem ég heyrði tala saman, og bar þeim saman um það, að í Danmörku fyndist þeim sem þeir kæmust aldrei út, „það er sama hvert við förum, við komumst aldrei út.“ „En á íslandi kemur það inn sem úti er, svo þar þarf ekki að, fara út, til að vcra úti.“ Þcð er ekki víst að ég hafi orð- rétt eftir þeim. fír Málfríður JL éf Einarsdóttir: fí I A Qni 111 111 C * -—■—— 'j

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.