Þjóðviljinn - 19.05.1957, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 19.05.1957, Blaðsíða 3
Sunmida.gur 19. maí 1957 ~ ÞJÓÐVILJINN — (3 Sumaráætlun Ferðaféags íslands: Yfir niutíu ferðir á þessu siimri Á síðasta ári var þáttaka í ferðum Ferðafélags íslands meirí en nokkurt ár annað Á þessu ári eru yfir 20 sumarleyfisferðir og 60 „helgar- ferðir“ sem taka V/2 dag, á áætlun Ferðafélags íslands. Þrátt fyrir það að nú rís ihver ferðaskrifstofan upp af annarri og býður upp á sólar- hita suðurla.nda hefur þátttaka x ferðum Ferðafélagsins um okkar gamla ísland alltaf farið vaxandi, og aldrei verið xneiri en einmitt s.l. sumar. ILandmannalaugar — I»órsmörk. Ferðir til Landmannalauga og Þórsmerkur hafa verið mjög vinsælar undanfarin sumur. Landmannalaugar og nágrenni eru einn sérkennilegasti staður á landinu. Óvíða er slíka fjöl- breytni í litum að finna og ein- mitt þar í góðu veðri. — Þeim sem kynnu að óttast að ís- lenzku öræfin séu þeim köld og óholl skal sagt það, að skáli Ferðafélagsins þar er hitaður upp með hveravatni. Þórsmörk er óþarfi að kynna, svo margir vita þegar að hún er einn unaðslegasti staður á Suðurlandi. í sumar fer Ferðafélagið á hverri helgi til Landmanna- lauga og Þórsmerkur. Fyrsta ferðin er 8. júní en hin síðasta 31. ágúst. Farið verður af stað eftir hádegi á laugardögum og komið heim á sunnudagskvöld- um. Borgarfjörður Ein helgarferðin er hringferð um Borgarfjörð. Farið verður um Þingvelli og Kaldadal til Húsafells, þaðan að Surtshelli. Siðan verður farið að Forna- hvammi og gengið á Trölla- kirkju. Á heimleiðinni verður komið við á nokkrum af hin- tim fögru stöðum Borgarfjarð- ar. Hveravellir — Kerlingafjöll. 1 ágústbyrjun verður farið til Hveravalla og þaðan í Þjófa- dali og víðar um Kjöl. Einnig verður gengið á Kerlingafjöll og skoðað hverasvæðið þar. — Ferðafélagið á 4 skála á þessu svæði og verður gist í þeim. Þessi ferð hefst 3 ágúst, en 31. ágúst verður önnur ferð á sömu staði. Snæfellsnes Hér hafa ekki verið nefndir nema nokkrir þeirra staða sem Ferðafélagið fer til um helgar í sumar, og eru allmargir þeirra nær Reykjavík, en þeir sem nefndir hafa verið. Á hvítasunnunni verður hin árlega ferð á Snæfellsnes, en þátttakendur í þeirri ferð eru venjulega margir. flestar frá viku - til hálfs mán- aðartíma. Enn sem fyrr verður farið til Norður- og Austur- lands, alla leið til Norðfjarðar. Að sjálfsögðu verður þá farið , ágústmánuði, og verður um Fljótsdalshérað og í þessari dvalið þar í nokkra daga. fjalla og Öskju og niður í Herðubreiðarlindir, þaðan niður i Mývatnssveit. Á heimleiðinni verður farið um Hveravelli. Auk þessa er ráðgerð ferð til Veiðivatna einhverntíma þá Verður holræsi frá húsi Mannvirkis h f. loks komið í viðunandi horf? Tiliaga um það frá Inga R. Helgasyni samþykkt á síðasta bæjarstjórnarfundi Bæjarstjóm Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum sl. iimmtudag að fela bæjarverkfræöingi aö koma frá- rennsli frá stórbyggingu Mannvirkis h.f. viö Kaplaskjóls- veg í viðunandi horf. ' Ingi R. Helgason flutti þessa tillögu og gerði grein fyrir á- stæðunum : Málið hefði oft ver- ið á dagskrá í bæjarstjórninni en hvorki gengið eða rekið. Hann kvaðst hafa skoðað verksummerki á staðnum 22. júní hefst ferð F. t í Vestur-Skaft&fellssýslu. Einn Jreirra staða sem komið