Þjóðviljinn - 16.01.1958, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.01.1958, Blaðsíða 9
-‘Fimmtudagur 16. janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN (9 Samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdanefnd þeirri, er sér um undirbúning heimsmeistara- keppninnar i knattspyrnu í Sví- þjóð á sumri komanda, er mikil eftirspurn eftír aðgöngumiðum að leikjunum. Eftir ieikinn við Svía um dag- inu, sem Þjóðverjar unnu, og eins eftir leik þeirra við Ung- verja, hafa Þ.jóðverjar pantað um D0.000 aðgöngumiða. Binda þeir mikiar vonir við að þeir geíi komizt nokkuð langt í því að vei'ja titilinn, svo mikið er víst að ákaflega mikill áhugi gerir vart við síg í Þýzkalandi í.vrii- keppninni og viJ.ia margir * eins og áður er sagl óðfúsir komast þangað. Strax í haust fóru hópar viða um lönd að lilkynna komu sína og óska fyrirgreiðslu og má m. a. nefna England, sem þá þegar tjafði tilkjTmt um 600 manns sem ætla að fara til keppninnar. Frá Sovétríkjunum hefur einn- ig komi.ð tilkjmning um að frá þeim muni koma a. m. k. 200 manns.t Júgóslavía, Austurríki, Frakkland og Sviss, hafa öll skýrt svo frá að þaðan komi hundruð manna, einnig frá Mexí- kó og Bandaríkjunum, sem munu senda á annað hundrað manns hvort. Ákveðið er að 8. febrúar verði dregið í riðla forkeppninnar í úrslitakeppninni. í sambandi við þá athöfn hef- ur komið fram sú ósk frá Suður- Ameríkumönnum að liðum þaðan verðí raðað sínu í hvem riðil, siðar munu hafa borizt sams- konar óskir frá Bretum og eins Austur-Evrópu-Jöndunum. Ekki er vitað hvort orðið verður við beiðnum j)essum. Leikimir i úrslitaþætti keppn- innar eru 32. og fara þeir fram í tólf sænskum borgum, með Stokkhólm, Gautaborg, Malmö og Norrköping sem aðalkeppnis- staði. Knat f s pyrnusamband Sovét- ríkjanna hefur vaiið 33 menn iii þess að æfa undir keppnina og eru 29 þeirra frá Moskvu, en fjórir frá öðrum borgum. Voru þeir valdir, sem beztir voru tald- ir á árinu 1957. Ritari sænska knattspjTnusam- bandsins, Holger Bergerus, dvel- ur um þessar mundir í Ítalíu til þess að semja við itölsk knatt- spyrnufélög um lán á sænskum leikmönnum sem þar leika til þess að geta notað þá í heims- meistarakeppninni, Ferð ritarans hefur ekki orðið árangurslaus. Hann hafði þegar síðast fréttist fengið leyfi Milan til þess að Lennard Skoglund fengi að fara heim um 20. maí, syo að hann gæti æft. með liðinu áður en keppnin hefst. Sama varð um Begt Gustav- son, sem leikur með Atlanta; hann fær einnig að fara heim í tæka tið. Búizt er við að honum takist að fá Niels Liedholm heim. Ætlunin er að fá einnig heim til Svíþjóðar í tæka tíð Kurre Hamrin sem leikur með Juven- tus, eða það er ef til vill réttara að segja að Juventus ,,eigi“ hann en hafi lánað hann lil Padova. Hamrin hefur skorað næst flest mörk i ítölsku keppninni en flest Kristindómsíræðsla.Jermingarbarna — Hver. prest- ur kennir sína bók t— Útvarpserindi Guðmuiidar Jónssonar. Gunnar Nordahl hefur Walesbúinn John Charles skorað, Nokkra fleirri leikmenn ætlar hann sér að fá til keppn- innar heima í Svíþjóð í sumar, af þeim sem keppa í Ítaiíu í dag, Heim er svo kornihn uppá- hald þeirra Svíanna, Gunnar Gren, svo að g'era má ráð fyrir að mikill hluti sænska liðsins verði „sænsk-italskír“ atvinnu- menn. Þjálfari liðsins cr Gunnar Nordahl sem léngi vaf í