Þjóðviljinn - 24.08.1957, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.08.1957, Blaðsíða 2
2) — ÞJÖÐVILJINN — Laugardagur 24. ágúst 1957 BÆJARFRÉTTIR .1 dag er laugardagurinn 24. ágúst. 236. dagur ársins — Bartítóiáaneusmessa — Tungl í hásuðri Icl. 12.31 — Árdeg- Isháflæði kl. 5.16 — Síðdegis- Mtiseði kl. 17.38. 7\\ ÍÍTVAKPIÐ 1 DAG Laug'.trdagu r 24. ágúst Fastir liðir eins og venja er til. 12.50 Öskalög sjúklinga (Bryn- dís S:gurjónsdóttir). 14.00 „Laugardagslögin“. 19.30 Tón- leikar (plötur): Erich Kunz syngur Vínarlög. 20.30 Tón- leikar (plötur): L"g úr óper- ettum eftir Offenbach. Konsert- nljómsveitin í París leikur. Serge Dupré stj. 2100 Úr gömlum blöðum: Hildur Kalm- an sér um dagskrána. 22.10 Danslög (plötur). 24.00 Dag- skrárlok. Millilandaflug: Leiguflugvél Loftleiða er vænt- anleg kl. 8.15 árdegis í dag frá New York, flugvélin heldur á- fram kl. 9.45 áleiðis til Glas- gow og Luxemborgar. Hekla er væntanleg kl. 19.00 í kvöld frá Stafangri og Osló, flugvélin heldur áfram kl. 20.30 áleiðis til New York. Saga er væntanleg kl- 8.15 ár- -degis á morgun frá New York, flugvélin heldur áfram kl. 9.45 áleiðis til Stafangurs, Kaup- mannahafnar og Hamborgar: Hrímfaxi fer til Glasgow og Ka u nrn a n n a h a f n a r kl. 8.00 í dag. Væntanlegur aftur til Reykjavíkur kl. 22.50 í kvöld. FJugvélin fer til Glasgow og Kaupmannahafnar kl. 8.00 í fyrramálið. Millilandaflugvélin Gullfaxi fer til Kaupmannahafnar og Hamborgar kl. 9.00 í dag- Væntanleg aftur til Reykja- víkur kl. 15.40 á morgun. Iilnanlandsflug: 1 dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (3 ferðir), Blöndu- óss, Egilsstaða, Isafjarðar, Siglufjarðar, Skcgasands, Vest- mannaeyja (2 ferðir) og Þórs- hafnar. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), ísa- fjarðar, Siglufjarðar og Vest- mannaeyja. MESSUR Á MOKGIJN Dónikirlijan Messa kl. 11 árdegis. Séra Áre- líus Níelsson- Laugarneslcirkja. Mes.sa kl. 11 f. h. Séra Björn C. Björnsson. EJoheiniilifí Grund. Méssa. kl. 2 e. h. Séra Björn O. Björnsson. Kveufélag Neskirkju efnir til berjaferðar að Brúar-, hlöðum mánudag 26. ágúst, ef næg þátttaka fæst. Félagskon- ur eru vinSfimlegast beðnar að tilkynna þáttf'ku sem fyrst til Nönnu Hallgrímsdótt-ur, Sími 14560 og Maríu Heiðdal, sími 16093. : Farið verður frá Neskirkju kl. 10 f. h. Na-turvörSur er í Laugavegsapótcki, simi 24045 Slysavarðstofan Heilsuverndarstöðinni er opte allan sólarhringinn. Næturlækaii L.R. (fyrir vitjanir) er á sama *tað frá kl. 18—Á Símhm er 16030. Prestafélag Suðurlands Aðalfundur Prestafélags Suður- lands verður haldinn í Vík í Mýrdal n-k. sunnudag og mánu- dag. 1 sambandi við presta- stefnuna messa eftirtaldir prestar í þessum kirkjum kl. 2 e. h. n.k. sunnudag: Stóra-Dalskirk ja: Séra Jakob Jónsson og séra Guðmundur Guðmundsson. Ásólf sskálakirk ja: Séra Sveinn Ögmundsson og séra Jón Árni Sigurðsson. Eyvindarliólakirkja: Séra Gunnar Árnason. Skeiðf latarkirk ja: Séra Gunnar Jóhannesson og séra Guðmundur Óli Ólafsson. Revniskirkja:1 Séra Óskar J. Þorláksson. Víkurkirkja: Séra Jón Auðuns og séra Jón Þorvarðarson. Þykkvabæ jarklausturskirk ja: Séra Ingólfur Ástmarsson og séra Þorsteinn Björnsson- Grafarkirk ja: Séra Björn Jónsson. Um kvöldið flytur séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, erindi í Víkurlcirkju. Mánudaginn 26. ágúst verður fundur haldinn í Vík. Fram- söguerindi: Breytingar á starfsháttum kirkjunnar. Fram- sögu hafa séra Bragi Friðriks- son og séra Sigurður Pálsson. I stjórn Prestafélags Suður- lands eiga þessirsæti: Séra Sig- urður Pálsson, formaður, Séra Sveinn Ögmundsson og séra Garðar Svavarsson. Myndlist á almannafæri Á sunnudaginn er var birti Þjóðviljinn ferðasöguþátt frá Hamborg eftir hinn unga, pennalipra rithöfund Thor Vil- hjálmsson. Endurminningar um höggmyndasýningu, er hann hafði séð þar árið 1953, verða lionum efni til býsna ó- mjúkrar ádeilu á bæjarstjórn- arvöld Akureyrar fyrir að hafa sett upp höggmyndir á nokkrum stöðum þar í bæ, svo og á listamanninn, sem myndirnar gerði. Undirritaður hefur ekki séð myndir þessar og getur því ekki gert sér neina skoðun um það, hver rök muni vera