Þjóðviljinn - 15.01.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 15.01.1958, Blaðsíða 10
V* 10) __ ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. janúar 1958 Þegar listi FEokksins var samþykktur Framhald af 6. síðu. Næsti raeðumaður gagnrýndi harðlega Þá breytni flokks- stjórnarinnar að stilla fram til metorðasöfnunar þeim ungu mönnum, sem hvað síðastir hefðu orðið til að ganga í flokkinn. Sagði hann, að Sjálf- stæðisflokkurinn virtist hafa fjarlægzt upphaflega stefnu sína og væri ill sú breyting, þótt nýjung væri. Lét ræðu- maður í ljós mikil vonbrigði út af lista kjörnefndar og sagði sig furða á þeirri málsmeðferð, að deila um, hvor tveggja verkalýðsfulltrúa ætti að skipa öruggt sæti. Auðvitað æitu þeir báðir að vera í öruggum sætum. Seig enn brúnin á leiðtogum flokksins við ræðu þessa, og var nú séð, að ekki mátti Iengi við svo búið standa. Sigurjón Einarsson tók nú aftur til máls og var öllu mjög þungorðari en í hinni fyrri ræðu sinni. Krafðist hann nú upplýsinga um úrslit prófkjörs- ins og kvaðst ella undir eins mundu leggja fram gögn, sem erfitt yrði að afsanna. Hljóp nú mikill ótti í forystu flokksins og hefði ei kænska og lagni Birgis Kjarans komið til, er ekki gott að segja, hvern- ig farið hefði. Sagðist fundar- stjóri vilja svara fyrirspurnum, sem fram hefðu komið.- Endur- tók hann siðan ræðu Guðm. Ben. í höfuðatriðum. Sagði hann, að upplýst væri, að þeir, , K-' 16 menn, sem skipuðu efstu\ sæti listans hefðu hlotið flest atkvæði þeirra sem þátt tóku í prófkjörinu. Upplýsti hann einnig að um 2500 manns hefðu tekið þátt í því. Hins vegar hefði kjörnefndin breytt nokk- uð röð einstakra manna á list- anum, eftir vandlega ihugun. Kjörnefndín hefði upphaflega fengið traust fulltrúaráðsins að gera tillögur um skipan list- ans og væri það því vantraust á hana, ef menn væru á móti iistanum. Kvað hann mestu máli skipta, að listinn væri sem bezt til þess fallinn að vekja traust kjósenda út á við, og einstakir menn hlytu alltaf að verða óánægðir. Við því yrði ekki gert. Einnig vék fund- arstjóri að þeim ummælum, sem gegn og merkur flokks- maður hafði haft í frammi um, að flokkurinn værí að fjarlægj- ast unnhaflegar lýðræðislegar hugsjónir sínar. Sagði hann, að hér væri sem betur fer um hinn mesta misskilning að ræða. með prófkjörinu hefðu Sjálfstæðismenn einmitt sýnt og sarinað — andstætt hinum flokkunum — að þeir mætu vilja kjósenda flokksins meir en flest annað og væri það vissulega merki hins sanna lýðræðis. Um skipan manna úr hinum óæðri stétíum þjóðfélagsins ----------------------------------- Aufflýsiiij c5 j X r r r r j r Athygli söluskattskyldra aðila í Reykjavik skal vakin á því, að frestur til að skila framtali til skatt- stofunnar um söluskatt og útflutningssjóðsgjald, svo og farmiðagjald og iðgjaldaskatt samkv. 20. — 22. gr. laga nr. 86 frá 1956, fyrir 4. ársfjóröung 1957 rennur út 15. þ.m. Fyrir þann tíma ber gjaldendum að skila skattinum fyrir ársfjórðunginn til tollstjóraskrifstofunnar og cfhenda afrit af framtali. Reykjavík, 11. janúar 1958. Skattstjórinn í Reykjavík. Tollstjórinn í Reykjavík. f 2.—11. marz 1958 KÁUPSTEFNAN í LEIPZIG 3 VÖRU- OG VÉLASÝNING. 10 000 sýningaraðilar frá 40 löndum. 