Þjóðviljinn - 01.02.1958, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 01.02.1958, Blaðsíða 10
2) — Óskastundin FRAMHALDSLEIKRIT Við höfum nú haft þrjár1 framhaldssögur í blaðinu og vonum að ykkur hafi þótt gaman að þeim, en áður en næsta framhaldssaga byrjar fáið þið nýtt leikrit, sem mun koma í næstu þrem eða f jórum blöðiim, Þetta er einþáttungur og vill höfundurinn ekki 'láta nafns síns getið en kallar sig Gunnhildi á Hóli. Ef einhverjir af lesendum blaðsins settu leikritið á svið þætti okkur vænt um að þeir skrif- uðu okkur og segðu hvernig tækist til um veikið. Gunnhiklur á Hóli: DRAUMUR Leikrit í einum þætti. Karitas — Stcinunn vinkona Karítasar — Kata systurdóttir Karitasar — Inga vinkona Kötu Gesturinn. Karitas (situr við prjóna og syngur) Ánægjustujndum finnst mér fækka. Framtíðin, hún er bara l.jót. Skuldir vaxa og skattar hækka. Skaprauna mér í þokka- bót ósvifin börn . og i!la frædd. Er það furða, þó ég sé mædd? (Hlustar) Það er einhver að koma. Steinunn: Sæl og bless- uð. (þær kyssast) Karítas: Blessuð seztu, Hvert ert þú að fara, svona fín? Steinunn: Til kirkju, góða mín. Þú kemur með mér. Karitas: Onei, ég hef nú öðru að sinna. En hvað ég er íegin, að stelpumar skuli ekki vera inni. Þær láta alveg eins og hamhleypur, síð- an foreldrar þeírra fóru að heiman. Sérstaklega hún nafna mín. Steinunn: Er honum Katli ekki að batna? Karítas: Jú, hamingj- unni sé loí'. Þau koma heim í næstu víku, bless- uð hjónin. Enda er ekki vanþörf á því. Eg skil ekkert í þeim, að biðja mig, gigtveika mann- esk.iu, að stjórna þessum ungíingaflónum. Það hefði ekki veitt af manneskju, sem hefði haft heilsu til að taka í lurginn á þeim, sérstak lega henni Kötu, þó að hún sé nafna mín. Æ, Steinurin mín komdu nú fram í eldhús og fáðu þér kaffisopa. (Þær fara)' (Kata og Inga koma inn). Skelfing verð ég feg- in, þegar pabbi og mamma koma. Karítas frænka hefur ekki verið hýr á svipinn undanfar- ið. Ekkert skil ég í henni mömmu, að láta mig heita í höfuðið á henni? Þetta er líka heldur þokkalegt nafn, Karítas! Heldur vildi ég heita Gilitrutt, Inga: Hérna kom ég með alveg nýtt blað af Vikunni handa þér. Kata: Það hefur verið eina ánægjan mín að lesa Vikuna á kvöldin. Veiztu hvað, Inga? Nú verð ég að segja þér dálítið. Stundum eru strákar að auglýsa það í Vikunni, að þeir vilji skrifast á við stelpur. Ein auglýsingin var frá strák, sem sagðist vilja skrifast á við 18 ára stúlku, sem væri há og grönn. Og hún átti 'að senda mynd af sér. Eg hugsaði með mér, að þessi strákur væri aumi asnrnn. Eg skrifaði hon- um til að sjá, hvað hann væri vitlaus. Inga: Hvað heldurðu, að mamma þín segi? Kata: Eg hefði heldur ekki gert þetta, ef mamma hefði verið heima. En bíddu nú við. Eg fékk bréf frá þessum asna. Nú. skal ég lesa það fyrir þig: LITLA SAGAN Indíánarnir í Ameríku kunna sannarlega að taka eftii*. og er ekki víst, að jafnvel snjöll- ustu leynilögreglumenn standi þeim á sporði. Indíáni nokkur hafði hengt hreindýrakjöt til þerris. Eitt sinn er hann kom af veiðum, sá hann að búið var að stela því. Hann athugaði nú allt nákvæmlega. Svo fór hann af stað út í skóg, til að rekja spor þjófs- ins. Þar mætti hann manni og spurði hann hvort hann hefði séð gamlan mann, hvítan, lítinn vexti, með stutta byssu og ,skottlausan hund. Hann kvaðst hafa séð mann, sem þessi lýs- ing ætti við. Undraðist Hver sendi ævi- sogu dúkk- unnar} I síðasta blaði óskuð- um við eftir að þið send- uð (teikýnaða mynd af brúðunni ykkar og segð- uð svolítið frá henni, í stað þess að senda allt- af tízkudömur. í vikunni fengum við teikningu og ævisögu brúðunnar