Þjóðviljinn - 19.05.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.05.1957, Blaðsíða 9
Sunnudagur 19. maí 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (9 Stúdentar unnu 3 leiki með yíirburðum - töpuðu einum naumlega A ÍÞRÓTTIR ftíTSTJÓFU FRtMANN HELGASOI9 Glœsileg för ÍS til keppni í körfuknattleik > við lið frá háskólum í Svíþgóð og Danmörku Myndln var trkin í Gantaborg fyrsta keppnisdaKÍnn 24. apríl sl. Frá vinstrl B. Dunberger íþróttakennarl Tækniliáskólans í Gautaborg, Benedikt Jakobsson fararstjóri, Sverrir Georgsson, l*órir Ólafsson, Matthías. Kjeld, Helgi Jónsson, Kristiim Jóhaimsson, Helgi Jóhanns- son og Jón Hannesson. á myndina vantar Siguró S. sera tók hana. Töpuðu fyrsta leiknum 44:40. Það er ekki ólíklegt að við höfum tapað fyrsta leiknum vegna þess að við höfðum ekki trú á að það væru nokkr- ir möguleikar fyrir okkur að vinna, við þekktum ekki mót- herjana og höfðum ekki sam- anburð. Fyrir smámistök þar úti fengu piltarnir ekki tækifæri til þess að kynnast húsinu sem þeir áttu að leika í, línur voru líka illa merktar og ruglaði þá nokkuð. 1 síðari hálfleik, þegar þeir fóru að venjast aðstæðum, tóku þeir að minnka bilið sem orðið hafði í stigum og það má fullyrða að, ef leikurinn hefði staðið svolítið lengur, hefðum við gengið af hólmi með sigur. En þessi hálfleikur gaf okkur trúna á að ástæðu- laust væri að vanmeta getu okkar. Það kom líka svolítið illa við okkar menn, að Svíarnir léku miklu fastar en við erum van- ir, og dómarar voru ekki eins strangir og við eigum að venj- ast hér. Þrátt fyrir það fengu Svíamir 14 víti en við 7. Flest stig í leiknum skoruðu þeir Helgi Jóhannsson 14 og Helgi Jónsson 13. Móttökur allar í Gautaborg vom sérstaklega g.óðar. Ræðis- maður Islands, hr. Gullbrand Sandgren, var okkur ómetan- legur, og greiddi götu okkar á marga lund. Þess má geta að um 150 manna eru innritaðir í Tekníska háskólann í Gauta- borg, sem leikið var við. I J/Undi var leildð í 200 ára húsi. Næsti leikur var við úrval stúdenta úr Háskólanum í Lundi en þar stunda nám um 50j)0 stúdentar. Leikur þessi var mun harðari en leikurinn í Gautaborg, en okkar menn höfðu nú vanizt leikaðferðum Svianna og náðu þegar yfir- fengu Svíarnir 17 víti en okk- ar mennn 10. Helgi Jónsson skoraði 18 stig í leiknum og Þórir Ólafsson 13. Leikið var í liúsi sem var um 200 ára gamalt. Þessi frammistaða liðs- ins kom Svíunum mjög á ó- vart, og spurðu þeir hvort lið- ið hefði leikið mikið \nð menn frá Bandaríkjunum sem hér væru. Kvað ég það ekki vera, en liér hefðu verið góð lið á ferð sem mikið hefði mátt af læra. Það mun ekki hafa þótt mikill viðburður þótt körfu- knattleikslið frá litlum háskóla kæmi í heimsókn, en frammi- staðan vakti mikla athygli og það varð atburður að lið úr hinum mannmarga skóla sk.yldi tapa með þessum mun. Allar móttökur í Lundi voni hjartanlegar og kynntust stúdentarnir og ræddu um hugðarefni sín, og segja má að þrátt fyrir það að tíminn væri stuttur mynduðust nokk- ur vináttutengsl. Áskorun í Kaupmannahöfn. Þriðji leikurinn í ferðinni var svo 28. apríl í Kaupmanna- höfn, við stúdenta í Kaup- mannahafnarháskóla. Þar eru um 10.000 nemendur og er sá háttur á hafður að allir sem innritast i skólann fara sjálf- krafa í íþróttafélag skólans. Þessum leik lauk með meiri yfirburðum en nokkrum datt Helgi Jónsson 28, Þórir Ólafs- son 11 og Kristinn Jóhanns- son 10. Þegar nokkuð var liðið á leikinn kom íþróttaleiðtogi skól- ans, að máli við okkur og bað um annan leik, nokkurskonar ,,revance“. Það var ekki hag- stætt fyrir okkur þar sem Helgi Jónsson hafði ákveðið að fara til Hamborgar næsta morgun, allir vom samt sam- mála um að verða við þessari áskorun, en tapið féll þeim heldur þungt. Danir fengu í lið sitt til styrktar tvo Ungverja sem reyndust hinir beztu leikmenn, og auk þess sóttu þeir lands- liðsmann útá Fjón til að styrkja nú liðið ennþá betur. Piltarnir áttu að fá frí þetta kvöld en nú var um það eitt hugsað að búa sig sem bezt undir þessa viðureign sem verða mundi hin harðasta. Leikur þessi var harðari en hinn og fór svo að við unnum með 47:35 st. I leiknum fengu Danir 22 viti en okkar menn 15. Þessi úrslit urðu þeim sýni- lega. vonbrigði. I Kaupmanna- höfn voru engar persónulegar móttökur. Segja má að dómarar allir hafi verið mjög hlutlausir, og verki sínu vaxnir. Tækni og leiklag okkar manna var mjög svipað og Dananna, en þeir Framhald á 11. síðu. Borðað með prjónuni, Tekanna, Magnús Jónsson, Sú Yung og Jón Helgason F r á M. í n