Þjóðviljinn - 01.02.1958, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.02.1958, Blaðsíða 11
Laugardagur 1. febrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (11 f'C'l *./■! ERNgST GANN: Sýður á keipum 27. dsgiir ,,Fasteignasala“ á skriístoíuhuröinni hjá mér, en aöai- lega er um dreifingu að ræöa.“ „Dreifingu á hverju?“ „f mínu fyrirtæki er ekki ætlazt til þess aö menn spyrji spurninga. Hvernig þætti þér aö' vinna þér inn tvö hundruö dali á viku eöa svo?“ „Hvernig þætti mér að vera Rockeíeller?" „Þið komiö oft í höfn, er þaö ekki?“ „Tvisvar til þrisvar í viku.“ „Eg gæti komið því þannig fyrir aö þú yröir kyrr á bátnum þótt þú aöstoðaöir raig viö viöskiptin. Það sem þú þyrftir að gera tæki ekki nema nokkra tíma á dag.“ „Og fengi ég tvö hundruð?" „Viö gætum byrjað á því. Kannski fengiröu kaup- hækkun seinna. Þaö er undir ýmsu komiö. Þaö er þægilegt aö hafa einhvern til að vinna' fyrir sig á kvöldin." „Eg er maðurinn sem þig vantar. Hvað á svo aö gera?“ „Þú sagöist vilja vinna þér inn peninga og mér hefur verið að detta í hug aö taka. mér dálítið leyfi. Vera undir beru lofti og þess háttar. En ég hef engan áhuga á því aö liggja og sólbaka mig á einhverri strönd. Ef til vill væri alveg tilvalið fyrir mig að fá aö vera hérna á bátnum hans pabba þíns í nokkrar vikur. En á meö- an þyrfti einhver aö annast viöskiptavini mína. Þeir reiöa sig á mig og mér þætti slæmt að tapa þeim. Þaö er mikil samkeppni þarna.“ „Fiskibátur er fráleitur staöur fyrir sumarleyfi. Pabbi er verstur af þeim Öllum.“ „Hvað er annars svona slæmt við þessa sjómennsku? Hvers vegna hefuröu allt á hornum þér í sambandi viÖ> hana?“ Carl togaöi spotta af tjöruhampi upp úr samskeytum og vöölaöi honum saman í kúlu með fingrunum. „Ásamt búskap er þetta víst elzta vinna í heimi . . . ég veit þaö ekki með vissu, kannski er það eldra. Að minnsta kosti er sjómennskan rekin á næstum sama hátt og fyrir þúsund árum, og ef þú ert framleiðandi eins og við pabbi, þá ertu á öfugum enda. Þú ert bjarg- arlaus gagnvart þeim sem kaupa fiskinn, og þeir nota sér þaö út í yztu æsar. Þeir vita mætavel aö rnaður fleygir fiskinum ekki aftur i sjóinn hvaða smánarverö sem þeir bjóða manni fyrir hann.“ „Hvernig geta þeir verið svo vissir um það?“ „Brennir bóndinn uppskeruna sína? Þú átt eftir að sjá það........þegar þú vinnur baki brotnu til aö ná í eitthvaö, þá fleygiröu því ekki frá þér. Þú getur ekki annað en veriö hreykinn af frammistööu þinni og kaup- mennirnir vita það. Einstöku sinniun missii* einhver sjömaöurinn stjórn á sér og reynír þetta. Hann slær káúpmanninn utanundir meö eirium fiskinum og fleyg- ir hiriu fvrir borð. En megnið af tímanum hafa þeir veröið örlitlu hærra en það að ménnirnir sleppi sér.“ „Hvaö um sjómannafélagið?“ Carl lyfti handleggnum letilega Og fleygöi hamp- vöndlinum langt út í sjóinn. „Þú getur ekki ferigið hóp sjómanna til aö veröa sam- mála um nokkurn skapaöan hlut. Þeir hafa allir sínar eigin hugroyndir . . . sumir þeirra bafa býsna ákveðn- ar skoðanir, annars væru þeir ekki sjómenn. f San Francisco, þar sem halda veröur hálfan fundinn á ensku, hálfan á ítölsku, þá er þetta þeim mun erfiöara.