Þjóðviljinn - 17.05.1957, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 17.05.1957, Qupperneq 7
Fðstatdagur 17. mai 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Sœnskur bókmenntafræð- mgur hefur skrifað bók um Halldór Kiljan Laxness. Og það er ekkert kver: tvö bindi, 384 + 611 = 995 blaðsíður, auk nokkurra myndasíðna, skírnisbrot. Stærra rit hefur vist ekki verið samið um. ís- lensilían höfund; og fer vel á því, að svo mikil bók sé helg- uð svo dýru skáldi. Höfund- urhm er Peter Hallberg, fyrrum sendikennari við Há- skóla íslands, nú dósent í bókmenntum við háskólann í Gautaborg. Við eigum honum slculd að gjalda. Fyrra bindið, „rannsókn á æskuverki Laxness“, nefnist Den store vávaren: Vefarinn mikld, enda er sú saga megin- viðfangsefni þess. Hið síðara heitii’ Skaldens hus eftir þriðja bindi Ljósvíkingsins, undirtitill: Skáldskapur Lax- ness frá Sölku Völku til Gerplu. Otgefandi verksins er Rabén & Sjögren / Vi I Stokkhólmi; fyrra bindið kom út árið 1954, en hið síðara á næstliðnu hausti. Þjóðvilj- inn aagði frá þeim báðum í almettaum fréttum, sem þau komu út; en það var alltaf ætlwnin að greina frá þeim nokkru gerr, og er mikil hneytsa hve lengi það hefur dregfet. Það er vesæl huggun að sum önnur blöð okkar hafa ekki einusinni frétt að bókin hafi verið skrifuð, og munu þau raunar aldrei frétta það. Peter Hallberg segir í for- mála fyrra bindis: „Það ligg- ur í hlutarins eðli, að ævisaga fær hlutfallslega mikið rúm í lýsingu á æskuskeiði rithöf- undar, áður en list hans þroskast og skáldskaparein- kenni hans ákvarðast. .... í síðara bindinu ... skipa ævi- atriði þrengri sess. Persóna skáldsins hverfur að baki verkum þess eða samsamast þeim. Hin listrænu vandamál skáldskaparins verða höfuð- atriði". Nú kynnu ýmsir að ætla að síðara bindið sé þeim mun veigameira sem bækur stór- skálds skipta meira máli en fábreytt ævi þess. Þó er það ugglaust, að íslenzkum lesend- anda er fyrra bindi verksins drýgri fengur en hið síðara. Ævi Laxness var ekki fá- breytt í æsku, en alveg sér- staklega erum við ókunnugri yngri árum hans en síðari Verkum. Peter Hallberg segir okkur t.d. fátt nýtt um Atóm- stöðina, en það er hvorki þrot né endir á stórtíðindum af andlegum umbrotum Laxness í Vefaranum inikla. Allt fyrra bindið og þrír fyrstu kapítul- ar hins síðara. eru stórmerki og opinberanir: heimsköpun- arsaga Halldórs Kiljans Lax- ness, og það er óvíst hún verði öðru sinni betur sögð. Þegar hér er komið verki Hallbergs, hefur Laxness komizt að varanlegri niður- stöðu um sjálfan sig og ver- öldina, hann hefur sleppt guði og fundið manninn — og hefst nú handa um þau stór- virki, sem urðu honum frægð og* íslandi vegur. Otlendir menn munu lesa greinargerð- ir Hallbergs um þau verk af ódignuðum áhuga; en okkur löndum hans, sem erum Iiand- gengnir þeim, kemur nú færra á óvart áður í þessu verki — það eru ekki aðrar eins stór- fréttir lengur. Sannaxlega kemur þó sitthvað merkilegt og skemmtilegt á daginn, svo sem um þróunarferil sagnanna i handritum skálds- ins og sannsögulega atburði sem það vinnur úr — það er mikil bókmeimtasaga. Hóf- semi höfundar í ályktunum og dómgreind hans bregðast ekki fremur en fyrr. Manni virðíst hann kannski ekki skyggnast eins djúpt í greinargei'ðum um Ljósvíkinginn og Íslands- klukkuna og okkur fyndist á- stæða til; eh allt mái hans ber vitni emlægri virðingu fjTir skáldskap Laxness og næmum skilningi á marg- slungna list hans, svo og kunn- áttu í bókmenntakönnuB og nákvæmni um meðferð stað- reynda. Bókin er yndislestur frá upphafi til enda, verkið lofar meistarann. Og skulum við nú drepa á efnisskipan þess. Vefariim mihli skiptist í 11 kapítula, en hver kapítuli í marga undirkafla. Þar segir fremst af uppvexti, skóla- göngu og fyrsta skáldskap Laxness. En hann fór fyrst til útlanda 17 ára að aldri; 19 ára heldur hann af stað öðru sinni að sigra heiminn, og næsti kapítuli heitir Evrópa eftirstríðsáranna. Þá segir af siðaskiptum Laxness og klausturvist, 4. kapítuli: Heima. á íslandi 1924-25. Fimmti kapítuli fjallar um „yiri sköpunarsögu" Vefarans mikla, en síðan kemur efn- isútdráttur. Þá er kapítuli um Tíðarandann og nútíma- manninn, annar um Komrna og Vefarann mikla, kafli um stílfyrirmyndir, Vefarinn mikli og íslenzkur veruleikur og að lokum Vefarirui mikli sem persónulegt skilriki. Fyrsti kapítuli í Húsi skálcls- ins segir af dvöl Laxness * 9 • Halldór Kiljan Laxness heima 1926-1927, næsti: I Ameríku. 