Þjóðviljinn - 19.05.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.05.1957, Blaðsíða 7
SujQrmdíS.g’ur 19. maí 1&57 — ÞJÓÐVILJINN — gf Koaa me® reyrða fætur (Bidstmp) BJÖRN ÞORSTEINSSON: atur, og borgar~ bragm DRYKKJUSIIPII Borgarbragur í Kína var með talsvert öðrum hætti en við áttum að venjast. Við rák- umst hvergi á ölstofur eða kní»pu.r þrátt fyrir nolckra leit; þó brugga Kínverjar góðan bjór, en virðast iitlir drýkkjumenn. jÞar í iandi þykir það hin mesta haeisa að gerast drukkinn, en vin er mjög haft um hönd. Af ölium þeim milljónum manna, sem bar fyrir augu okkar við alls konar tækifæri, sáum við aðeins einn ölvaðan Kínverja. Það var 2. október, hátíðisdag í Sumarhöllinni. Þar var múgur og margmenni og ó- keypis veitingar handa hverj- um, sem hafa vildi, og einn drákk sig fullan. Eg varð fjarska glaður við þá sjón, því það er eitthvað ómann- legt við milljónalýð, sem hrasar aldrei. Eg hljóp til og - sýndi túlkunum fyrirbærið, en þeir létu sér fátt um finnast og urðu dálítið móðgaðir. Enginn okkar ferðafélaganna er ölkær úr hófi fram, en þó . urðu vinir okkar og verndar- ar þar austur frá skelfingu lostnir, þegar við fengum okk- , ur eitt sinn koníaksflösku sex . saman síðla kvölds. Við vor- um á stóru hóteli í Suður- . Kina og hringdum á þjón og báðum hann að opna flösk- , una. Eann hafði engin áhöld . til þeirra hluta, og eftir skamma stund var hálft þjónalið gistiliússins komið á harðahlaup um stiga og ganga að leita að tappatogara, og sú skelfingarfrétt virtist ber- ast um allt, að Bingdátarnir ætluðu á fyllirí. Að lokum komu þrír þjónar með heljar- mikínr. tappatogara kolrýðg- aðan neðan úr kjailara og drógu úr stútnum með mikl- um tilfæringum, en túlkurinn okkar, ungfrú Li Yi-húa, var með angistarsvip á höttumum á ganginum fyrir utatt. Teb.ús. í þeim borgum, sem við komum til, leituðum við ár- angurslaust að danshöllum eða einhverjum þeim skemmti- stöðum, sem algengir eru í borgurm Vesturlanda, þótt þeir séu til lítillar fyrirmynd- ar. Við rákumst á taflstofur, fjöileikahús, gey'simörg kvik- myndahús og okkur var boð- ið í leikhús og óperur, en te- hús ágústmánans sáum við fyrst í Reykjavík. Þó hafði ég spumir af því, að tehús tíðkast í Kína, og ég bað nm að sjá eina slíka stofnun, en fékk ekki. Hins vegar var mér m.a. sagt, að þar væri kínversk frásagnarlist enn í miklum heiðri höfð; þangað kæmu sagnamenn og skemmtu með fræðum sínum og segðu stundum svo langar sögur, að það tæki þá heilan vetur að rekja þær til enda. Þessar munnlegu bókmenntir skildist Jakob horfir á hínverska mér að væru að einhverju leyti skyldar Þúsund og einni nótt; sögumar væra fremur smásagnasöfn en löng heilsteypt listaverk. Við höfð- um háskólagenginn túlk frá Uppsölum í Svíþjóð, mjög lærðan og margfróðan. Hann sagðist eitt sinn hafa fylgzt með sagnamanni á tehúsi, en hjá honum fóra fimm vikur í frásögn, frá því að morð- ingi hóf hnif á loft, þangað til hann rak kutann í fórnar- dýrið. Þeir menn, sem telja, að íslendingasögur hafi orðið fullmótaðar í munnlégri geymd, ættu sennilega að halda austur til Kína og kynna sér þar „hina alþýð- legu frásagnarlist," sem Jó- hann Hannesson segir í bók sinni um Austur-Asíu, að standi þar víða á mjög háu stigi. Alþýðubúningur og áþján kvenna. 