Þjóðviljinn - 16.01.1958, Page 1

Þjóðviljinn - 16.01.1958, Page 1
nmmtudagur 16. janúar 1958 — 23. árgangur — 12. tölublað. Með liernáminii er mikil hætta leidd ylir Islendinga Sovétstjórnin skorar á ríkisstjórn íslands aS styðja tillöguna um fund þjóðarleiðtoga til þess að efla friðsamlega þróun í gær birti forsætisráðuneytið bréf Búlganíns, forsætisráðherra Sovétríkj- anna,- til Hermanns Jónassonar, forsætisráðherra íslands. Þar flytur sovét- stjórnin tillögu sína um að kveðja saman forustumenn hinna ýmsu ríkja inn- an tveggja eða þriggja mánaða til að ræða alþjóðamál og vinna að friðsam- legri þróun í heiminum. t bréfmu er vikið sérstaklega að aðstæðum. fslouds o-g bent á þá ógnarlegu híettu sem íslendingar kalla yllr sig með því að hafa herstöð í landi sínu. Einnig er bent á að islenzka ríkis- stjórnin hafi ekki enn lýst yfir því opinJjerlega að íslantí muni haina staðsetningu erlendra kjarnvopna og eldflauga. Bréf Búlganíns forsætisráð- herra er þannig i heild (millifyr- irsagnir og leturbreytingar eru settar af Þjóðviljanum): „Kæri herra forsætisráðherra. í bréfj mínu til yðar 12. des- ember 1957 lýsti ég afstöðu Sov- étstjómarinnar til þeirra knýj- andi ráðstafana, sem að voru á- liti ber að géra til að koma í veg fyrir að ástandið í alþjóða- málum farj enn versnandi og til þess að stuðla að þáttaskilum í samskiptum þjóða i milli. Sá mikli áhugi, sem tillögur Sovétstjórnarinnar hafa vakið víða um heim gefur oss ástæðu til að ætla að nú séu góð skil- yrði fyrjr oss til þess að bjarga mannkyninu úr ástandi hins „kalda stríðs“, er nú setur mark sitt á öll alþjóðamálefni. Sá aukni hernaðarundirbúningur, sem nú er gerður af hálfu ríkja þeirra, er félagsríki eru í NATÓ, hefur ekki fyrr verið ákafari en nú, þegar eyðileggingarmáttur nýjustu vopnategunda hefur komizt á áður óþekkt stig. Eg hygg, að þér séuð mér samdóma um, að nú séu mjög afdrifaríkir tímar í alþjóðamálum. Aíleiðingar- vígbúnaðar- kapphlaupsins Sumir vestrænir stjómmáJa- menn halda því fram, að svo sem málum er háttað, sé engin önnur leið til þess að tryggja sem bezt öryggi þjóða, heldur en sívaxandi hemaðarmáttur. En það eru ekki aðrir en erkifor- mælendur „kalda stríðsins" sem neita því, að þetta vígbúnaðar- kapphlaup, einkum samkeppni stórveldanna og framleiðsla hinna skæðustu og háskalegustu tegunda vopna, gleypir sívaxandi hluta þjóðarauðs landanna og beinir í vaxandi mæli vinnuafla þeirr,a til þess að safna mikJúm birgðum morðvopna. Þjóðunum verður það æ ljós- ara, hver nauðsyn ber til þess að gera þegar í stað ráðstafanir til að breyta viðhorfum þeim í al- þjóðamálum, sem einkum komu fram á árunum eftir ófriðinn og leiða nú til þeirrar spennu, er ríkir þjóða í milli. Ólíkustu flokkar og félagasamtök, kunn- ir stjómmálamenn og athafna- menn, fulltrúar hínna ólíkustu skoðana, ríkisstjómir sósíalskra og nokkurra kapitalskra landa, þar með talin nokkur þátttöku- ríki NATÓ, gerast nú formælend- Nikolai Búlganin ur fyrir þvi að setja niður deilur milli austurs og vesturs með samningaumleítunum. Ekki