Þjóðviljinn - 19.05.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.05.1957, Blaðsíða 5
Sunnudagur 19, maí 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Helryk yfir Nevada, uggur í fólki ÖiyggisráðsSafanir vi8 kjamorkuspreng- mgar ófuilstægjanði Þegar tilraunir me'ö kjarnorkuvopn stóöu yfir í Nevada í Bandaríkjunum í fyrra, urðu állir íbúar 4000 manna bæjar á einum einasta sólarhrig- fyrir 1260 sinnum meiri geislun en leyfileg er talin í kjarnorkuiönaði Bandaríkj- anna. Frá þessu var skýrt í síð- ustu viku í tímaritinu Reporter í New York, en það heíur sent mann á vettvang að kynna sér áhrifin af kjamorkusprenging- unum í Nevada, sem er mest ■allt eyðimörk. Aiit í óvissu Fréttamaður tímaritsins, Paul Jacobs, kemst að þeirri niður- stöðu, að það hafi sýnt sig að Kjarnorkunefnd Bandaríkjanna sé alls ekki fær um að segja íyrir áhrif sprenginganna af neinni nákvæmni. Ýmislegt bendi til að af þeim hafi þeg- ar hlotizt t.jón á lífi og eignum. Einungis smæstu kjamorku- sprengjur Bandaríkjamanna eru reyndar í Nevada. Drengurinn sem dó Nú fer í hönd nýtt spreng- ingatímabil, sem standa á til hausts. Kjarnorkumálanefndin hefur gefið þessum tilrauna- flokki nafnið „Hernaðaraðgerð Plumb-bob“. í greininni í Reporter segir: „Dapur hópur barna og full- orðinna mun sjá blossann og minnast þess með beizkju, að allt vorið 1955 beið Martin litli Bardoli, þá sjö ára gamall, á sprengingadögunum með mikilli eftirvæntingu eftir áð sjá gor- kúluskýið bera við loft.“ I fyrra dó þessi drengur í Erlander sœk* ir Tifé heim Eriander, forsætisráðherra Svíþjóðar, fer til Júgóslavíu í sumar í boði stjórnar Títós. Tilkynnt hefur verið, að Er- lander leggi af stað 10. júní er og komi heim aftur 20. s. m sjúkrahúsi i Reno. Banamein hans var hvítblæði, sjúkdómur sem getur stafað af geislun. „KjamorkumáJanefndin segir, að Martin geti alls ekki hafa orðið fyrir því geislunannagni, sem valdið getur hvítblæði, en mergurinn málsins er, að nefnd- in veit ekki með neinni vissu fyrir, hve mikilli geislun ,Butch‘ Bardoli varð“, segir Reporter, Fár í sauðfé í ritinu er getið ýmissa at- burða, sem kenndir eru geislun. Frú Minnie Sharp i Nyala. í Nevada missti hárið og fékk ofsaleg útbrot. Hún kennir þetta heiryki frá kjarnorkutilraunun- um. Kjarnorkunefndin neitar. Frú Dan Shean er sannfærð um að krabbamein, sem hún fékk, staíi frá starfi hennar í úrannámu rétt utan við tilrauna- svæðið. Kjamorkunefndin vill ekki viðurkenna þennan mó“gu- leika, enda þótt hún játi, að geislun í nánnmni hafi verið á- kafari ar á nokkrum öðrum stað utan tilraunasvæðisins. Eftir tilraunirnar 1953 kom upp ókennilegt fár í sauðfé í ná- grenni Cedar City í Utah. Féð veslaðist upp þúsundum saman. Bændur höfðuðu skaðabótamál á hendur Kjamorkunefndinni en töpuðu því. Hinsvegar átaldi dómarinn nefndina fyrir að gefa enga aðvörun. Eftir sprengingu árið 1953 var öllum 4545 ibúum St. George í Utah bannað að fara út úr húsum sínum í hálfan þriðja klukkutíma. Reporter segir, að þetla fólk viti líklega ekki af því, að í 16 daga hafi það orðið fyrir látlausri loft- geislun, sem einn sólarhringinn varð 1260 sinnum meiri en levít að verkamenn í kjamorku- iðnaðinum verði fyrir. Fjarsjoður