Þjóðviljinn - 19.07.1957, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.07.1957, Blaðsíða 7
Föstudagur 19 .júlí 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (T íslenzkir flugmenn hafa nú í rúman mánuð stjórnað hinum rsýju Vickers-Viscount flugvélum Flugfélags Islands. Tólf ftug- menn félagsins hafa lokið skólaveru í Bretlandi og fimm þeirra fcengið flugstjórnarréttin di á Vickers-Viscount flugvélar. Fjórir flugleiðsögumenn voru einnig ])jálfaði.r í Bretlandi og Iiafa starfað á flugvélunum síð- an, Jóhannes Snorrason fór fyrstu ferðina sem flugstjóri á á Viscountvél 7. júní sl. Þeir sem hafa hlotið flugstjórnarréttindi á nýju véiarnar eru: Jóhannes R. Snorrason, Hörður Sigur,- jónsson, Gunnar Frederiksen, Anton Axelsson og Sverrir Jóns- Son. .Tóhamtcs R. Snorrason er fœddur á Flateyri 26. 7. 1917. Hann stundaði nám í Mennta- skóla Akureyrar en fór í stríðs- byrjun vestur um haf og hóf flugtiám hjá Konna Jóhannes- syni í Winnepeg. Eftir nokkurt nám þar, réðst hann til kanad- íska flughersins og lauk . þar prófi atvinnufiugmanns ög taiind- flugprófi. St'árfaÖ'i1 síðap' v:'ð flutninga og flugkennslu og kennslu í sprehgjuvarpi til 1943 er hann yar ráðinn til Flugfé- lags íslands. Haiin Móf 'störf sein fitigmaður hjá félaginu 15. októ- ber 1943. Jóhannes hefur verið yfirflugstjóri félagsins síðan 1946. Hörður Sigtir.jónssou er Reyk- víkingur, fæddur 26. 7. 1921, Hann stundaði flugnám í Spart- an Aerónaútical School í 1’utsa, Oklahoma í Bandarikjunum og lauk þnðan prófi atvinnuflug- rnatins og blindflugsprófi. Hörð- ur ger.ðist flugmaður h.já F.f. 1. júlí 1945 og hefur verið þar sið- an að undanskildum nokkrum mánuðum fyrsta veturinn, er hann stundaði flugkennslu Gunnar Frederiksen er fædd- úr í Reykjavík 25. 7. 1922. Hann stundaði nám í Samvinnuskólan- um erx fór vorið 1944 ti) Kan- ada og hóf flugnám í Flugskóla Konna Jóhannessonar. Þar sem loftferðasamningur milli íslands og Kanada var ekki fyrir hendi eftir sambandsslitin v.ið Dani varð Gunnar að fara til Banda- ríkjanna tii þess að ljúka próf- um. Hann hél( því til Tulsa í Oklahoma og lauk ftugmanns- prófi frá Spartan Aeronautical II Þýzk kirkjuyfirvöld skýra frá þvi að austurþýzka stjórnin hafi bannað hinum fræga kór Tómasarkirkjunnar í Leipzig að sfara til Bandaríkjanna. Átti kórinn að syngja á alþjóðamóti lútherstrúarmanna og síðan fara hijómleikaferð um Banda- ríkin. Stthool, en að því loknu stund- aði hann blindflugsnám í Eire í Pennsilvania og lauk þaðan þróf.i. Gunnar var ráðinn flug- maður hjá Flugfélagi íslands 1. aprít 1946. Anton G. Axelsson er Reyk- víkingur, 36 ára gamall. Eins og Gunnar stundaði hann flug- nám hjá Konna .Tóhannessyni í Winnepeg en fór til Spartan Aeroriautical School í Bandaríkj- unum og lauk þaðan flugmanns- prófi. Að því búnu stundaði hann nám í blindflugi við skóla í Er.ie. Anton gerðist flugmaður hjá F.í. í ársbyrjun 1947. Sverrir Jónsson er fæddur í Bergen í Noreg'i 16. 8. 