Þjóðviljinn - 14.01.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 14.01.1958, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 14. janúar 1958 — 23. árgangur — 10. tölublað. íhaldið tæmir sjóði bæjarins Skuld bæjorsjóðs við aðra sjóði bæj- arins hækkar um 220% á þremur árum Á hinum íjölmenna fundi Alþýðubandalagsins í Austurbæjarbíói s.l. fimmtudag gerði Ingi R. Helga- son bæjarfulltrúi sérstaklega að umræðuefni fjár- málaóreiðu íhaldsins, og vöktu mikla athygli upp- iýsingar hans um hina óhugnanlegu meðferð íhalds- ins á sjóðum bæjarins. ★ Tæming allra sjóða bæjar- ins í eyðsluhít óreiðumanna íhaldsins er enn hættulegri fyrir þá sök, að út&vörin hafa hækk- að geysilega á sama tíma, að arðvænleg fyrirtæki bæjarins með sjálfstæðar tekjur eru látin leggja milljónir króna í eyðslu- hítina á saina tíma, og síðast en ekki sízt að bæjarsjóður safn- ar skúldum á báðar hendur við aðila eins og Tryggingar- stofnun ríkisins, Atvinnuleysis- tryggingasjóð, Byggingarsjóð verkamanna o. fl. ★ í upphafi kjörtímabilsins skuldaði bæjarsjóður öðrum sjóðum bæjarins 8 millj. kr. (pr. 31. des. 1953). En samkvæmt síðasta bæjarreikningi sem fyrir liggur endurskoðaður var skuld þessi komin upp í 25,8 millj. kr. hinn 31. des. 1956 og hafði því hækkað um rúmlega 17 millj. kr. eða 220%! ★ Á þessum þremur fyrstu ár- um kjörtimabilsins hækkuðu út- svörin úr 94,3 millj. kr. í 161,5 millj, kr. eða um rúmlega 70%. ★ Sjóðir bæjarins sem íhaldið hefur tæmt eru þessir og er þá enn stuðzt við síðasta endur- skoðaða reikning Reykjavíkur- bæjar fyrir árið 1956: 1. Skipulagssjóður Sá sjóður er talinn eiga 1.593- 229.74 kr., en af þessari sjóðs- eign hafa óreiðumennirnir tekið í bæjarsjóð 1.483.385,44 kr. eða skiiið eftir aðeins 109.844.30 kr. 2. Ráðhússjóður Hann hafa óreiðumennirnir al- j veg tæmt. Sjóðseignin er 3.857,-j Bréf Búlganins 928.63 kr., og málverk hafa verið keypt fyrir 91.199,40 kr. en faitt er allt komið í eyðsluhítina, og skuldar því bæjarsjóður rúm- lega 3.7 millj. kr. þarna. 3. Lífeyrissjóður starfsmanna Reykja- víkurbæjar Tekjur þessa sjóðs árið 1956 námu 5.6 millj. kr. ADar þesisar tekjur fóru í eyðsluhitina, og skuldar bæjarsjóður þee«um sjóði 6.7 millj. kr. 4. Framkvæmdasjóð' ur Reykjavíkurbæjar Hreinar tekjur þessa sjóðs árið 1956 námu 3,6 millj. kr. Allar þessar tekjur og meira til fóru í eyðsluhítina og skuldar bæjar- sjóður framkvæmdasjóði 4 millj kr. 5. Húsatryggingar- sjóður Reykjavíkur- bæjar í árslok 1956 átti að vera í sjóði þessum 7,2 millj. kr., en allt það fé — hver einasti pen- ingur — var kominn í eyðslu- hítina, og hafa tekjur ársirn 1957, og 3 millj. kr. farið sömu leið. Skuldar því bæjarsjóður þessum mikilvæga sjóði um 10 millj. kr., með þeim afleiðingum, að hann getur ekki gegnt sínu mikilvæga hlutverki, og stendur Reykjavíkurbær sem vanskila- maður gagnvart þeim sem nú eiga tjónsbætur á hendur Húsa- tryggingarsjóði, auk þess sem gersamlega hefur verið vanrækt að nota fé sjóðsíns til eflingar brunavömum í bænum og til lækkunar iðgjalda. ★ Rétt er að benda á, að leggja verður útsvar á gjaldend- ur bæjarins fyrir greiðslum úr bæjarsjóði til þessara sjóða, og jafngildir því tæming þeirra því enn hækkun úísvaranna. Sjö lestir í róðri til jafnaðar Það sem af er mánuðinum hafa gæftir verið góðar á Homafirði. Sex bátar hafa byrjað róðra og afli þeirra hefur verið fremur góður. Sam- tals hafa verið famar 33 sjó- ferðir og hefur aflinn til jafn- aðar verið um sjö lestir í róðri af slægðum fiski með haus. Mestan afla hefur Akurey fengið 60 lestir í 8 róðram, eða 7,5 lest í róðri. Aflinn er ým- ist frystur, saltaður eða hertur. ★ Af þessu er Ijóst, að í þessum kosningum verða Reyk- víkingar að reka óreiðumenn í- haldsins af höndum sér. Mjög fjölsóttur ] fundur H-listans í Iíópavogi ! H-listinn, listi óháðra kjósend* í Kópavogi, efndi til almenns kjósendafundar í barnaskólanuna við Digranesveg í fyrradag. Þrátl fyrir óhagstætt veður var hiis» fylli á fundinum, fundarmenn á þriðja hundrað talsins. Ræðumenn voru fjórir efsttd menn H-listans við bæjarstjórn- arkosningamar: Eyjólfur Krist* jánsson, Ólafur Jónsson, Þor- móður Pálsson og Finnbogi R, Valdimarsson. Auk þeirra