u hafsbotni Gullstenguv, sem áætlað er að séu 50 milljón dollava virði, hafa fundizt á sjávar- botni suður af Filippseyjum, segja fregnir frá bænum Jolo, sunnarlega í eyjaklas- anum. Það fylgir sögunni að finn- andinn sé bandarískur pró- fessor, Horace Palmcr, sem liefur um tima verið að rann saka dýralífið í sjónum á þessum slóðum. Talið er að fjársjóðurinn muni vera farmur japansks skips. sem sökkt var á stríðsárununi. Verhfailsátöh í Sfretlandi v nifi samruna brezkra stérblaða Orðrómur gengur um það með- al blaðamanna í London, að samningar standi yfir um sam- einingu blaðanna Daily Herald og News Chronicle. Það fyrr- nefnda er nú gefið úr i 1.675.000 eintökum og hið siðarnefnda í 1.433.000 eintökum. Daily Herald hefur verið aðal- máigagn Verkamannaflokksms, enda á Alþýðusamband Bret- lands 49% af hlutafé þess. Talið er að skilyrði fyrir sameining- unni sé að sambandið láti þá hlutafjáreign af hendi. Blöðun- um hefur veitt miður í harðn- andi samkeppni brezku stórblað- anna eftir að pappírsskömmtun var- algerlega afnumin í vetur. Hugmynd þeirra sem að sam- einingunni vinna er að skapa vinstriblað, sem hefði yfir þrjár milljónir kaupenda og væri því fært um að keppa við íhaldsblöð eins. og Daily Express, sem gef- ið er út í yfir fjórum milljónum eintaka. VerkfölXin mildn í Bretlandi í vetur fóru víðast friðsainlega og rólega fram, en þó kom tll átaka á nokkrum stöðum. Myndin er af elnum slíkum atburði, lögreglu- þjónar ráðast á verkfallsverði, sem höfðu hindraö að vön'iil v»ri ekið inn á verksniiðjusv. 'ði Ferguson dráttarvólaverksmiðj- umuir í Manchester. Siðferðisbrot yfirkennara set- ur danskan hrepp í uppnóm Oddviti íelldur, prestur aísagður, skólinn kennaralaus Dómur yfir yfirkennara, sem var fundinn sekur um síö- feröisbrot gagnvart nemanda sínum, hefur sett allt á annan endann í hrepp í Salling á Jótlandi. með var málið adt útkljáð. Mikill hluti Oddviti hreppsins kærði kenn- arann fyrir lögreglunni fyrir ó- sæmilegt framferði gagnvart einuni skólapiltanna. Tveir kennarar höfðu skýrt oddvitan- um frá því, að þeir hefðu kom- izt að raun um að yfirkennar- inn ætti óleyfileg mök við drenginn. Málið kom fyrir i*étt, þar sem yfirkennarinn bar af aér sakar- giftirnar, en hann var engu að siður dæmdur og settur af emb- ætti. Konuræningi geymdi stúlku í byrgi neðanjarðar í 3 mánuði Föl og guggin stulka skreið um daginn upp úr gömlu loftvarnabyrgi í garöi við hús eitt í London. allt var grafið í jörðu. Þarna varð stúlkan að dúsa og vinna það til matar síns að þræla við að grafa jarðgöng úr byrginu eftir stefnu, sem Bridal á- Það voru lögregluþjónar sem hleyptu henni út eftir þriggja mánaða vist neðanjarðar. Bardagar Frakka og skæruhers Serkja í Alsír hafa færzt inn í sjálfa Algeirsborg. nu Útvarpið í París skýrði frá því í gær, að í fyrrakvöld hefði verið ráðizt á tvo franska fall- hlífarhermenn í Algeirsborg. Báðir særðust, annar til ólífis. Hefndarárás Franska herstjórnin fyrirskip- aði þegar i stað hefndarárás á hverfið, þar sem skotið var á fallhlífarhermennina. Var fall- hlífarsveit send á vettvang og látin skjóta á hvern þann Serkja, sem sást á götunum. Ját- aði franska útvarpið, að 26 serk- neskir vegfarendur