1927-1929, þriðji: Alþýðubókin — sósíalisminn, fólkið, ísland. Þessir 2 síðari kaflar, sem eiga að því leyti sammerkt að Alþýðubókin var skrifuð I Ameríku, eru nær 90 bls. að lengd; og skýr- ir höfundur það þannig í for- mála seinna bindis. að „reynsla (Laxness) á þessum tíma leggur í svo rikum mæli grunmnn að öllu síðara verki hans." Síðan eru sérkapítular um allar seinni skáldsögur Kiljans, einn um Rússlands- ferð, annar um Rauða penna, hinn þriðji um andlægni og hlutlægni í stíl skáldsins — samtals þúsund blaðsíður af hlutlægri bókmenntasögu, sannferðugri ritskýringu. Við grípum niður í verkið á einum stað og lesum undan og ofan af um Rauða kverið, sem við höfum aldrei áður hej'rt getið. Laxness sendir Stefáni Ein- arssyni slitrin af þessu hand- riti frá. Los Angeles í október 1929. 1 meðfylgjandi bréfi kveðst hann hafa skrifað Rauða kveiið í Þýzkalandi og Austurríki veturinn 1921-’22, handritið hafi verið um 300 síður ef hann muni rétt, upp- haf bókar sem aldrei hafi orðið lokið. Þessu handriti lýkur samt á. 192. bls., en 83 síður vantar þó inn á milli — það eru þannig til 109 bls. af Rauða kverinu. Hallberg kveður það fyrst nefnt í bréfi höfundar til Einars Ölafs Sveinssonar, frá Leipzig, 28. október 1921. Segir Laxness þar að hann sé einmitt núna að draga. saman efni í heim- spekiritið sitt. í bréfi til sama manns, rituðu á Fjóni 20. september 1922, kveðst hann vinna 14-16 stnndir á dag að Rauða kverinu og muni Ijúka því eftir 10 daga. 1 janúar 1923 skrifar hann Jóni Sveinssym frá klaustr- inu í Clervaux, að Rauða kver- ið lýsi þróun sinni síðustu ár- in heima á Islandi, ævintýr- tim sínum fyrstu árin í út- löndum áður en hann kynntist kaþólsku kirkjunni, leit ungs manns að fótfestu, manns sem þi'eifar sig áfram gegnum hvei't heimspekikerfið af öðru, án þess að finna það sem hann leitar — unz hann að lokum uppgötvar bænina og' mátt hennar. Þar lýkur bók- inni. Þá kveðst hann hafa von ttm að bókín komi út með voi'inu; Guðm. G. Hagalín, ritstjóri á Seyðisfirði, hafði boðizt til að gefa hana út. Sú ráðagerð rann þó út í sand- inni, og Rauða kverið var aldrei prentað. Samt er það á dagskrá enn um hríð, 17. ágúst 1924 skrifar höfundur Jóni Helgasyni að nú ætli hann að endurskoða og stytta handi’itið, en 5. nóvember um haustið segir hann sama manni að hann hafi stórverk í smíðum og láti þann hluta kversins, sem ekki verði kast- að, ganga inn í það. Þetta stórverk var Heiman ég fói', sem var hé-ldur ekki prent- að, fyrr en 28 árum síðar; og má hér skjóta því inn, sem segir þar um kverið: „Eg man hvemig ég hugs- aði þá: það sem hefur komið fyrir sál mína er efni í bók, hugsaði ég, settist síðan að borðinu og fór að skrifa þessi stórtíðíndi. Eg skrifaði í sex vikur samfleytt og nefndi blöðín á þjóðversku „Das rote Biichlein", af því mér þótti ekki sæma að skrifa slík stórmæli nema með rauðu bleki: en það táknar blóð“. Peter Hallbei'g hefur úr möi'gum, stað borizt efni í Peter Hallberg verk sitt, auk alls þess sem liggur prentað eftir Laxness: skáldverk, greinar, ræður, við- töl. Hann hefxir t.d. oi'ðið sér úti um ótalmörg bréf skálds- ins til ýmsra manna; hafa nokkrir þeir helztu þegar ver- ið nefndir, en að* auki má nefna bi'éf til fyrri konu hans og Erlends í Unuhúsi. Þá skulu nefnd handrit Laxness, en hann skrifar ævinlega mörg handrit að sögum sínum og hefur gætt þeirra flestra af fágætii dvgð. Sjálfur hef- ur hann og verið óþi'eytandi að svara, munnlega og