Þjóðviljinn - 19.07.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.07.1957, Blaðsíða 4
,3) — ÞJÓÐVILJINN — Föstuda.gur 19. júlí 1957 •OÐVILIINH Útgeíandi: Samelnlngarflofcktir alþýSo — Sósíalistaflokkurinn. — Rftstjór&r: Magnús Kjartansson, Sigurðar Guðmundsson (áb.). — Fréttarltstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigíússon, ív&r H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sígurjón Jóhannsson. — Auglýa- Ingastjórl. Guðgeir Magnússon. - Ritstjórn, afgreiðsla,, auglýsingar, prent- amíðja: Skólavörðustíg 19. - Sími 17-500 (5 línur). — Askriftarverð kr. 25 á mán í Reykjavik og nágrenni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. Von íhaldsins að þverra Eitt er það með öðru til marks um að íhaldið ger- 3st nú vonlítið um að geta inrakið ríkisstjórnina frá með íarmannaverkfallinu, að hlaup ið er af þvílíkri rætni og skepnuskap í árásir á Lúðvik Jósepsson vegna humarveiði- leyfanna, að fátítt er í ís- 3enzkri blaðamennsku. En æð- isgangur Morgunblaðsins og ofstæki sýnir enn að einskís er svifizt og seilzt furðu iangt til árásarefna. Þeir sem rita áróðursvaðal Morgunblaðsins mn humarveiðileyfin vita full- vel sjálfir, að ekkert í því máli gefur minnsta tilefni til árása á Lúðvík Jósepsson né heldur á Karl Guðjónsson, sem.nú er farið að taka með. Morgunblaðsritstjórarnir finna að með hverjum degi vex sá Jtungi fordæmingar fólksíns, sem skellur á íhaldinu fyrir pólitískt verkfallsbrölt þess, sem þegar hefur valdið miklu tjóni þjóðinni allri, og því reyna þeir að finna. ný og ný tílefni æsinga gegn ríkisstjórn- inni. Hamslausar og rætnar á- rásir ihaldsblaðanna ge gn liúðvik Jósepssyni sýna ein- •ungis að þar er andstæðingur sem ihaldið óttast umfram aðra, enda hefur því ekki ver- ' ið Ijúft að finna hvaða álykt- anir útvegsmenn og sjómemi d'raga. af samskiptum við nú- verandi sjávarútvegsráðherra og þann fyrrverandi, íhalds- T forsprakkann Ölaf Thors. ’ Hlutur Ólafs hefur ekki vax- f ið við þann samanburð, það J vita þeir Morgunblaðsmenn, ? og einnig þess vegna skrifa f þeir dag eftir dag níðið og í róginn um Lúðvík Jósepsson. f Þeir gæta þess ekki að með f Í>vi eru þeir að viðurkenna f hann sem þann andstæðing. f sem þeir óttast mest og þyk- f ir mest ríða á að koma á kné. f Ög þeir munu komast að því, f Morgunblaðsmenn, að haturs- r áróður þeirra gegn Lúðvík ( snýst í höndum þeirra og ' missir njarks. h f ¥7eiðileyfamálið sem Morgun- f * blaðið finnur alltaf ný tiJ- f Ibrigði af rakalausum dylgjum S, liggur alveg Ijóst fyrir. Staðreyndir málsins eru nú síðast raktar í fréttatilkynn- ingu sjávarútvegsmálaráðu- jievtisins í gær. Heldur ekki á þessu ári hafa nein leyfi til liumarveiða verið veitt neiha feamkvæmt meðmælum Fiski- íéiags íslands. „Ástæðan til !>ess, að veitt hafa verið fleiri leyfi í ár en sl. ár, er ein- göngu sú, að stærsta útgerð- arstöð landsins, Vestmanna- eyjar, óskaði nú eftir leyfum, en ekki í f.yrra, og að sjálf- r feögðu þótti ekki fært að neita. íötgerðarmönnum þar um leyfi r '& sama tíma sem öðrum var heimilað að veiða á þeirra fniðum“, segir í yfirlýsingu tóðuneyti-sins. Þar er því enn- Íemur lýst að í Ieyfisbréfum ;im, sem ráðuneytið hefur gefið út, hafi verið tekið fram hverjum skilyrðum leyfin séu bundin, og er eitt þeirra „að Fiskifélagi íslands sé send skýrsla um veiðarnar til þess að hægt sé að fylgjast með því hvort leyfin séu misnot- uð“. Veiðamar hófust um mánaðamótin mai-júni, Fiski- félagið fær fyrstu skýrslurn- ar fyrstu dagana í júlí. Hinn 9. júlí sendir Fiskifélagið ráðuneytinu skýrslu, er „ber með sér að 28 bátar höfðu misnotað leyfið að meira eða minna leyti“. Daginn eftir, 10. júlí, eru allir þessir bátar sviptir veiðileyfum. Þetta eru staðreyndir máls- ins, og ritstjórum Morg- unblaðsins er það vel kunn- ugt, að engin staðreyndanna í þessu máli gefur