1 verzlunum i Kína gat að líta, margs konar vestrænan tízkuvaming annan en næl- onsokka, og var hann ýmist heimatilbúinn eða innfluttur. Þegar friður komst á 1949, höfðu byltingar og styrjaldir geisað þar þindarlítið í rúma öld. Þjóðin var hörmulega á vegi stödd, og eitt af fyrstu verkum stjóraarinnar var að innleiða svonefndan alþýðu bxining á konur og karla. Þetta voru ódýr einföld jakkaföt ur bómullarefni hneppt upp í báls. Kommún- istar höfðu tekið þennan ein- kennisbúning eftir dr. Sún Yat-sen, stofnanda kinvei'ska lýðveldisins, og nú var litið svo á, að sá maður væri aft- urhaldsseggur, og hættulegur andstæðingur stjórnarinnar, sem skrýddist ekki miinder- ingunni. Það heimskulegasta, sem ríkisstjórn getur gei;t, er að lofa fólki ekki að klæðast eins og það vill, hnekkja sjálfsvirðingu þess með léleg- um fatnaði. Alþýðubúningur- inn var neyðarráðstöfun, það varð að skýla nekt fjöldans og skrautklæði sátu á hak- anum, en nú era dagar hans að vera taldir. 1 Kína vom konur kúguð stétt til skamms tíma, fætur þeiiTa jafnvel reyrðir, svo að þær urðu ör- kumla ævilangt. Sá siður hef- ur verið mjög algengur hjá háum sem lágum, því aðhvar sem við komum í hallir og hreysi hittum við ævinlega fyrir aldurhnignar konur með þessu þrælsmarki. Karlmanns- fötin vom konum í fyrstu ytra tákn þess, að þær væm lausar úr ánauð, hefðu sama rétt og karlar og mættu ráða gjaforði sinu, en þvinguð hjónabönd virðast hafa verið allalgeng þar austur frá til mjög skamms tíma. er hjónaskilnaður leyfður og auðfenginn, ef annar hvor að- ilinn getur sannað, að hann hafi verið neyddur til ráða- hags. Okkur var sagt, að um 90% af öllum málum, sem kæmu fyrir kínverska. dópi- stóla, væm hjónaskilnaðar- mál, og algengast væri, að konan væri sækjandi. Islenzk- ur Kínafari sagði mér, áður en ég fór austur, að hann hefði undrazt það mjög, hve mikla ofurást konur þar eystra virtust bera til Maós. Hann var boðinn á fund hans ásamt öðmm gestum erlend- um. Þegar hann kom úr þeirri ferð spurðu þjónustu- stúlkumar hann á hótelinu, hvort hann hefði í raun og vem fengið að ganga fyrir formanninn, og hvort hann væri ekki sæll. Hann kvaðst viss um, að þessar konur hefðu talið, að æðsta hnoss, sem dauðlegum manni gæti hlotnazt, væri að snerta klæð- isfald Maós formanns. Slíkrar tilbeiðslu kvaðst hann hins vegar ekki hafa orðið var hjá körlum. VI ð nrðum ekki varir neinnar _ foringjadýrkunnar, enda hefur vist verið prédik- að í Kína sem annars staðar gegn persónudýrkun. Hins vegar lukust upp augu eins nefndarmanns á leið um fá- tækrahverfi. „Að hugsa sér, hvað Maó hefur gert fyrir kvenfólkið í Kína. Þótt hann hefði ekki gert neitt annáð en leysa það ur ánauð, þá hefði hann meiri hluta þjóð- arinnar að baki sér." Tízkan. En Evudætur eru alls stað- ar samar við sig, þótt kon- ur i Kína kannist ekki við þessa formóður sína og haldi jafnvel að hún hafi verið verkalýðsleiðtogi í Eden. Kín- verskir karlmenn tjáðu mér, að þeim leiddist að sjá konur ævinlega í karlmanns- klæðum og skýla kvenlegum vexti sínum. Fö-gnuður yfir fengu frelsi varir ekki til ei- lífðar, það verður sjálfsagður hlutur og karlaklæðin verða leiðigjöm. Konur em óðum að leggja þau til hliðar, en taka aftur upp kínversku kjólana eða buxur og peysur srtpað- ar þeim sem skólastúlkur