hefðu verið drepnír og 11 særðir í þessu blóðbaði. Víða barizt Franska útvarpið skýrði einn'g frá bardaga milli Serkja t g Frakka skammt suðvestvr af Ai- geirsborg. Sagði í fregi inni, að þsr hefði frönsk hersveit fellt 70 Serki og tekið þrjá til fanga en látið sjálf fimm men.i dauða og 19 særða. Frakkar skýra frá átökum víða annarsstaðar í Al- sír. . Franska herstjómin kveðst hafa komizt á snoðir um að skæruher Serkja hyggi á nýja sóknarlotu gegn íranska hern- um. Heimsókn á næturþeli Þetta gerðist rúmum þrem mánuðum eftir að stúlkan Mar- jorie Jordan, 28 ára gömul, hvarf eins og jörðin liefði g’eypt hana. Hún átti enga láriá aðstandendur í borginni, en vinkonur hennar gerðu lög- rc glunni aðvart um hvarf henn- ar. Þar sem engir nákomnir voru til að reka á eftir, mun engin sérstök gangskör hafa verið gerð að eftirleitinni. kvað. Eftir 100 daga fangavist tókst Marjorie fyrst að gera vart við sig. Þá fann kona nokkra bréfmiða, sem byrgis- búa hafði heppnast að koma út um loftop á byrginu. Konan gerði lögreglunni viðvart. í tilraunaskyni Bridal hefur ekki borið á móti því að hann hafi haldið En þar annað en foreldra barnanna í skólanurra tók nefnilega upp hanzkann íyr- ir yfirkennarann og neitaði .ð • trúa sekt hans. Yfirkennarinn hefur kennt á þessum sama strð í þrjá áratugi og jafnan not-.ð álits og vinsælda. Bitnaði á oddvilanum Reiði foreldranna yfir kævun.ni á hendur yfirkennaranum hef- ur bitnað á oddvitanum, semj féll þegar hreppsnefndin skíptf með sér verkum á ný fym' skömmu. Fjandskapur fore.Wr- anna í garð kennaranna tveg •j'a, sem vöktu málið, er svo mcgn- aður að hvorugur þeirra heftnj haldizt við í starfi sínu. Yfir- kénnaranum hefur verið vikið úr starfi og taugar fjórða kcnÍH arans þoldu ekki illindin. svcf að hann varð að fara í sjúkra* hús. Skólinn er óstarfhæfur. Sækja ekki kirkju Sóknarpresturinn, sem tókj málstað oddvitans, hefur ei riig fengið smjörþefinn af veiðS hreppsbúa. Sóknarbörnin sæk'já ekki kirkju hjá honum, heidui? hafa stofnað samtök um að íá aðkomupresta til að tala í sókpj arkirkjunni á hverjum sur.nu- degi. Ungfrú Jordan segist svo; stúlkunni innilokaðri í byrginu, frá, að í janúar í vetur hafi; en neitar harðlega að um maður nokkur, sem hún þekktij mannrán sé að ræða. Hami seg- ekki neitt, allt í einu birzt í svefnherbergi hennar u.m miðja nótt. Gesturinn skipaði henni að klæða sig og fylgja sér á brott. Síðan fór gesturinn, sem reyndist heita John Bridal, með hana þvert í gegnum borgina og út í úthverfið Lewisham. Þar læsti hann feng sinn inni í gömlu loftvarnabyrgi, sem I ir, að hún hafi gengið i þjón- ustu sína af fúsum og frjálsum vilja. „Hvernig er hægt að ræna manneskju á reiðhjóli um þvera London?“ spyr Bridal. Hann segist vinna að vís- indalegum rannsóknum og hafi innilokun stúlkunnar í byrginu og gangagröfturinn verið þátt- ur í þeim. Starfsmöiuium við sendiiáfl Frakklands og Ítalíu í St kk- hólini hefur vevið vísað úr lr>nd| að kröfu sænsku stjóvnarirnar, Urðu þeír uppvísir að þvi aíj hafa svikið tóbak undan tollj og selt það í Svíþjóð. Smygl- vamingurinn er metinn á rúma milljón sænskra króna, á. fjórðu milljón íslcnkra.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.