Eliu, en sendandi gat ekki um aldur eða nafn sitt. Okk- ur langar að vita hvað þið heitið og eruð göm- ul. Vill nú litla stúlk- an, sem sendi okkur bréfið og myndina skrifa okkur annað bréf og seg'ja okkur hver hún er? Myndin af Ellu kemur svo í næsta b'aði. hann mjög er hann komst að þvi. að Indíáninn hafði aldrei séð þennan mann, sem hann var að spyrja um. Hann spurði nú Indíánann hvemig hann færi að lýsa mann- inum svona nákvæmlega, fyrst hann hefði aldrei séð hann. ,,Ég vissi að þjófurinn var lítill", sagði Indíán- inn, „af því hann hafði v \l að steini, til að standa á meðan hann náði kjötinu. Það var mjög stutt á milli spora hans, af því réð ég að hann væri gamall. íg vissi að hann var hvít- ur maður, af því að ég sá á sporunum að hann var útskeifur, en Indíán- ar eru jafnan innskeifir. Hann hafði reist byss- una upp við tré og sáust þar för eftir, 'af því sá ég að hún var~stutt. Ég sá að hundurinn var skottiaus af farinu, þar sem hann hafði setið í moldinni. GÁTUR 1 Hvað er það, sem gengur en færist aldrei úr stað? 2 Hvað dettur oft en meiðir sig aldrei? 3 Hvað er það, sem all- ir 'nafa séð, en sjá aldrei aftur? 4 Hvað gefa allir en fá- ir þiggja? 5 Að hverju leitar stofu- þernan . en forðast að fihna? 6 Hvers vegna gang kú- rekar með barðastóra hatta? Öskastiindia •— (3 SKRÍTLUR] Siggi: Ég hef verið svð' veikur að ég gat varla skriðið. Tóti: Hvers vegna' varstu þá eiginlega að skríða? Ungi maðurinn: HvaS segir þú við því, Jónsi litli, ef ég giftist einni af systrum þínum? Jónsi litli: Ef þú vilt' gefa mér fimmkall skal ég segja þér hver er bezt. Fátæklingur: Ósköp er á yður maður, að taka 9 af hundraði í vexti af peningunum, sem þér ætlið að lána mér. Það er áreiðanlegt að guði er það ekki þóknanlegt. Okurkarl: Þeirri hjið málsins er borgið, sem að honum snýr. Þegar hann horfir a 9 ofan frá sýnist honum það vera 6. Málarinn: Eg vona, að þér hafið ekki á móti því, að ég sitji hérna á eyjunni meðan ég er að mála? Bóndinn: Nei, blessað- ur góði, ég get sparað mér með því eina 'fugla- hræðu. Hinrik litli: Eg á á8 kaupa hálft kílö af seigu nautakjöti. Kjötsalinn: Hvevs vegna á það að vera seigt? Hinrik litli: Af þvi að pabbi étur það allt sain- an, ef það er meyrt. 10) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 1. febrúar 1958 Sameining Framhald af 6. síðu. árangur hans kemur fram í hruni Alþýðuflokksins og stór- felldri fylgisaukningu íhaldsins í Reykjavík. ¥»að skal enn endurtekið, að * nú er ekki aðeins tæki- faeri-og tími til kominn fyrir alla alþýðu og flokka hennar að taka höndum saman og hefja sameiginlega baráttu og sökn gegn íhaldsöflunum held- ur er það beinlínis lífsspurs- mál fyrir vinstri hreyfinguna í landinu, framtíð hennar, gengi og sigurmöguleika. Sam- vinna verkalýðsflokkanna verð- ur að taka við af gagnkvæm- um ásökunum og bræðravíg- um sem færa íhaldinu einu árangur. En þessari einingu verður ekki komið á nema gömlum fordómum verði hafn- að eins og þeim sem Alþýðu- blaðið boðar enn í gær um að vinstri hreyfingin verði að hafna „liðveizlu, hvað þá for- ustu kommúnísta". Allt slíkt tal verður að heyra fortíðinni til eigi árangur að nást. Alþýð- an verður að snúa bökum sam- an og týgja sig til öflugrar og markvissrar sóknar, hvað sem líður ágreiningl um fræði- kenningu eða fjarlægari mark- mið. í þessari fylkingu verða allir verkalýðssinnar og vinstri menn að sameinast og gera sókn hennar svo volduga að hún tryggi framgang raun- hæfrár vinstri stefnu og forði frá alræði íhaldsins og auð- mannastéttarinnar. Hvað sagði Morgunblaðið ... Framhald af 7. síðu. þjóðfélagsmálanna". (Letur- breytingar