Þjóðviljinn - 20.12.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.12.1956, Blaðsíða 3
Pimmtudagur 20. desember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Árangurinn af Pramh. af 1. síðu hafa varanlegri þýðingu vegna þess að þær eru gerðar með fullu samkomulagi við alla að- ila, sem við þær eiga að búa. Það hefur verið samið við sjó- mennina á bátunum og togur- unum, við eigendur bátanna og togaranna, við eigendur fisk- vinnslustöðvanna og verkafólk í landi og við bændastéttina. Hér er um grundvallarbreyt- ingu að ræða. Útgerðin getur starfað án truflana. Stuðningur sá sem veittur var sjávarútveginum í fyrra var að vísu talsverður á pappírnum, en hann livarf á svipstundu í höndum þeirra sem fleyta áttu fram- leiðslutækjumun, vegna þess m.a. að rétt í kjölfar þeirra leyfðu stjórnarvöldin stór- fellda hækkun á olíuverði og fyrirskipuðu lækkun á fisk- verði togaranna. Nú aftur á móti hafa öll vandamálin verið Ieyst sam- tímis og tillit tekið til allra aðilja. Flotinn getur því starfað án allra truflana næsta ár. Breytt form styrk- veitinga. Þá rakti ráðherrann á hvern hátt breytt væri nú formi styrkveitinganna og á hvern hátt þær skiptust milli báta, togara og fiskvinnslustöðva, Hann gat þess að hinn áukni styrkur til sjávarútvegsins næmi alls 144 millj. kr., en gæta bæri þess að í þeirri upphæð fælust 15 milljónir til að leysa vanskil bátagjaldeyriskerfisins við bátaútveginn og 20 millj. vegna halla á framleiðslusjóði sem orðið hefði á þessu ári og ennfremur 22 millj. sem ríkið legði fram til að mæta hinni ó- fyrirsjáanlegu. hækkun á olí- unni. i ÞJÓÐVILJANN l ji vantar röska unglinga eða roskið 'fólk, til að bera blaðið til kaupenda í: SKJOLIN ÞVERHOLT | og KÖPAVOG E n | ÞJÓÐVILJINN Sírni 7500 l Viðgerðarmaður ( ■ ■ Fyrirtæki í Reykjavík óskar ■ að ráða til sín góðan og • ábyggilegan viðgerðarmann, | sem getur unnið sjálfstætt j að allskonar viðgerðum á j bílum og vinnuvélum. — Til- j boð leggist inn á afgreiðslu j blaðsins fyrir hádegi n. k, j laugardag, merkt: ■ „ÁBYGGILEGUR.“ ráðstöf unum.... Endurbættur rekstur. Þá skýrði ráðherrann frá því að fyrirhugaðar væru ráðstaf- anir til þess að endurbæta rekstur útgerðarinnar, draga úr útgjöldum hennar og óþarfri eyðslu. Kvað hann það von ríkisstjórnarinnar að unnt yrði með þeim hætti að draga úr nauðsyn styrkja í framtíðinni og mundi það koma öllum til góða að góður árangur næðist í þessu efni. Auðstéttin á að bera sinn hluta. Þá ræddi sjávarútvegsmálaráð- herrann tekjuöflunarleiðina. — Hann kvað reynt hafa verið að afla hinna nauðsyniegu tekna á þann hátt að minnstur þunginn hvíldi á alþýðu mantia. Þess vegna væru lagðar 80 milljónir á auðmennina, sem safnað hefðu stóreignum að undan- förnti, 10 milljónir króna á bankana, sem hagnazt liefðu stórkostlega á viðskiptum við atvinntivegina. Þess vegna Næri olíusölunum nú ætlað að taka á sig veruleg- an hluta af liækkun olíu- verðsins. Því yrði nú fyrir- skipuð lækkun á heildsölu- álagningu og leitazt við að fara aðrar leiðir þar sem nauðsynjavarningi væri Iilíft við álögunum. Að lokum mælti ráðherrann á þessa leið: Ekki verður um það fullyrt hvernig þessar ráð- stafanir reynast í framkvæmd, vegna þess samstarfs sem um þær hefur tekizt er unnt að gera sér vonir um betri árang- ur en áður. Mest veltur þó hér á framkvæmd verðlagsmál- anna, að hún verði slik að ekki komi til almennra verð- hækkana. E,f unnt reynist að halda verðhækkunum í skef j- um verður næsta ár hag- stætt rekstrarár fyrir sjáv- arútveginn og verði unnt að koma í veg fyrir hallarekstur þarf ekki nýja styrki næsta ár. SMkt mundi brejia miklu ekki aðeins fyrir útveginn lieldur ©g þjóðina alla. Eru þetta íhaldsúrræði? Gylfi Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra tók næstur til máls. Hann lagði áherzlu á að þetta væri í fyrsta skipti síðan ríkið fór að hafa úrslitaáhrif á gang efnahagsmálanna, sem fullt samráð og samstarf væri haft við framleiðslustéttirnar. Að þessu leyti væri um alger straumhvörf að ræða. Þá vék hann að þeirri full- yrðingu Sjálfstæðismanna að ríkisstjórnin hefði aðeins í- haldsúrræði á prjónunum og spurði: Eru það