Þjóðviljinn - 20.12.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 20.12.1956, Blaðsíða 6
18) — ÞJÓÐVIL.IINN — Fimmtudagur 20. desember 1956 - Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýöu — Sósíalistaflokkurinn „...hvernig framkvæmdin tekst” Morgunblaðið býsnast yfir því í gser að það sé mik- ið fé sem rikisstjórnin ætlar sér að afla til þess að tryggja atvinnuöryggi í landinu. Undr- unin er þó óheilindin einber, því það er íhaldið sjálft sem hefur afmarkað upphæðina ná- kvæmlega. Þetta er skuld sem verður að greiða eftir stjóm- artíð Sjálfstæðisflokksins. Verðbólgustefna íhaldsins hef- ur að sjálfsögðu bitnað á » framleiðslunni. Fyrst hafa vör- ur og þjónusta hækkað í verði, síðan hafa launþegar fengið kauphækkanir, oft eftir harða og langvinna baráttu, en út- flutningsatvinnuvegirnir taka tekjur sínar erlendis og geta ekki hækkað þær til þess að vega upp afleiðingamar af verðbólgustefnunni Þannig hefur þetta gengið ár eftir ár, að sjávarútvegurinn hefur þurft að fá uppbætur, og á- stæðan hefur einvörðungu ver- ið röng stefna í efnahagsmál- um, stefna Sjálfstæðisflokksins. Seinasta afrek hans var skatt- píningin mikla í ársbyrjun; hún hækkaði allar vömr í verði og síðan kaupgjaldið, og þaðan er sá reikningur kominn sem þjóðinoi er nú ætlað að greiða. Eina leiðin til að binda endi á þetta öngþveiti, þetta sí- endurtekna vandamál um hver áramót, er að stöðva verð- bólguskriðuna. Og þar er ein- mitt að finna veiluna í ráð- stöfunum núverandi stjórnar. Neyzluskattar þeir sem hún hefur ákveðið geta hækkað verðlag á ýmsum vörum allverulega, og þar kann að vera fólgið upphaf að nýrri dýrtíðarbylgju. Þess vegna skiptir það megin- máii að gerðar séu mjög víð- tækar og harðvítugar ráðstaf- anir til þess að takmarka sem allra mest áhrif nýju skatt- anna á verðlagið í landinu. Aðferðin til þess að spyma gegn þeirri þróun er stór- lækkuð álagning milliliða. Rík- isstjórnin hefur heitið því að lækka þá álagningu til muna, og ennfremur að koma upp fullkomnu verðgæzlukerfi sem starfi í nánustu samvinnu við verklýðssamtökin. Vinnubrögð- in á þessu sviði skera úr um það hvemig ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar reynast, hvort ný dýrtiðarbylgja er að hefjast. Þegar undan eru skildar brýn- ustu nauðsynjar, sem enginn nýr skattur leggst á, er nýja álagið 8—12% á flestum al- mennum neyzluvörum. Álagn- ing milliliðanna á þeim vörum er oft 40—60% í heildsölu og smásölu. Verði álagningin nú lækkuð sem skatti ríkisstjóro- arinnar nemur helzt útsölu verðið óbreytt. Að því marki þyrfti að stefna á sem allra flestum sviðum; þá leggjast skattarnir ekki á almennmg nema að óverulegu leyti og verðlagsástandið í landinu helzt mikið til óbreytt. etta er ekki aðeins mikil- vægt til þess að koma í veg fyrir nýja dýrtíðarskriðu heldur og tii þess að tryggja atvinnuöryggi í landinu. Það er einn helzti þáttur hinna nýju ráðstafana að samið hef- ur verið við samtök launþega, við bændur, sjómenn og út- gerðarmenn og þannig tryggt að framleiðslan geti haldið á- fram hindrunarlaust. En verk- lýðssamtökin hafa fallizt á ráðstafanir stjórnarinnar með fyrirvara, sem nauðsynlegt er að festa vel í minni. Þau sögðu í yfirlýsingu sinni: T trausti þess, að vel takist W* með framkvæmd þessara ráðstafana og með tilliti til þess höfuðmarkmiðs að tryggja næga atvinnu, telur miðstjórn- in og efnahagsmálanefndin að veita beri núverandi ríkis- stjórn starfsfrið, þar til úr þvi fæst skorið hvernig fram- kvæmdin tekst.