Þjóðviljinn - 09.01.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 09.01.1958, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 9. janúar 1958 — ÞJÖÐVIL.JINN -— (7 LEIKKVÖLD MENNTASKÓLANS 195S Vœngstyfðir engfar eftir Sam og Bellu Spewack. — Leikstjóri: Benedikt Árnason. Jl háskalegum svækjuhita Guyönu hinnar M'nsku, ilandi Djöflaeyjarinnar, búa kaupmannshjón ásamt dóttur sinni, kornungri og indælli stúlku; sagan gerist á hátið frelsarans. Þetta vammlausa og hjartahreina. fólk er i mikl- um nauðum statt, við því blas- ir stöðumissir, vansæmd, sár fátækt. En uppi á þaki eru þrír tukthúsfangar að vinnu, og þeir taka áður en varir að skipta sér af málum hinnar hrjáðu fjölskyldu, eru sann- ast sagna eins og englar af íhimni sendir. Þeim tekst að koma öllu í lag á ótrúlega skömmum tíma. en beita raun- ar nokkuð róttækum aðgerð- nra, enda eru tveir þeirra dæmdir fyrir morð og einn fyrir fjársvik og margvíslegar falsanir — þeir útrýma erki- fjendum heimilisins, hinum forríka, ósvífna og illgjama frænda og heitrofanum erf- ingja hans, með skjótum og ráðsnotrum hætti, og hverfa siðan til fangabúðanna, á- nægðir að velunnu verki. ..Vængstýfðir englar“ er ó- svikinn hlátursleikur frá upp- hafi til enda, en mörgum grín- leiknum mannlegri, hann er frumsaminn á frönsku og hef- ur víða farið og náð ærnum vinsældum. Hjónin Sam og Bella Spewack, kunnir höf- •undar bandarískir, endui'- sömdu leikinn fyrir fáum ár- um og þeirri gerð hefur Bjami Guðmundsson snúið á góða <og hnittilega islenzku. Þótt atburðimir séu næsta fárán- Jegir og sýnist fjarri öllum sanni, felst heilbrigð hugsitn ‘Dg dálítið meinlegt háð að^ baki. Höfundamir virðast hafa' alger endaskipti á hlutunum, en er það rétt að öllu leyti? Hafa ekki stómm verri bófar gegnt forstjórastöðum og set- íð í ráðherrastólum í Frakk- landi en ýmsir þeirra glæpa- tnaanna sem þeir dærndn til ævilangrar þrælkunar á D jöflaey ? Ætla mætti í fljótu bragði að leikur þessi sé líttviðungl- inga hæfi, en reyndin er önn- ur — ég efast um að nemend- mm Menntaskólans hafi tekizt 'betur upp á síðasta áratug en í þetta sinn. Að ýmsu má auðvitað finna og svo hlýtur jafnan að verða, en sýningin er furðanlega samstillt, fram- sögn og framganga flestra leikenda eðlilegri, skýrari og f'rjálsmannlegri en að vanda lætur, leikurinn ágætlega æfð- ur og allur hinn ánægjuleg- asti. Benedikt Árnason hefur sem áður reynzt leikendunttm ungu hinn ákjósanlegasti leið- beinandi og leikstjóri, sýning- in ber vitni um alúð hans, dugnað og skemmtilega hug- kvæmni. Leiktjöldin eru snot- ur og falla vel að efninu, og gerð samkvæmt teikningum og fyrirsögn Lámsar Ingólfs- sonar. En mest er um það vert að skólinn hefur að nýju eignazt efnilégan leikara og vel til forustu fallinn, en það . er Þorsteinn Euimarsson úr fjórða bekk, sá er Iðk með mestum ágætum í „Browning- þýðingunni" í fyrra og er okkur öllum í fersku minni. S&nn ánægja er að kynnast honum í genú fangans og falsarans Jósefs sem er at- kvæðamestur verndarenglanna þriggja, það er sýnilegt að hann á heima á sviðinu. Kímnigáfa virðist honum í blóð borin, og telja má til ó- iíkinda hversu vel þessum komunga pilti tekst að lýsa skapgerð hins fullorðna saka- manns, hamslausri löngun hans til að bralla, falsa og pretta; þegar Jósef er í ess- inu sinu skín sönp ástriða af svip og látbragði hins unga leikara. — Morðingjana félaga hans leika þeir Ömar Ragn- arsson