Þjóðviljinn - 09.01.1958, Side 6

Þjóðviljinn - 09.01.1958, Side 6
€) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagnr 9. janúar 1958 ÓÐVIUINN ÚtBefandl: SamelningarflokltUT albýSu — SósiallBtaflokkurlnn. — ftitstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sieurður Quðmundsson. - Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. - Blaðamenn: Ásmunnur Slgurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfl Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- lngastjórl: Guðgeir Magnússon. - Rltstjórn, afereiðsla. auglýslngar, prent- smiðja: Skólavörðustíg 10. - Simi: 17-500 (5 línur). - Áskrlftarverð kr. 25 4 mán. 1 Reykjavík og nágrennl; kr. 22 annarsst. — Laus&söluverð kr. 1.50. Prentsmiðja ÞJóðvlljans. Vegið að Dagsbrún Yfirmaiur tæknideildar bandaríska hersins hrakinn ir herfpKtu ÞJngrannsókn hoSuÓ á rifrildinu innan herstjórnarinnar eftir spúfnikáfalliS Verkamenn eru til í Reykja- vík, sem ekki hafa trúað því að Alþýðuflokkurinn færi í innilegt bandalag við Sjálf- stæðisflokkinn í þeim tilgangi að afhenda Verkamannafélagið Dagsbrún. Þeir hafa þurft að taka á, rekast á sameiginlega smata hægri manna Alþýðu- ílokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, heyra samstílltan áróður þeirra gegn núverandi stjórn félagsins, til að trúa þessu. Og þeir munu jafnvel til, sem hald_ ið hafa að enn væru til öfl í Alþýðuflokknum sem kæmu vitinu fyrir hina óðu hægri- klíku svo hún fleygði sér ekki opinberlega í fang íhaldsins. En i gær var loks bandalagið gert opinbert, árangurinn af margra vikna moldvörpustarfi íhaldsagenta og hægrikrata. Þeir birtu með mikilli hrifn- ingu myndir af sameiginlegum frambjóðendum, mönnum sem aetlað er að ,,bjarga“ Dagsbrún frá mönnum eins og Hannesi Stephensen, Eðvarði Sigurðs- syni, Guðmundi J. Guðmunds- syni og þeim félögum. Nú á að „bjarga“ Dagsbrún fyrir „lýðræðið“ í landinu, og björg- iinarmennirnir eru hægrjklik- an í Alþýðuflokknum og „verkamálaráð'* Sjálfstæðis- flokksins. Nú skal vegið að traustasta vígi íslenzkra al- þýðusamtaka, þeir vita sem er að tækist að lama Dagsbrún og fá henni íhaldsforustu, er öll verkalýðshreyfingin íslenzka i hættu. Tl/f'orgunblaðið ræður sér ekki af gleði yfir árangrinum sem birtur var í gær: Það tókst þó alltaf að bjóða fram! En það er meira en þessir að- ilar hafa megnað og treyst sér til mörg árin. Og nú skal farið eins að og í Iðju, segir Morg- unblaðið, það sem tókst í Iðju í fyrra skal takast i Dagsbrún í ár, segir málgagn svörtustu hatursmanna verkalýðsfélag- anna. En þá tókst þessari sömu flokkasamsteypu með margra vikna gegndarlausri blekkinga- herferð að merja 26 atkvæða meirihluta við stjórnarkjör í Iðju, félagi verksmiðjufólks, og samtimis að komast að í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur. Raun- ar jafngilti „samfylking“ hægri- krata við Sjálfstæðisflokkinn í báðum þessum verkalýðsfélög- xim því, að íha!dinu væru af- hent þau, íhaldið fékk formenn jfélaganna og fimm af sjö stjómarmönnum í Iðju. Þegar svo er komið að Alþýðublaðið hrósar sigri yfir slíkum úrslit- um í kosningum til stjórnar verkalýðsfélaga, er ekki að • furða þó margir Alþýðuflokks- . menn fari að örvænta um blað- ,ið og flokkinn sinn. essi aðferð íhaldsins er síð- asta -/amarlína þess gegn. sókn verkalýðshreyfingarinnar til aukinna áhrifa og valda. Verkalýðshreyfingin í landinu er orðin það öflug, að aftur- hald landsins. þorir tæpast lengur að ganga beint fram- •an að henni til baráttu. þá er hitt eftir, að reyna að ná valdi yfir mikilvægum þáttum verka- lýðshreyfingarinnar innan frá og lama hana svo, og það er sú aðferð sem Sjálfstæðisflokkur- inn beitir nú. Og hann fær þvi aðeins færi á að beita verka- lýðsfélögin þeirri árásaraðferð, að í. hægri kliku Alþýðuflokks- ins er hópur manna sem dreg- ur lokuna frá hurðum alþýðu- samtakanna og gefur eitt fé- lagið af öðru á vald verstu ó- vina verkalýðshreyfingarinnar. Er þar að sjálfsögðu ekki átt við þá verkalýðsfélaga sem með ýmsum miðiir fögrum