Þjóðviljinn - 15.01.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.01.1958, Blaðsíða 6
35) __ ÞJÓÐVIUINN ______Miðvikudagur 15. janúar 1958 ÞIÓÐVIUINN Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýflu — Sóslallstaflokkurlnn. — HitstJórar Magnús Kjartansson (áb.), Siguröur Guðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmuncur Sigurjónsson, GuÖmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- ingastjóri: Guðgelr Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- • amiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml: 17-500 (5 linur). — Áskriftarverð kr. 25 á mán i Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmiðja Þjóðviljans. Sjálfhælnisplatan iflærinn á miklar eignir, segir —íhaldið. En hvaða eignir eru það nú, sem íhaldið státar af? Það er bæjarlandið, lóðirn- ar undir húsunum í hinum nýju bæjarhverfum, það eru götumar sem við göngum á, það eru nokkrar húseignir, þar á meðal barnaskólarnir, tvö hús sem íhaldið kallar sjúkra- hús, það eru skólaborðin, sjúkrarúmin, stólar, borð og skrifsiofuvélar á bæjarskrif- stofunum, vatnsveitan, híta- veitan, rafveitan, höfnin, grjót- námið, sandnámið, bamaleik- vellir, Austurvöllur, útistand- andi skuidir og sjóðir. — Hvað af þessu gat ihaldið látið bæ- inn komast hjá að dga, hvar í víðri veröld skyldi finnast bær af líkri stærð og Reykjavík, þar sem bæjaryfirvöldin gætu gert það að sínu aðálhrósunar- efni, að bærinn ætti slíkar eignir? TTver sem les þessar linur gæti haldið að þær væru skrifaðar í gær til að svara ■aðaláróðri Sjálfstæðisflokksins við bæjarstjómarkosningamar 195S. Svo er þó ekki, heldur er hér birtur ræðukafli, sem Sig- fús Sigurhjartarson flutti fyrir átta ámm, 24. janúar 1950. Sú staðreynd sýnir að ekki ein- ungis nú, heldur einnig við undanfarandi bæjarstjórnar- kosningar í Reykjavík héfur í- haldið notað sama áróðurinn, að hrósa sér af Sjálfsögðum hlutum, framkvæmdum, sem engin bæjarstjórn hefði komizt hjá því að gera. Eða þá öðrum sem íhaldsmeirihlutinn hefur beinlínis verið rekinn til að framkvæma, rekinn 'til af rök- studdum tillögum vinstri flokk- anna og því almenningsáliti, sem tekizt hefur að skapa með þrautseigri baráttu innan bæj- arstjómar og utan. jálfshól íhaldsmeirihlutans er broslega fábreytilegt og vekur raunar furðu ef áróðurs- stjórar hans halda að enn einu sinni takist að nota sömu gat- slitnu áróðursplöturnar og mest hefur glumið í við undan- farnar bæjarstjórnarkosningar, jafnvel um fyrirtæki sem enn eru ókomin, en skartað hafa í „bláum bókum“ og Ioforðalista íhaldsins um tvennar, þrennar kosningar. Þess er að vænta að heilbrigð skynsemi kjósenda í Reykjavík láti ekki lengur bjóða sér jafn fáránlegt íhalds- sjálfshól og Sigfús Sigurhjart- arson brennimerkti með orðum þeim sem tilfærð voru. Áf henda ekti Dagsbrún TT'kki er x-étt líflegt yfir hinni fyrri kosningabaráttu Al- þýðuflokksins í Reykjavik að þessu sinni, enda munu for- sprakkar Alþýðuflokksins hafa orðið varir við að hún sé ekki ýkjavinsæl hjá flokksmönnum og fylgismönnum í bænum. En þessi fyrri kosningabarátta Al- þýðuflokksins í janúar er sem kunnugt er háð í innilegu bandalagi \’ið svartasta íhald- ið í Reykjavík. Á sameiginlegri kosningaskrifstofu, með sam- eiginlegu launuðu starfsliði eru Iögð á ráðin hvernig takast megi að fá reykvíska verka- nxenn til að afhenda Sjálfstæð- isflokknum yfirráð i Dagsbrún, hinu sögufræga og þrautreynda bai-áttufélagi verkamanna í Reykjavík. Þar leggur Alþýðu- flokkurinn fram spjaldskrá um alla Dagsbrúnarmenn með öll- nm þeim upplýsincum sem þessi gamli verkalýðsflokkur hefur aflað sér um skoðanalega afstöðu Dagsbrúnarmanna. Þeim upplýsingum er tekið tveim höndum af skxáfstofuliði Sjálfstæðisflokksins, sefn telur sig fá þar dýrmæta viðbót á skoðananjósnaspjaldskrá sína. Svo er farið að athuga í sam- einingu hvort