og Ólafur Mixa skemmtilega og fjörlega, ann- ar íhugull og skilningsgóður, hinn viðkvæmur og fús til stórræðanna. Lélegir kaupsýslumenn eru oftlega miklir heiðursmenn og sönn góðmenni, og þannig er vinur okkar kaupmaðurinn sem Sigurður St. Helgason I leikur snoturlega. Brynja | Benediktsdóttir, hin trygg- ]ynda, mædda og þolinmóða kona hans, gefur honum ekk- ert eftir, bæði eru búin ágæt- um gervum og fullorðinslegri en ætla mætti. Þóra Gíslason er dóttirin, lagleg og glæsileg ung stúlka. eins og hún á að vera. Vonda frændann leikur Ragnar Arnalds af öryggi og festu og gefur honum engin grið, harðneskjulegur og ógeð- feldur og öðrum skýrari í máli; í annan stað er Björn Ólafs of liikandi, óskýrmælt- u r og góðmannlegur sem ungi þorparinn, erfingi hans. Ragn- heiður Eggertsdóttir vakti mikla kátínu í hlutverki hinn- ar ósvífnu nágrannakonu, enda er útlit og framkoma vel við hæfi, og Haukur Filipps er myndarlegur sem liðsforinginn ungi sem kemur inn á heim- ilið í lokin. Hildur Bjarnadótt- ir lék á munnh'"rpu í upphafi þátta. Ragnar Arnalds, Þorsteinn Gunnarsson og Sigurður He'.ga- son í hlutverkum s,ínttm. og lófaklappinu í salnum. Við- tökurnar báru þess Ijósan Leikgleðinni á sviðinu þarf vott að skólinn allur ann ég ekki að lýsa né hlátrinum leikjum sínum, vill efla j: í og þroska. Öllum sem h'ut áttu að málí rska ég gengis og þakkn góða skemmtun. A. Hj. Ber gS skilja þögnina um sfarfshœfti Sveins Torfa sem samþykki á hneykslinu? Að undanförnu hafa lesend- ur Morgunblaðsins og Visis leitað með logandi ljósi á síð- urn blaðanna eftir einhverjum skýringum á þeim furðulegu starfsháttum sem viðgangast hjá Hitaveitunni. Allur bær- inn veit nú að þau vinnubrögð hafa verið viðhöfð hjá þessu bæjarfyrirtæki að láta þess eigin tæki liggja ónotuð inni i geymsluskúrum ýmist í fullu standi eða svo lítið úr lagi að ekki hefði tekið nema dag- stund að koma þeim í lag. Samtímis eru svo dýrar vinnu- vélar af sömu gerð og: i éigu einkaaðila teknar á leigu af Hitaveitunni og m. a. tæki Gusts h.f., einkafyrirtækis Sveins Torfa Sveinssonar, aðal- verkfræðings Hitaveitunnar! Þessi óstjórn hjá Hitaveit- unni, sem aðgangsharður fé- sýslumaður i störfum hjá fyrir- tækinu hagnýtir sér í eigin- hagsmunaskyni, er almennt for- dæmd af bæjarbúum. Menn spyrja og ekk; að ástæðulausu: Hve langt getur óreiðan geng- <?> Hrollvekjandi mynd — af hverjum? ★ Vinnuveitendasamband ís- lands hefur sem kunnugt er hafið útgáfu á „Verkamanna- blaði“; ritstjórar þess eru Þor- steinn Pétursson og Guðmund- ur Nikulásson en blaðamaður Áki Jakobsson! Ein helzta greinjn í síðasta blaði er upp- prentun úr bæklingi sem út kom 1934 og nefnist „Undir íána A. U. K.“, en útgefandi hans var Samband ungra kom- múnista. Segir Verkamanna- blaðið að þessi gamla grein gefi „hrollvekjandi mynd“ af spilltu hugarfari; mönnum seth þannig skrifi og hugsi eigi að kasta út í yztu myrkur, enginn megi styðja þá eða fylgja leið- sögn þeirra. ★ Höfundur bæklingsins „Undir fána A. U. K.