Þjóðviljinn - 09.01.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 09.01.1958, Blaðsíða 6
§) — ÞJÓDVILJINN — Firnmtudagur 9. janúar 1958 OÐVIUIN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýBu - Sóslallstaflokkurlnn. — Ritstiórar Magnús Kjartansson (áb.), SlgurSur QuSmundsson. - Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. - BlaSamenn: Ásmunciur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, fvar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- lngastjórl: Quðgeir Magnússon. — KltsLjórn, afgrelSsla, auglýsingar, prent- ímlSja: SkolavörSustíg 19. - Sfmi: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 & mán i Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmlðja ÞíóSvlUans. Vegið að Dagsbrúíi ¦fíerkamenn eru til í Reykja- * vík, sem ekki hafa trúað því að Alþýðuflokkurinn færi í innilegt bandalag við Sjálf- stæðisflokkinn í þeim tilgangi að afhenda Verkamannafélagið Dagsbrún. Þeir hafa þurft að taka á, rekast á sameiginlega smaia hægri manna Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, heyra samstilltan áróður þeirra gegn núverandi stjórn féiagsins, til að trúa þessu. Og þeir munu jafnvel tii, sem hald_ ið hafa að enn væru til öfl í Alþýðuflokknum sem kæmu vitínu fyrir hina óðu hægri- kliku svo hún fleygði sér ekki opinberlega í fang íhaldsins. En i gær var loks bandalagið gert opinbert, árangurínn af margra vikna moldvörpustarfi íhaldsagenta og hægrikrata. Þeir birtu með mikilli hrifn- ingu myndir af sameiginlegum frambjóðendum, mönnum sem ætlað er að „bjarga" Dagsbrún írá mönnum eins og Hannesi Stephensen, Eðvarði Sigurðs- syni, Guðmundi J. Guðmunds- syni og þeim félögum. Nú á sð „bjarga" Dagsbrún fyrir „lýðræðið" í landinu, og björg- unarmennirnir eru hægriklík- an í Alþýðuflokknum og „verkamálaráð" Sjálfstæðis- flokksins. Nú skal vegið að traustasta vígi íslenzkra al- þýðusamtaka, þeir vita sem er að tækist að lama Dagsbrún og fá henni íhaklsforustu, er 611 verkalýðshreyfingin íslenzka í hættu. .•Ttlorgunblaðið ræður sér ekki *" af gleði yfir árangrinum sem birtur var í gær: Það tókst þó alltaf að bjóða fram! En það er meira en þessir að- ilar hafa megnað og treyst sér til mörg árin. Og nú skal farið eins að og í Iðju, segir Morg- unblaðið, það sem tókst í Iðju í fyrra skal takast í Dagsbrún .í ár, segir málgagn svörtustu hatursmanna verkalýðsfélag- anna. En þá tókst þessari sömu flokkasamsteypu með margra vikna gegndarlausri blekkinga- herferð að merja 26 atkvæða meirihluta við stjórnarkjör í Iðju, félagi verksmiðjufólks, og samtímis að komast að í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur. Raun- ar jafngilti „samfylking" hægri- krata við Sjálfstæðisflokkinn í báðum þessum verkalýðsfélög- um því, að íhaldinu væru af- hent þau, íhaldið fékk formenn ríélaganna og fimm af sjö Ætjómarmönnum í Iðju. Þegar fivo er komið að Alþýðublaðið hrósar sigri yfir slíkum úrslit- tim í kosningum til stjórnar verkalýðsfélaga, er ekki að ;furða þó margir Alþýðuflokks- . jnenn fari að örvænta um blað- ,ðð og flokkinn sinn. Þ ,essi aðferð íhaldsins er síð- asta vamarlína þess gegn sókn verkalýðshreyíingarinnar til aukinna áhrifa og valda. Verkalýðshreyfingin í landinu er orðin það öflug, að aftur- hald landsins. þorir tæpast lengur að ganga beint fram- ;an að henni tíl baráttu. þá er hitt eftir, að reyna að.ná valdi yfir mikilvægum þáttum verka- lýðshreyfingarinnar 'innan frá og lama hana svo, og það er sú aðferð sem Sjálfstæðisflokkur- inn beitir nú. Og hann fær því aðeins færi á, að beíta verka- lýðsfélögin þeirri árásaraðferð, að í. hægri klíku Alþýðuflokks- ins er hópur manna sem dreg- ur lokuna frá hurðum alþýðu- samtakanna og gefur eitt fé- lagið af öðru á vald verstu ó- vina verkalýðshreyfingarinnar. Er þar að sjálfsögðu ekki átt við þá verkalýðsfélaga sem með ýmsum miður fögrum ráð- um eru látnir vera á oddinum í slíkum kosningum, heldur þá sem liðinu stjórna bak við tjöldin, og nú raunar opinskátt. með