ráð- um eru látnir vera á oddinum í slíkum kosningum, heldur þá sem liðinu stjórna bak við tjöldin, og nú raunar opinskátt. með skrifstofuhaldi, blaðaút- gáfu og fjölda manna á launum. T7n íhaldið ætlar sér að vinna hærra spil með því að gera hægrikratana sér undirgefna til moldvörpustarfsemi í verka- lýðsfélögunum. Það á að nota þessa þokkalegu samfylkingu til að sundra því samstarfi um ríkisstjórn, sem nú hefur tek- izt, og er ekki farið dult með þá fyrirætlun. Það var mikill sigur í Alþýðublaðsherbúðun- um í fyrra, þegar búið var að afhenda Iðju og Trésmiðafélag- ið. Þá var sigri fagnað m.a. á þennan hátt í leiðara Alþýðu- blaðsins: „Jafnaðannenn hafa svarað . . . með nýrri sókn á hendur kommúnislum og haft frækilegan sigur í viðureign- inni“. t'n Morgunblaðið var ekkert að tala tæpitungu um „sigurinn“. Sama dag og sig- urfregnin ,.g e.gn kommúnism- anum“ kom í Alþýðublaðinu sagði Bjami Benediktsson í leiðara Morgunbl.aðsins: „Vinstri stjórn liefur fengið vantraustsyfirlýsingu, sem er svo skýr að ekki verður um villzt . . . Eru kosnirigarnar vottur um Vantraust almenn- ings á þeirri ríkisstjóm sem nú situr að vöjdum. . . Kosning- amar i Iðju. eru. skýr van- traustsyfirlýsing • á ríkisstjórn- ina. . .“, og annað í sama tón. Þá mátti segja það, án þess að hlífa verkfærunum úr Alþýðu- flokknum, sem næstu daga emjuðu í Alþýðublaðinu að þeíta mætti Moggi ekki segja um þessar ágætu kosningar í verkalýðsfélögunum. Nú er reitt enn hærra til höggs, nú er vegið að Dagsbrún, og eftir er hlutur verkamanna að svara þeirri árás á viðeigandi hátt. Siðastliðinn laugardiag sótti einn af æðstu hershöfðingj- um Bandaríkjanna, James M. Gavin, um lausn úr herþjón- ustu. Gavin hefur undanfarin ár verið yfir tæknideild land- hersins, þeirri deild sem ann- ast vísindarannsóknir í hern- aðarþágu og smíði nýrra vopna. Upp á síðkastið hefur starf hans einkum beinzt að eldflaugasmíði. Gavin kvaðst yfirgefa herinn eftir 30 ára herþjónustu til þess að öðlast frelsi til að tala og rita um hernaðarmálefni eins og sér byggi I ..brjósti. Varla hafði brottför Gavin úr hernum fyrr verið kunngerð en Lyndon Johnson, hinn voldugi foringi demókrata í öldungadeildinni, lét málið til sín taka. Hann tilkynnti að þingnefnd sín, sem hefur það hlutverk að kjmna sér hvernig hernaðarviðbúnaði Bandaríkjanna er komið á hverj- um tíma, myndi vinda bráðan bug að því að fletta ofan af því, hvernig einum mikilhæfasta hershöfðingja Bandaríkjanna hefði verið bolað úr starfi „með andlegri gúmmíkylfubarsmíð". TT’kki er nema von að Johnson finnist málíð vera sér skylt. Brottför Gavins hers- höfðingja úr hernum er bein- linis sprottin af vitnisburði hans fyrir viðbúnaðarnefnd Johnsons. Skömmu eftir að spútnik fyrsti hafði sannað að Bandaríkin hafa dregizt aftur úr Sovétríkjunum í eldflauga- smiðum, boðaði Johnson að nefndin myndi hefja rannsókn á, hvernig slíkt mætti ske. Vitnaleiðslurnar til þessa hafa birt óálitlega mjmd af banda- rísku yfirherstjórninni, bæði herforingjum og óbreyttum borgurum í æðstu embættum landvarnaráðuneytisins. Ráð- herrar og deildarstjórar liafa komið fyrir nefndina og aug- lýst alþjóð fáfræði sína urn mál, sem þeir eru settir yfir. Metingur og rígur milli for- ingja landhers, flota og flug- hers hefur vaðið uppi. Inn í þessa ringulreið kom Gavin með ti’lögur um. hversu ráðin. yrði bót á stjómleysi og skæklatogi í herstjóminni og landvamaráðuneytinu. Hann kvað það óhæft fyrirkomulag, að yfirherstjórnin skyldi skip- uð jafnréttháum fulltrúum landhers. flughers og flota undir stjórn forseta, sem hefur ekkert vald til að skera úr á- greiningi milli þeirra. Gavin leggur til að mynduð verði yfir- herstjórn, óháð hergreinunum þremur og undir enga aðra gefin en forsetann og land- vamaráðherraim. Þetta er að dómi Gavins og fleiri eina leið- in fil að binda endi á sífelldar illdeilur yfirstjórna landhers, flota og flughers um verksvið og fjárveitingar. Nú voíir ein- mitt yf-ir harðari rimma en nokkru sinni fyrr, þegar að því kemur