Þjóðviljinn - 21.01.1958, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 21.01.1958, Blaðsíða 7
t>riðjudagur 21. janúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (T rv íhaldið ætlaði að stöðva útgerðina með því að láta hana heimta 309 millj. í viðhót! Eiins og eðlilegt má teljast eru efnahagsmál þjóðarinnar sá málaflokkur sem jafnan eru efst á baugi í umræðum manna á meðal á hverjum tíma. Um allmörg síðustu ár hefur þau einkum borið hátt um hver áramót og svo var einnig um hin síðustu. Hér eru þau fyrst og fremst gerð að umtalsefni vegna hinna ósvifnu tilrauna sem stærsti stjómmálaflokkur þjóðarinnar, stjómarandstöðuflokkurinn sem kallar sig Sjálfstæðisflokk, gerði til að stöðva framleiðslu þjóðarinnar, þegar þau voru nú síðast til meðferðar. Skal sú ljóta saga stuttlega rakín í þessari grein. Hefur flokkurinn í því sambandi einnig margtuggið upp gömlu söguna frá í fyrra, að um næst síðustu áramót hafi 300 millj. kr. verið lagðar á þjóðina í nýjum sköttum til bjargar framleiðslunni þá. Nú hefur op- inberlega verið sannað að sú taia. hafi verið 130 millj. kr. en ekki 300 millj. Samt gengur hún aftúr æ ofan í æ, í áróðr- inúm hú. FuIIyrðingar íhaldsins Þegar mál þessi voru til um- ræðu á Alþingi nú fyrir s.l áramót, einmitt á sama tíma, sem verið var að semja við út- gerðina hélt Sjálfstæðisflokkur- inn því sífellt fram, að stórfjár þyrfti núna að afla með nýjum sköttum til þess að koma út- gerðinni í gang. Og í því sam- bandi voru ennþá margendur- teknar fullyrðingamar um 300 inillj., sem lagðar hefðu verið á í nýjum sköttum í fyrra til að ná sama marki. Hér að fram- an hefur verið sýnt hvílík firna blekking var í þeim á- róðri. Skulu hér birtar nokkr- ar iilvitnanir úr þingræðum helztu. forkóifa Sjálfstæðis- fiokksins í sambandi við fjár- lagaafgreiðsluna. Magnús Jónsson segir: iiOg nú hefst næst saga hlaupapanna þegar undan er skiiið stóra metið 300 millj. kr álögur um síðustu áramót. . Ekkert verður ráðið af þessu f járlagafrumvarpi hvort ríkis- stjómin gerir ráð fyrir að fara enn yþá. Ieið að leggja. 200 til 300 millj. kr. nýja skatta á þjóðina “ Ingólfur Jórsson segir: „Útlit er fyrir að þarfir Út- flutningssjóðs verði mjög miki- ar. Taprekstur útgerðarinnar fer síöðugt vaxandi. Það er ■ekk; ólíkiegt að hæstvirta nú- verandi ríkisstjórn vanti 250 miIH. fii að jafna halia á fjárl., td að afla nauðsynlegra tekna handa Útflutningssjóði. Ef tii víii eru sutnir ráðherrar á- iiægðir með þetta, af því að um síðustú árámót voru lagðir á skattar fyrir 300 miiij.“ Enginn var þó jafn ómyrkur í maíi og Sig, Bjarnason. rit- stjóri Morgunblaðsins. Haprf segir: ..Við rhinnumst þess, að á siðasta. alþingj. voru lagðar á u. þ. b. 300 millj. kr. í nýjum sköttum og tollum til að tryggja grundvöll sjávarútvegs- ins. . En látum nú þetta vera, ef það hefði nægt til að tryggja grundvöllinn, eins og hæstv. ríkisstjórn lét í veðri vaka um s.l. áramót. þ. e fyrir réttu ári, þegar verið var að afgreiða jólagjöfina frægu. Því miður hefur það ekki reynzt sann- mæli. Á aðalfundi L. í Ú. fyr- ir skömmu síðan var lýst yfir því, að miðað við óbreytt fisk- verð og óbreytta aðstoð hins opinbera, þá reiknuðu samtök- in, afurðasölunefnd og verð- lagsráð L. í. Ú. með því að 140 þús. kr. yrði á meðalbát á komandi vertíð. Ennfremur var upplýst að 1,1 rnillj. kr. halli mundi verða á rekstri meðal- togara miðað við óbreyttar að- stæður, þ. e. óbreytt fiskverð og óbreyttan stuðning hins op- inbera. . . . Það var einhig upplýst á fundi útvegsmanna, að nauð- synjar útgerðarinnar hefðu hækkað um hvorki meira né minna en 8—38% af völdum hinna nýju tolla og skatta. Nú- verandi ríkisstjóm gerir því hvorttveggja, að leggja álögur á útgerðina til þess að bjarga útgerðinni." Tilvitnanir þessar nægja, einkum þegar þess er