bréf- lega, spurningum höfundar jafn óðum og hann samdi verkið; og að lokum er engu likara en Hallberg hafi lesið öll blöð á íslandi síðan 1920. Hefur haxm aflað sér ýtar- legri og ti'austari þekkingar á ævisögu, þroskaferli og vinnubrögðum Laxness en nokkur maður arnxar; enn- fremur er hann svo margfróð- ur um sögu okkar næstliðinn mannsaldur, og svro vel heima í ýmsum atburðum sem skáld- ið gerir sér að yrkisefni, að vart skeikar. í sannleika sagt: sá sem þetta ritar hefux ein- ungis fundið eina smávægilega villu í vei'kinu. Tillagan um að flytja Islendinga suður á Jótlandsheiðar er ekki „hist- orisk“ — Jón Sigurðsson blessaður diktaði þessa sögu eitt sinn er hann þurfti að taka Dani í karphúsið. Fótur- inn fyrir sögu Jóxis mun vera dönsk tillaga fi'á 18. öld að flytja 500 Islendinga til Vest- ui'indía. Aðdáun Hallbergs á list Laxness leynir sér hvergi. Hinsvegar koma ýmsir and- stæðingar hans á vettvangi dagsins við sögu, og er hlut- lægni höfundar í allri frá- sögn þeim mun merkilegri. í þessu sambandi má vekja athygli á því að Hallberg tel- ur síður en svo að hin sósí- alíska sýn Laxness, pólitísk- ur skilningur hans, hafi væng- stýft skáldskap hans — eins og sumir veiklyndir landar halda stxmdum fram. 1 lok þriðja kapítula síðax-a bmdis lýsir höfundur þvi skilmerki- lega, hvernig sérstök lifsýn og þjóðfélagsskilningur fái lyft skáldskap í hæðir, hvem- ig skoðanabrigði Laxness eftír Vefarann mikla hafi leyst skáldlega orku hans úr læð- ingi. Munu fáar ályktanir í þessari réttsýnu bók fara sanni nær. Ég drep á annað atriði, sena ýmsum mun þykja ekki síður raunalegt. Það kemur sem sé á daginn að ýms þau atvik, sem Hvatar-konur og Vai’ðar- félagar kalla ljótust og fárán- legust í skáldskap Laxness, hafa raunverulega gerzt x þjóðfélaginu; en það, sem óllir hafa orðið sammála um að kalla „fegurst" í verkum lians, átti að jafnaði hveigi stoð nema í hjarta hans, í draumi hans. Má nú telja, sennilegt að þeir, sem mest hafa borið sig upp undan lús- inni í Sjálfstæðu fólki, hafi einhverntíma þurft að klora sér í höfðinu af mjög hlut- kenndum ástæðxim. Ritið er stórt, en engirm ætli að efnið sé fullrætt. Það kemur jafnvel fyrir að hof- undur tæpir aðeins á efni, sem ætti skilið gaumgæfilega at- hugun. Síðasta setningin á 508. bls. síðara bindis er dæml þess. Á því er ekki nokkur vafi að Laxness dulklæðir „með nokkrum hætti" sína eigin reynslu í sögu Þormcöar kolbrúnarskálds í Gerplu, (og enn er frægðin á dagskrá í Brekkukotsannál). Laxness hefur yfirleitt rætt mai'gt um frægð og frama á síðustu ár- um, og sýnist viðhorf hans markast af þeirri fullvissu að hvortveggja sé eftirsókn eftir vindi. Þorsteinn Erlíngs- son sagði að „. . . .heimsfrragð er köld, hversu vítt sem liún nær“. Halldór Kiljan Laxness virðist ski’ifa undir þau orð, þótt hann beri vel raun frægð- arinnar 1 útlendum samkvæm- um þar sem brosið er skyldu- kvöð. Það verða samdar doktors- ritgerðir og aðrar góðar bæk- ur um hverja einstaka skáld- sögu Laxness, um sérstök at« riði í verkum hans, um af« mörkuð tímabil í lífi hans —• senn vei’ða bækumar um hanra fleiri en bækurnar eftir hann, Enn er sitthvað á huldu um ævi hans og verk fram fil þessa, en það kemur allt' á daginn. En það er trúá míra að langur txmi líði þangað tiH, honum verður helgað an.xað verk jafnmikið og rit Peters Hallbergs, svo vel stutt frum- heimildum, svo ýtariegt um manniim og list hans í heild, Víst er um það að Vefí tima mikli og Hús skáldsins verða alla daga grundvallarrit um Halldór Kiljan Laxness — Peter Hallberg hefur í hinra mikla verki sínu unnið ntarí! brautryð jandans; þeir seirí síðai’ koma standa um mergt á herðum hans, byggja á Veim grunni sem hann lagði. Verk hans er mikilvægt frar.xlag' til íslenzkrar bókmennta- og menningarsögu; Peter Hall« berg vei'ður héðan af íslenzk- un ríkisborgai’i með líkurri hætti og Konrad Maurer og Kristján Rask. BJB.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.