að ákveða, hvort land- herlnn eða flugherinn skuli fara með langdræg flugskeyti. V/'firmenn Gavins hershöfð- ingja tóku lionum fram- hlejmnina svo óstinnt upp, að hann telur sér ekki lengur James M. Gavin ber vitni fyrir viðbúnaðarnefndinni vært í hernum. Hershöfðingj- amir, aðmírálarnir og embætt- ismennirnir sjá nú jám standa á sér úr öllum áttum og reyna að þagga niður gagn- rýni í eigin röðum meðan þannig er ástatt. Vitnaleiðsl- urnar fyTir viðbúnaðamefnd Lyndons Johnsons hafa leitt margt kynlegt í ljós. Til dæm- is skýrði Curtis E LeMay, for- seti herráðs bandaríska flug- hersins, frá því að mestallur á- rásarflugfloti Bandaríkjanna hefði setið óvígur á jörðu niðri í fimm vikur í maí og júní síð- astliðnum vegna benzínleysis. Ekki er þó svo að skilja að flugvélabenzín skorti í Banda- ríkjunum, ástæðan var að fé- hirðir landvamaráðunejdisins neitaði árásarflugflotanum um peninga fyrír benzíni. Lýsti fé- hirðirinn j'fir að flughershöfð- ingjarnir væru búnir að fá allt það fé sem þeir ættu rétt á, þeir gætu sjálfum sér um kennt ef þeir hefðu sóað því í golfvelli og annan óþarfa mun- að í flugstöðvunum og stæðu svo uppi benzínlausir síðasta mánuð fjárhagsársins. Eins og alkunnugt er hafa forustumenn Bandaríkjanna og fleiri það fyrir satt, að tilvera „hins frjálsa he!ms“ veltí á því að bandaríski árásarflugflotinn sé jafnan til taks til tafarlausra kjarnorkuárása. TTitnisburður LeMay um benz- ' ínleysi bandaríska^ í'lugflot- ans er þó smámunir einir hjá fregnum þeim, sem síazt hafa út um efni svonefndrar Gait- er-skýrslu, og greint hefur ver- ið frá hér í blaðinu, Þar er því að sögn slegið föstu að yfirburðir Sovétríkjanna í smiði langdrægra ílugskeyta séu nú svo miklir að fram til 1961 eigi Bandaríkin tilveru sina algerlega undir „góðvíld sovétstjórnarinnar". Hagerty, blaðafulltrúi Eisenhowers, hef- ur borið brigður á að rétt hafi verið skýrt frá niðurstöðum Gaiter-skýrslunnar. en fróðustu blaðamenn í Washington vé- fengja orð hans. Meðal þeirra er James Reston, aðalfréttarit- ari New York Times í höfuð- borg Bandarikjanna. Hann hefur aflað sér upplýsinga um efni annarrar greinargeTðar um hernaðaraðstöðu Bandaríkj- anna, sem samin heí ur . yerið á vegum Rockefellerstofnunar- innar undir forustu Luciusar Clay, fyrrverandi yfirhershöfð- ingja Bandaríkjanna í Þýzka- landi, Þar er staðhæft . að Bandaríkin séu nú í „bráðum lífsháska“ vegna tæknisigra Sovétríkj anna. TTeston skýrir einnig frá því '*•*• að nefnd RockeíerJerstofji- unarinnar beri fram tillögur um endurskipulagning'a banda- rísku yfirhersstjómarinnar, mjög svipaðar þeim sem Gavín hershöfðingi gerði viðbúnaðar- nefndinni grein fyrir. Nefndin er á sama máli og hann um að skipa beri yfírhersstjóm, f---------------------N Srlend tíðindi ____________________/ sem haft geti hemil á sér- drægni og innbyrðis illindum landhers, flota og flughers. Má því búast við að þessi uppá- stunga verði ofarlega á baugi, þegar viðbúnaðarnefndin héfur störf á ný. Jafnframt er sýnt að nefndin mun gera harða « liríð að ýmsum þeim embættis- mönnum, sem Eisenhower hef- ur sett yfir einstaka þætti her- málanna. Lyndon Johnson og fleiri nefndarmenn hafa þegar krafizt þess að WJliam M. Holaday, yfirmanni allra eld- flaugasmíða í Bandaríkjunum, verði vikið úr embætti. Þeim þótti vitnisburður Holadays fyrir nefndinni bera vott um að hann væri enginn maður til að gegna svo ábj’rgðarmiklu starfi. Uppljóstranir. um stjóm- leysi og ringulreið í landvarna- ráðuneytinu og herstjóminni hafa mjög dregið úr trausti Bandaríkjamanna á Eisenhow- er. Almenningsálit hefur verið, að hvað sem öðru liði væri ævistarf hans trygging fyrir að honum myndi íara yf- irstjórn hermálanna vel úr hendi. Rannsókn viðbúnaðar- nefndarinnar er enn skammt á veg komin, en hún hefur nú þegar sýnt að nkístjóm re- públíkana er berskjölduð fyrir spjótalögum demókrata. á stöð- um, þar sem til skamms tima var álitið að hana bitu engin járn. . M.T.Ó.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.