ftaliu. Olympískur friður í Kóreu Olympíunefnd Suður-Kóreu hefur Jagt til við olympíunefnd Norður-Kóreu að landshlutarnir sendi sameiginlegan hóp íþrótta- manna 1960 til Squuw Valley á vetrarieikina og til Róm á sum- arleikina. Svár var ekki komið síðast þegar fréttist. Ástæðan til þess er sú að al- þjóðaolympíunefndin viðurkenn- ir aðeins að sameinuð Kórea korni fram með íþróttamanna- flokka, og vilji þeir vera með verða þeir að sameinast um það. Þetta eru sömu kringumstæð- ur og i Þýzkalandi, en það sam- einaði menn sina bæði frá Aust- ur- og Vestur-ÞýzkaJandi í Cort- ina og Melbourne, og að því er bezt verður vitað var friður og gleði meðal keppendanna. Þrettán og fimmtán ára systkin setja heimsmet KONA SKRIFAR: „Ég á telpu, sem á að fermast í vor og ér hún nú í þann veginn að byrja að ganga til prestsins, sem á að ferma liana. Telpan er búin að fá að vita að hún þarf aö kaupa sér kennslubók í kristnum fræðum; er það bók eftir prestinn sjálfan, og munu öll börn, sem til lians ganga, þurfa að kaupa þessa bók. Nú á ég son, sem fermd- ist fyrir nokkrum árum og gekk hann til annars prests. Sá prestur kenndi bók eftir sig', og urðu börnin, sem til hans gengu að kaupa þá bólc; hélt ég þá, að það væri við- urkennt barnalærdómskver og almennt kennt undir fenn- ingu. En nú kemur sem sé upp úr kafinu, að það fer eftir því, til hvaða prests börnin ganga, hvaða „kver“ þau læra. Kenna e.t.v. allir prestamir í Reykjavík bækur eftir sjálfa sig undir fenn- ingu? Hvers vegna samþykk- ir ekki skólaráð barnaskól- anna einhverja eina kennslu- bók í þessum fræðum, sem ríkisútgáfa námsbóka gefur svo út? Nú hlýtur kristin- dómsnám fenning'arbarna að teljast sjálfsagt nám, og virð- ist mér því eðlilegast að rík- isútgáfa námsbóka gæfi út kennslubók um þau efni, sem almennt væri kennd. Ég er ekki neitt að tortryggja þær bækur, sem prestarnir kenna hver sínum fermingarbörnum, þær eru sjálfsagt hollur lest- ur fyrir börnin og í góðum tilgangi skrifaðar. En mig langar til að vita, hvers vegna gildir ekki það sama um þess- ar kennslubækur og kennslu- bækur í öðrum námsgreinum, sem börnin verða að læra, sem sé að einhver ein bók sé viðurkennd kennslubók, og gefin út af ríkisútgáfu náms-'S'- bóka“. — Pósturinn vísar um- mæium og fyrirspurnum kon- unnar til þeirra aðila, 'sem kunnugir eru þsssum málum, fræðslumálastjórnarinnar og prestanna. mjög vinsæll útvarpsmaður, og raunar víst vinsæll maður yfirleitt, og er það að mínum dómi verðskuldað. 1 erindi sínu á mánudagskvöldið minntist Guðmundur m.a. á. messugerðirnar hér og taldi þær tilbreytingarlitlar, og eru víst flestir sammála því. Þá gat Guðmundur þess, að söngvarar hefðu boðið prest- unum upp á að syngja vié guðsþjónustur hjá þeim og kjmna a.m.k. eitt lag í hvert sinn. Prestarnir tóku málinu vel, ætluðu að ræða það sín á milli og gefa söngvurunum síðan álcveðið svar. í>að svar er ókomið enn, og má þó ætla, að aðstoð þekktra söngvara við guðsþjónustur gæti orðið til að glæða áhuga fólks á því að sækja kirkju. Einnig ltvað Guðmundur alltof lítið gert af því að senda úrvals skemmtikrafta út um landið til að skemmta fólkinu. Það hygg ég að sé rétt. Ég hygg, að slíkum skemmtikröftum sé yfirleitt mjög vel fagnað út um landið, jafnvel stórum bet- ur en t.d. hér í bænum. — Ég man, að í þorpið, sem ég ólst upp í, kom