Þjóðviljinn - 17.05.1957, Síða 11

Þjóðviljinn - 17.05.1957, Síða 11
Föstudagur 17. maí 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (11 FYRIRHEITNA LANDIÐ 79. dagur ekki verið'satt! Stan dytti aldrei- í hug að gera annað eins og það. Og hún er svo indæl. Mér lízt mjög vel á hana.“ Claudía frænka sagði: „Já, víst er hún indæl stúlka, Ruth. Það hefur verið yndislegt að hafa hana hérna. En það breytir ekki þeirri staöreynd að hún á kynbland- aöa bræöur og systur.“ „Hálfbræður og hálfsystur," sagöi Helen Laird. „Hún sagði það.“ „Hvað þýðir þaö eiginlega þegar sagt er hálfbróðir?“ spuröi Ruth. „Hvernig er hægt aö vera hálfur bróðir?“ „Þegar þau eiga sama föður eöa sömu móður, hún á víst viö þaö,“ sagði Helen Laird. „Eg er svo ringluö yfir þessu öllu, aö ég veit ekki hvaö ég á aö gera „Hálf eða al, mér finnst það koma út á eitt,“ sagði Claudia frænka. „Eg þekkti einu sinni stúlku sem gat vel talizt hvít, meira aö segja niðri í suðurríkjunum. Hún giftist myndarlegum, ungum manni í Duluth, Minnesota, og áður en nokkur vissi voru þau búin að eignast kolsvart barn. Kolsvart, segi ég. Reglulegan negra.“ Ruth Sheraton sagði: „Héyrðu mig nú, Claudia frænka. Þú fyrirgefui’ þótt ég segi þaö, en þetta kem- ur ekki til mála. Eg er ekki að rengja að hún hafi eign- azt svart barn, en ef svo hefur verið hlýtur hún að hafa eignazt það meö svörtum manni en ekki meö manninum sínum. Það er ekki rétt af ykkur að tala svona um Mollie. Stan er góður piltur og hún er góð stúlka. Við ættum heldur að sýna þeim traust og hætta að tala svona.“ ^ Claudía frænka snökti. „Eg væri miklu rólegri, ef hún væri ekki kaþólsk ofaná allt saman.“ „Og þó svo sé?“ spurði Ruth. „Eg á ágæta vini sem eru kaþólskir. Þeir eiga heima í Texas.“ Hún þagði og hugsaði sig um andartak. „Eg lærði mikið og margt þegar Chuck fórst,“ sagði hún. „Þegar maður er langt burtu frá foreldram sínum og eitthvað slíkt kemur fyrir, fær maður tækifæri til aö sjá ýmislegt í nýju ljósi, bæði vini sína, kaþólska menn og ýmislegt annað.“ Þegar Mollie kom niður sátu þær í makindum yfir kaffibollum og töluðu um Shakespeare-hátíð sem kenn-; araskólinn í Eugene ætlaði að halda. Skömmu seinna reis Ruth á fætur. „Þaö bíða mín fjórir soltnir munnar heima,“ sagöi hún. „Eg þarf aö fara.“ „Eg er meö noklcrar ávaxtatertur í körfunni frammi,“ sagði Claudía frænka. „Tvær með ferskjum og tvær meö brómberjum og eplum. Nú skal ég sækja þær.“ „Þaö var fallega gert af þér.“ Mollie sagði: „Eg þarf aÖ koma bréfi í póstinn. Eg ætla aö vera samferöa þér út aö póstkassanum.“ Þegar þ(er koniu út á gangsljéttirm leit Ruth Sheraton rann^ákandi á Molli’e og’.sag$i: ,iMú, 6g ley$a :frá skjóö- unni um dalítið sÉn kemur yður*viö?“ ' „Auðvitaö.“ „Þetta er lítill bær. Ágætur lítill bær, en hann er mjög lítill. Eg vissi ekki sjálf hve lítill hann var fyrr en ég fór að ferðast meö Chuck á aðra staði þar sem voru flugvellir og þess háttar. Eg er ekki aö segja aö mig langi fremur til aö eiga heima annars staðar en hérna. En þegar maöur ó heima í litlum bæ veröur maður aö haga sér eins og hinir. Þér hafiö verið of opinská. Þér hafið talaö of opinskátt um kynblendinga í fjölskyld-j unni. Þér veröið að fyrirgefa aö ég segi eins og mér | býr í brjósti.11 „Já, auövitaö.11 Mollie beit á vörina. Þær gengu þegj- andi andartak. „Eg fann þaö ekki fyrr en eftir á að ég hefði ekki átt að minnast á þetta,“ sagði hún. „Þaö var heimskulegt af mér. En Helen var í svo mikilli geðshræringu.“ „Yfir hverju var hún í geðshræringu?“ spurði Ruth. Mollie gekk þegjandi áfram og reyndi að finna ein- hver ráö til að losna úr þessari nýju gildru sem hún hafði flanað inn í. Allt snerist öfugt fyrir henni í dag. „Engu sérstöku,“ sagði hún. var undarlegt að komast- í geðshræringu yfir því,“ sagði Ruth. „Segið heldur eins og er. Var það eitt- hvað í sambandi við mig?“ „Nei, eiginlega ekki. Þaö var ekki neitt.“ „Eg vildi óska að þér segðuö það. Þaö er næstum betra að vita hvað sagt er um mann.“ Þær gengu þegjandi áfram um stund. Svo sagði Mollie: „Ef þér viljið endilega fá aö vita það, þá vai’ það í sambandi við Tóný.