Þjóðviljinn - 15.01.1958, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.01.1958, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 15. janúar 1958 — 23. árgangur —- 11. töhiblað. Emairyggiiigin gegn gengislækkun haldsíns á Dagsbrún er að áhrífum á lausn efnahagsmála Lesið stórfróðlega grein á 6. síða blaðsins í dag, „Þegar listi- Flokksins var samþykktur", eftir óánægðan Sjálfstæðis- flokksmann. Tílgangurínn með árás I svipta verklýSsfélögin Bjarni Benediktsson hefur aö undanförnu ekki far- i3 neitt dult með tilgang sinn með árásinni á Dags- bnún. Hann hefur lýst yfir því að verklýðssamtökin væru „öfl utan Alpingis" sem engin áhrif mættu hafa á lausn efnahagsmála. Hann hefur einnig likt verklýðs samtökunum við „innbrotspjófa", og teluc áhrif alþýöu- samtakanna á þjóðmálin jafngfldaíí því að „innbrots- pjófnum sé fenginnfjársjóðurinn". Tilgangur íhaldsins með á- rásinni á Dagsbrún er þess vegna sá að svipta verkalýðs- samtökin á nýjan leik þeim vðJdum sem þau hafa fengið, er núverandi stjórn var mynd- vð, en það er meginatriði í stefnu hennar að samráð skuli haft við verkalýðssamtökin um lausn allra efnahagsmála. íhaldið ætlaði að lækka gengið 1956 Í3ú ráðstöfun sem íhaldið berst f yrst og f remst. f yrir í efnahagsmálum er gengislækk- um. Ákveðið hafði verið í innsta ráði Sjálfstæðisflokksins að lækka gengið pegar eftir kosn- ingarnar 1956. Hafði isú ráð- stöfun verið undirbúin lengi áður með hinni skipulögðu verðbólgu íhaldsins; síðan ætl- aði það að segja „krónan er raunverulega fallin," „við verð- um aðeins að sætta okkur við orðin hlut". Alþýðubandalagið var einmitt sérstaklega stof nað til þess að koma í veg fyrir gengislækkunaráform íhaldsins og lýsti þeirri meginstefnu sinni þegar í upphafi. Eina tryggingin gegn gengislækkun Áform ihaldsins fóru út um þúfur í kosningunum 1956; Alþýðubandalagið vann mikinn kosningasigur og ný stjórn varð ekki mynduð án þátttöku þess. En þar með voru gengis- lækkunaráformin kveðin niður. Þau voru þó engan veginn úr sögunni. Það kom t; d. greini- lega fram í áramótaræðu for- sætisráðherra, sem kvaðst per- sónulega fylgjandi gengislækk- un en hún yrði þó ekki fram- kvæmd af núverandi stjórn nema verkalýðssamtökin féllust á hana. Styrkur Alþýðubanda- lagsins í verkalýðshreyfing- unni er þannig eina tryggingin gegn gengislækkun, og haldist sú trygging ekki þarf engin að efast um hvað við tekur. í höndum Dagsbrúnarmanna Dagsbrúnarmenn kjósa þann- ig ekki aðeins um heiður fé- lags síns í stjórnarkjörinu úm næstu faelgi, þótt þeir geri það í ríkum mæli; þeir eru að kjósa um styrk og völd verkalýðs- hreyfingarinnar í landinu og lífskjör hvers alþýðuheimilis. Nái íhaldið árangri í Dagsbrún, hefur ógnun gengislækkunar og kjaraskerðingar færzt nær. En vinni Dagsbrúnarmenn eftir- minmlegan sigur, hafa þeir styrkt aðstöðu sína og verka- lýðshr^yfingarinnar allrar og möguleika hennar til að móta þróun efnahagsmála í vaxandi mæli í samræmi við hagsmuni alþýðufólks. Fækkað í franska hernum um 15% ' Franska stjórnin hefur á- kveðið að fækka í franska hernum um 155.000 manns á þessu ári. Verður herafli Frakka þá 890.000 og fækkunin nemur því um 15%. Ekkert verður fækkað í hern- um sem berst í Alsír, heldur verður herafli í Frakklandi sjálfu, í Vestur-Þýzkalandi, Túnis og Marokkó minnkaður. A 6. hundrað þúsund franskra Kermanna eru nú í Alsír og það er því lítill hluti franska hersins sem nú er ætlað það hlutverk að verja landið fyrir árás. Kosningafundur Dagsbrúnarmanna er í Iðnó annað kvöld kl. 8.3Ö ICosningafundur Dagsbrúnarmanna er í Iðnó