skrifstofuhaldi, blaðaút- gáfu og fjölda manna á launum. T?n íhaldið ætlar sér að vinna *-¦* hærra spil með því að gera hægrikratana sér undirgefna til moldvörpustarfsemi í verka- lýðsfélögunum. Það á að nota þessa þokkalegu samfylkingu til að sundra því samstarfi um ríkisstjórn, sem nú hefur tek- izt, og er ekki farið dult með þá fyrirætlun. Það var mikill sigur í Alþýðublaðsherbúðun- um í fyrra, þegar búið var að afhenda Iðju og Trésmiðafélag- ið. Þá var sigri fagnað m.a. á þennan hátt í leiðara Alþýðu- blaðsins: „JafnaðaiTnenn hafa svarað . . . með nýrri sókn á hendur kommúnistum og haft frækilegan sigur í viðureign- inni". Fn Morgunblaðið var ekkert ¦*"* að tala tæpitungu um „sigurinn". Sama dag og sig- urfregnin ,.gegn kommúnism- anum" kom í Alþýðublaðinu sagði Bjami Benediktsson í leiðara Morgunblaðsins: „Vinstri stjórn hefur fengið vantraustsyfirlýsingu, sem er svo skýr að ekkí verður um villzt . . . Eru kosnirigarnar vottur um vantraust almenn- ings á þeirri ríkisstjórn sem nú situr að völdum. . . Kosning- arnar i Iðj.u. eru skýr van- traustsyfirlýsing • á- ríkisstjórn- ina. . .", og annað i sama tón. Þá mátti segja það, án þess að hlífa verkfærunum úr Alþýðu- flokknum, ' sem næslu daga, emjuðu í AJþýðublaðinu að þetta mætti Moggi ekki segja um þessar ágætu kosningar í verkalýðsfélögunum. Nú er reitt enn hærra til höggs, nú er vegið að Dagsbrún, og eftir er hlutur verkamanna að svara þeirri árá's á viðeigandi hátt. irmaBur tæknideildar rakinn w herbio Þingrannsókn boSuo ó riíri herstjórnarinnar eftir spútni mu innan káiaiiio Síðastliðinn laugaröag sótti einn af æðstu hershöfðingj- um Bandaríkjanna, James M. Gavin, um lausn úr herþjón- ustu. Gavin hefur undanfarin ár verið yfir tæknideild land- hersins, þeirri deild sem ann- ast vísíndarannsóknir í hern- aðarþágu og smíði nýrra vopna. Upp á síðkastið hefur starf hans einkum beinzt að eldflaugasmíði. Gavin kvaðst yfirgefa herinn eftir 30 ára herþjónustu til þess að öðlast frelsi til að tala o,g rita um hemaðarmálefni- eins og sér byggi í ..brjósti. Varla hafði brottför Gavin úr hernum fyrr verið kunngerð en Lyndon Johnson, hinn voldugi foringi demókrata í öldungadeildinni. lét málið til sín taka. Hann tilkynnti að þingnefnd sín, sem hefur það hlutverk að kynna sér hvernig hernaðarviðbúnaði Bandaríkjanna er komið á hverj- um tíma, .myndi vinda bráðan bug að því að fletta ofan af því, hvernig einum mikilhæfasta hershöfðingja Bandaríkjanna hefði verið bolað úr starfi „með andlegri gúmmíkylfubarsmíð". 17kki er nema von að Johnson ~ finnist málið vera sér skylt. Brottför Gavins hers- höfðingja úr hemum er bein- línis sprottin af vitnisburði hans fyrir viðbúnaðamefnd Johnsons. Skömmu eftir að spútnik fyrsti hafði sannað að Bandaríkin hafa dregizt aftur úr Sovétríkjunum í eldflauga- smíðum, boðaði Johnson að nefndin myndi hefja rannsókn á, hvernig slíkt mætti ske. Vitnaleiðslurnar til þessa hafa birt óálitlega mynd af banda- rísku yfirherstjórninni, bæði herforlngjum og óbreyttum borgurum í æðstu embættum landvarnaráðuneytisins. Ráð- herrar og deildarstjórar hafa komið fyrir nefndina og aug- lýst alþjóð fáfræði sina um mál, sem þeir eru settir yfir. Metingur og rígur milli for- ingja landhers, flota og flug- hers hefur vaðið uppi. Inn í þessa ringulreið kom Gavin með triögur um. hversu ráðin. yrði bót á stjórnleysi og skæklatogi í herstjóminni og landvamaráðuneytinu. Hann kvað það óhæft fyrirkomulag, að yfirhersíjórnin skyldi skip- uð jafnréttháum fulltrúum landhers, flughers og flota undir stjóm forseta, sem hefur ekkert vald til að skera úr á- greiningi milli þeirra. Gavin leggur til að mynduð verði yfir- herstjórn, óháð hergreinunum þremur og undir enga aðra gefin en forsetann og land- vamaráðherrann. Þetta er að dómi Gavins og fleiri eina leið- in til að binda endi á sífelldar i'ldeilur yfirstjórna landhers, flota og flughers um verksvið og fjárveitingar. Nú vofir ein- mitt yfir harðari rimma .en nokkru sinni fyrr, þegar