Morgunblaðsins). • Það er fyrirmyndin Þetta eru fáeinar tilvitn- anir, gripnar úr skrifum blað- ins á einum mánuði. Hægt væri að skrifa heila bók um afstöðu Morgunblaðsíns og Sjálfstæðisflokksins til naz- ismans bæði í Þýzkalandi og Islandi, og væri raunar fyllsta ástæða til þess, því fátt varp- ar eins skýru ljósi á raunveru- legt eðli flokksins og tilgang hans. Og sérstaklega á þetta við nú, þegar hin gamla yfir- lýsing Morgunblaðsins um að nazistarnir séu „hluti af Sjálf- stæðisflokkmun" er sannari en nokkru sinni áður. Leiðtogar íslenzka nazistaflokksins hafa aldrei slitið samtök sín og sannarlega ekki skipt um skoðun, en þeir komust fljót- lega að þeirri niðurstöðu að skjótvirkasta leiðin til áhriía og valda væri að nota Sjálf- stæðisflokkinn og móta hann innan frá. Aukin áhrif þeirra hafa einmitt mótað innri sögu flokksins í sérstaklega ríkum mæli síðustu árin; þeir hafa skipað sér í kringum Bjarna Benediktsson sem hefur lært allar baráttuaðferðir sínar í stjórnmálum af þýzku nazist- unum en lagað þær að íslenzk- um aðstæðum. Lygaáróður Morgunblaðsins á sér ekki hliðstæðu í neinu venjulegu borgaralegu íhaldsblaði í Vest- urevrópu; hann er arfur frá nazistunum þýzku. „Verka- lýðsfélög" Morgunblaðsins og tilraunir þeirra til að smokra sér inn í verklýðshreyfing- una eiga sér engar hliðstæður hjá borgaralegum íhaldsflokk- um í Vesturevrópu en eru beinn arfur ifrá þýzku nazist- unum. Innra skipulag Sjálf- stæðisflokksins er ekki lagað^ eftir skipulagi borgaralegra íhaldsflokka á vesturlöndum heldur lagað eftir flokksskipu-: lagi nazista. • Blessa nafn þess manns! Það er engin tilviljun að einn helzti leiðtogi íslenzku nazistahreyfingarinnar, Birgir Kjaran, er nú formaður Full- trúaráðs Sjálfstæðisjflokksins, þeirra samtaka sem mestu ráða um störf og skipulag flokksins. Það er ekki heldur nein tilviljun að Bjarni Bene- diktsson valdi nazistaleiðtog- ann Sigurjón Sigurðsson til að vera lögreglustjóri í Reykja- vík, yfirmaður þeirrar einu stofnunar hérlendis sem skipu- lögð er til þess að beita valdi samkvæmt fyrirmælum. Allt er þetta liður.í stórri áætlun. Og víst er um það að naz- istarnir sem nú eru. komnir í forustu Sjálfstæðisflokks- ins munu á sinn hátt minnast þeirra atburða sem urðu. í Þýzkalandi fyrir aldarfjórð- ungi. Þegar þeir rifja upp.hin fornu ritverk sín munu verða fyrir þeim mörg ummæli eins og þessi sem birtust í mál- gagni Birgis Kjarans og Sig- urjóns Sigurðssonar, íslenzkri endurreisn, 3. ágúst 1933: „Adolf Hitler hefur unn- ið kraftaverk fyrir land sitt og þjóð o.% þýzka þjóð- in |iun um ókomnar aldir blessa nafn þess manns sem sameinaði sundraða og lam. aða þjóð." Sauma- keið nams byrjar 6. febrúar í Mávahlíð 40. Gjörið svo vel að tala við mig sem fyrst. Brynhildur Ingvarsdóttir Naiiðiingar uppboð. verður haldið að Melavöllum við Rauðagerði hér í bænum, mánud. 3. febr. n. k. kl. 2 e. h. eftir kröfu Gústafs A. Sveinssonar hrl. og Kristins Gunnarssonar hrl. Seldar verða trésmíðavélar. Svo sem: Sigtarhefill, Hulsubor, Rennibekkur, Hand- fræsari, Præsari og Hjólsög. Ennfremur bifreiðin R-8738. Greiðsla fari fíram við hamarshögg. Borgarfógetinn í Reykjavík, Tilkyniiing um greiðslu skatta starfsíólks Atvinnurekendur og aðrir kaupgreiðendur, sem krafðir hafa verið um skatta starfsfólks af kaupi, eru alvarlega minntir á, að um þessi mánaðarmót ber þeim að ljúka að fullu greiðslu skattanna, að viðlagðri eigin ábyrgð á sköttunum og aðför að lögum, sem fram fer strax i byrjun febrúar,- Kópavogi, 30. janúar 1958. Bæjarfógeönn í Kópavogi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.