Þjóðviljinn - 01.02.1958, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.02.1958, Blaðsíða 4
£) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 1. febrúar 1958 ------->------------------------«---------------- IhildlS ottast ai urslit kosninganna þjapps vinstrí öflunum þéttar si Dag eftir dag skorar Morgunblaðið á Áka-klíku Alþýðu- floMtsins að duga áfram íhaldinu og lyfta því í valdastól Þrátt fyrir allan gorgeir íhaldsins og Morgunblaðsins í sambandi við úrslit bæjar- stjórnarkosninganna í Reykja- vík Teynir það' sér ekki að það sem íhaldið óttast nú mest, er að almenningur í vinstri flokkunum dragi þær ályktanir af síðustu atburðum sem dugi til að kveða niður sundrungina sem orðið hefur vatn á myllu íhaldsins með svo eftirminnilegum hætti. 1- haldið telur nú meiri hættu á því en nokkru sinni fyrr að skemmdarstarf hægri aflanna í Alhýðuflokknum verði stöðv- að og tekin upp ærleg sam- vinna yið AJþ'ýðubandalagið og að heiðarlegir fylgjendur Þjóðvarnarflokksins sáluga láti heldur ekki hafa sig oft- ar til þess ,að eyðileggja at- kvæði sín íhaldinu til fram- dráttar, heldur skipi sér i þá fylkingu vinstri manna, sem skapa þarf í landinu til að hindra vaidatöku íhaldsins og árásir auðklíkunnar á lífskjör alþýðu og lýðréttindi þjóðar- innai'. Þessi ótti íhaldsins birtist fyrst og fremst í því, að Morg- unblaðið er látið halda því fram í favcrri greininni af annarri að það sé samvinnan við - Alþýðubandalagið og Framsókn í ríkisstjórn sem sé.orsök fylgishruns Alþýðu- flokksins. Morgunblaðið tekur mjög óstinnt upp að Þjóðvilj- inn og Tíminn skuli draga þær ályktanir af kosningaúrslitun- um að efla þurfi samstarf vinstri flokkanna og tryggja framgang raunhæfrar og raunverulegrar vinstri stefnu í efnahagsmálum og stjórn- málum. Er Morgunblaðið mj"g móðgað við Tímann í fyrradag og kemst m.a. þann- ig að orði: „Það er „samfylking" ná- kvæmlega eins og kommúnist- ar hafa krafizt í 25 ár, sem blað hins íslenzka „milli- flokks" krefst að nú verði komið á t»,farlaust. „Form"**" hennar skiptir engu máli. „Aðalatriðið er" að henni verði komið á. Það er engín smáræðis á- kefð í „samfylkinguna" sem lýsir sér í þessum orðum aðal- málgagns Framsóknarflökks- ins. Og inn í þetta sálufélag ætlar Hermann Jónasson að teyma Alþýðuflokkinn nauð- ugan viljugan, enda þótt blað hans hafi fyrir tveimur dög- um Iýst yfir að ósigur hans í bæjarstjórnarkosningunum spretti fyrst og fremst af því, að yfirlýsing Haralds Guð- mundssonar um að aldrei skyldi unnið með kommúnist- um, var svikin". Og svo heldur Mbl. áfram í miklum armæðutón: „Það er ekki ofsögum sagt af ást og umhygg.ju maddomu Framsóknar gagnvart íslenzk- nm jafnaðarmönnum!" Þá éf eitthvað öðru máli að gegha tím „ást og um- feyggju" íhaldsins. Hún er auðvitað allt annarrar ættar. En íhaldið leggur nú alla á- herzlu á það, að fylgishrun Alþýðuflokksins eigi rót sína að rekja til þess að flokkur- inn taki þátt í rikisstjórn með Alþýðubandalaginu og Fram- sókn, aðrar ástæður komi ekki til greina. Þessi kenning er nákvæm- lega sú sama og erindrekar í- haldsins í Alþýðuflokknum, Aki Jakobsson og nánustu samstarfsmenn hans, halda nú fram, eftir að úrslit kosning- anna liggja fyrir. Hér eru þeir því enn í þjónustu íhaldsins og hafa, ,ekkert lært og engu gleymt. Hift er auðvitað ekki nefnt í herbúðum hægri mannanna, að sjálfir eiga þeir faöfuðsökina á óförum