ganga mjög í hér á landi. Hinn óspillti kínverski kven- búningur stakk okkur talsvert í augu. Kjólarnir em aðskom- ir, hnepptir rækilega xipp í háls, en með löngum, opn- um klaufum á hliðum, svo að berir fótleggir fá nokkum veginn að njóta sín, því að engar vom í sokkum, en það þykir mjög ósiðlegt að sýna beran barm í Kína. Hins veg- ar staðhæfðu sumir, að kon- ur þar eystra væm í engu haldi fremur en langömmur okkar á Vesturlöndum. Mér dettur i hug „brauðgangshöf- uðsmátt" á serk, sem Guðrún Ósvífursdóttir gerði Þomaldi, bónda sínum og fann þar skilnaðarsök, að hann gengi í flegnum náttserk. En Þórður Ingimundarson, friðill Guð- rúnar, kærði konu sína fyrir að ganga í brók með setgeira og skildi við hana af þeim sökum. Kínverjar leggja sig mjög fram um það að tileinka sér evrópska ihénningn, evrópsk tízka ryður sér þar smám saman til mms með batnandi efnahag, og Maó em þakkað- ar breytingamar. Alþýðubún- ingurinn er að verða einkenn- isbúningur embættismanna. og flokksfulltrúa, • dökkblár eða Ijós eftii' starfi og stöðu, en aðrir leggja hann til hliðar. Mér varð eitt sinn dálítið starsýnt á vestræna stúlku þa.r eystra, af því að hún virtist tala forláta kínversku, en túlkamir sóru, að hún væri alkinversk; hún hafði einungis málað af sér Kín- verjasvipinn, og þótti þeira það fulllangt gengið. Fróðir menn fullyrtu, að slíkt fyrir- bæri hefði verið óhugsandi fyrir fáum árum. Skólatelpur ém þar méð langar fléttur, í pilsum og bhissum og ekk- ert smákínverjalegar í klæðn- burði, en fléttan er gjörsam- lega horfin af karlmönnum. Dansleikir. Senniléga hafa vestrænij? sa.mkvæmisdansar og böll ver- ið litin illu auga í Gamla- Kína og talizt til siðspilling- ar. En nú em Kínverjar farn- ir að dansa og syngja enska slagara og kínversk þjóolög á vixl eins og íslendingar í á- ætlunarbíl: Þú bláfjallageirh- ur, — See you later Aligator. Á Ho ping — hóteli var stundum stiginn dans ,á, kvöldum, ungt fólk þyrptist þar í stóran sal og dansaði, en var mjög hæverskt og hálf«> feimið. Þar var fátt veitinga* borða, en stólar meðfiam veggjum og gott dansplássi Um ellefuleytið þagnaðf. hljómsveitin og unga fó) kiö hvarf út í buskann. Á þjóóhá® tíðinni 1. og 2. október var Ieikið fyrir dansi á strætuöa og torgum, en mér virtisti jafnan sem kínverskir kavlar vissu ekki gjörla, hvort sér væri það sæmandi að hring* snúast með kvenmann í feag* inu; stúlkurnar vom hins vag« ar dansglaðari en piltar og dönsuðu mjög saman eða kenndu hvor annarri sp rið, Borðhald og tedrykkia. Það er séi'stök angan S Kína, enda eru þar m'.klir skrautgarðar og kostulegir; hún fylgir manni inn í hús, hana leggur upp af tebol'un- um og ríkir við matboviið; og þa.ð er drakkið geys-'ega, mikið af tei. Hvar sem við komum, hvort það var rafn, skóli eða verkstæði, hófst! heimsóknin á því, að við vor? um settir við borð og okkur borið te. Gestgjafinn var hljóðlátur, þar til allir s.átu yfir rjúkandi tehollum, sem réttir vom báðum hönéum, Þegar mest var við haft, voru engir hankar á bollun- um, þá vom þeir nokkurra alda gamlir dýrgripir. Eg hélt í fyrstu að maður ætti að drekka teið á vestræna visu, og skilja ekkert eftir og svalg úr bollanum. En þá sló þögrj Framhald á 9. si'ðu. -i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.