a I ö r Eins og Iþróttasíðan gat um fyrir nokkru, fór körfuknatt- leikssveit frá íþröttafél. stúd- enta í keppnisför til Sviþjóðar og- Danmerkur, sem jafnframt var sú fyrsta sem farin hefur verið af íþróttafél. stúdenta og fyrsta utanlandsförin sem ís- lenzkt körfuknattleikslið legg- ur í. Þetta var jafnframt af- mælisferð félagsins, en það varð 30 ára á þessum vetri. Eins og fréttir hafa greint frá, varð þetta hin mesta frægðarför og kom vafalaust öllum á óvart, ekki sízt þátt- takendum sjálfum. Eftir heimkomuna átti 1- þróttasíðan viðtal við farar- stjórann og þjálfarann Bene- dikt Jakobsson, sem er mjög ánægður með förina í alla staði. höndinni í leiknum, og unnu hann með vfirburðum eða 47:38. I liði Svíanna voru að- eins 2, sem fæddir eru í Sví- þjóð, hitt voru flóttamenn frá Eystrasaltslöndunum sem nú stunda nám við háskólann í Lundi. Körfuknattleikur hefur um langt skeið verið þar mikið iðkaður og margir snjallir körfuknattleiksmenn komið þaðan. Skólinn hefur lika kenn- ara þaðan sem kennir aðeins körfuknattleik. I þessum leik í hug eða 61:34. 1 þessum leik fengum við fleiri víti en mótherjarnir og munaði þó ekki nema einu, eða 15 vilhrr en þeir dönsku fengu 14. Sennilegt er að pilt- arnir hafi ekki verið búnir að sleppa því leiklagi sem sænsku leikmennirnir tömdu sér, og okkar menn tileinkuðu sér í bili. Dómararnir þar voru mjög góðir og leikmenn léku mjög góðan körfuknattleik. I ! þessum leik skoruðu flest stig: Framhald af 7. siðu. á samkvæmið og enginn mælti orð, fyrr en ég hafði fengið aftur í bollann. Eg varð í stökustu vandræðum að inn- byrða allt það te, sem fyrir mig var látið, því ekki var nærri þvi komandi að ég fengi ekki aftur í bollann, en viðræður urðu með iskyggileg- um þögnum. Mér til ósegjan- legrar gleði uppgftvaði ég eitt sinn á safni í Peking, að tehita stofnunarinnar var bú- in, þegar ég hafði lokið úr fimmta bonanum. En safn- stjórinn varð mjög vandræða- 1' yur að geta ekki rætt leng- ■ur við okkur og skýrt í ró og næði fyrir okkur það merkasta við safnið og létta okkur þannig skoðunarferð- ina, en teið var búið. Þá loks skildi ég, að menn eiga að njóta ilms og ángan tesins, dreypa á því hæversklega, en ljúka ekki úr bollanum nema þeim leiðist og vilji að sam- ræðum sé hætt. Borðhald var okkur einnig nokkuð framandi í fyrstu. Fyrir okkur voru ævinlega bomar fjölmargar krásir, sem við kunnum lítil deili á og kenndum því til snigla, skor- kvikínda, orma, lótusblóma, bambus og nagdýra. Mig minnir, að Jörundur hafi eitt sinn talið 15 rétti á borðum. Hrísgrjón voru ævinlega einn af aðalréttunum, en ég man ekki til þess að hafa nokkru sinni séð brauð, ef fram- reiðsla var að kínverskum hætti. Á hófelum voru ævin- lega sérstakir matsalir, þar sem Evrópumenn gátu fengið vestrænan mat, og nokkrir okkar kusu að éta þar, af því að þeir þurftu að fylgja settum reglum um matar- hæfi, en vissu ógjörla, hvað voru forboðnir ávextir á hinu kíverska matborði. En þeir ný'ungagjarnari vopnuðust prjónum og settust að hinum. kínversku krásum. Þar eð borðhnífar tíðkast ekki, þá er allur matur skorinn og sax« aður, áður en hann er fram- reiddur, og hver réttur borinni fyrir sig í dýrlegum skálum og fötum. Nú var þrautin þyngri að handleika prjónana fimlega og blanda réttum fag* urlega á disk sinn. Hvort tveggja tókst heldur báglega í fyrstu, prjónarnir lögðust á misvíxl, bitarnir duttu á miðri íeið milli disks og munns, svo að við vorum flestir orðii* ir ískyggilega álútur áður en máltíð lauk. Á öðrum degi fannst okkur mikið til lun leikni okkar með prjónana og efndum til starfskeppni í með* ferð þeirra. Annars eru borð* siðir til lítillar fyrirmyndap í Kína. Prjónarnir valda þvi, hver sem á heldur, að mjög sullast út um borðið, en þap að auki er það kurteisisven ja, að gestgjafi og aðstoðarmenÆ hans tína lostæti á diska boðsgesta, og sleikja þá vaud» )ega af eigin prjónum, áður en tilfæringarnar hefjast. Nðt liggja ávallt aukaprjónar hjá hverju fati, en það er senni* lega nýr siður, því að flestir gleymdu að nota þá. Bvef borg og hvert hérað virðisr. eiga sérstakan hátíðisrétt, en ég minnist helzt Pekingandat- innar; það er lostætur fugL en apaheila, slöngu — osr svöluhreiðursúpu fengum við> ekki, enda komumst við ekkx suður til Kanton. Aðalf undur Fasteignalánafélags samvinnumanna verður haldinn að Bifröst í Borgarfirði föstu- daginn 28. júní kl. 14.00. Dagskrá samkvæmt samþykktum félagsins. STI0RNIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.