í samræmi við hagsmuni íslands I þessu sambandi þyk:'r mér rétt að taka það fram, að vér erum algerlega á þeirri skoöun. sem. þér settúð fram á Parisar- fuiuli NATÓ-ráðsins um nanðsyn þess að „gera allar hugsanlegar ráðstafanir í þá átt að ná samn- ingum milli austurs og vesturs og tryggja með því friðinn“. Það var í þessu skyni að ég setti fram tillögur mínar nýlega í bréfum til forsætisráðherra nokkurra ríkja og í erindum Sovétstjómarinnar til félagsríkja Sameinuðu þjóðanna. í þessa átt gengur einnig ályktun sú, sem nýlega var samþykkt í Æðsta ráði Sovétríkjanna um atriði í utanríkisstefnu Sovétríkjanna, og hefur texti hennar verið afhent- ur ríkisstjórn og Alþingi íslend- inga. Það er einlæg sannfærisg vor, herra forsætisráðherra, að hið ríkjandi ástand í alþjððamálum er hvorki í samræmi við hags- muni íslands né annarra Norð- urianda. Smáríkin hafa áhuga á því að frjður og ró skapist í al- þjóðasamskiptum, eins og þér hafið oft og tíðum með réttu tekið fram. Þær hafa áhuga á friðsamlegu samstaríi við öll ríki og á því að skapa skilyrði, þar sem þær geta notið öryggis um framtið sína. Af þessum ástæðum höfum vér fagnað yfirlýsingum þeim, er forystumenn norsku og dönsku ríkisstjómanna hafa gefið, þess efnis, að Noregur og Danmörk vilji ekki leyfá staðsetningu kjamorkuvopna eða stöðva til sendingar eldflauga af meðal- stærð á landi sínu.-Þessi afstaða Noregs og Danmerkur, samfara því, að kjamorkuvopn fyrir- finnast ekki í Svíþjóð né Finn- landi, hefur orðið þess valdandi, að hægt er að mynda um alla norðanverða Evrópu svæði, þar sem engin kjamorkuvopn yrðu fýrir hendi, en slíkt myndi aftur auka stórlega horfur á friði og ró í norðurhluta Evrópu. ísland í hættu Vér höfum einnig athugað þá yfirlýsingu, sem þér hafið nýlega gert, þess efnis, að stefna ís- lenzku ríkisstjómarinnar sé „andstæð því að leyfa nokkra hersetu á íslandi á friðartímum“. Það leikur tæplega nokkur vafi á því, að framkvæmd slíkrar stjórnarstefnu er í samræmi við áhugamál hinna frelsisunnandi íslendinga, kjark þeirra og dugn- að, sem vakið hefur djúpa virð- ingu Sovétríkjanna. Að þessu athuguðu teldi ég það enga hreinskiini, herra for- sæitisráðherra, að benda yður ekki á þá staðreynd, að á land- svæði svo friðelskandi lands. sem Island er, lands, sem hefur engan her, er staðsett mikil er- lend herstöð. Sá möguleiki að staðsetja kjamorkuvopn í þess- ari berstöð er e. t. v. alls ekki útilokaður, en sú stað- reynd setur íslenzku þjóð- ina í hættu, sem eiigan. veginra er smávægileg. Enda þóttt ís- lenzka ríkisstjórnin hafi elckíl gefið neina skýra yfirlýsíng-u n þessui efhi, þá er þess að gæta, að yflrlýsingar hafa heldur ekkg verið gefnar uin það, að íslandl muni hafna staðsetningu er- lendra kjarnvopna og eldflauga. Eg nefni þetta hér sakir þess, að á Parisarfundi NATÓ-ráðsins var gerð sérstök ákvörðun um að fá yfirforingja herafJa NATÓ- bandalagsins fjarstýrð vopn 5 hendur og að efna til birgðasöfn- unar kjarnvopna og afla her- stöðva til þess að skjóta eld- flaugavopnum á landsvæðum