minnst, að dag eftir dag og viku eftir viku hafa blöð Sjálfstæðis- flokksins hamrað á þessum sömu fullyrðingum um 150— 300 millj. kr. nýjar álögur sem vanti vegna vandræða sjávar- utvegsins. Hvað kosta hinir nýju samningar við útgerðina Hverjar eru svo þær stað- reyndir, sem nú eru komnar í ijós. Nú rétt fyrir áramótin var samningum lokið við báta- útgerðarmenn. Og þó togara- eigendur reyndu að tregðast við að semja, hafa þeir nú samt gengið að þeim tilboðum, er ríkisstjórnin bauð. Allur kostnaður, sem af þess- um samningum leiðir, getur numið 20—23 millj. kr. miðað við þann grundvöll, er byggður er á rneðalaflamagni síðustu 5 ára, eins og áður hefur verið. Þessi upphæð mun í aðal- dráttum skiptast þannig: 1. Til að hækka kaup sjó- manna ca kr 12—13 millj. 2. Til útgerðar bátaflotans ca. kr. 4—5 milljónir. 3. Til togaranna ca. kr. 4—5 niilljóuir. Við fiskkaupendur var sam- ið í ö’lum meginatriðum á sama grundvelli og gert hafði verið árið 1957. Vindhögg Sjalístæðis- ílokksins Hátt var reitt til höggs af hálfu Sjálfstæðisflokksins, þeg- ar hann lét þingmenn sína á Alþingi og síðan biöð sín margT tyggja upp þá fjarstæðu, að vaxandi verðbólga vinstri ríkis- stjórnarinnar væri að stöðva útgerðina svo nú þyrfti a. m. k. 200—300 millj. í nýjurn skött- um til þess að koma henni í gang. Þvert á móti varð það niður- staða nefndar þeirrar, er rík- isstjórnin skipaði til að rann- saka það mál, að rekstursút- koma meðal fiskibáts og meðal- togara hefði ekki versnað á árinu 1957. Nokkrir kostnað- arliðir höfðu að vísu hækkað lítilsháttar, en þar á móti höfðu aðrir lækkað t. d. olía og veið- arfæri. Þá hafði einnig orðið nokkur hækkun á útflutnings- verði ýmissa sjávarafurða. Á því atriði byggist m. a. það, að frystihúsin sömdu um ó- breyttar bætur, og raunar gerðu meira, þau gátu skilað nokkru til baka, t. d. með því að taka á sig nokkra hækkun, sem orðið hefur á beitu. Þann- ig urðu hin stóru högg Sjálf- stæðisflokksins vindhöggin ein, og hefði honum áreiðanlega verið betra að reiða vopnin lægra. Algerð stefnubreyting á árinu 1957 Sannleikur þessara mála er sá, að árið 1957 er gjörolíkt undanfömum árum hvað verð- lagsþróunina snertir. í stað síhækkandi verðlags, sem síðan leiddi til nýrra styrkja og nýrra álaga í þarfir útflutningsframleiðslunnar var nú um verðstöðvun að ræða og þar af leiðandi engin vanda- mál atvinnuveganna vegna dýr- tíðaraukningar. Eini vandinn, sem nú er við að eiga stafar af lélegum afla- brögðum á s.l. ári. Meðalafli í róðri miðáð við allar helztu verstöðvar báta- fiotans var samkvæmt opinber- um skýrslum 4,67 tonn á bát. en samkvæmt meðaltali síðustu 5 ára hefði hann átt að vera 6,43 tonn, eða 25—30% hærri. Þetta sýnir betur en nokkuð annað, að það er aflabrestur- inn einn, er skapað hefur nú- verandi vandamál, og það sýnir einnig, hve vel var byggt upp það kerfi, sem lögfest var fyrir einu ári, og að sá grundvöllur sem þá var lagður stenzt með prýði ef ekki verður aftur hleypt af stað óhæfilegri verð- bólguskriðu til að eyðileggja allan árangur. Ef íhaldið hefði ráðið Enginn maður þarf að efast um af hverjum toga voru spunnar hinar margtuggnu full- yrðingar um 200—300 millj. kr. álögurnar, sem nú mætti eiga von á til bjargar framleiðsl- unni. Þær voru óskadraUmur Sjálfstæðisflokksins, sem hann hafði lagt allt kapp á að láta rætast. Eins og ljón hafði flokkurinn barizt á móti verð- stöðvunarstefnunni, barizt á mótl verðlagseftirlitinu og nú skyldi spila út síðasta tromp- inu, með því að fá útgerðar- menn til að stöðva framleiðsl- una. Þess vegna beitti hann öllum sínum áhrifum innan samtaka útvegsmanna, til að fá þau til að setja fram kröf- ur í samrw>mi víð hans eigin óskir, og ákveða st.