minnsta tilefni til persónulegra árása á Lúðvík Jósepsson sjávarút- vegsráðherra. Morgunblaðið veit, að öll líkindi eru til að staðreyndirnar í þessu veiði- lejTamáli hefðu orðið nákvæm- lega hinar sömu, hver sem verið hefði sjávarútvegsráð- herra. Enda þótt ráðherra hafi að sjálfsögðu úrskurðarvaldið er það öllum ljóst sem til þekkja, að um þetta mál er Fiskifélag íslands sá trúnað araðili sem mestu ræður, eng- inn bátur fær veiðileyfi nema samkvæmt meðmælum þess, og það fær í hendur þær afla- skýrslur sem hafðar eru til eftirlits um notkun leyfanna. í þessu tilfelli eru veiðileyfin afturkölluð tafarlaust þegar skýrsla berst frá Fiskifélaginu um misnotkun. Sú staðreynd sýnir grobb Morgunblaðsins um hetjulega framgöngu þess blaðs í málinu í réttu Ijósi, auðvitað hefur belgingur þess, dylgjur og brigzl í þessu máli þann tilgang einan að sverta stjóramálaandstæðing, og draga athygli frá þeim ljóta leik, sem íhaldið hefur leikið undanfarnar vikur í far- mannadeilunni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú í nokkrar vikur sent srnala sína út og látið þá hvísla að hverjum sem hlusta vill: Ríkisstjórnin verður felld með farmannaverkfallinu. Það er tilgangurinn með áróðri í- haldsins. Pólitískt verkfall sem reyna á að nota til þess að ná pólitískum markmiðum. Hagsmuni lágt launaðra far- manna er ihaldinu nákvæm- lega sama um, nú eins og áð- ur. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur misnotað völd sín í sam- tökum farmanna árum saman til að halda niðri kaupi lágt launuðu flokkanna, og enn sem fyrr harðneita Sjálfstæð- isflokksmenn í Eímskip að veita þeim úrlausn. Farmenn fá nú í verkfallinu dýrkeypta reynslu af heilindum Sjálf- stæðisflokksins í þeirra garð, og sú reynsla mun íhaldinu dýr áður en lýkur. MesinEieiliérti frá Kíxtcs LÚ HSVN: MANNA- BÖRN. Smásögur. — 178 blaSsíður. — Halldór Stef- ánsson sueri úr ensku. — Sjötti bókaflokkur Máis og: meniúngar, 6. bók. — Reykjavík 1957. Á skömmum tíma hafa ís- lenzkir lesendur fengið í hend- ur skáldsögur frá Suður- afríku, Suðurameríku og Grikklandi; það eru fjarlæg lönd og óvíst að skáldskapur þaðan hafi áður borizt út hingað (annar en nokkur skáldrit Fomgrikkja, vita- skuld). Þá hefur heyrzt, að indversk nútímasaga sé vænt- anleg á íslenzku innan tíðar; og er það gleðiefni, að útgef- endur skuli ekki lengur svín- binda sig við Norðurameríku og Vesturevrópu í vali útgáfu- bóka, Og þótt örfáar kín- verskar smásögur muni hafa. birzt á íslenzku, táknar út-^ gáfa Máls og menningar á Mannabörnum Lú Súns nýtt landnám í bókaútgáfu hér nyrðra. Það er eitt einkenni bókmenntaþjóðar að láta sér títt um bækur umheimsins; þess eru ennfremur dæmi, að þýdd verk hafi upplyft inn- lendum bókmenntum — og kannski kemur skáldsaga frá Egyptalandi og ljóðasafn frá Ástralíu á næsta ári. Höfundur Mannabama, Lú Sún, fæddist árið 1881 og lézt árið 1936. 1 formála að úr- vali verka hans á ensku er hann kallaður risi í kínverskri menningarbyltingu, og skyggi hann á alla fyrirrennara sína; einhverstaðar stendur og skrifað, að hann sé me.sti rit- höfundur Kínverja á síðari tímum. Lú Sún gaf út þrjú smásagnasöfn um dagana, samtals 35 sögur, auk ýmislegs annars skáldskapar. En ritgerðir hans hafa verið gefnar út í 16 bindum, og það er einkum á þeim sem frægð hans stendur grundvölluð — Lú Sún var sem sé einstæður baráttumaður, málflytjandi frelsis og menningar og upp- Iýsingar í hálfmyrkvuðu landi. Hann þýddi ennfremur nokkur höfuðverk heimsbókmennt anna á kínverska tungu og gaf út fora og ný rit kín- verskra höfunda. Lú Sún hef- ur fyrir baráttu sína og djörf- ung, eldmóð og snilldargáfu orðið samlöndum sínum tákn hins bezta í fari þeirra. Hann var mikill maður. Mannaböm sýna einnig að Lú Sún var gott skáld, þótt hann verði víst ekki tal- inn með stórskáldum. Dagbók vitfirrings, elzta saga