íhaldsúrræði að hlífa 400 millj. kr. af nauð- synjainnflutningi við aukn- um álögum? Eru það ílialds- xirræði að leggja á stóreigna- skatt, koma á verðlagseftir- liti, lækka milliliðagróða, af- nema emokun útflutningsins og koma á betri skipan bankamálanna. — Nei, sagði ráðherrann, ekkert af þessu var gert í fyrra og hittifyrra og það er það sem skilur í milli ráðstafananna nú og þá. Tillögur fulltrúa vinstri flokkanna Nær 1200 bréf til jólasveinsins á fslandi Eins og mörg undanfarin ár hefur „jólasveininum á íslandi" borizt mikill fjöldi bréfa frá börnum víðsvegar um heim nú fyrir jólin. — Starfsstúlka í menntamála- ráðuneytinu hefur síðustu árin haft með höndum jóla- sveinsstarfið og svarað bréf- unum, en nú hefur Ferða- skrífstofa ríkisins tekið þetta kynningarstarf að sér. Hefur ein skrifstofustúlkan þar, Fríða Ásgeirsdóttir, unnið að því síðustu dagana að fara yfir bréf barn- anna, en láta mun nærri að Ferðaskrifstofan hafi nú fengið í hendur 1200 jóla- bréf, aðallega frá börnum á Bretlandseyjum. Öllum bréfum er svarað og börn- unum send jólakort frá Is- landi. Framh. af 1. síðu sumardvalar mæðra og barna hækki úr 150 í 200 þús., styrk- ur til blindrastarfsemi hækki úr 10 í 20 þús.., framlag til bygg- ingarsjóðs verkamanna hækki úr 1 millj. 170 þús. í 2 millj. og 500 þús., framlag til götulýsing- ar verði hækkað úr 2 millj. og 500 þús. í 3 millj. og 500 þús. og einnig ætlað til lagningar gang- brauta í úthverfum. Aukin framlög til byggingastarfsemi og leikvallagerðar Þá flytja fulltrúar vinstri flokkanna eftirfarandi breyting- artillögur til hækkunar á fram- lögum til byggingarstarfsemi og leikvailagerðar: Framlag til leikvalla og nýrra ísrael hyggst halda Gaza Bein-Gurion, forsætisráðherra ísraels, sagði á þingi í gær að ísraelsstjórn myndi aldrei láta það viðgangast að Egyptar fengju á' ný Gaza-ræmuna, sem var hluti af Palestínu og undir stjórn Egypta þangað til fsraels- her réðst á þá í októberlok. Forsætisráðherrann var að svara spurningum um ræðu sem Eban, sendiherra ísraels í Bandaríkjunum, hafði haldið. Var haft eftir honum, að ísrael ásældist ekki Gaza-ræmuna. útivistarsvæða hækki úr 700 þús. kr. í 1 millj. Framlag til byggingar verka- mannahúss við höfnina hækkl úr 500 þús. í 1 millj. kr. Framlag til byggingar barna- heimila hækki úr 1 millj. og 500 þús. í 2 mi.llj. 295 þús. kr. Tekinn verði upp , nýr liður í áætlunina: Framlag til b.vgg- inga félags- og tómstundaheim- ila í úthverfum bæjarins 1, millj. Framlag bæjarsjóðs til íbúð- arliúsabygginga á vegum bæ.iar- ins hækki úr 10 millj. í 14 millj. kr. Tillögur vinstri manna um aukin framlög til menningar- mála og verklegra framkvæmda nema samtals sömu upphæð og lagt er til að lækka útgjöldin og hækka tekjuáætlunina, eða alls 9 millj. kr. Auk þeirrar hækkunar á framlagi til byggingarsjóðs verkamanna og til íbúðabygg- inga bæjarins sem hér hefur verið skýrt frá fiytja vinstri menn sameiginlega ályktun- artillögu um að hafin verði á næsta ári bygging 300 nýrra íbiiða, auk þeirra sem áður hafa verið teknar á- kvarðanir um, og að borgar- stjóra verði falið að leita eft- ir erlendu eða innlendu láiis- fé, allt að 50 millj. kr„ til þeirra framkvæmda. Er á öðrum stað í blaðinu skýrt frá þeim ályktunartillögTim sem fulltrúar vinstri flokk- anna flytja í sambandi við fjárhagsáætlunina. Sjómenn! Munið stjórnarkjörið í Stjórnarkjör er yfirstandandi í Sjómannafélagi Reykja- víkur. Kosið er alla virka daga frá kl. 10—12 f.h. og 3—6 e.h. í skrifstofu félagsins, Alþýðuhúsinu, 1. hæð. Kosið er um tvo lista, A-lista fráfarandi stjórnar og B-lista sem borínn er fram af starfandi sjómönnum. Sjómenn, kjósið nú þegar, kjósið B-listann, vinnið fyrir B-listann. Munið: XB-lisil ÚR og KLUKKUR Króm, stál, plett og gullúr Veggklukkur, Skápklukkur Eldhúsklukkur, Vekjara- klukkur, Feröuvekjaxar, Klukkur með tvöföldu slagi og ráöhússlagi. Steinhringar, hálsmen og eyrnalokkar úr gulli Modelhringar með ekta steinum. V I Ð H Ö F U M Ú R V A L I Ð FAGNADURINN TRYGGIR GÆÐIN ] FR5NCH MTCHELjSEN h.f. úra- & skartgripaverzlun — Laugavegi 39

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.