Þjóðviljinn - 03.03.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.03.1957, Blaðsíða 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 3. marz 1957 SKÁRIN Ritstjári: FREYSTEINN ÞORBERGSSON Kynm min af A!]echin Grein pessa skrifaði rússn- eski skákmeistarinn P. Rom- anovskij og birtist hún í riti, sem gefið var út-í tilefni af minningarmóti Alexanders Alj- echins í Moskvu síðast liðið haust. P. Romanovskij: (lauslega þýtt og stytt). Árið 1908 var ég boðinn í fyrsta alrússneska áhuga- mannaskákmótið, sem hefjast átti í febrúar 1909. Ég hafði þá nýlega íyllt sextán ár Það var ekki laust við að ég væri dálítið upp með mér yfir því að fá að keppa við mér eldri og þekktari andstæðinga. Mik- il var undrun mín, þegar ég frétti að ég mundi alls ekki vexða yngs+i keppandi mótsins. Ur.gum stúdent frá Moskvu, sem var þremur mánuðum yngri en ég, hafði einnig verið boð- ið. Nafn hans var Aijechin. Sagt var að hann tefldi mjög vcl. Ég frétti, að hann hefði teflt með góðum árangri í á- hugamannakeppni í Diisseldorf og einnig sigrað í innanfélags- móti í ein .1 af sterkustu skák- félögum Moskvu. Nokkru síðar fann ég skákþátt í tímaritinu „Novoje Vermja“ (þ e Nýr tími), þar sem birt var skák milli Aljechins og Blumen-^ felds (eins af sterkustu rússn- esku meisturunum þá). Þessa skák hafði Aljechin unnið glæsilega. Hitt var þó enn at- hyglisverðara, að Aljechin hafði sigrað Blumenfeld í ein- vigi með 4V2'Mi- ★ í lok janúar 1909 hitti ég cvo Aljechin í fyrsta skipti Við vorum kynntir í klúbbn- ■jm. Aljechin sneri sér þegar að mér og spurði: „Hvaða árangri ætlar þú að ná í mót- inu?“ Ég svaraði, að þetta væri 1 fyrsta skipti sem ég tæki þátt i svo sterku móti og ég gæti þess vegna alls ekki gízkað á hvernig mér mundi reiða af. „Svo“, sagði Aljechin, „bæði er, að andstæðingaxnir eru alls ekki eins sterkir ems og þú heldur og svo er tilgangs- laust að taka þátt í móti þar iem maður býst ekki við að geta unnið fyrstu verðlaun. Hvað mig snertir, þá er ég nokkuð öruggur með að sigra, sérstaklega Þar sem slgurveg- árinn verður útnefndur sem meistari. Á móti þessum herr- um — hann meinti andstæð- inga okkac — verður maður aðeins að tefla dálítið djarf- ar“. Síðan stakk Aljechir. upp á því að við tækjum nokkrar SKákir. Þegar hér var komið, hafði hann skotið mér slíkan skelk i bringu, að ég tapaði-þremur SKákum án þess að veita nokkra teljandi mótspyrnu. i Skákþingið hófst. Leiftur- árásir og frumleiki Aljekins á- ^amt fundvísi háns vörn, voktu sérstaka eftirtekt. And-. ítæðingar hans féllu skjótlega hver á fætur öðrum. Það hafði mikil áhrif á mig hvernig Alje- | chin malaði hina veiþekktu' andstæðinga sína. Það var gieinilegt, að hin sérkennilega meðferð hans á skákbyr.junum kom þeim úr jafnvægi. Krafti hans og hugmyndaflugx veitti ég sérstaka athygli. Aðalandstæðingur Aljechins 1 þessu móti var Ratlevi Þess- vegna vakti skákin milli þeirra sérstaka athygli. Aljeichin nægði jafntefli til þess að hreppa fyrstu verðlaun. Öllum til u.ndrunar valdi hann mjög á- hættusama áætlun. Byrjunin var svona, Aljechin hafði svart: 1. d4 — e6, 2. c4 — c5?!, 3. e3 — f5!? Ég stóð við borð þeirra og nú fann ég það á mér, að Aljachin mundi örugglega einn- ig vinna þesa skák. ,,Hann tefl- ir eins og honum sýnist og vinnur“, hugsaði ég, „hvers- vegna get ég það ekki’1' Alje- chin vann eftir 25 leiki. Hann fékk 1. verðlaun og varð meist- ari. ★ Næst hitti ég hann tveim ár- um síðar, þegar hann kom til Pétursborgar til þess að nema iög. Dag einn bauð hann mér heim til sín. Ég spurði hann um þátttöku hans í alþjóðamöt- unum í Hamborg, Karlstad og Stokkhólmí. Hann lét mjög lít- ið yfir árangri. sínum, þótt hann hefði sigrað a.m.k. í Stokkhólmi .,Sigur minn var alls ekki erfiður", sagði hann. „Spiel- rnann var sá eini sem var hættulegur. Ég vann hann nokkuð létt, því ég var ákveð- inn í því að hefna mír eftir ósigurinh fyrir honum .