eitt sinn þekktur og snjall spilari, og þótti sjálfsagt að nota tæki- - færið, slá upp balli og láta hann leika fyrir dansinum. En hljóðfæri voru ekki í hvers manns höndum þá; og mátt- um við, nokkrir stráklingar, róa klettþungum uppskipunar- báti yfir fjörðinn, og sækja forláta orgel til að spila á. En þar sem bærinn, sem orgelið átti heima á stóð góð- an spöl frá sjó, urðum við að binda það rammlega á sleða og draga það niður í flæðarmál. Þetta þætti lík- lega mikið á sig lagt núna. Knucl Lundbcrg Danir sigruðu Hapoel-liðið í ísrael 7:0 Eins og frá var sagt, er borg- arlið Kaupmannahafnar i knatt- spyrnu í keppnisferð um ísrael. Um helgina lék liðið við lið sern heitir Hapoel og leikur í fyrstu deild, og fór leikurinn fram í Tel Avi\r, Leikurinn var frá upp- hafi til enda sýning af hálfu Dananna og var það Knud Lund- berg sem stjórnaði liðinu. Þetta ev mesti ósigur sem lið frá ísrael hefur beðið heima. Þetta lið ísraels vann síðast bikarkeppn- ina þar í landi. Fyrir nokkru var frá því sagt að áströlsk stúlka, aðeins 13 ára gömul, hefði sett heimsmet á 880 jarda sundi, sem er frá- bært afrek, Á laugardaginn var skeði það, að bróðir hennar, John Konrads, setti heimsmet á sömu vegaléngd og var tími hans einni minútu betrí en tími henn- ar var. Tírni hans var 9,17.7. Eftir nýju reglunum má stað- festa þetta sem 800 m met. Gamia metið átti Bandaríkja- maðurinn George Breen, og setti hann það í okt. 1956 og var það 9,19,2. Sama dag setti hann einn- ig niet á 800 m. en slík met eru ekki staðfest samkv. nýjum regl- um, sem settar hafa verið um þetta atriði. Systir John sat við laugarend- ann og gaf bróður sinum tímann í hverri umferð og örfaði hann ákaft með hrópum. Þegar hann hafði synt 110 jarda var þegar ljóst að hann var á leið með að setja nýtt heimsmet, þvi að tím- inn var 1,04,6. Eft'ir hálfnað sund kom í 1 jós að hann hafði sett óopinbert ástralskt mct sent ekki. yrði þó viðurkennt vegna hinnar nýju reglu. Auk þess var það tekið á aðeins eina skeiðklukku. Eftir sundið sagði hinn 15 ára unglingur að hann mundi í næstu viku reyna að hnekkja heimsmeti Murrej' Rose, Þjálfari hans sagði að Jolm mundi verða fyrsti maðurinn sem synrlir 880 jardana undir 9 mínútum. Ilsa Konrads, sjrstir John. er yngsti heimsmethafinn í sögu sundsins. Þau systkinin munu koma í heimsókn til Evrópu í vor og synda á nokkrum stöðum, t. d. í Englandi. Foreldrar þeirra eru innflytjendur frá Lettlandi. Á MÁNUDAGSKVÖLDIÐ tal- aði Guðmundur Jónsson, söngvari um daginn og veg- inn í útvarpið. Guðmundur er Kosið verður alla virka daga frá kl. 10—12 f.h., 2—6 og 8—10 e.h. og sunnudaga kl. 2—6 e.h. Kosn- ing fer fram í pósthúsinu, kjallaranum þar sem áður var bögglapóststofan, gengið inn frá Austurstræti. Auk þess er hægt að kjósa hjá bæjarfógetum, sýslumönn- um og lireppstjórum úti um land, og öllum íslenzkum sendiráðum og hja utsendum .aðalræðismönnum eða vararæðismönnum, sem eru af íslenzku bergi brotnir og taia íslenzku. Listi Alþýðubandalagsins í Reykjavík er G-listi. At- hugið að kjósa timanlega. Veitið kosningas3crifstofu Al- þýðubandalagsins upplýsingar um kunningja yklcar sem kunna að verða f jarstaddir á kjördag. Skrifstofan veitir allar upplýsingar uni utankjörstaðaatkvæðagreiðsluna sími 17511. XG.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.