fyrir þessum áfellisdómi. I sömu andránni drepur grein- arhöfundur hins vegar á sumt, sem misgert hefur verið í þessu efni hér í Reykjavík, og tekst þar með á hendur hið mesta nauðsynjaverk, en sú ádrepa er tilefni þessarar at- hugasemdar, því að mörgum þykir sem hér hafi stór mæl- ir synda verið fylltur, að því er til þessara hluta kemur. Thor nefnir styttuna af Skúla fógeta ,,sem skelfilega aðvörun", og er ekki annað hægt en vera honum sam- mála um, að þarna hafi að minnsta kosti orðið meiri en lítil mistök. Guðmundi Ein- arssyni, sem annars er tví- mælalaust einn af vorum snjöllustu málurum, þó að hann eigi ekki upp á pall- borðið hjá sumum hinna tízku- bundnari starfsbræðra sinna, hefur hér óneitanlega tekizt miður en skyldi. I grein Thors er reyndar ekki minnzt berum orðum á myndastyttur ann- arra en Guðmundar, sem er þó sá hinna kunnari núlifandi höggmyr.dasmiða Reykjavíkur er einna minnst hefur af sér brotið í uppstillingu stand- mynda á almannafæri. Eigi að síður virðist greinarhöf- undur hafa fleira í huga, því að hann segir svo: ,.Á þessu upphafningarsyiði dalaskálda og dúllara, sem eiga svo greiðan aðgang að hiörtum stjórnmálamanna, er vissara að hnga varlega á- róðri fyrir því, að höggrijynd- ir séu til sýnis á svæðum við alfaraveg". Eru þetta ekki orð i tíma töíuð? Lesanda dettur í hug ferlíkið mcð hamarinn og steðjann í krikanum milli Ei- ríksgötu og Þorfinnsgötu eða þá furðuverkið á blettinum framan við Dvalarheimili aldr- aðra sjómanna, og enn fleiri dæmum svipaðrar tegundar bregður upp fyrir hugskots- sjónum hans, sem ekki verða reyndar öll gefin bæjarstjórn- arvöldum að sök. Það er ekki vonum fyrr, að risið sé upp til að andæfa þeirri skipulögðu smekkspill- ingu, sem stefnt er að með þessari tegund listsköpunar, — hvort sem tízkufyrirbæri þetta kemur fram í högg- myndagerð eða öðrum tegund- um lista. Björn Fianzson. Ríkisskip: Hekla. er í Kristiansand á leið til Thorshavn. Esja er á Aust- fjörðum á norðurleið. Herðu- breið er á Austfjörðum á suð- urleið. Skjaldbreið fór frá Reykjavík í gær til Flateyjar og Vestfjarðahafna. Þyrill er á Vestfjörðum. Skaftfellingur fór frá Reykjavík í gær til Vest- mannaeyja. Sambandsskip: Hvassafell átti að fara í gær frá Ábo áleiðis til Oulu- Arn- arfell fór 22. þ. m. frá Kaup- mannahöfn áleiðis til Neskaup- staðar. Jckulfell er væntanlegt til Vestmannaeyja á morgun. Dísarfell kemur til Hornafjarð- ar í dag. Litlafell er í olíuflutn- ingum í Faxaflóa. Helgafell fór frá Stettin áleiðis til Reykja- víkur 19. þ. m. Hamrafell fór frá Batum 19. þ. m- áleiðis til Reýkjavíkur. Eimskip: Dettifoss er í Reykjavík. Fjall- foss er í Reykjavík. Goðafoss er í New York fer þaðan vænt- anlega 29. þ. m. til Reykjavík- ur. Gullfoss fer frá Reykjavík á hádegi í dag til Leith og Kaupmannahafnar. Lagarfoss er í Ventspils, fer þaðan vænt- anlega i dag 24. þ. m, til Lenin- grad- Reykjafoss fer væntan- lega frá Rotterdam í dag til Antwerpen. Tröllafoss fór frá New York 21. þ. m- til Reykja- víkur. Tungufoss er í Rostock. Vatnajökull fór 20. þ. m. frá Hamborg til Reykjavikur. Katla fór frá Gautaborg að kvöldi 21. þ. m. til Reykjavík- ur- Nýlega opinberuðu trúlofun sína ung- frú Sigurrós Jó- hannsdóttir Slcúla- götu 70 og Frið- geir Sigurgeirsson, Lönguhlíð 30. Hjúskapur. I dag verða gefin saman í hjónaband af séra Bjarna Sig- urðssyni, Valgerður Guðmunds- dóttir ljósmóðir, Seljabrekku Mosfellssveit og Ingvi Antons- son, bústjóri á Bessastöðum. Heimili þeirra verður á Bessa- stöðum. Gengissk'ráning — Sölugengi 1 Sterlingspund 45.70 1 Bandaríkjadollar 16.32 1 Kanadadollar 17.20 100 danskar krónur 236.30 100 norskar krónur 228.50 100 tékkneskar krónur 226.67 100 finsk mörk 7.09 100 vesturþýzk mörk 391.30 100 svissneskir frankar 376.00 100 gyilini 431.10 000 lírur 26.02 100 belgiskir frankar 32.90 100 sænskar krónur 315.50 Morgunkaffi Hádegisverður Eftirmiðdagskaffi Kvöldverður Kvöldkaffi t'ársgötu 1. Sími 17514. «•«••••.•••■■•■■■■■»■■■■•■•■■•■■•■■■■■■■■•■■■•■■■••»•»■■•■•■■■■■■■■■»■■■■' •■•■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■»

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.