vissir atvinnu- rekendur geta ekki haft viðeig- andi áhrif á verkamenn, og ekkert til sparað ef verða snætti til þess að kosningabar- áttunni lyki svo að Sjálfstæðis- flokkurinn fengi að ráða Dags- brún, — Alþýðuflokksmenn fengju að lafa með likt og í Iðju, en auðvitað hafðir að engu. TV’ú hefur það gerzt áður, að ^ ' Alþýðuflokkui-inn og Sjálf- stæðisflokkurínn hafa farið sameiginlega með stjónx í Dagsbi'ún. Svo langt er þó sið- an, að unga Dagsbrúnarmenn í'ekur vart minni til þess, og væri vert að lýsa því enn hve gæfusamleg sú stjóm varð. En sú tilhugsun, að Dagsbrún, for- ustufélag íslenzkar verkalýðs- hreyfingar, yrði lömuð vegna þess að svartasta íhald og aft- urhald landsins hefði náð tök- um á stjóm hennar, er áreið- anlega nóg til þess, að Dags- brúnarménn rísi upp til vax-nar félagi sínu og þeim samtökum. sem þeir hafa byggt upp með löngu starfi. Hér er það í húfi sem reykvískir verkamenn meaa sízt giata, og í-aunar ekki alþýðufó’k tim land allt. Því munu Dagsbrúnarkosningarnar um næstu helgi verða pröf- steinn á það hve árvakrir reyk- vískir verkamenn eru um dýr- mætustú eign sína, Verka- mannafélagið Dagsbrún, — og brýn nauðsyn að vel verði brugðizt við, andstæðingar al- þýðusamtakanna reiða hátt til höggs — og lítil klíka Alþýðu- flokksmanna reynir að draga lokur frá, hurðum og lyfta í- haldinu til valda. Því má nú enginn Dagsbréinarrnaður liggja á liði sínu til varnar. Þegar listi Flokksins var samþykktur „Óánægður" skrifar um fundinn í fullírúaráði Sjálfsíæðisflokksins í Reykjavík Það var vissulega virðulegur hópur og athygliverður, sem lagði leið sína í Sjálfstæðishús- ið hérna um daginn. Aðeins lít- ill hluti allra þeirra alvarlegu heldri manna fann bílastæði í grenndinni og sumir bölvuðu í hljóði. Nú átti að halda fund. Var hann síðan settur af Birgi „Pataði xneð framfótunx“ Kjaran, fundarstjóra og bauð hann fundarmenn alla hjai'tan- lega velkomna og lýsti nokkuð tilefni fundarins: Fulltrúaráð Sjálfstæðismanna í Reykjavík hafði verið hvat saman til að ganga endanlega frá framboðs- lista Flokksins við kosning- amar, sem senn fæi'u í hönd. Bað hann fulltrúa sýna nú bet- ur en nokkru sinni einingu og samstöðu Sjálfstæðisflokksins, svo að hann gengi til barátt- unnar brynjaður góðum og hollum áformum. Tók siðan til máls Guðmund- ur bæjai’gjaldkeri Benediktsson og gerði grein fyrir undan- gengnu prófkjöi'i innan félaga og flokksins. Þá skýrði hann og nokkuð frá störfum kjör- nefndar. Sagði hann, að 16 menn, sem skipuðu efstu sæti listans hefðu hlotið flest at- kvæði í prófkjörinu. Las hann síðan listann og þarf ekki að fjölyrða um hann hér. Allur máiflutningur Guðmundar hneig í þá átt, að segja aðeins hið sanna og rétta eftir beztu vitund. Var nú orðið laust til' frek- ari umræðna. Leíð nokkuð, þar til fyi’stu kvaddi sér hljóðs ungur og fi'amgjarn hæfíleika- maður, Sígurjón Einarsson, kallaður Bói, stjórnarmiðlimur í Heimdalli. Hreyfði hann and- mælum gegn því að Magnús Jóhannesson, formaður Óðins væri í svo tryggum sessi á lista flokksins. Taldi hann þar betur kominn Guðjón í Iðju, og benti á máli sínu td stuðnings, að Magnús væri lítt þekktur nema meðal Óðinsfélaga og trésmiða, og gæti það því rýrt fylgi flokksins að bera hann fram til sigurs. Listinn yrði um fram allt að vera traustur og þannig úr garði ger, að allir Sjálfstæð- ismenn gætu sameinazt um hann. Fannst Sigurjóni nauð- syn bera til þess, að einhver kuhnari maður Magnúsi yi'ði valinn á listann og gerði hann Guðjón að sinni tillögu. Heldur hlaut uppástunga Sigurjóns dræmar undii'tektir og víst er, að enginn maður annar varð til að veita henni stuðning á fund- inum. Næstur ’tók til máls maður nokkur, sem hvatti eindregið til einingar og samheldni inn- an flokksins og mælti mót ríg manna um einstök sæti listans. Þar yi'ði aldrei ö'.Ium gert til hæfis. Þykir ekki