töluðu Karl Guðmundsson, Gunnari Eggertsson og Ingjaldur ísaks- son. Fundarstjóri var Haukuf Jóhannesson. Hernámsandstæðingar á Okinawa vinna sigur Úrslit i borgarstjórakosningum í höíuð- borginni talin mikið áfall fyrir Bandaríkjamenn í fyrradag fóru fram kosningar í embætti borgarstjóra í höfuffboi'g eyjarinnar Okinawa, sem er hernumin af Bandaríkjamönnum. Úrslitin eru talin vera mikill álits- hnekkir fyrir Bandaríkin í Asíu. í embætti borgarstjóra var^verið Bandaríkjamönnum óþæg- kjörinn frambjóðandi þjóð- flokks Okinawa, vinstri manna og hemámsandstæðinga, Saichi Kaneshi, sem hefur krafizt taf- arlauss brottflutnings handa- ríska hernámsliðsins og beitt sér fyrir mótmælum gegn fyr- irætlunum þess að koma upp kjamorkuskeytastöðvum á eynni. í framboði auk Kaneshis var Tatsuo Taira, sem studdur var af hægfara flokki, sem þó kall- ar sig sósíalistísk-marxistiskan, og er einnig andvigur langvar- andi setu Bandaríkjamanna á Okinawa, þótt hann vilji fara hægt í sakimar. Einn mtkiívægastt hlekkurinn Ibúar Okinawa hafa lengi ir. Eyjan sem er japönsk var tekin af þeim eftir harða bar- daga í lok heimsstyrjaldarinn- ar og samkvæmt friðarsamn- ingi þeirra við Japan hafa þeir rétt til áframhaldandi hersetu þar. Eyjan er nú einn mikil- vægasti hlekkurinn í her- stöðvakeðju þeirra. Borgarstjóri settur af Nú munu þeir hafa um 40.000 manna lið þar, en eyjarskeggj- ar eru eitthvað um hálf miiljón. Eyjan er ekki nema rúmir 1200 ferkílómetrar, landrýmið því lítið og herstcðvar Bandarikja- manna þekja nú um fimmtung’ ræktanlegs lands á eynni. Bandaríkjamenn hafa átt í Framhald á 5. síðu. Danskir áhugamenn bera fram nýjar tiSSögur fil fausnar handritamáíinu 19 þjéSkunnir íorusiumenn skora á rikissfiórnina og flokkana aS faka upp sansnga sem fyrsf komið Nefnd danskra áhrifamanna afhenti í gær ríkisstjórn Danmerkur og formönnum dönsku þingflokkanna tillög- ur til lausnar á handritamálinu. Jafnframt hafa 19 kunnir danskir forustumenn skoraff á stjórnarvöldin aö taka upp samninga. um handritamáliö, t.d. á þeim for- sendum sem felast í tillögurn. nefndarinnar. Ambassador Sovétríkjanna, hr. Pavél K. Ermoshin, hefur í dagi aihent Ilermanni Jónassyni for- sætísráðherra orðsendingu frá lir. N. Búlganín, forsætisráðherra | Sovétríkjanna. l 'inið er að því að þýða orð- sendinguna á íslenzku, og verður liún birt svo fljótt sem auðiö er. (Frá forsætisráðuneytinu) Tillögur nefndarinnar hafa ekld enn verið birtar í einstök- um atriðum, en í þeim er Iagt til að íslenzk handrit í söfn- um danska ríkisins verði af- hent íslendingum sem gjöf, og að skipulagsskrá Arnasatns verði breytt með konvmglegri tilskipun þannig að IsIeniMngar fái úrslitaáhrif á stjóm stofn- unarinnar til þess að geyma. liandritín þar sem telja verð- ur að bezt séu uppfyllt orð skipula.gsskrárinnar um geymd þeirra og notkun. Vísað er til greinar dr. Alfs Ross próféssors sem birtíst s.l. ár í „Ugeskrift for Ketsvæsen", og í samræmi við Iiana leggur nefndin til að litið verði á Árnasafn sem sjálfseignarstofn- un, og að það verði þessi sjálfs- eignarstofnun sem flytur hand- ritin til Islands. Nefndiu hugs- ar sér að flutt verði til ís- lands á þennan hátt þau hand- rit Ámasains sem skrifuð era a.f Islendingum, handa íslend- ingum og á íslandi, en þó legg- ur liún tíl að þeir hlutar safns- ins, sem verið er að nota við samningu íslenzk-dönsku orða- bókarinnar mildu, verði áfram í Danmörku, þar til orðabókar- verkinu er lokið, þó ekki ieng- ur en 20 ár. Nefnd áhugamanna Nefnd sú sem ber fram þess- ar tillögur var mynduð að ímmkvæði áhugamanna 16. september 1957 til þess að reyna að stuðla að jákvæðri lausn á handritamálinu. For- maður hennar er Bent A. Koch ritstjóri í Kaupmannahöfn en aðrir nefndannenn H. Dona Chrisiensen biskup í Ribe, S, Haugstrup Jensen lýðháskóla- stjóri í Hilleröd, Edv. Hendrik- sen bókaútgefandi í Kaup- mannahöfn, G. Sparring-Peter- sen prófastuf í Kaupmanna- höfn og A. Richard Möller lög- fræðingur í Kaupmannahöfn. Rökstuðningur nefndarinnar Eins og áður er sagt leggur nefndiri til að handritin í dönsk- um ríkissöfnum verði afhent Framhald á 3. síðu, 7----

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.