1924. Hann stundaði flugnám í Spart- an Aeronautical Schoot í Tulsa, öktahoma og eftir heimkomuna réðst hann sem flugmaður hjá Flugi'élagi íslands. Sverrir hóf starf sem flugmaður lijá F.f, 1. okt. 1947. Auk þeirra sem hér eru taldir að ofan og þegar hafa flogift um tíma sem flugstjórar á Viscöiintflugvélunum, hafa sjö íiuginenn aðrir lokið tii.skildum prófum og þjálfun í Bretiandi og eru nú starfandi aðstoðarflug- menn á hinum nýju flugvélum. Þeir eru Jón Jónsson, Skúli Magrmss.on, Bragi Norðdahl, Jón R. Steindórsson, Viktor Að- alsteinsson, Magnús Guðbrands- son og Pétur Pétursson. Fjórir leiðsögumenn liafa starfað á Viscoúntfiugvélunum síðan bær hófu hér áœtlunar- ferðse, þeir Rafn Sigurvinsson, Örn Eiríksson, Júlíus Jóhannes- son og Gunnar Skaftason. Þjálfun flugrnannanna í með- íerð hinna nýju flugvéla var mjög ýtarleg. Nokkrir þeirra stunduðu nám hjá flugfélaginu B. E. A. sem lengst allra flugfé- laga hefur flogið Viscount, flug- vélum á áætlunarleiðum. Aðrir gengu á skóla hjá framleiðanda hreyflanna, RoIIs-Royce, í tvær vikur og síðar á þriggja v'jcna námskeið. sern haldift var á veg- urrj loftferðaeftirUtj'n.s brezka I og luku þaðan prófuin. SUk prói ! veúa nokkurn hluta réttinda tii | flugstjómar á al’ar gerfiir flug- j véla, sem knúnar eru hverfi- I hreyflum, en t'l íullkominna | flugstjómarréttinda þarf nokk- urt sérnám á hverja tegund. arnorkHkerBað Beal, landvamaráðh'erra Ástralíu hefur skýrt frá því á bingi landsins að undirritaðnr hafi veiið samningur um að stjórnir Bandaríkjarma og Ástsaliu skuii skíptast á upp- lýsiri'gum um notkun kjarnorku- vopna í hernaði. Sagð.i ráðherr- ann, að það væri þýðingarmikið fyrir Ástralíuher að hermenn hans yrðu þjálfaðir í kjarn- orkuhernaði. Frá httrnahcimilinu Vorboðamun: Að gefnu tilcfni em heimsóknir á barnnheiiniliö 1 Rauðhólum bann- aðar. Vern Sneider: ACMS m ■ÆJ I 8». hús?“ „Jamm, húsbóndi. Þá geta hún setið allan daginn eins og konurnar í Naha gera og æfa tediykkjusiði. Hún segja það er göfug dægrastyttíng. Og ef hún bjóða emhverjum náunga að drekka með sér te, þá geta hann ekki sagt nei.“ „En við höfuím ekkert tirnbur." ,-Ég segja henni það, húsbóndi. Hún segja þú byggja tehús fyrir lýðræðiskarla . en þú gera ekki neitt fyrir lýöræðiskom ur. Og veiztu hvað hún segja við kanncld hafa í þorpinu?“ „Hvað þá?“ „Manngreinarálit. Og hún er viss um að Sam frænda þætti garrian frétta það,“ Pisby kveinkaði sér. „Sakini,“ sagði hami í skyndi. „Veistu hvar við getum náð í timbur?“ „Já, já, húsbóndi. Þeir hafa. timbur r stóra Koza. Við bara segja þeim að þú útvega állt sem þeir vilja og . . .“ „Nei, bíddu nú hægur.“ Fisby varö þung-búinn. „fig ætla ekki aó verða for- sjón stóra Koza líka..“ Hann sá glamp- andi augun í ungfrú Higa Jiga og neri hökuna hugsi. „Sakini, heldurðu a,ö stóra Koza myndi verzla við okkur? Við getum látið' þá hafa salt fyrir timbur. Hvað seg- irðu um það?“ „Gott, húsbóndi. En hvar í'áum við salt?“ „Hvað um saltgerðarmanninn sem við ókurn hingað' í gær? Er hann ekki að’ búa til salt?“ „Nei, húsbóndi. Hann segja við lofa honum hvítum jakka. Hann ekki byrja fyrr en hann fær ha.nn.