“ „Mér viröist þið vera hér á öfugum enda. Því ekki að vera út undir sig og gerast kaupmaður? Troöa sér inn?“ „Maður verður að vera skyldur eða tengdur til að komast í hópinn og Skandínavar eru engir kaupmenn. Það ér gallinn á okkur. Við höfum ekki kjark til að græða þrjú eöa fjögur hundruð prósent.“ „Þrjú eða fjögur hundruð prósent?“ „Reikiftaöu það út sjálfur. Þú feró á markaöinn til að kaupa skarkolaflök. Þú verður að borga að mínnsta kosti fjörutíu sent fyrir pundiö. -Vetztu hvað sjómenn- Irnir. fá fyrir fiskinn yið.þryggju? Fjögur sent.“ „Þetta lízt mér á, þetta lízt mér vel á!“ Brúnó horfði upp í himininn. Ja hérna! Fyrirtæki Brúnós og Felk- ins hafði ef til vill verið sofandi. Ef til vill væri hægt aö koma undir sig fótunum viö fisksölu. Þaö væri að minnsta kosti athugandi. Og sú kenning að maður þýrfti að vera skyldur eöa tengdur? Carl vissi ekki aö hægt var að koma sér fyrir .í hvaöa viöskiptagrein sem er, svo framarlega sem notaðar voru. til þess gaml- ar og viðurkenndar aðferðir. Bíl hvolft hér og öðrum þar. Óskiljanleg óhöpp sem uröu á starfsfólki, stöku andlit sem fékk óblíða meöferö . . . einn náungi sem lenti í slagtogi við kvenmann sem kunni aö hlýöa fyr- irskipunum . . . nokkrar spurningar í sambandi við líftrygginguna þeirra. . . . Já, ójá, það voru þúsund aðferðir til aö komast inn undir á hverjum sem var. Brúnó sá aö Carl hafði nánar gætur á honum. ,,Ef þú ert aö hugsa um að koma þér fyrir í þeirri viðskiptagrein, þá er þér bezt að láta þaö eiga sig,“ sagði Carl. „Þeim er ekkert um utanveltubesefa, og þeir geta veriö býsna harðskeyttir ef þannig stendur á. Þaö er heilsusamlegra aö láta þá eiga sig.“ „Þú segir það, Carl. Við getum talaö nánar um þaö seinna. Þessa stundina langar mig til að vita, hvort hægt væri aö telja pabba þinn á að leyfa mér aö vera kyrr á bátnum. Eg vildi helzt fá aö v.era í honum — allan tímann. Eg vildi jafnvel borga honum eitthvað fyrir.“ „Þú færö svei mér kyndugar hugmyndir. En pabbi mundi aldrei taka við borgandi gestum. Þaö er fyrir veizlubáta, gubbubáta köllum við þá. Ef þú yröir kyrr, þá yrðirðu að vinna.“ „Mér stæði á sama um þaö. Dálítil útivinna væri ágtet fyrir mig.“ „Hvers vegna spyrðu hann ekki?“ „Eg ætlaöi aö gera þaö. En fyrst vildi ég ganga úr skugga um að ég ætti vísan aðstoðarmann viö þaö sem ég þarf aö gera í landi. Og ég vil vera viss um það aö aðstoðarmaöurinn segi engum hvað hann fær mikið í aöra hönd eöa hvað hann er að gera, skilurðu?“ „Hér er maðurinn.“ „Ágætt. Þaö vill svo til að mér líkar vel við þig, Carl. Hvernig eru timburmennirnir?“ „Eg lifi þá af. Hvernig eru þeir sem þú þykist hafa?“ „Dálítill blundur skaðar þá ekki.“ Brúnó lokaði aug- unum og lét sem hann svæfi. En það voru aðeins aular IIiii'iiiii lialst líka skoðanir Fjölskyldufundir geta verið mikil hjálp til að vekja traust og trúnað milli foreldra og barna. Böi'n gangast upp við; það, þegar tillit er telsiö til þeirra í fjölskyldumálura og þau vilja gjarnan fá leyfi til að leggja orð í belg þegar vanda ber að dyrum, Börn hafa þörf fyrir allan þann skilning sem foreldrarnir geta sýnt þeim. Þcgar börnin eru orðin nógu gömul til að skilja ýmislegt sem snertir fjölskylduna, eiga þau