55 vöruflokkar. f Innfiytjendur frá 80 löndum. F Skírteini sem jafngilda vegabréfsáritun afhendir: K VUPSTEFNAN, Lækjargötu 6A, Reykjavík, f , Símar: 11576 og 32564. sagði hann, að enn væri mis- skilningur á ferðinni, því að í 6., 15. og 17. sæti væru menn, sem beinlínis störfuðu meðal verkalýðs'jns. Væri Vissulega vel, að misskilningur þessi hefði nú verlð leiðréttur fyrir fullt og allt. Lauk hann síðan máli sínu með nokkrum hvatn- ingarorðum. Tók nú til máls Guðjón nokk- ur Hansson, bifreiðarstjóri. Er hann vel þekktur innan stéttar sinnar. Um Guðjón má segja, að hann er maður sæmilega velviljaður almennt og einlæg- ur Sjálfstæðismaður. Hefur honum þó aldrei verið brugðið um allt of skarpa greind, en hefur orðið farsæll í hvívetna. Er ávallt fengur að slíkum mönnum sem Guðjóni, hvar í flokki sem þeir kunna að s'tanda. Mæltí Guðjón hátt og vel og kvaðst stór undrandi yfir því, að menn skyldu haga sér si svona á fundi sem þess- um. Sagði hann það í alla staði óviðeigandi, að menn deildu um Magnús Jóh. Hann væri hinn frambærilegasti maður, hefði tekið Iðnskólann á einum vetri, og annað á skemmri tíma vildi maðurinn sagt hafa, og reynzt mjög vel í formannsstöðu Sjálfstæðis- verkamannafélagsins Óðins. „Eg þori að fullyrða“, sagði Guðjón, „að Magnús Jóh. er greindur maður, mjög greind- ur, jafnvel þótt hann sé kunn- ingi minn.“ Setti þá mikinn hlátur að öll- um þingheimi og lyftist jafnvel brúnin á sumum forystumönn- um flokksins, sem setið höfðu og starað í gaupnir sér. Lauk Guðjón svo máli sinu með eld- legum hvatningarorðum til allra sannra Sjálfstæðismanna. Eftir þetta urðu umræður sáralitlar. Að lokum flutti borgarstjórinn Gunnar Thor- oddsen, nokkuð langa lofræðu um eigin verk og ágæti; þakk- aði gengnum bæjarfulltrúum samstarfið og kvaðst hlakka til samvinnunnar viS hina átta — auk borgarstjóra —. Ræddi hann síðan nokkuð fram- kvæmdir, sem unnar hefðu ver- ið og svo einnig þær, sem fyr- irhugaðar væru á næstunni. Þá gerði hann fulltrúaráðinu göða grein fyrir því, hverjar aðferðir andstöðuflokkarnir notuðu í baráttunni gegn bæiarstiórn Sjálfstæðismanna. Ræddi hann gagnráðstafanir þær, sem gerðar hefðu verið og svo þær, sem gerðar yrðu. Að lokum bað hann alla fundarmenn starfa nú sem einn maður að glæsilegum sigri flokksins í Reykjavík og tryggja með bví áframhaldandi batnandí lífs- kjör og afkomu Reykvíkinga. Var máli borgarstjóra ágæta vel tekið og risu sumir úr sæt- um í hrifningu sinni, að því loknu. Ræðan var einnig ágæt- lega flutt og samin samkvæmt þeim lögmálum, sem slíkar töl- ur hljóta ávallt að lúta. Síðan sleit fundarstjóri fundi með viðeigandi lokaávarpi. Óánægður. ÚTSALA A ALLSKONAR TÖSKUM 1 Afar fjölbreytt úrval. ★ Verð frá kr. 25,— 35,— 40,— 60,— o. e. frv. ★ ' Steitdur aðeins í nokkra daga. Eina útsalan okkar á árinu. ★ t Skoðið þessar óheyrilega ódýru töskur. i ★ Tækifæri fyrir yður að eignast ódýra en góða tösku. - j ★ Tvo fyrstu dagana er úrvalið langmest. ★ TðSKUBÚÐIN Laugavegi 21. j HTSALA á skóm helst í dag Skéverzlun Þcröar Péturssonar & C0., Aðalstræti 18. Finnskar Kvenbomsur og kuldastígvél margar gerðir H E C T 0 R Laugaveg 11 — Laugaveg 81. Y firlij úkrunarkona óskast Staða yfirhjúkrunar- og forstöðukonu í Vífilsstaða- hæli er laus til umsóknar frá 15. febrúar næst- komandi að telja. Laun samkvæmt VIII. flokki launalaga.. Umsóknir með upplýsingum um aldtir, nárns- og starfsfenil sendist stjórnarnefnd ríkiespítalamna fjTir 1. febrúar 1958. Skrifstofa ríkisspítalanna. Unglingur óskast til innheimtu, hálfan eða allan dagireo, Þarf að hafa hjól. ÞJÖÐVILJINN \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.