Þjóðviljinn - 17.05.1957, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.05.1957, Blaðsíða 11
SQM " '-: :¦-; -¦ ¦ ¦ ¦-•'¦,¦.'¦ ¦ ¦ Föstudagur 17. maí 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (13, FYRIRHEITNA LANDIÐ því," sagði Ruth. „Segið heldur eins og er. Var það eitt- hvað í sambandi við mig?" „Nei, eiginlega ekki. Það var ekki neitt." „Eg vildi óska að þér segðuð það. Það er næstum betra að vita hvað sagt er um mann." Þasr gengu þegjandi áfram um stund. Svo sagði Mollie: „Ef þér viljiö endilega fá að vita það, þá vai- það í sambandi við Tóný." Ruth kinkaöi kolli. „Mér datt það í hug. Já, auðvitað Þaö hlýtur að hafa veriö talsvert áfall fyrir yður. Eig- um við að taka á okkur krók og tala út um þetta?" 79. dagur ekki verið satt! Stan dytti aldrei- í hug að gera annað eins og það. Og hún er svo indæl. Mér lízt mjög vel á hana." Claudía frænka sagði: „Já, víst er hún indæl stúlka, Ruth. Það hefur veriö yndislegt að hafa hana hérna. En það breytir ekki þeirri staðreynd að hún á kynbland- aða bræöur og systur." „Hálfbræður og hálfsystur," sagði Helen Laird. „Hún sagöi það." „Hvað þýöir það eiginlega þegar sagt er hálfbróðir?" spurði Ruth. „Hvernig er hægt að vera hálfur bróðir?" „Þegar þau eiga sama föður eða sömu móður, hún á víst við það," sagði Helen Laird. „Eg er svo ringluð yfir þessu öllu, að ég veit ekki hvað ég á að gera." „Hálf eða al, mér finnst það koma út á eitt," sagöi Claudia frænka. „Eg þekkti einu sinni stúlku sem gat vel talizt hvít, meira að segja niðri í suðurríkjunum. Hún giftist myndarlegum, ungum manni í Duluth, Minnesota, og áður en nokkur vissi voru þau búin að eignast kolsvart barn. Kolsvart, segi ég. Reglulegan negra." Ruth Sheraton sagði: „He'yrðu mig nú, Claudia frænka. Þú fyrirgefuj þótt ég segi þaö, en þetta kem- ur ekki til mála. Eg er ekki að rengja aö hún hafi eign- azt svart barn, en ef svo hefur veriö hlýtur hún að hafa eignazt það með svörtum manni en ekki meö manninum sínum. Það er ekki rétt af ykkur að tala svona um Mollie. Stan er góður piltur og hún er góð stúlka. Við ættum heldur að sýna þeim traust og hætta aö tala svona." f- Claudía frænka snökti. „Eg væri miklu rólegri, ef hún væri ekki kaþólsk ofaná allt saman." „Og þó svo sé?" spurði Ruth. „Eg á ágæta vini sem eru kaþólskir. Þeir eiga heima í Texas." Hún þagði og hugsaði sig um andartak. „Eg lærði mikið og margt þegar Chuck fórst," sagöi hún. „Þegar maður er langt burtu frá foreldrum sínum og eitthvað slíkt kemur fyrir, fær maður tækifæri til að sjá ýmislegt í nýju ljósi, bæði vini sína, kaþólska menn og ýmislegt annað." Þegar Mollie kom niður sátu þær í makindum yfir kaffibollum og töluðu um Shakespeare-hátíð sem kenn- araskólinn í Eugene ætlaði að halda. Skömmu seinna reis Ruth á fætur. „Það bíða mín fjórir soltnir munnar heima," sagði hún. „Eg þarf að fara." „Eger með nokkrar ávaxtatertur í körfunni frammi," sagði Claudía frænka. „Tvær með ferskjum óg tvær með brómberjum og eplum. Nú skal ég sækja þær." „Það var fallega gert af þér." Mollie sagði: „Eg þarf að koma bréfi í póstinn. Eg ætla að vera samferða þér út að póstkassanum." Þegax þær .kormi út á gangstéttina leit Ruth Sheraton jrann^akandi a Mollip og;sag^i;:;^Mái'%f|^ý|4;ífrá ^J^ð- :'unni''tím dáVítið seinkemur yÖurWið?"' „Auðvitað." „Þetta er lítil.1 bær. Ágætur lítill bær, en hann er mjög I lítill. Eg vissi ekki sjálf hve lítill hann var fyrr en ég fór að ferðast með Chuck á aðra staði þar sem voru flugvellir og þess háttar. Eg er ekki að segja að mig langi fremur til aö eiga heima annars staöar en héma. En þegar maður á heima í litlum bæ verður maður að haga sér eins-og hinir. Þér hafið verið of opinská. Þér hafið talaö of opinskátt um kynblendinga í fjölskyld- unni. Þér verðið aö fyrirgefa að ég segi eins og mér býr í brjósti." „Já, auðvitað." Mollie beit á vörina. Þær gengu þegj- andi andartak. „Eg fann það ekki fyrr en eftir á að ég hefði ekki átt að minnast á þetta," sagði hún. „Það var heimskulegt af mér. En Helen var í svo mikilli geðshi-æringu." „Yfir hverju vax hún í geðshræiingu?" spurði Ruth. Mollie gekk þegjandi áfram og reyndi að finna ein- hver ráð