“ Ruth kinkaði kolli. „Mér datt það í hug. Já, auðvitað Þaö hlýtm’ að hafa verið talsvert áfall fyrir yður. Eig- um viö að taka á okkur krók og tala út urn þetta?“ TIUNDI KAFLI Þær gengu saman niöur eftir fallegri, skuggsælli trjágötunni sem hvítmáluö einbýlishús stóðu við og framanviö þau velhirtar grasflatir. Ruth sagði: „Þér sáuð Tóný í morgun?“ Mollie kinkaði kolli. „Hann er myndarlegur drengm’, frá Sheraton. Mér leizt vel á hann. Mér geðjaðist undir eins vel að honum.“ „Eigum við ekki að þúast undir eins,“ sagði Euth. „Tókstu eftir nokkru sérstöku viö hann?“ Mollie brosti. „Já, auðvitað. Stan sagöi mér frá öllu þessu gamla leiðindamáli. En mér stendur alve - á sama þótt hann sé sonur Stans. Þú vex’ður að trúa mér.“ „Hvað sagði Stan um Tóný? Eg hef p.Idrei vitað hvernig Stan brást við því sem gerðist í bá daga, og ég vissi eiginlega ekki heldur hvað Chuck hugsaði.“ „Stan sagðist ekki vita með vissu hvort Tóný væri sonur hans eða Chucks,“ sagði hún. „Þeir köstuðu upp pening um það á sínum tíma eða eitthvað þess háttar í Piggy-Wiggy kaffihúsinu.“ Hún brosti allt í einu. „Rétt eins og þaö væri ekki auöséð núna!“ Hún leit á Ruth. „Já, það hefur oröið greinilegra með árunum,“ sagði Ruth og kinkaði kolli. Þær gengu nokkurn spöl þegj- andi. „Já, við vorum víst býsna slæm í þá daga,“ sagði hún skömmu seinna. „Villt og óstýrilát. Okkur fannst það víst spennandi. Sjálfsagt .finnst skólafólki það alltaf. Þetta var líka á stríðsárunum, og foreldrar okkar höfðu of mikið að gera til að líta almennilega eftir okkur. Svo Hreyíilsmenn 1 Framhald af 12. síðu ust til ,að gerast meðmæiendur þess, því að þeir stunduðu skylda atvinnu. Sýndu þeir mikinn á- huga á að ísland gæti orðið þátt- takandi í þessari norrænu sam- vinnu. Bílstjórar á s.f. Hreyfli hafa mjög mikinn áhuga á að för þessara skákmeistara takist vel, enda hafa flestir bílstjórar stöðvarinnar veitt til þess fjár- hagslegan stuðning. Framhald af 3. síðu oriaksfrysjtikerfis elns og frystihúsin nota og freorJ:erfi3 lílct og er í skipum. 54 nemendur brautskráðir Síðan afhenti skólastjóri próf- skírteini 29 vélstjórum, 21 vél- stjóra við rafmagnsdeild og 4 rafvirkjum. Af rafvirkjunum 4 hlutu 2 ágætiseinkunn og 1 fyrstu eink- unn. Hæstur var Magnús Odds- son með 2091 stig en næstur Þórhallur Einarsson með 205 stig af 224 möguleguvn. Af 21 rafmagnsdeildarvél- stjórum hlutu 2 ágætiseinkunn, þeir Árni Reynir Hálfdánsson með 100 stig og Hörður Guð- mundsson með 98 stig af 112 mögulegum. 1. einkunn lilutu 8 nemendur. Af 29 vélstjórum hlutu þess- ir sex ágætiseinkunn: Sveinn G. Scheving 194’ stig, Arin- björn Kristjánsson 191’ stig, Sigurður Ó. Jónsson með 190' stig, Ólafur Eiríksson með 188 stig, Jóhann Ölafur Sigfússon ; með 186 stig og Haraldur Ágústsson með 182' stig, af 208 mögulegum. 1. eink. hlutu 12 nemendur. ^ ** h - 4 jpip " -Íí1 ú „Æ 1 , • ’ .■ * ##* m&Jk. -y f. Lállansar iAg ii«mfitgar Látlaus og snotur lítil dragt, er: þjartan liörundslit. Eina skraut skemmtilegur sumarklæðnaður jð er nýatérlegt aniðið 4 fram. og hæfilega. fyrirferðarhtill til , ■ .. , , , stykkmu, þar sem annar boð- að hægt se að nota hana undr! ir kápu á veturna. ’Dragtin er anSurinn er framlengdur út í úr jersey í fallegum hláum lit, i hliðarsaum og þar er skraut- sem fer vel við ljóst hár ogl leg speirna. Dökkhærða ítalska stúlkan hefur valið sér jakka med spennum að framan tii tilbreyt- ingar frá hinúm algengi hnöppum. Vasalokin undir- strika grannt mittið. Litl drengjakraginn og breiðu upp slögin á hálfsíðu emiunun setja skemmtilegan svip í þennan búning. klAlHMI aauy Útgeíondl: SamelnUutartloíiSur aUiíUB ~ 8óí,la!istanokhurtnn. - Itttotjórar: Magnús Kíartan»soa, KIVKItlVIKrflilll GigurOur OuSmundsson (4b.) ~,Préttarttstjúr}: Jór. BJarnason. - BlaBamenn: Asmundur Slaur- .... ... „ Jónsson, OuSmundur Vtgíusson, Ivar H, Jónsson, Maanús Toríi Olafsson. Slgurjón jóhaunsmn. - AuglyslngastJort: UuSaeir Magnusson. - RttsUórn. afgratSsla, augiýslnear, prentsmtója: SkóiavörSustlg 10. - stmt 7&00 (J lour). - Askriítarvarð kr. 26 á tnán. 1 HaykJavik og nágrenui; kr. 22 anuarsataðar. - Lausasöluv. kr. 1. Prentsm. ÞJÓfivliJans.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.