vrerður til er að sjálfsögðu Kirkjubæjarkiaustur. Myndin að ofan er af hlnu fræga „kirkjugóifi“ þar. Norður- og Austurlantl Sumarleyfisferðirnar taka ferð verður einnig komið á marga kuimustu staði Norður- lands. Vesturland Vesturlandsferðin hefst 8. júlí. Verður farið í bílum um Dali, Barðaströnd til Patreks- fjarðar og þaðan áfram vestur firðina a.lla leið til ísafjarðar. Þaðan verður siglt um Djúpið einn dag og komið á ýmsa stáði þar, en svo haldið heimleiðis suður yfir Þorskafjarðarheiði. Herðubreiðarlinöir 20. júlí hefst ferð til Norð- urlands, með viðkomu á flest- um fegurstu stöðum þar. tJr Mývatnssveitinni verður ekið inn í Herðubreiðarlindir og dvalið þar í 2 daga. í þessari ferð verður m. a. komið í Ás- byrgi, að Dettifossi, í Vagla- skóg og Hólum í Hjaltadal. Lóinagnúpur — Skeiðará 22. júní verður lagt af stað í ferð um Vestur-Skaftafells- sýslu, en Skaftafellssýslumar hafa óteljandi staði er augað gleðja. Á þeirri leið verður komið að Bergþórshvoli, Kirk j uhæ jarklaustri, Dyrhóla- ey og víðar og farið alla leið austur að Lómagnúpi og út á Skeiðarársand. Á heimleiðinni verður farið um Fljótshlíð og Þingvöll. 7. ágúst hefst ferð i Austur- Skaftafellssýslu, annaðhvort flugleiðis til Hornafjarðar, eða með skipi. Farið verður austur í Lónssveit og svo vestur um Mýrar, Suðursveit og Breiða- merkursand í Öræfin og flogið frá Fagurhólsmýri til Reykja- víkur. Miðlandsöræfin Fjórtánda ágúst hefst ferð norður yfir hálendið. Héðan verður farið austur að Tungná, til Veiðivatna, Þaðan norður um Illugaver og Nýjadal, aust- ur yfir Ódáðahraun til Dyngju- Margir eru þeir sem vilja kynnast fyrst sinu eigin landi, áður en þeir fara að skoða borgir annarra landa, þótt ut- anferðir séu uú mjög í tízku. Þeir sem það kjósa fá vart heppilegri ferðir en með Ferða- félagi Islands. í flestum eða öllum ferðum verða tjöld höfð og spara menn þá gistingar- kostnað. Ferðir Ferðafélagsins eru því ódýnistu ferðir sem völ er á — og oft þær skemmti- legustu. Fjárveitingin til Hallgrímskirkju samþykkt Tillaga ineirihluta bæjarráðs um að veita Hallgrímskirkju á Skólavörðuliæð 250 þús. kr. byggingarstyrk á þessu ári var samþykkt með 8 atlrv’. gegn 5 á bæjarstjórnarfundi sl. fiinmtudag. Tveir bæjarfull- trúar greiddu ekki atkvæði um málið. Nafnakall fór fram um til- löguna og féllu atkvæði þannig að já sögðu: Þorbjörn Jóhann- esson, Auður Auðuns, Einar ThoroddSen, Guðm. H. Guð- mundsson, Gunnar Thoroddsen, Gróa Pétursdóttir, Björgvin Frederiksen og Geir Hallgríms- son, en nei sögðu: Ingi R. Helgason, Bárður Daníelsson, Alfreð Gíslason, Guðmundur Vigfússon og Petrína Jakobs- son. Óskar Hallgrimsson og Þórður Bjömsson sátu hjá. kvöldið fyrir fundinn og þá séð að ekki væri ofsögum af því sagt að bráðra úrbóta væri þörf. Öll syðri álma hússins væri umflotin skólpi úr frá- rennslisæðum þess og safnaðist þetta saman og legði af þvj hinn versta óþef. Borgarstjóri var með lá- kúrulegra móti og viðurkenndi trassaskapinn. Kvaðst hanm vera samþykkur tillögunni en lagði til að í stað þess að fela sér að sjá um framkvæmdir yrði það falið bæjarverkfræð- ingi. Féllst Ingi á þá breytingu og var tillagan þannig orðuð einróma samþykkt. QtbreicSid ÞíóSviÍiann Tilhæíulaus uppspuni í afsökunargrein, sem Jón Sigurðsson ritar í Alþýðu- blaðið s. 1. miðvikudag, vegna