“ Ungfrú Higa Jiga togaði í ermina á Sakini. „Húsbóndi, hún vilja vita. hvenær þú byggja cha no yu húsið?“ »% sagðist ekki ætla að byggja það,“ sagöi Fisby en þegat hann leit á ungfrú Higa Jiga sá hann að hún var í skapi til þess að skrifa bréf til Sams írænda meö milligöngu Purdys ofursta. „Það er að segja, ég verð að íhuga málið. El' ég get útvegað hvítan jakka þá býr saltger'ðarmaðurinn ef til vill til saft sem við getum selt fyrir timbur. Það sérð að það’ er ýmislegt sem þarf áð athuga.“ Sakini kinkaöl kolli til samþykkis og benti á byggingameistarann sem sat sofandi á þrepinu með höfuðið á hand- leggjunum. „Og Asato kann ekki að byg'gja það.“ Fisby strauk sér um augun. „Tja, ekkj þýqiF.aö'f spyrja mig um þaö. Eg-Jjiíh ' aldrei séð svoleiðis hús.“ „Húsbóndi,“ sagöi Sakini. „Ungfr® Higa Jiga vita ekkert um það heldur. I-Iún bara sjá þau þegar hún gægiast inn í gar'ðana í Naha.“ FLsby yppti öxlum. ,,Þú sérð að það þari margt aó athuga. Segðu henni að ég skuli hafa þetta í huga. “ Hann hall- aöi sér aítur á bak. „Ég ætla að sofna. aftur.“ En ungfrú Higa Jiga togaði enn í ertn- ina á Sakini. „Húsbóndi, hún segja. Fyrsta blóm vita allt um cha no yu hús.“ „Það er ágætt.“ Fisby lagfærði kodd- ann sinn „Segðu þeim að tala saman um málið og' láta mig einhvern tíma vita ár- angurinn.“ Sakini hristi höfuðið. „Hún ekki geta það, húsbóndi. Fyrsta blóm varð alveg bálreið. Hún sækja. meira að segja alla lögregluþjónana og nú hún ekki tala vift’ ungfrú Higa Jiga. Og nú vill ungfrú Higa Jiga að þú spyrja Fyrsta blóm um cha hö yu húsið, því að þú ert húsbóndi." „Hvað kemur það málinu við?“ ,,Jú, Fyrsta blórn vill alltaf hjálpa hús- bóiklanum. Ef þú spýrja hana, þá hún kannski kenna byggingameistaramxm. aö stniða þa.ð.“ ,.Gott og vel.“ Fisby lét fallast aftur á bak í rúmiö. „Og, húsbóndi, unfrú Higa Jiga vilja; þú biðja Fyrsta b’.óm aö kenna henni tedrykkjusiði og raða blómum fallega.“ Um leið tók Fisby eftir því að uung- frú Higa Jiga einblíndi á náttfötin ham. Hann roðnáði og vafði hermannateppinu um sig. „Allt í lagi, þegar tækifæri Rikifa litaðist um í klefanum HÍnum. Dyrnar á snyrtiher- herginu stóðu opnar og liá- setinn var liorfinn. En frá fataskápnum heyrðist hljóð. Hnn lttgði eyrað að skráar- gatinn: „Hailo“. „Hleyptu mér ót, vift eruin að söbkva“. heyrði hón nið- urbælda rödd Jean Pferre kalia að iunan. „Eftir andar- tak“, kallaði hun til haka. Hún litaðist um. Skipið snar- hallaðist á bakborða, klefinn hennar vjrtist næstum iiggja á hliðiuni. í flýti reil' hnu upp gólffjalirnar og reyndi að skrúfa lciðsl urnar tvær aftur saraan við skinið frá vasa- ljósimi. Itafmagnsljósið var sloknað. En fyriræthm liennar tólíst ekki, vatnsþrýstingnr- inn var of mikill, hún varð að gefast npp. Hún lagði fjal- irnar niður aftur, og nú fyrst tók húu eftir því, að hrópin um borð voru hljóðnuð. Hún kallaði til Jean Pierre, að hnit skyldi eldii láta hann drukkna, og Iæddist síðan upp í brúna. Þaðan sá liún tvo skipsbáta dansa, á öldnnura. Skipsliöfitítt haffti yfirgefið skútuna, .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.