Alþýðu- flokksins. Það eru þeir sjálfir sem mótað faafa og fylgt fram þeirri furðulegu stefnu að vera hálfir eða rúmlega það með íhaldinu en á móti rík- isstjórninni. Og í verkalýðs- félögunum hafa þeir gengið beint og opinskátt í banda- lag við atvinnurekendaflokk- inn, stjórnarandstöðuna, og unnið að þvi að afhenda þeim stjórnir verkalýðsfélaganna. Er síðasta dæmið um sam- vinnuna í Dagsbrún öllum í fersku minni, þótt tilræðið færi út um þúfur Með þessum skemmdar- verkum Áka Jakobssonar og fylgismanna hans í Alþýðu- flokknum hefur verið heldur betur lyft undir íhaldið. Því hafa ekki aðeins verið af- hent þýðingarmikil verka- lýðsfélög til umráða. Til við- bótar hafa fylgismenn Al- þýðuflokksins verið aldir upp í blindu liatri og fárán- legri ofstækisafstöðu til stéttarbræðra sinna í AI- þýðubandalaginu. Þeim hef- ur verið kerint að líta á í- lialdið sem SAMHERJA en Alþýðubandalagsmenn sem HÖFUÐÓVIN. Og þegar í- haldið þarf á liðsinni að halda í almennum kosning- um er galdurínn sá einn að endurprenta verstu ofstækis- skrif hægri manna Afþýðu- flokksins og hvetja hina rugluðu fylgismenn hans til að kjósa yfir sig íhaldið til þess að forða frá for- ustu kommúnistanna! Og þeir sem vandir hafa verið undir íhaldið í kosningum í verkalýðsfélögunum hlýða kallinu. Það er allt og sumt. Starfshættír hægri klíku Ába Jakobssonar gátu ekki leitt til annars en þess sem fram er komið, enda telur íhaldið síg standa í mikilli þakkarskul við þessa dug- miklu og mikilsverðu sam- herja og treystir þeini til á framhaldandi þjónustu. Og um það stendur í raun og veru spurningin í dág. Fá skemmdarverkamennirnir, sem Áki Jakobsson stjórnar fyrir íhaldið, tækifæri til að halda áfram. Á ekki að 'stcðva þá fyrr en þeir hafa flæmt síð- ustu leyfarnar af fylginu frál Alþýðuf lokknum ? Er ekkii tími til þess kominn að heið-j arlegri og ábyrgari öfl taki í taumana við ævintýramennina og svifti íhaldið þeirri sterku von að starfshættir þeirra færi því innan tíðar stjórn- artaumana í hendur? Vissulega er tími til þess kominn. Og það er einmitt það sem íhaldið óttast mest af öllu. Auðstéttaröflin eru ekki örugg um að áætlanirnar standist. Ihaldið hræðist faeil- brigða skynsemi alþýðufólks, sem nú krefst þess af flokk- um sínum að þeir snúi bök- um saman og hætti bræðra- vígunum, en einbeiti sér að því að byggja upp það sókn- arafl sem sigrað getur íhald- ið og tryggt um leið þá vinstri stjórnarstefnu sem al- þýðan þráir og veit að ein leiðir til farsældar fyrir þjóð- ina. LandssambaEd bakarameistara Stofnfundur Landssambands baUavanicistarii var haldinn í Reykjavík 23., 24. oð 25. janúar s.I. Frumkvæðið að stofnuninni hafði Bakarameistarafélag Reykjavíkur. Stofnfundinn sóttu bakaraméistarar hvaðanæva' að af landinu og nú þegar er meiri- hluti allra bakarameistara kom- inn i sambandið og nokkrir af þeim, sem ekki gátu sótt stofn- fundinn hafa þegar tilkynnt þátttöku sína. Tilgangur sambandsins er: Að safna saman sem flestum bararameisturum á landinu i ein allsherjar samtök. Að vinna að aukinni' fræðslu sambandsmanna. Að gæta velferðar og hags- muna stéttarinnar í hvívetna.' - Stjórn sambandsins er skipuð sjö mönnur, þrerh úr Reykjavík og einum úr 'hv'erjum landsfjórð- ungi. • Eftirtaldir fnfenn skípa nú sambandsstjórn: Si'gurðu-r Bergs- son, fomaáÖúfe,í:f fouðrnujidur R. Oddsson Reykjavík, varaformað- ur, „Steindó'r . Hannesson Sj^u- firði, ritári, Stefán Ó'. Thórd- ersen Reykjavik, gjaldkeri. Með- stjórnendur: Sigmundur Andrés- son Vesfvnannaeyjum. Aðal- björn Trysígvason fsafirði, KQiöð- ver Jónsson Eskifirði. Vara- stjórn: Árni: Guðmundsson Reykjavík, Magnús Einarsson Reykjavík, Georg Michelsen Hveragerði. Volkswagen Frainhald af 3. siðu. um ., Volkswagenverksmiðjultinar • í Grikklandi og Júgóslavíu, og j lét hann í ljós ánægju sína yfir I því a£ honum skyldi einnig hafa Verið'falið að ,,sjá u'm" ísland ! því honum fellur vel í geð land 1 og þjóð. Á sat.a hátt og Mr. Hiller hef-" ! ur eftiilit með VW þjónustu í j ofangreindum löndum, eru aðrir ! verkfræðingar verksmiðjunnar í I sams konar erindagjörðum um ! allan heim. Og það er m. a. i þessu fyrirkomulagi að þakka, ! að VW eigendur geta reitt sig ! á.fullkomna og.örugga þjónustu, ; sem eílaust á sinn skerf.í hin- ] um gífurlegu vinsældum og eft- ' irspurn þessara Utlu bifreið'a á I heimsmarkaðnum. i>~—— líggnar lei&h Fiá 1. íéum&n vvíZm Bonnser$k]öl rannsökuS Opinberi saksóknarinn í Sví- þjóð hefur hlutast til um að réttarrannsókn fari fram á uppruna skjala þeirra, sem Torsten Kreuger telur sanna að Bonniersfjölskyldan hafi boðizt til að selja nazistum bl"ð sín og útgáfufyrirtæki á stríðsár- unum. Tor Bonnier, höfuð ætt- arinnar. staðhæfir að skjölin séu fölsuð. Einar G. Baldvinsson Málverkasýning Finars G. Baldvinssonar • OSí^ _ t _ ' viötalstimi mmn frá kl. 1,30—3 alla virka daga nema Iaugardaga klukkan 10—11 f.h. Kjartan Olafssoe héraðslæknir, Kirkjuteig 9 — Keflavík. Málverkasýning Einars G. Baldvinssonar í Bogasal Þjóðminjasafnsins er opin daglega frá kl. 1—10 e. h. Málverkasýningu Eínars G. Baldvinssonar í bogasal Þjóð- minjasafnsins skiptir í tvö horn: óhlutrænar myndir og hlutrænar, þar sem við þekkj- um hluti og viðburði hins dag- lcga lífs. Málarinn hefur fund- ið sér fastari jörð undir fót- um þar sem hin hlutræna stefna er, þær myndir eru sam- stæðari en hinar sem óhlut- rænar teljast. Þessar myndir eru sterkar í teikningu, litir mjúkir frekar dimmir, rökkur á húsum, svört skip á sjó, grátt. Litaskalinn er viðfeldinn og bendir stundum til rómantik- ur. f. hinum óhlutrænu myndum er likast því sem málarinn hafa orðið fyrir of mörgum áhrifum víða að og sé ekki búinn að vinna nóg úr þeim, það er að minnstá kosti svo að sjá í svipinn, en það dæmi sýnir og sannar hversu hin ó- hlutræna listastefna er lang- sött og erfið, því hér er um málara að ræða sem kann margt fyrir sér. En þót.t, sýning- in sýnist fyrir. þessar sakir ekki m.iög samstæð, er þeim mun betra að átta sig, á ýms- Um sviðum á braut þessa lista- manns sem hér heldur sína i fyrstu sjálfstæðu sýningu. Mál- arinn vifðist hafa margar hug- dettur og er ekki hræddur; að gera tilraunir. Vil ég benda á. að í þessum óhlutrænu mynd- • eru faldir Htir, stundum dökk-. ir eins' op í' hinum- en frjáls- ari litaleikur, i þeim myndum , sem síðast rtii málaðar eru liósir litir. Symngin er margra ára verk, og þar af leiðándi samstæðari en á horffiist í fyrstu, . þessar myndir bira giöggf 'höfuridarma'rk. Það er hverjum mannj h'ollt að sýna myndir síiiar, sýiling er eins konar krossgötur þar sem menn gétá valið og. hafn- að. Við eigum eflauát eftir að sjá margffleira eftir Ein- ar G/Baldvinsson og sjá faann vaxa með áfanga -.hverjum. • . m'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.