klofnings minnihlutans (I- haldsins og nokkurra Alþýðu- flokksmanna) í 1. maí-nefnd verkalýðsfélaganna, lætur hann orð liggja að þvi, að ég og félagar mínir í nefndinnni hefðum verið tilleiðanlegir til að falla frá kröfunni um að framfylgt verði samþykkt Al- þingis frá 28. marz 1956, um að herinn hverfi lir landi, ef Tiæsta málsgrein á undan í á- varpi dagsins félli einnig burt, en hún hljóðaði svo: „Islenzk alþýða krefst þess að sérhver þjóð fái að lifa frjáls í landi sínu og neitar því að nokkur þjóð hafi rétt til þess að undiroka aðra.“ Það er i rauninni óþarfi að taka fram, að það er alger- lega tilhæfulaust að ég eða félagar mínir höfum á nokk- urn hátt gefið í skyn að við vildum fella þessa mgr. út úr ávarpinu, sannleikurinn er sá, að okkur fannst þessi mgr. með því bezta, sem var í frumdrögum þeim, sem Jón gerði að ávarpi dagsins og við hefðum verið ófáanlegir til að fella hana niður og það þótt Jón hefði sjálfur kraf- izt þess. Hins vegar töldum við vera rökrétt samhengi í að krefjast þess að sérhver þjóð fái að lifa frjáls í landi sínu og engin þjóð hafi rétt til að undiroka aðra, og hins að gera kröfu um að hinn er- lendi her víki úr okkar eigin landi. Allir sæmilega heil- brigðir menn hljóta að skilja, að sú þjóð er ekki frjáls og óháð, sem hefur erlendan her í landi sínu. En þetta sjónar- mið fallast þeir ekki á, sem endilega vilja hafa herinn hér áfram. Annað i grein Jóns hirði ég ekki um að rekja nánar. Hún sannar greinilega hve hættu- legt það er að fela ofstækis- fullum Ihaldsmönnum forsjá verkalýðsfélaga, eins og sum- ir Alþýðuflokksmenn gerðu i vetur. Það hefur farið fyrir Jóni Sigurðssyni eins og kuklurum fyrr á tímum, sem vöktu upp drauga en réðu svo ekki sjálfir við uppvakn- inginn. Þá var það oftast til bjargar að til voru þeir kunn- áttumenn, sem kváðu draugsa niður og eins fór nú: Alþýða Reykjavikur kvað klofnings- drauginn svo rækilega niður 1. maí að hann ætti ekki að rísa upp aftur. Eðvarð Sigurðsson. Enn mun Reykvíkingum í fersku minni þegar Alfreð Gíslason bar fram á s. 1. vetri fyrirspurnir til borgar- stjóra um úthlutun lóða í Hálogalandshverfinu. Það tók ítrekaðar fyrir- spurnir og margar vikur að i fá loks svar við þeim fyrir- spurnum. Og þegar horgar- stjóri loks komst ekki hjá að svara voru svörin út í iiött. Á bæjarstjómarfundi s. 1. fimmtudag beindi Alfreð þeirri fyrirspurn til borgar- stjóra hvort satt væri að enn væri óúthlutað 30 tví- býlislóðum í Hálogalands- hverfinu, og hvort rétt væri að raunverulega sé gengið frá þeirri úthlutun, en hún hafi beðið óafgreidd hjá borgarstjóra þriggja vikna tíma ? Minnti hann borgarstjóra. á, að fyrir þá sem ætla að byggja er þessi árstími dýr- mætur. Borgarstjóri viðurkenndi með svari sínu, og þó ekki síður því hverju hann lét ósvarað, að spurningar Al- freðs vom ekki út í bláinn. Svar borgarstjórans var hógvært og stutt: Það verð- ur úthlutað lóðum í Há- logalandshverfi fyrir lok þessa mánaðar. Fólksbílastöð opnuð á Akranesi Frá fréttaritara Þjóðviljana Akranesi. í gær var opnuð hér á Akra- nesi leigubifreiðastöð undír nafninu Fólksbílastöð Akranesa Stöðin er til húsa að Þjóðvegi 3» en framkvæihdastjóri er IngóK- ur Jónsson. Þetta er fyrsta fólki- bifreiðastöðin, sem starfrækt e? hér á Akranesi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.