Þjóðviljinn - 02.02.1958, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 02.02.1958, Blaðsíða 3
Hjálmbúinn náungi stóð úti við gluggann — og virtist illi- legur. Frammi fyrir honum stóð maður í ósköp venjulegum fötum og sýndist svo niður- sokkinn í að toga í skegg hins hjálmbúna, að hann mátti engu öðru sinna. Sá hjálmbúni stóð keikur og lét toga í skeggið á sér án þess að bregða hið minnsta svip. Þvílíkt stilling arljós! En þá sá ég að þetta var bara gervimaður — til að hengja utan á hann búninga Og lifandi maðurinn var alls ekki að toga í skeggið á hon- um heldur að festa það sem bezt. Og hann sinnti engu öðru. Hvílík vinnugleði. Já, hér er verið að vinna; hengja upp myndir, færa módehalla, leggja síðustu hönd á að allt fari sem bezt má verða. Blaðamenr verða öðru hvoru þeirrar ham- ingju aðnjótandi að koma í hóp vinnandi listamanna meðan þeir eru enn eðlilega sokknir niður í viðfangsefni sín, — áð- ur en hátíðin er sett og boðs- gestirnir koma og setja upp sérfræðingsandlitið. Og þarna kemur Gestur Þor- grímsson með helgina sína niðri í kassa, raunar aðeins hálfa helgi eða tæplega það. Hér ætl- ar hann að bæta á sig, þ.e. helgina því hlustendurnir bíða óþolinmóðir. „Ef ég væri orðin Íítil fluga 1 innra herberginu kemur í ljós brosandi andlitið á sjálfum höfundi Litlu flugunnar, Sigfúsi Halldórssyni. Hann hefur verið að hengja upp sviðsmyndir úr Brimhljóðum Lofts Guðmunds- sonar. — Heyrðu Sigfús, hvenær fórst þú að fást við leiktjalda- gerð? — Eg fór til London árið 1944 til að læra þetta og var við það til 1946 að ég kom heim aftur. Eftir heimkomuna vann ég nokkuð að þessu hjá Leikfélaginu og Þjóðleikhúsinu en svo fékk ég ekkert að gera í þessari grein hér heima á Is- landi, svo ég fór þá að gera þetta á eigin spýtur heima á flyglinum mínum, því ég hef alltaf haldið mikið upp á þessa list. Þegar mér datt í hug að gera vísi að leiktjaldasýningu spurð- ist ég fyrir um hvort Lárus Ingólfsson, Lothar Grund og Magús Pálsson vildu vera með, en tveir þeir fyrst nefndu höfðu ekki tíma til þess. — Og útkomuna geturðu séð, þennan vísi að leiktjaldasýningu hér í kringum okkur. Þjóðleikhúsið og Leikfélagið mættu raunar koma upp leiktjaldasýningum endrum og eins, — landsmönn- um að skaðlausu. — Manstu nokkuð hvað þú hefur samið mörg lög um dag- ana? *— Nei, satt að segja ekki, ég hef samið lög í tuttugu ár, sjál.fum mér til skemmtunar, og að ég held öðrum til ánægju einnig, því þau hafa farið mjög víða. Eg þakka hjartanlega hve allir hafa tekið lögunum mín- um vel, — og vona að það verði eins ef ég sendi frá mér óperettu. — Ertu með óperettu í smíð- um? — í smíðum og smíðum ekki, en það kemur i ljós síðar. Magnús Pálsson: Módel af sviði í The Comedy of Errors. — Hvert er nýjasta lagið þitt? — Það er: Hvers vegna? — Danslag ? — Já, það er í foxtrotttakti. — Hvert af lögunum þín- um hefur orðið vinsælast? — Tvímælalaust Litla flug- an, hún flaug um allt. Einn góður kunningi minn sagði eitt sinn við mig þegar bún var Félagarnir Magnús og Sigfús hvað mest sungin: Mikið óskap- lega hata ég þig fyrir að ég vakna alltaf við það á morgn- ana að börnin mín syngja Litlu fluguna! „Ekki tiég að sitja á skéBabekk...“ Og nú er lifandi maðurinn í glugganum búinn að festa ör- ugglega skeggið á þykjast- manninn og kemur því til okk- ar. Hann er með alskegg eins og langafar okkar forðum, með- an kerlingarnar þeirra höfðu enn ekki gert kröfu til að þeir keyptu sér rakhníf. Og ungt, góðmannlegt og sviphýrt and- lit hans fer vel í þessari ljósu skeggumgerð. I honum mætast austrið og vestrið, austfirzkar og vestfirzkar ættir; alinn upp í Reykjavík. Máski þekkið þið hann ekki öll, en hann hefur oft og vel glatt augu ykkar flestra; þetta er hann Magnús Pálsson, jsem séð hefur um leiktjöld Lei'kfélagsins undan- farið. — Hvað er langt síðan þú fórst að mála leiktjöld, Magn- ús? — Eg byrjaði að læra leik- tjaldagerð árið 1848 í Englandi og var við það í tvö ár. Svo