til að losna úr þessari nýju gildru sem hún Tn^SSi flanað inn í. Allt snerist öfugt fyrir henni í dag. „Engu sérstöku," sagði hún. „Það var undarlegt að komast i geðshræringu yfir- TIUNDI KAPLI Þær gengu saman niður eftir fallegri, skuggsælli trjágötunni sem hvítmáluð einbýlishús stóðu við og framanviö þau vellúrtar grasflatir. Ruth sagði: „Þér sáuð Tóný í morgun?" Mollie kinkaði kolli. „Hann er myndarlegur drengur, frú Sheraton. Mér leizt vel á hann. Mér. geðjaöist undir eins vel að honum." . „Eigum við ekki að þúast undir eins," sagöi Euth. „Tókstu eftir nokki'u sérstöku viö hann?" Mollie brosti. „Já, auövitað. Stan sagði mér írá öllu þessu gamla leiðindamáli. En mér stendur alvev á sama þótt hann sé sonur Stans. Þú verður að trúa mér." „Hvað sagði Stan um Tóný? Eg hef rldrei vitað hvernig Stan brást við því sem gerðist í þá daga, og ég vissi eiginlega ekki heldur hvað Chuck hugsaði." „Stan sagðist ekki vita með vissu hvort Tóný væri sonur hans eða Chucks," sagði hún. „Þeir köstuðu upp pening um það á sínum tíma eða eitthvaö þess háttar í Piggy-Wiggy kaffihúsinu." Hún brosti allt í einu. „Rétt eins og það væri ekki auöséð núna!" Hún leit á Ruth. ,,Já, það hefur oröið greinilegra með árunum," sagði Ruth og kinkaði kolli. Þær gengu nokkurn spöl þegj- andi. „Já, við vorum víst býsna slæm í þá daga," sagði hún skömmu seinna. „Villt og óstýrilát. Okkur fannst það víst spennandi. Sjálfsagt.finnst skólafólki það alltaf. Þetta var líka á stríðsárunum, og foreldrar okkar höfðu of mikið að gera til að líta almennilega eftir okkur. Svo Hreyíilsmenn ' Pramhald af 12. síðu ust til .að gerast nieðmælendur þess, því að þeir stunduðu skylda atvinnu. Sýndu þeir mikinn á- huga á að ísland gæti orðið þátt- takandi í þessari norrænu sanv vinnu. Bílstjórar á s.f. Hreyfli hafa mjög mikinn áhuga á að för þessara skákmeistara takist vel. enda hafa flestir bílstjórar stöðvarinnar veitt til þess fjár- hagslegan stuðning. \ !! eimiiis þátiur Framhald af 3: síðu or^íaksfrystikerfis e;ns og frystihúsin nota og freoiikerfis líkt og er í skipum, 54 nemendur brautskráöir Síðan afhenti skólastjóri próf- skírteini 29 vélstjórum, 21 vél- stjóra við rafmagnsdeild og 4 rafvirkjum. Af rafvirkjunum 4 hlutu 2 ágætiseinkunn og 1 fyrstu eink- unn. Hæstur var Magnús Odds- son með 2091 stig en næstur Þórhallur Einarsson með 205 stig af 224 mögulegu'm. Af 21 rafmagnsdeildarvél- stjórum hlutu 2 ágætiseinkunn, þeir Árni Reynir Hálfdánsson með 100 stig og Hörður Guð- mundsson með 98 stig af .112 mögulegum. 1. einkunn hlutu 8 nemendur. Af 29 vélstjórum hlutu þess- ir sex ágætiseinkunn: Sveinn G. Scheving 194" stig, Arin- björn Kristjánsson 1911 stig, Sigurður Ö. Jónsson með 190' | ¦> stig, Ólafur Eiríksson með 188 stig, Jóhann Ölafur Sigfússon með 186 stig og Haraldur Ágústsson með 182' stig, a.f 208 ' mögulegum. 1. eink. hlutu 12 nemendur. tlrst^ilr Látlaus og snotur lítil dragt, er; bjartan hörundslit Eina skraut skemmtilegur sumarklæðnaður og hæfilega fyrirferðarlítill til að hægt sé að nota hana tmd- ir kápu á veturna. Dragtin er úr jersey í fallegum bláum lit, sem fer vel við ljóst hár og ið er nýstárlegt sniðið á fram- stykkinu, þar sem annar boð- angurinn er framlengdur út í hliðarsaum og þar er skraut- leg spenna. Dökkhærða ítalska stúlkan hefur valið sér jakka með spennum að framan til tilbreyt- ingar frá hinum algengu hnöppum. Vasalokin undir-, strika grannt mittið. Litli drengjakraginn\Og breiðu upp- slögin á hálfsíðu ernnmum setja skemmtilegan svip á þennan búning. |uAm»||U|| Útgeíandi: SametnJjwartlotkuí all>f3n ~ 8ös3&Ustanoklmrtna. - BKatjórar; Magna? KjaUan»scra, DlllfllflMlliIi BigurSur auftmunds£Mi (áb.) ~ ,Préttarttstjor}: Jón BJamason. - BlaSamenn: Ásmundur Slgur- ¦""' , ., iónsson, OuSmundur Vígfósson, fvat; H, Jonason, Magnús Toríi Óiafsson. Slgurjin jóhanns.sou. - AugJísyntastifirt: auft'geir Magaússon. - Rltstiórn. a|«r«Mísl«, augiýslnsar, prentsmlSia: SkoiavörBustlg 18. - aiml 7500 d l'tmr). - AskrKtmv>»5 Itx. 2ó 6 maji. i tuskíavit og u4ttje_ni; kr. 22 »nuttr»sta~ar., - I^usasölw. kr. 1. Prontsm. Þ16BvU}a^a.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.