að því kemur að ákveða, hvort land- herfnn eða flugherinn skuli fara með langdræg flugskeyti. ¦Y^firmenn Gavins hershöfð- * ingja tóku honum fram- hleypnina svo óstinnt upp, að hann telur sér ekki lengur James M. Gavin ber vitni fyrir viðbúnaðarnefndinni vært í hernum. Hershöfðingj- amir, aðmírálamir og embætt- ismennirnir sjá.nú járn standa á sér úr öllum áttum og reyna að þagga niður gagn- rýni í eigin röðum meðan þannig er ástatt. Vitnaleiðsl- umar fyrir viðbúnaðamefnd Lyndons Johnsons hafa leitt margt kynlegt í Ijós. Til dæm- is skýrði Curtis E LeMay, for- seti herráðs bandariska flug- hersins, frá því að mestallur á- rásarflugfloti Bandaríkjanna hefði setið óvígur á jörðu niðri í fimm vikur í maí og júní síð- astliðnum vegna benzínleysis. Ekki er þó svo að skilja að flugvélabenzín skorti í Banda- ríkjunum, ástæðan var að fé- hirðir landvamaráðuneytisins neitaði árásarflugflotanum um peninga fyrir benzíni. Lýsti fé- hirðirinn yfir að flughershöfð- ingjarnir væru búnir að fá allt það fé sem þeir æ'ttu rétt á, þeir gætu sjálfum sér um kennt ef þeír hefðu sóað því í ' golfvelli og annan óþarfa mun- að í flugsíöðvunum og stæðu svo uppi benzínlausir síðasta mánuð fjárhagsársins. Eins og alkunnugt er hafa forustumenn Bandaríkjanna og fleiri það fyrir satt, að tilvera „hins frjálsa heims" velti á því að bandariski árásarflugflotinn sé jafnan til taks til tafarlausra kjamorkuárása. ITitnisburður LeMay um benz- ™ ínleysi bandaríska^ flugflot- ans er þó smámunir einir hjá fregnum þeim, sem siazt hafa út um efni svonefndrar Gait- er-skýrs)u, og greint hefur ver- ið frá hér í blaðinu, Þar er því að sögn slegið föstu að yfirburðir Sovétríkjanna í smíði langdrægra flugskeyta séu nú svo miklir að fram til 1961 eigi Bandaríkin tilveru sína algerlega undir ...góðvíld sovétstjórnarinnar". Hagerty, blaðafulltrúi Eisenhovvers, hef- Ur borið brigður á að rétt hafi verið skýrt frá niðurstöðum Gaiter-skýrslunnar, en íróðustu blaðamenn í Washírjgton vé- fengja orð hans. Meðal þeirra er James Reston, aða'Jiréttarit- ari New York Tiines í höfuð- borg Bahdarikjanna. Hann hefur aflað sér upplýsjnga um efni annarrar greinargtTðar um hernaðaraðstöðu Bandaríkj- anna, sem samin heíiii' . yerið á vegum Rockefellerstoínunar- innar undir forustu Luciusar Clay, fyrrverandi yfírhershöfð- ingja Bandaríkjanna í Þýzka- landi. Þar er staðhæft . að Bandaríkin séu nú í „bráðum lífsháska" vegna tæknisigra Sovétríkjanna. Tíeston skýrir einníg frá því '*•* að nefnd Rockefelierstofn- unarinnar beri fram tillögur um endurskipulagning:a banda- rísku yfirhersstjórnarinnar, mjög svipaðar þeim sem Gavin hershöfðingi gerði viðbúnaðar- nefndinni grein fyrir. Nefndm er á sama máli og hann um að skipa beri yfírhersstjórn, \ Erlend tíðindi sem haft geti hemil á sér- drægni og innbyrðis illjndum landhers, flota og flughers. Má því búast við að þessi uppá- stunga verði ofarlega á baugi, þegar viðbúnaðamefndin héfur störf á ný. Jafnframt er sýnt að nefndin mun gera harða hríð að ýmsum þeim embættis- mönnum, sem Eisenhower hef- ur sett yfir einstaka þætti her- málanna. Lyndon Johnson og fleiri nefndarmenn hafa þegar krafizt þess að William M. Holaday, yfirmanni allra eld- flaugasmíða í Bandaríkjunum, verði vikið úr embætti. Þeim þótti vitnisburður Holadays fyrir nef ndinni - bera vott um að hann væri enginn maður til að gegna svo ábyrgðarmiklu starfi. Uppljóstranir um stjórn- leysi og ringulreið í landvarna- ráðuneytinu og berstjórninni hafa mjög dregíð úr trausti Bandaríkjamanna á Eisenhow- er. Almenningsálit, hefur verið, að hvað sem öðru liði væri ævistarf hans trygging fyrír að honum myndi íara yf- irstjórn hermálanna vel úr hendi. Rannsókn viðbúnaðar- nefndarinnar er enn skammt á veg komin, en hún hefur nú þegar sýnt að nkístjóm re- públíkana er' berskjölduð fyrir spjótalögum demókrata. á stöð- um, þar sem til skamms tíma yar álitið að hana bitu.engin járn. »LT.Ó.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.