“ og for- seti Sambands ungra kommún- ista 1934 hét — Aki Jakobsson. Það er ekki að undra ★ Fyrir hverjar kosningar á íslandi kemur út bók sem sker sig úr. Allar eru bækur þessar i sama formi, með gljáprent- uðum spjöldum og útgáfufyrir- tækið ber dularfullt nafn, sem ehginn kannast við. Þessar bækur eru framlag bandariska sendiráðsins til íslenzkra kosn- inga, greiddar af sjóði þeim sem Bandaríkjamenn héldu eft- ir af „gjöfum“ sínum til ís- lands á árunum, en sjóðurinn nam 20—30 milljónum króna og sendiráðið getur notað hann til áróðurs héilendis án nokk- urs eftirlits. Bókin í ár nefnist „Verkamenn undir ráðstjórn“ og þýðandi hennar er Stefán Pétursson, hinn nýskipaði þjóð- skjalavörður Cmen.it verða að vaxa með embættum sinum). Jafnt bandaríska sendiráðið sem íslenzkir agentar þess gera sér Ijóst að útgáfa þessara á- róðursbóka er vita gagnslaus, en þetta er aðferð til þess að koma styrktarfé úr sjóðnum mikla til verðugra íslenzkra að- ila. •k í formála bókarinnar seg- ir að upphaflega sé hún samin á vegutn nefndar sem á að koma i veg fyrir að „lýðræðissinnað- ir sósíalistar" lendi í tukthús- inu. Það er ekki að undra þótt sumir miðstjórnarmenn ís- lenzka Alþýðuflokksins vilji koma sér vel við slíka nefnd. Kjósið Hitler, Göring og Göbbels ★ Bjami Benediktsson hef- ur kallað verklýðssamtökin „öfl utan Alþingis" sem engin áhrif eigi að hafa á stjórn þjóðmál- anna. Af þessu tilefni birtir | Alþýðublaðið í gær forustu- ' grein og segir: „Jafnframt lýs- ir liann þvi yfir að fjölmenn- usdu rdniiustóttirnir eigi að vera áhrifalausar — það sé stjórnarskrárbrot að hafa sam- ráö við þær um efnahagsmálin. Ætli verkamönnum, sjómönti- um, iðnaðarmönnum og opin- berum starfsmönnum finnist ekki fýsilegi að trúa og treysta Sjálfstæðisflokknum eftir slíká yfirlýsingu þess nianns. sem lit- ur á sig sem Hitler, Göring og Göþbels fyrirtækisit's, hinn þrí- eina, sjálfkjörna einræðisherra Bjarna Benetliktsson.“ ★ Á tveimur öðrum stöðum í sama blaði er hins vegar skor- að ákaflega á verkamen.n að kjósa lista þann sem Vinnu- veitendasamband íslands ætlar að bera fram i Dagsbrún. Moð öðrum orðum: Kjósið Hitler, Göring og Göbbe’s fýrirtækis- ins, hinn þríeina. sjálfkjöma einræðisherra Bjarna Bene- diktsson. ið án þess að tekið sé í taum- ana af yfirvöldum fyrirtækis- ins og bæjarins — o« hve langt þurfa óprúttnir trúnaðarmenn bæ.iarins og fyrirtaskja hans að ganga í því að mata krókinn á kostnnð bæjarins og almenn- ings til þess að tekið sé fyrir ósómann og hagsmuna bæjar- ins gætt. En þótt almenningsálitið sé á einn veg; heyrist ekki orð frá íhaldinu. Málgög.n þess þegja þunnu hljóði og haf'a ekki einu sínni birt neinar málamyndaaf- sakanir eða skýringar. Og til- laga um málið sem f'utt var í bæjarstjórn af Guðmundi Vig- fússyni fyrir þremur vikum hefur ekki einu sinni fengizt afgreidd — en er látin liggja hjá hitaveitustjóra! Það verður því ekki annað* 1 séð en ihaldið sé í fyllsta máta ánægt með það fyrirkomulag hjá hitaveitunni að láta hennar eigin vélar liggja ónotaðar en leig.ia i staðinn vélar fyrirtækis Sveins Torfa. Aðgerðarleysi þess og þögn verður vart skilin á a-nan veg en þann, að þarna sé verið að framkvæma stefnu flokksins, tæki bæjarins sjálfs skuli látin liggja en stórum fiárupphæðum ráðstafað til Gusts h.f. fyrír leigu á vinnu- vélum. ATir sjá að þessi vinnubrögð eru lördæmanleg. En siðferði ihaklsins er á því stigi að það hvggst láta þögnina skýla sér og skjólstæðing sínum. Það eru einkahagsmunir manna eins og Sveins Torfa sem eru íhaldinu allt — og hvað varðar það þá urn þóít bærinn og fyrirtæki hans verði fyrir óþörfum út- gjöldum? Hitt er svo annað mál, hvort xbæjarbúar 'vilja una siíkri ó- stjórn hjá fyrírtækjum bæjar- | ins. Úr því skera bæjarstjórn- i arkosningarnar 26. janúar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.