“ ÍT'yrirheit verkalýðshreyfingar- innar um vinnufrið er þannig bundið því hver reynsl- an verður, og þar skiptir verð- lagsþróunin meginmáli. Laun- þegar vita það af sárri reynslu að ef verðbólga magnast, bæt- ir vísitalan það aðeins upp að takmörkuðu leyti, þannig að ekki verður hjá því komizt eftir nokkurt skeið að tryggja bætur með grunnkaupshækk- unum. Því eru verðfestingar- aðgerðir stjórnarvaldanna meg- inatriði, er tryggja á atvinnu- öryggi og vinnufrið í landinu. Ef skattheimta ríkisstjórnar- innar hefur það í för með sér að almennar verðhækkanir skella á landslýðnum, eins og verið hefur á undanförnum ár- um, verður að sjálfsögðu ekki hjá því komizt að gripið verði til gagnráðstafana. etta vita þeir aðilar sem standa að núverandi rík- isstjórn, og þess er að vænta að framkvæmdir allar takist sem bezt. En að sjálfsögðu verður við ramman reip að draga. Það sér þegar á að í- haldið kveinkar sér hástöfum yfir því að skerða eigi álagn- ingu miliili.ðanna. Þeim kvein- stöfum veldur ekki aðeins um- hyggja Sjálfstæðisflokksins fyrir þessum hjartfólgnustu skjólstæðingum sínum, heldur vita forsprakkarnir mætavel að með þvi að torvelda störf- in i verðlagsmálum er hægt að grafa undan stefnu núverandi stjórnar. Því er ekki að efa að íhaldið beitir öllum ráðum sem tiltæk eru til að magna verðbólguna í landinu, og er sú vissa enn aukin hvöt til rík- isstjórnarinnar um að gæta ýtrustu árvekni á þessu sviði. Ályktimartillögur vinstri manna í bæjarstjórn: Bærinn reisi 300 íbuðir til víðbótar þeim er áður hðfa verið ákveðnar Reist verði stórvirkt hraðfrystihús, shipuleg endurbygging gantla bæjar- ins haíin, hontið upp félags- og tómstundaheimilum og mæðraheimili, leih- vallaframkvæmdir verði auhnar. — Hraðað verði framkvæmdum í úthverf- unum og þar komið upp útibúum frá bæjarbókasafni. í sambandi við frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir Reykjavíkurbæ og stofnanir hans sem afgreitt verður á fundi bæjarstjórnar í dag, hafa fulltrúar vinstri flokk- anna algera samstöðu um flutning breytingartillagna og ályktunartillagna. Er á öðrum stað í blaðinu skýrt frá breytingartillögum þeirra við fjárhagsáætlunarfrumvarp- ið. Ályktunartillögurnar fjalla um ýmis brýnustu hags- munamál bæjarbúa og bættan rekstur hjá bæ og bæjar- stofnunum. Meðal þess sem vinstri menn leggja til er að bærinn hefji á næsta ári byggingu 300 íbúða auk þeirra sem áður hafa verið samþykktar. Þá leggja þeir einnig til að hafizt verði handa um að reisa stórvirkt aðgerðar- og hraðfrystihús fyrir Bæjarútgerðina. Ályktunartillögumar fara hér hér á eftir: _L ÍBTOABVGG INGAR Bæjarstjórn ákveður að hefja á árinu 1957 byggingu 300 í- búða til viðbótar við þær í- búðabyggingar sem áður hafa verið teknar ákvarðanir um, og felur borgarstjóra að leita eftir erlendu eða innlendu láni allt að 50 millj. ki. til þessara framkvæmda. Vili bæjarstjóm með þessari ákvörðun hraða útrýmingu herskálaíbúða og annars heilsuspillandi húsnæð- is og leggur áherzlu á að fram- kvæmdum verði hraðað sem kostur er á. Bæjarstjóm telur lausn hús- næðisvandamálsins svo aðkall- andi að nauðsynlegt sé að til komi sameiginlegt átak allra þeirra aðila, er hlut eiga að máli. Skorar bæjarstjórnin á Alþingi og ríkisstjórn að taka þetta mál sem föstustum tök- um og lýsir sig reiðubúna til hvers konar samvinnu við rík- isvaldið er greitt getur fyrir framkvæmdum. z AÐGERÐAR- OG HRAÐFRY STIHÚ S Bæjarstjóm telur brýna nauð- syn til bera að ekki verði á því frekari dráttur að Bæjar- útgerð Reykjavikur eignist stórvirkt aðgerðar- og hrað- frystihús, er staðsett verði á hentugum stað við höfnina. Er útgerðarráði og bæjarráði falið að hefjast þegar handa um undirbúning framkvæmda, er m. a. sé í því fólginn, að ákveða stærð og fyrírkomu- lag hússins, semja kostnaðar- og rekstraráætlun og tryggja nauðsynleg leyfi og fjármagn til framkvæmdanna. 