rétt á því að vera höfð með í ráð- um um stærri oða smærri vapdamál sem koma allri fjöl- skyldunri við. Séu hjón t. d. að hugsa um að skipta um húsnæði og flytj- ast í annan bæjarhluta, er skynsamlegt, að ræða það við böinin og láta þau segja sína skoðun á málinu. Börn geta að vísu fest rætur hvar sem er og þau eiga hægt með að eignast nýja vini. EJn það er miklu réttlátara gagnvart börn- unum að- láta þau taka þátt í að ræða nýju áætlanirnar en að segja formálaloust. „Nú flytjum við vestur í bæ,“ og láta það ráðast. hvort þeiin lík- ar það. betui’ eða ve-rr. Reynið lika að spyrja börn- in ráða um hluti sem viðkoma skreytingu héimilisins. Börnin veroa stórhrifin af þvj að mega taka þátt í að velja. málningu eða veggfóður og þið undrizt áreiðanlega hve margar góðar hugmyndir þau fá. Látið börnin taka þátt í um- ræðuna heimilisins eftir því sem unnt er og að vissu markí. Sumum foreldrum hættir til að stjana alltof milcið við börn- in sín. Of mikið hangs í pils- um mömmunnar getur orsakað margs konar erfiðleika síðar í ljfinu, Það getur gert drenginn að veikgeðja og viljalausum eiginmanni og telpuna að ó- sjálfstæðri eiginkonu sem hleypur heim til mömmu um leið og bólar á einhvers konar vandamálum. Börn eru líka menn. Það er svo sjálfsögð staðreynd að ó- þarfi ætti að vera að taka það fram, en samt sem áður vill hún oft gleymast. 1 löngun sinni og ákefð eftir að styrkja börnin og styðja,, gleyma foreldrai'nir oft að sér- livert barn hefur sinn eigin persónuleika, og á rétt á því að segja skoðanir sínar frjálst og opinskátt, hxeinsar, vemdar, mýkir og fegrai húðina. — Biðjið um RÓSÁ-SÁPU. K?. 3.SE stykkið líðir í§k&1y OJí II? 1 þró&tir Framhald af 9. síðu. gefa sem flestum félagsmönnum tækifæri tiJ starfs og dáð'a og frama í gegnum störf deildanna og uppbyggingu þeirra“. “ „Framhaldsaðalfundur ÍR haldinn 27. janúar 1958 sam- þykkir að fela stjórn félagsins að leita samninga við Reykja- víkurbæ um. það, að félagið gerist sérstakur aðíli að byggýfigu hins væntanlega íþróttasýhinga- húss, sem ákveðið ec að hefja byggingu á í samvinnu við sam- tök iðnaðarmanna, kaupmanna, BÆR og ÍBR. — Er stjórninni heimilt að skuldbinda 50 þús. króna framlag á ári frá félaginu í þessu skyni næsíu 4 ár, ef viðunandi samkomulag næst við viðkomandi aðiJa“. Þe'r eera ejvki sofa við opinn gluggn. ættu r.'-rax að venja sig á bað. E'; ' rr þó vert... að byrja þcpt r ka:t er í veðri, heldur ve-ja hiýindakafla til að byrja með. Fyrst má hafa örlitla rifu á glugganum, og síðan þegar fer að hlýna í veðri fyrir alvöru, má opna gluggann upp á gátt. Flestöll líkamsstarfsemi ligg- ur næstum niðri meðan á svefn inum stendur, Stanfsemi húðarinnar liggur þó ekki niðri, heldur er hún öflugust á nætumar. Þess vegna vei’ður þungt loft í svefn- liei’bergjum, þar sem gluggar eru ekki opnir. Þetta loft myndast af meir.a og minrta eitruðum úrgangs- efnum sem koma út nm millj- ónir af svitaholum hörundsins. Við höfum þörf fyrir súrefni allan sólarhringinn, og við þurf- um því einnig að fá ferskt lof-t á næturnar. Loftið þarf áð vera á hreyfingu, svo að súi'efnið endurnýist jafnóðum. ;

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.