• Karl- stad“. Ég kvartaði yfir, að tilraun- ir mínar að tileinka mér skák- stíl hans hefðu reyr./t illa. „Maður fórnar mönnum — og að lokum tapar rnaður“, sagði ég „Já, vinur minn, það velt- ur einmitt allt á því að mað- ur fórni rétt, Auk þess verð- ur maður að tefla af mestu nakvæmni, til þess að leiða árásina til lykta. Manstu eftir síðustu einvígisskák þeirra Laskers og Schlechters? Fórn Schlechters stóðst algerlega og „kóróna“ Laskers hékk á blá- þræði, en hvað gerðist — Lask- er vann samt!“ „Vildir þú hafa Schleohter fyrir heimsmeistara?" spurði ég. „Schlechter er mikill meist- ari“, svaraði Aljeehin ,.í Hám- borg og Karlstad fann ég það í skákum mínum við hann. Vissulega var ég dálítið smeik- ur og sálfræðilega stóð hann því betur að vígi, en það skyggir þó ekki á verðskuldaðá sigra hans. Og auk þess ef Schlechter hefði sigrað Lasker, hefðum við nú orðið vitni að stórkostlegri keppni milli hans og Cabablanca" Og svo hældi hann Cubamanninum fyrir skákstíl hans: „Cabablanca fórnar alltaf rétt og skákstíll hans er jafn fagur sem hann er rökvís. Þessa tvo mikilvægu eiginleika skákarinnar hefur hann hafið upp í æðra veldi. Undir öllum kringumstæðum er Cabablanca miklu hættu- legri fyrir Lasker heldur en Rubinstein. Það er þó tæplega sennilegt að Lasker tefll ein- vígi við Cabablanca 1 náinni framtíð". Aljeehin var mjög ræðinn þetta kvöld og að lokurn talaði hann um fegurðina í skákinni. „Fegurðin í skákinni felst að mestu í leitinni að sann- leikanum. Hvað hefur fómar- leikflétta að segjá, ef hún nær einungis fram að ganga, sök- um, slæmrar taflmennsku and- stæðingsins. Rétt djúphugsuð fórnarleikflétta, er í rauninni ekkert annað en „chef d’cuvre“. Einmitt í þessu tilliti er skák- in list“. Það var þegar komið mið- nætti þegar ég ætlaði að fara heim, en þá stakk Aljechin upp á því að ég liti á einu tap- skák hans í Stokkhólmi Þegar ég kom heim skrifaði ég upp þær athugasemdir, seiri Alje- chin hafði gert við skákina, um leið og hann sýndi mér hana. SPANSKUR LEIKUiK Hvítt: Svart: Fridlizins Aljechin 1. e4 eS 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 afc' 4. Bal Rf6 5. Rc3 Bc5 Þessi leikur virðist eðlilegfc svar við Rc3, hinsvega.’ gerði ég mér ekki fyllilega ljóst hvaða afleiðingar 6. RxeS mundi hafa haft . Vera má að ég hefði átt að leika 5 -b5. 6. 0—0 b5 7. Bb3 d6 8. d3 Bg4 Svartur getur varla vænzt þess að fá meira út úr spænsk- um leik. Hann hefur þegar frjálst tafl og ýmsar hótanir. 9. Be3 Rd4 10. Rxd4 Bxd4 11. h3 b5: Fórn, en naumast rétt. Á.móti sterkari andstæðingi hefði ég ekki lagt í hana. Það var eft- irfarandi leið sem freistaði mín: 12. hxg4 - hxg4, 13. Rxd4- exd4 14. Re2 - Rh5! 15 Rg3- Dh4 16. Rf5 Dhlf 1?- Kxhl Rg3ft 18. Kgl - Hhl mát 12. De2 Eins og búast mátti við, varð Fridlizins hræddur. Eftir 12. hxg4 - hxg4 13. Rxd4 exd4 14. Re2 - Rh5 15. g3 - Df6 16. Dd2 á svai-tur alls ekk; auð- velt með að sýna fram ó rétt- mæti fórnarinnar, þar sem 16. - Df3 strandar á 17. Rx.d4. 12........ Rd7 13. Rdl Rf8‘p Framhald á 10. síðu. JÆJA, GÓÐIR HÁLSAR; það hefur nú bara rignt botnunum yfir mig undanfarna daga, og suma þeirra eruð þið þegar búin að sjá. Sumir botnararn- ir láta fáeinar línur í óbundnu máli fylgja botnum sínum; kemur þar yfirleitt einlæk ósk um að haida áfram að yrkja Eotnaregn — Vinsamleg tilmæli í ferskeytlur hér x póstinum, okkur, sem unnum slíkum kveðskap til afþreyingar og hugarhægðar, hinum til mak- legra leiðinda og hugarangurs. Pósturinn getur tekið undir það, sem einn bréfritarinn sagði einu sinni, að hann „var alinn upp við dálæti á stök- um“, og það dálæti hefur sízt dvínað með aldrinum. Við skulum aðeins minnast þess, sem Andrés heitinn Björnsson skáld sagði um ferskeytluna, en Andrés var sem kunnugt er, frábær hagyrðingur. „Ferskeytlan er Frónbúans" Nýr íyrripartur óbundnu máli - Botnar — „Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur, en verður oft í hendi hans hvöss sem byssustingur.“ EN SNlTUM OKKUR að botn- unum. Þegar ég fór að lesa þá saman, komst ég að raun um, að sumir þeirra eru mjög lík- ir, munar jafnvel stundum ekki nema einu orði að þeir séu nákvæmlega eins; en við þvi er ekkert að segja. Nú, fyrri fyrriparturinn var svona: „Marga til sín Mammon dró mestu gæðastráka." Botnar: 1. Og í hjartað illu spjó eiturrani snáka. 2. Hleðst á skrokkinn skvapið nóg, skrælnar vanhirt sálarhró. (Þessi bragarháttur á fullan rétt á sér). 3. Síðan þá með syndakló Satan lætur bráka. 4. Fáa held ég furði, þó f jandinn gleypti Áka. 5. Slyppifengur þótti hann þó, þegar ’ann hreppti Áka. 6. Mogginn æpti, hrein og hló, er hreppt’ ann veslings Áka. 7. Alþýðublaðið eitri spjó í alla krata-snáka. 8. Forðum daga fórst í snjó forðabúrið hans Áka. (Hér mun átt við mjölskemm- una frægu á Siglufirði). 9. Þegar allt er þakið snjó, þyrfti að koma hláka. 10. Eineygðir þann sækja sjó, sitja þar og bráka. (Ég held, að „bráka“ þýði í botninum sama og marka, svona eins og lömb eru mörk- uð). „íhaldinu aldrei brást ástúð hægri krata.“ SIÐARI svona: fyrriparturinn var Botnar: 1. Úlfinum ei yfirsást ungann sinn að mata. 2. Vont er jafnan við að fást villugjama rata. 3. Af óheilindúm þessir þjást, þjóðarvirðing glata. 4. Þann í hópinn fúsir fást, fóðurlykt á rata. 5. Sífellt fyrir silfrið fást sæmdinni til að glata. 6. Eru þvi, það oft þú sást, útflennt tindaskata. (Tindaskata mun vera sam- eining á orðunúm gaddaskata og tindabykkja, sem merkja, héld ég, bæðisömu skepnuna). 7. Borgar þeirra bróðurást bitlinganna jata. 8. Það ætlar held ég seint að sjást, þeir séu í afturbata. 9. Ýmsir þeirra ennþá sjást oní Holstein rata. 10. Fyi’ir það þeir fórna og þjást, falla’ í smán og hata. Þá held ég, að tíundaðir séu þeir botnar, sem bárust, og þakka ég góða þátttöku. ÉG MINNTIST áðan á Andréa Björnsson, og sjálfsagt kann- ast mörg ykkar við þessa „feluvísu“ hans: „Það er hægt, að hafa yfir heilar bögur, án þess rímið þekkist, þegar þær enx nógu alþýðlegar". Þegar búið er að breyta setningunnS í ljóð, lítur það svona út:: „Það er hægt að hafa yfir heilar bögur, án þess rímið þekkist, þegar þær eru nógu alþýðlegar.“ Undir þessum látlausa bragar- hætti eru margar rímur ortar, t.d. sumar af Alþingisrímun- um gömlu. En það væri efni í marga og langa pósta að ræða alþýðukveðskapinn á ís- landi, og skal hér staðar num- ið. En alltaf finnst mér, að þessi þjóðlegi kveðskapur ætti skilið að um haim væri f jállaS af færum mönnum, rakin þró- un hans, sýnt fram á fjöl- breytileik hans, og ekki sízt vakin athygli á hinum nánu tengslum hans við daglegt líf og starf alþýðu manna á hverjum tímá. OG SVO iEINN fyrripartur, a» þessu sinni af rómmxtíska sortinni: „Marga hef ég fljóðum fært fórn í bundnu máli.“ Og gerið nú svo vel að botn» þetta, góðir hálsar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.