öðvun fram- leiðslunnar ef ekki yrði að þeim ge”<?jð. Þannig átti að koma ríkisstjórninní frá völd- um. í fyrstu lotu fékk hann vilja sínum franx’ongt. Þær kröfur, sem fram kn-„u og S:<nirður B’arnason lvsti á Aiþingi, mundu hp*q býtt, ef að þeim hefði verU npnoij; Fyriv bátaflotann ca. 100 milljórir. Fyrri ♦<'""»'ý>na oa 50 millj. Fyriv a. m. k. alltnarga t"<ri rDilljéna. Auk þess voru gerðav kröf- ur um ro'kiar hækkanir á kaupi s+a'"p''íó]ks,. sem er ný- lunda úr bT;Tri átt, enda var ríkissjóði æt'að að greiða. Allt til saTioans mundi þetta hafa rum'ð 790—300 millj. eins og Sjálfstm*isfiokkurinn ætl- aðist til. Það var því sannar- lega ful’t samræmi í öllum þessum aðgerðum frá hans hendi. «.'1 Boginn brpsúur Allt þetta s'<"i„ hað að það sem Siáifstæðisflokkurinn treysti á var stöðvun fram- leiðslunnar. Framleiðsluverk- bann af he"<,i atvinnurekend- anna. Vel vita ie’ðtogar hans það að slíkt hefði þýtt óút- reiknanlegar ap'eiðingar fyrir efnahagsmál þjóðarihnar. En þeir hugsa ekki um það- Framhald £ 10. síðu Hvað á barnið að heita? ★ Alþýðublaðið skýrir svo frá að Eggert Þorsteinsson hafi lýst ástandi Alþýðuflokksins á þennan hátt á fámennisfundm- um í Stjörnubíói: „Flokkurinn hefur orðið fyrir mikilli blóð- töku, . . Það er í raun og' veru nýr Alþýðuflokkur sem nú gengur fram tU starfa. Við höf- uni á að skipa miklum fjölda nýrra starfskrafta með ný við- horf.“ ★ Nýi flokkurinn með nýja blóðið og nýju starfskraftana og nýju viðhorfin þyrfti hins vegar að fá sér nýtt nafn einn- ig, og myndi eflaust ekki standa á Bjama Benediktssyni að halda króa sínum undir skírn. Hins vegar mun örugg- ara að flýta sér og hafa skemmri skírn, svo að hann komist í tölu kristinna áður en það verður um seinan. Meira í pokahorninu ★ Morgunblaðið og Vísir hafa nú hafið innbyrðis sam- keppni um það að lýsa því á sem stórhrikalegastan hátt hvað kommúnistar hyggist fyr- ir þegar eftir kosningar. Það á að rýja alla þj.argálna menn inn að skyrtunni með skelfileg- ustu skattheimtu sem sögur fara af. Það á að reka þá út á kaldan klaka úr húsum sínum og íbúðum. Og allt er þetta sannað með tilvitnunum í gular bækur og rauðar bækur og bláar bækur, svo að enginn þarf að draga sannleiksgildið í efa. ★ Nú eru aðeins eftir sög- umar um það hvernig ætlunin er að hengja prestana og þjóð- riýta kvenfólkið. En það eru líka fimm dagar til kosninga. Farðu í rass og rófu ★ Alþýðublaðið hefur lýst því af miklö kappi undanfarna daga hvílíkt hörmungartímabil hafi runnið upp, þegar nýju ráðherrarnir Settust í ráðherra- stólana, eins og það var orðað í fyrradag, en þá var Dagsbrún kölluð „brimbrjótur ríkisstjórn- arinnar gegn öllum kjarabót- um“. Það ætti því að vera tímabært að draga ráðherra Al- þýðuflokksins út úr rikisstjóm- inni eftir slíkar lýsingar á frammistöðu þeirra. Ekki ættu Alþýðuflokksmenn að sjá eftir þeim. ★ Og það er áreiðanlegt að allir aðrir teldu mikla stjömar- bót að brottför þeirra. Þekkja sína1 ★ Alþýðublaðið birti í fyíradag heljarmikinn ramma á forsíðu um ..almennan kjós- endafund“ sem halda ætti í Hafnarfirði í gærkvöld. Um dagskrá hins „almenna kjós- endafundar“ v«r það eitt tekið fram að „Guðrún Á Símonar óperusiingkona os Kristiim Hallsson syngia“: hins végar var vandlega forðast að nefna nokkurn ræðumann og lýsir það virðingarverðri sjálfsþekk- ingu og kurteisi við almenning í bænum. ★ Með öðrum orðum: Kjós- ið Alþýðuflokkinn af því Ouð- rún og Kristinn syngja.vel. Kemur nokkur p.ug.a á aðya á- stæðu til að kjósa þann flokk? Tölum um eitthvað annað ★ Vísir birtir í gær frétt- ina um ósigur íhalds og hægri krata í Dagsbrún urtdir fyrir- sögninni: ..Hraklev útreið kom- múnista í Þrótti.“ ★ Búizt er við að ffétt blaðsins um úrslit bæjarstjórn- arkosninganna í Reykjavík birtist undir fyrirsögntnni: „Hrakleg útreið kommúnisia á- Patrekfifirði.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.