3. SKBPULAG OG ENDURBYGGING GAMLA BÆJARINS Þar sem fyrirsjáanlegt er að í algert óefni stefnir með kostnað af ftamkvæmdum sem leiða af hinni öru útþenslu bæjarins, telur bæjarstjórn að ekki verði lengur frestað að taka endanlega ákvörðun um framtiðarskipulag bæjarins innan Hringbrautar í því skyni að endurbygging hinna eldri hverfa geti hafizt á skipulegan hátt og þannig unnt að mæta að verulegu leyti þörfinni fyr- ir nýbyggingar. Bæjarstjórnin telur í þessu sambandi óhjákvæmilegt að bærinn hafi forgöngu um myndun samtaka húsa- og lóðaeigenda er greiði fyrir endurbyggingu gamla bæjar- ins. Er borgarstjóra og bæjarráði falið að undirbúa þetta mál og leggja tillögur fyrir bæjar- stjórn hið fyrsta. 4, FÉLAGS- OG TÓM- STUNDAHEIMILI Bæjarstjórnin ákveður að hefj- ast handa þegar á næsta ári um byggingu félags- og tóm- stundaheimila í úthverfum bæjarins, er verði miðstöðvar fyrir félags- og menningarstarf íbúanna. Felur bæjarstjórnin borgarstjóra og bæjarráði að annast nauðsynlegan undirbún- ing og leggja tillögur fyrir bæj- arstjóm. _5. MÆÐRAHEIMILI Bæjarstjórn ályktar að fela bæjarráði að hefja á árinu 1957 nauðsynlegan undirbún- ing þess, að stofnsett verði og starfrækt á vegum bæjarins mæðraheimih, þar sem ein- stæðar mæður og aðrar konur, sem við erfiðar ~ heimilisað- stæður búa, geti dvalizt nokk- urn tíma fyrir og eftir barns- burð. 6. LEIKVELLIR Bæjarstjórn telur brýna nauð- syn til bera, ekki sízt vegna hraðvaxandi bílaumferðar og slysahættu, að framkvæmdir verði stórlega auknar á næsta fjárhagsári við gerð nýrra leik- valla. Samþykkir bæjarstjórn að stefna skuli að því að full- gera a.m.k. 3 nýja gæzluvist- arleikvelli í stærstu úthverf- unum á árinu. Jafnframt legg- ur bæjarstjórn áherzlu á, að nauðsynlegar umbætur séu framkvæmdar á þeim leikvöll- um, sem fyrir eru, einkum að því er snertir girðingu vaíl- anna, fjölbreyttari leiktæki og aukna gæzlu. Felur bæjar- stjóm leikvallanefnd að vínna að þessum málum og sjá um framkvæmdir. 7. HAGSMUNAMÁL ÚTHVERFANNA Bæjarstjórn telur óhjákvæmi- legt að hraðað verði fram- kvæmdum öllum í úthverfum bæjarins, svo að séð verði sómasamlega fyrir þörfum í- búanna. Leggur bæjarstjóm sérstaka áherzlu á, að gatna- og gangstéttagerð í úthverfun- um verði stórlega aukin og lýsingu gatnanna komið í við- unandi horf. JL ÚTIBÚ FRÁ BÆJAR. BÓKASAFNI Bæjarstjómin leggur áherzlu á, að unnið verði að því að koma upp útibúum frá Bæjar- bókasafninu í úthverfum bæj- arins. Skal að því stefnt að útibúunum ásamt hæfilegum lesstofum verði komið fyrir í sambandi við félags- og tóm- stundaheimili er reist yrðu i úthverfum eða í nýjum skóla- byggingum þar. REGLUR UM YFIR- STJÓRN BÆJARMÁL. EFNA Bæjarstjóm telur, að núgild- andi reglur um yfirstjórn bæj- armálefna Reykjavíkur séu orðnar mjög úreltar og ákveð- ur því að kjósa úr sínum hópi 5 manna nefnd til að endur- skoða þessar reglur. Skal nefnd- in hafa lokið störfum og skil- að áliti ejgi siðar en 1." sept. næst komandi. ja HAGKVÆMARI REKST- UR BÆJAR OG BÆJL ARSTOFNANA Vegna þeirra stórfelldu hækk- ana, sem orðið hafa á rekstr- arreikningum bæjarsjóðs og bæjarstofnana á undanförnum árum, og sem ekki verða nema að takmörkuðu leyti skýrðar með eðlilegri aukningu kostn- aðar vegna dýrtíðar( svo og með tilliti til. þess, að enn er lagt til að hækka útsvör bæjarbúa um ca. 20%, telur bæjarstjórnin nauðsynlegt að taka allt rekstrarfyrirkomulag bæjarins og stofnana hans til gagngerðrar rannsóknar og endurskoðunar. Skal sérstak- lega lögð áherzla á að finna leiðir til hagkvæmari vinnu- bragða og sparnaðar og að uppræta hvers konar óreiðu sem finnast kynni í rekstri bæjarins og bæjarstofnana. Framhald á 10. síðc

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.