annað kvöld, en svo er nú farið að kalla síðasta fund félags- ins fyrir kosningar. IÞar verða störf og stefnumál félagsins rædd og með þeim umræðum þurfa allir Dagsbrúnarmenn að fylgj- ast. Fjölmennið á fundinn. Látið ykkur ekki nægja að lesa hreystifrasagnir B-listamannanna af afrekum sín- um, látið eftir ykkur að sjá „hreysti" þeirra. íhaldið hefur nú tugi af kosningasmölum flokksins til þess að smala á fundinn, og litli Mogginn, Alþýðublaðið, var í gær að reyna að telja kjark í frambjóðendur sina fyrir ifund þenna. Dagsbrunarmenn. Enginn sómakær Dagsbrúnarmaður situr hjá þegar íhaldið bg atvinnurekendur gera aðför að félagi reykviskra verkamanna. ??Færs&ndii vsasrialsaginii heimf f iðelns 320 sétf u um Gnoðarvo íhaldið ákvað svo háa útborgun að hundmð bamafjölskyldna sem búa í heilsuspillandi húsnæði treysta sér ekki til að kaupa íbúðirnar Þann 10. þ.m. var útrunninn frestur til aö sækja um > imar að fuliu, en það er gerfe bæjaríbúðirnar við' Gnoðarvog. Alls bárust um 320 um- sóknir. Til samanburöar má geta þess aö um raðhúsa- íbúðirnar (144) sóttu yfir 900 manns. í gær var mikið annriki við Kiöfnina og fjörlegt um að lit- ast. Á myndinni sjást stefnin á hinum glæsilegu skipiun Eim- sWpafélagsins, Gullfossi og Goðafossi. Úr Gullfossi var verið að skipa upp ýmsum vörutegundum frá Danmörku, ¦^r.-r^.'w v-:: Finnlandi, Póllandi og Noregi, en upp úr Goðafossi ýmsum sekkja- og matvörum frá Bandaríkjumum. Þegar ljos- myndarinn var þarna á ferð, stóð stór farpegabeifreið á liafnarbakkanum, mönnuð Fær- eying:um, sem voru að halda til Þorlákshafnar á veti-arvertið. Ljósmyndarinn hitti einnig á Kristján Jó- 'iannssoii, fram- 'tjóðanda í Dagsbrún, er 'iann var að aka vörum úr Gull- fossi í gær. ,Það er nóg að íera núna, eða ¦vai> Sýnist •>ér?", sagði Cristján um leið >g hann stakk nöfðinu út um bílglugganju. Það er án alls efa hin háa út- borgun, sem íhaldið í bæjar- stjórn knúði fi-am sem því veld- ur að fleiri umsóknir berast ekki um Gnoðarvogshúsln. í herskál- unum einum búa yfir 400 fjöl- skyldur þótt þeim sé sleppt sem komast í raðhúsin. Auk þess eru svo hundruð fjölskyldna sem búa í óhæfum og þægindalausum skúrum og mikill fjöldi býr í heilsuspillandi kjallaraíbúðum ag á háaloftum. Það er því sýnt að mikin fjöldi þessa fólks og þá ekki sízt margir þeir sem eru barn- flestir og búa vlð erfiðar að- Fuchs nálgast ná suðurlíeiinskautið Leiðangur drt Fuchs náigast suðurskautíð jafnt og þétt. Hann hélt kyrru fyrir í gær og gerði vismdaathuganir, en ferðinni verður haldið áfram í dag. Dr. Fuchs gerir sér vonir um að verða á pólnum á föstudaginn. stæður hefur ekki fjárhagslegt bolmagn til að kaupa þær íbúðir sem bærinn er að reisa með ríkisaðstoð. Hver getur líka við því búizt að eignalausar barna- fjölskyldur snari á borðið 60— 90 þús. kr. og hafi auk þess fjármag-n til að innrétta íbúð- ráð fyrir að kosti 40—50 þús, kr. á íbúð. f bæjarstjórn lögðu sósíalistar til að bærinn fullgerði íbúðirnar og leigði þær síðan þeim sem verst væru settir. Það felldi íhaldið. Stefna þess er að selja þær íbúðir sem bærinn byggir. Og þannig segjast íhaldsmenn halda að unnt sé að útrýma her- skálunum og öðru heilsuspillandt íbúðarhúsnæði í Reykjavík! 1 L>>---------- FUNDUR ÆFR í KVÖLD Félagsfundur ÆFR hefst í Tjarnar- götu 20 í kvöld kl. 9. Dagskrá: 1. Beikningar sumarstjórnar. 2. Bæjarstjórnarkosningar; framsögumaður Ingi R. Helgason. 3. Kosningar í verkalýðsfélögum; framsögumaður Guðm. J. Guðmundsson. 4. Félagsmál. Félagar eru hvattir til að f jölmenna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.