Alþýðublaðið - 12.09.1921, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.09.1921, Blaðsíða 1
1921 Mánudagitm 12 september. 209 tölubl, fiskirannsóknir. 25 ár eru nú liðin sfðan BJarni kennari Sæmundsson hóf fískirann sóknir sínar hér við land. Hann hefir af mildum dugnaði og sam- vizkusemi int meira verk afhendi í vísindalegu tilliti, en flestir ís- lenzkir vfsindamenn, og á þessu sviði er hann einvíldur. Skýrslur hans um rannsóknirnar eru orðnar geysimikið og merkilegt safn, og tillögur þær er hann gerir um framhald þessa starfs eru þess virði, að þær verði athugaðar. t nýjaata Andvara lítur Bjarni yfir starf sitt f þessi 25 ár og kemst að eftirfarandi niðurstöðu um þá nauðsyn, sem er á fram- haidandi og vfðtækari rannsókn- um: „í lok síðustu aldar var farið að bera nokkuð á fækkun ásum- um dýrmætari flatfiskategundum og smækkun á sumum öðrum fisk- •tegundum (t. d. ýsu) f Norðursjó og yíðar, og var kent um oí mik ijli veiði. Vildu menn þá fá vís indalega rannsakað, hve mikil þrögð væru að þessu og hvað valda tuundi. Eins vildu menn fá að vita orsakirnar til hinna miklu breylinga á sfldargöngum við Norð- urlönd, um sambandið milli hvala og fiska, um gagnsemi sjófiska- felaks, um sambandið miíli haf strauma og veðrátfu o. fl. En þá sáu menn, að þeir þurftu að íá að vita svo margt óþekt um lífs- hætti þessara fiska, og um eðlt sjávarins, til þess ?.ð geta svarað hinum umræddu og öðrum spurn- ingum. Höfðu að vísu eihstakar stofnanir eða einstakir menn í ýmsum löndum unnið mikið í þessa átt sfðustu tugi aldarinnar, en þíið viidi verða lítill árangur af því starfi, af þvf að sjórinn er svo vfðáttumikill. Sáu menn þá, að fyrsta skilyrðið fyrir yerylegnm rannsóknarárangri væri vísinda- samvinna milli ajlra þjóða við norðanvert Atlaatshaf og innhöf STEINOLIAN og B. P.-benzínið úr e.s. Yillemoes verður afgreitt í dag. LANDSVBRZLrNIN. I. . . M » I. .. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að faðir minn, Sveinn Magnúðson skipasmiður i Hafnarfirðj, andaðist II. þ. m. á 90. aldursárL Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Sigmundur Sveinsson. 1 1 ... ■ll1""............11 U n . I. 1 ..11 ... IMPIP^ þess. Varð það svo úr, að'stofn að var til áðurnefndrar samvinnu í sjó og fiskirsnnsóknum, laust eftir aldamótin Hefir þeirri sam- vinnu verið haldið áfram síðan, þó að hún færi að rniklu leyti út um þúfur styrjaldarárin, og mikið hefir áunuist; menn hafa fengið lirákla þekkingu á straum um og hita N. Atlantshafs og á ábrifum þeirra á Iff svifjurta og svifdýra, sem eru frumnæring alira æSri sjávarbúa; sömuleiðis hafa menn fengið vfðtæka þekkingu á hrygningu og hrygningarskilyrðum margra nytjafiska, á seiðum þeirra á ýmsu þroskastigi og þýðingu frumnæringarinaar fyrir þau1). Það hafa fundist áður óþekt fiskimið. Þekkingin á iífsskilyrðucQ skarkola og vexti hans hefir orðið tií þess, að Ðánir hafa fundið upp á þvf, að fiytja koiaseiðin f Limafirði af svæðum, sem þau gátu ekki vaxið á vegna fæðuskorts, á svæði, sem að undangenginni rannsókn sýndu sig að vera gott „haglendi* fyrir þau; og þar vaxa þau eins ört og í Norðursjó, og EJanir og Svíar hafa í sameiningu ákveðið lág marksstærð á þeim fiski af þess- ari tegund, sem veiða megi og 1) Sjá ritgerð mfna: Ahrif árs tíðanna á Jff nytjafjska yprm. Ægir XI Brunatryggingar á innbúi og vörum hvergl ódýrarl en hjá A. V. Tulínius vátryggi ngaskr lfstof u Eims klpaf é |ags h ús I nu, 2. hæð. „Sanitas” Kirsiberja- og hindberja-saft er gerð eingöngu úr ; berjum og strausykri, eins og bézta útlend saft. selja. , Með ákveðinni veiði á til- teknum svæðum hafa menn reynt að réikna út fjölda skarkolans f Norðursjó og af afla botnvörp- unga þar uin nokkur ár draga á lyktanir um áhrif botnvörpuveið anna á hann. Það hefir leitt til þess, að farið er að tala nm að friða sum svæði f Norðursjó, sem flatfiskur vex mest upp, fyrir þeim veiðarfærum, sem eru hættulegust ungviðinu. Þekking sú, sem dr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.