ástæða til að rekja þær umræður, sem nú fóru næst á eftir; var aðallega um að ræða góða og varfærna flokksmenn, sem lögðu höfuð- áherzlu á einingu og samstöðu og kváðu ella illt hljótast af. Kom einnig berlega fram í þeim umræðum ótti fultx'úa við að eitthvað bærist út af fund- inurn til andstöðuflokkanna og gæti það mjög veikt traust og álit flokksins, ef deilur risu og yrðu háværar. Ekki sáu allir fulltrúar sér samt fært að sitja á óánægju sinni, heldur risu úr sætum og mæltu mót kröftuglega. Skal þar f.vrstan frægan telja Ólaf Hauk Ólafsson, cand. med. Talaði hann af þunga og gagn- í'ýndi harðlega þá ráðstöfun að skipa Þorvaldi Garðari Krist- jánssyni í eitt af hinum ör- uggustu sætum. Eru fleyg orð- in ummæli hans um Krústjoff og spútnik. Ennfremur lét hann ákveðin oi'ð liggja að þvi, að nær stæði Þorvaldi Garðari að halda sig fremur að kjör- dæmi sínu heldur en böðlast í offorsi „af kunnáttu og hug- kvæmni“ í bæjarstjóm Reykjavíkur, þótt ýmislegt gott gæti svo sem af því leitt. Gæti það þó trauðla aukið lík- urnar fyrir þingmannskjöri hans við næstu kosningar og væri þar þó að hafa mun stærra og feitara bein en setu í bæjarstjói'n, nema hvort tvegcja skyldi koma til. Sópaði af Ólafi og virtist sem skuggi færðist yfir settlegar ásjón- ur ýmissa forystumanna flokks- ins eftir því sem á leið ræðuna. Kom svo, að aðalritstjóri flokksins, Bjami Benediktsson að nafni, stóðst ei Iengur mát- ið, reis úr sæti sinu og veifaði til fundarstjóra. Bjarni hefur að jafnaði sæti sitt á fundum i Sjálfstæðishúsinu innst í vinstra homi, þar sem lítið ber á. Veitti fundarstjóri honum enga athygli en virtist sokk- inn niður í lestur, Gekk þá Bjarai fram að hinum glæsi- Iegu spegilsúlum, teygði sig þar sem mest hann mátti og pataði með framfótum. Gekk það ei að heldur. Lagði hann þá leið sína niður í salinn, nam staðar við ræðupallinn og reyndi enn á allan máta að gera vilja sinn kunnugan fund- arstjóra. Augu hans voru hlns vegar sem fest við lesturinn og þar lauk, að kempan snar- aðist heldur fimlega upp á ræðupallinn og hnippti í bak fundarstjóra. Var þá sem hann hrykki af værum blundi og fóru nokkur oi'ðaskipti milli þeirra. Fékk Bjami siðan orðið og fannst mönnum hann hafa til þess unnið. Var í uppliafi sem hann hefði orðið fyrir nokkurri andlegri reynslu og átti erfitt með að bögla orðunum óbjöcuðum af munni fram, hafði endg orðið var góðlát- legrar kímni fundarmanna veg^a vandræða sinna. Ekki kvaðst í'itstjórinn geta sett sig í spor þeirra marma, sem fyndu sig í þeirn bölvuðum ekki sen ósóma að standa upp og skammast, þótt þeír væru eklíi alveg í það heila ánægðir. Sagði hann, að viðvíkjandi þeim ummælum, sem fram hefðu komið um Magnús Jóh., yrði hann að taka íram, að Guðjón í Iðju gæti vitanlega verið alveg eins hæfur. Kvaðst hann þekja Guðjón miklu minna, svo hann gæti ekki sagt um það. Hins vegar hefði hann vitað Magnús sýna mikla hæfni og kunnáttu til stjórn- sýslu og slíka men'n æfti auð- vitað að styðja frarn til sigurs, þar sem það yrði einnig til heilla fyrir marga fleiri. Fór hann einnig nokkrum um Þor- vald G. og hældi honum á hvert reipi. Að lokum stagaðist ræðumaður nokkuð á því, að hér væri alls ekki verið að mismuna neinum. Þetta væri aðeins hín gamla saga, semj á- valt endurtæki sig, að aldrei yrði öllum gert til hæfis eða „Var sein hann hrjfcki af værum bIlllldí•• á al’.t. kosið. Sagðigt hann nú vona, að ágreiningurinn væri hér með úr sögunni, enda væri illa farið, cf ósamlyndi og sundrung yrði nú einmitt, þeg- ar mest á riði að snúa bökum saman. Allt mál hans var mjög gott og stíllinn röklegur i bezta lagi. Efninu var og mjög skil- merkilega komið á framfæri, blaðalaust. Bjuggust menn nú almennt við, að umræður féllu niður, fjai-stýrt, en x>ú varð þó ekki raunin á. Framhald á 10.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.