fé- lagsríkja í NATÓ. Ef úr þessum ráðstöfunum verður, teljum vér, að þar með komist umræddl Iönd í mjög háskalega aðstöðu, vegna. þess, að þau hljóta að sæta. áhættu af gagnárás, ef svo færi, að herstjóm NATÓ-rikj- anna grípi til kjamvopna; gagnvart Sovétríkjunum eða öðr- um friðeJskandi ríkjuni. Vér teljum að ekkert sé fávíslegra en að loka augun- um fyrir aðvörunum, sem byggðar eru á staðreyndum vísibda um kjamvopn, vetnissprengjur og eldflaugar. Svo sem kunnugt er, geta vís- indamenn ög tæknífræðingan smiðað vetnissprengjur, sem svara til sprengimagns 5—10 milljóna smálesta af trotyl eða þaðan af meira. Það er jafnvel erfitt að gera sér í hugarlund á hve óendanlega stóru svæði liægt er að út- rýma gersamlega öllu lífi með þvi að sprengja eina slíka Framhald á 5. síðu. armenn, vö sms yfsle Dagsbrúnarmenn! Einu simii enn gerir íháldiö og at- vinnurekendur í Reykjavik atlögu acf Dagsbrún. Enn einu sinni eru Dagsbrúnarmenn kvaddir til að verja Dags- brún, heill hennar og heiöur, fyrir höfuöfjendum ís- lenzki-a verkamanna. Kosningafundurinn er í kvöld í Iðnó. Fftlmenniö og mœtiö stundvíslega. Árás atvinnurekencla. á Dagn- brún átti að þessu sinni að dul- búa bak við meinleysislegt and- lit hægri krata, en atvinnurek- endur gátu þó ekki stillt sig um að birta B-listann í blaði sinu, stóra Mogganum, sem sinn lista, samtimis því sem hægri kratarnir birtu hann í litla Mogganum, Alþýðublaðinu, sem sinn lista. Þarf því engum blöðum um að fletta hvernig listaskoffín þetta er undir kom- ið. Árás íhaldsins gegn Dags- brún nú er sótt af örvæntíngar- fyllri heift en nokkru sinni, því íhaldið hefur nú á annað ár verið utangarðs, og í tíð nú- verandi stjórnar ekki haft sitt gamla alræðisvald til að fé- fletta verkamenn að vild sinni með takmarkalausri álagningu og okurgróSa og nýrri gengis- lækkun. Ihaldið hefur mánuðum saman haft tugi manna á laun- um til að undirbúa árás sína á Dagsbrún — og hafa verka- menn komizt í kynni við sendla þessa undanfarið. Nú hefur það sett upp fjelmargar kosninga- skrifstofur víðsvegar um bæinn — Afætuhyskið vill nú enga fjármuni spara, ef það mætti verða til þess að hægt væri að splundra núverandi stjórnar- samstarfi, svo íhaldið gæti Framhald á 12. síðu. Kosningasjóðiiriitzt Alþýðubajidalagsíólk; leggjum öl! eitthvað aí mörk- um í kosningasjóðinn ic Baráttan gfegn íhaldinu í Reykjavík mæðir að langmestu leyti á Alþýðubandalagínu. Það eitt er þess megiragt að hrekja íhaldið á flótta og sigra það. ★ Það er þess vegna ljóst að ekki verður komizt hjá allveru- legum kostnaði, þegar fengizt er við andstæðing ríns og íhaldið, sem hefur takmarkalanst fjármagn — því aldrei ern auðmenn Reykjavíkur eins örlátir og þegar íhaldið þarf að verja völd sín ©g aðstöðu. ★ Alþýðúbandalagið heitir á allt stuðningsfólk sitt að leggja eitthvað af mörkiun, hver eftir sinni getu. öll framlög, jafnt smá sem stór, eru okkur ómetanlegur stuðningur. Herðiun sóknina fyrir sigri Alþýðubandalagsins. Fjáröflun&rnefnd.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.