hans, ber að vísu mannúð hans trútt vitni; en hann lyftir efninu ekki í skáldlegar hæð- ir. Með sama hætti er t.d. inngangurinn að Sjálfri sög- unni af Ah Q mesta múður. Að öðru leyti er það einkar skemmtileg saga, með alvar- legan undirtón — lýsing aðal- persónunnar er frumleg í margri grein: sjálfsblekking mannsins heldur honum raun- ar uppi í fjandsamlegu þjóð- félagi, en gerir hann um leið auðvelda bráð þess. Nýársfórn þykir mér fremst þessara fimm sagna; hún er ramm- legast byggð og stíluð af mestri íþrótt. Örlög hinnar kúguðu konu verða. okkur minnisstæðari en amiað allt í þessum sögum. Villimannleg- ir hætti-r lénsskipulagsins í Kina blasa hér við okkur í björtu Ijósi. Lú Sún gætir þess oftast nær að láta listina sitja fyrir boðuninni; en hitt er þó aug- Ijóst, að túlkun einstaklings- örlaga er honum aðferð til að varpa ljósi á þjóðfélag. Mannabörn eru harmsögur fólks, sem á í höggi við ó- mannlegt samfélag — og bíð- ur ósigur í baráttu sinni. í þessum sögum birtist kín- verskt þjóðfélag á fyrstu ára- tugum aldarinnar í ógn og skelfingu, andstætt manninum og hamingju hans. Þær eru oft svo hlutlægar, að þær mættu verða heimild um þenn- an tíma löngu eftir að siðir hans eru týndir og tröllumt gefnir. Um leið eru þær vel til þess fallnar að *e:fla mönn* um skilning á. nauðsýn misk- unnar í félagslegri sambúð, glæða þeim virðingu fýr* ir draumum sérstaklingsins. Þessar sögur verða þeim liug* stæðastar, sem svíður mannleg hörmung sárast. Þýðing Halldórs Stefánsson- ar er ekki tilkomumikil. Þa5 er margt um stirðlegar setn- ingar með greinileg þýðing- armörk: „Umluktur þessu samsulli af, hávaða. „Aðeins depl augnanna gaf til kynna ......“, „fornfræð- ingar .... verði í framtíðinni færir um að varpa ljósi á, þau“ (sbr. to .be aþle toj. Hrein bögumæli koma eimi- ig fyrir, eins og að ,,sýna“ mótspyrnu og verða „í allra munni“. Eg rék þetta ekki lengur, þótt hægt væri; þýð- andi hefur kasfað höndum til verksins. B.B. Sól o Bjarni M. Brekkmann: SÓR OG SKÝ, I. — Akranesi 1957. Hér skal með örfáum orðum vakin athygli á fyrsta bindi af ljóðasafni Bjarna Brekk- manns, Sól og ský, sem ný- Iega er út komið. Hverjum þeim, sem unna alþýðlegri, hefðbundinni ljóðagerð, ætti að verða nokkur fengur í þeirri látlausu bók. Yrkisefni höfund- ar eru að vísu hvorki frumleg né margbreytileg; meðferð þeirra ekkj heldur. En hvort- tveggja þetta bætir hann upp með yfirlætislausri ednlægni, hjartahlýju og ágætri hag- mælsku víðast hvar. Ljóð hans eru ágætt dæmi þess, hvernig greindir alþýðumenn hugsa — og yrkja, oftast nær. Hérað hans, Borgárfjörður, hefur veitt honum ófá yrkisefni, eins og reyndar svo mörgum skáldum, bæði fyrr og síðar; ættjörðin öll og saga heimar einnig. Og í æðum höíundar rennur skáldablóð, eins og svo mai'gra Borgfirðinga, þvi hanfi er kom- inn í beinan karllegg af því ágæta skáldi sr. Einari Sig- urðssyni í Eydölum. Yrkisefni. Bjarna myndu heldur ekki falla þeim forföður hans neit’t illa í geð, ef hann raætti þau sjá, því að Bjami er trúar- innar maður, og má víða s.já merki þess í kvéeðum hans. Ég vel hér að lokum, af handahófi, eitt kvæðanna sem sýnishorn. Það er reyndar eitt af þeim veraldlegri, en gef- ur engu að síður ágæta hug- mynd um höfundinn og lífs- viðhorf hans. Glaðnar til í skýjaskaxa, skírast bólstra vmdramymdir, kynjasýnir koma og fara, kærar opnast heUsuIimdlir, fram um víða veldið sftreyma. Ríkir ljós í vorsins veldi, voldugt stefnir myrkuríröllum fram mót sólar orkueldi, Engir skuggar verjast fföllum. Sól og Harpa sitja að dómum, Skaðvaldur í Staggabjörgúiö skapadóma lífi kveður og beitir þurigiun vígavörgum. Vitum bó — aft aldrei skeður: að sólin verði yffírunnm. E. M. Prjónajakkiiin frá okkur er bezti götujakkinn í góða veðrinu Ó D y R T MARKAÐURINN Templarasundi 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.