kom ég heim og málaði tjöld hjá Leikfélagi Reykjavíkur í tvö ár. Eg var einnig í Hand- íðaskólanum 1 ár við teiknun og tók þar teiknikennarapróf. Svo fór ég aftur út til að læra meira, til Vínar, og var þar 1955-1956. Eg vildi gjarna fara eitt ár eða tvö til, því ég álít ekki að menn verði full- numa í þessu starfi með því að sitja á skólabekk í nokkur ár. Það er líka engu síður nauð- synlegt að kynnast mismun- andi aðferðum og sjónarmiðum í ýmsum löndum. -— Hvert var fyrsta verkefn- ið hér ? — Fyrsta verkefnið var Elsku Ruth. Svo málaði ég tjöldin í Marmara og í Segðu steininum, nokkru síðar. Eftir það málaði ég lítið sem ekkert í Iðnó í nokkur ár, en nokkur tjöld í Þjóðleikhúsinu: í Heil- aga Jóhönnu, ballettinn Eg bið að heilsa, eftir Karl O. Runólfs- son, ennfremur í Einkalíf, Antigonu og síðast Djúpið blátt. — Og síðan hefurðu starfað fyrir Leikfélagið? — Já, eftir að ég kom heim frá Vín hef ég starfað fyrir Leikfélagið. Byrjaði eftir heim- komuna á Þrjár systur, eftir Tsjekoff, þá Browningþýðing- Sunnudagur 2. febrúar 1958 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Kaupsfefnan Framhald af 12. síðu. firmu framleiðslu sína í hverj- um vöruflokki. Þannig sýna 969 verksmiðjur vefnaðarvörur og 944 allskonar búsáhöld, én alls sýna nær því 10 þúsund firmu þarna framleiðslu sina. Iðnsýning í 40 skáhim. Þá er iðnsýningin sem fer fram aðeins fyrri hluta árs (Leipzig sýningin er tvisvar ár- lega — í marz og september) dkki veigaminni. Hún er á sér- stöku svæði í útjarðri borgar- innar. Sýningunni er komið fyrir í 40 stórum skálum og skiptist aðallega í eftirtalda flokka: byggingavélar- og vör- ur, raforkuvélar og tæki, land- búnaðarvélar, járnsmiðavélar og trésmíðavélar og verkfæri, málmvinnslu- og námuvélar og loks allskonar farartæki. Á þessu svæði sem nær yfir 6 milljón ferfet, hafa einnig ein- stök lönd stóra sérskála. Kaupendur frá 80 þjóðum. Kaupstefnan í Leipzig er talin vera helzta alþjóðlega miðstöð viðskipta á sviði al- þjóðlegra vörusýninga. Kaup- stefnuna í marz munu sækja kaupendur frá 80 löndum og verður að venju margt um manninn kaupstefnudagana, Að venju er mjög fjölbreytt dag- s'krá í leik- og tónlistarlífi bæjarins meðan hún stendur. Þarna er tilvalið tækifæri til að sýna íslenzkar framleiðslu- vörur, enda sýndu SÍS, Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna og Síldarútvegsnefnd þar vörur í fyrra og munu sýna á næstu. haustkaupstefnu. Umboðsmenn Kaupstefnunn- ar í Leipzig hér á landi, þeir 4 “ f £ — Ljósm. Sig. Guðmundssonar ata ég þig una, Grátsöngvarann- og nú síð- ast Glerdýrin. Þið farið víst ekki í graf- götur með að þetta gerðist í Sýningarsalnum í Alþýðuhús- inu við Hverfisgötu. Þar er þessa dagana sýning þeirra Sig- fúsar og Magnúsar á leiktjalda- myndum, og sviðsmódelum, svo og búningum. — Sýningin er opin daglega frá kl. 10 árdeg- is til kl. 10 síðdegis. Þetta er fyrsta sýningin hér af slíku tagi. Sigfús Plalldórsson sýndi ísleifur Högnason og Haukur, Björnsson, veita allar upplýs- ! ingar um hana og ennfremur raunar eitt leiktjöldum sinn nokkuð af Listamannaskál- anum, en þá ásamt málverkum. aðgangskort, sem jafnframt J.B. t gOda sem vegabréfsáritun. Þá þarí ekki lengur að deila um það: Sjo sinnum fleiri lesa Guðrúnm frá Lundi au Oavíð Siefánssou ‘ Og fleiri lesa Elínborgu, Oscar Clausen og Filipíu en þá Þóri Bergsson, Ólaf Jóhann, Einar Kvaran og Davíð Oft er deilt um þaS hver sé mest lesni höfundur þjóð- arinnar, og hætt er við að svo muni enn verða. I í gær barst Þjóðviljanum skýrsla Guðmundar G. Hagalíns, eftirlitsmanns og skipuleggjara almenningsbókasafna í byggðum landsins. Er hún fyrir árið 1956. Samkvæmt þeirri skýrslu eru bækur Guðrúnar frá Lundi mest lesnar í 9 kaupstöðum landsins og 22 kauptúnum og sveitum, en Guðmundur Hagalín kemur sjálfur á hæla henni. í skýrsl- um þessum er miðað við útlán bóka í almenningsbókasöfnum. Um þetta segir svo í skýrslunni: „Skýrslur, er greini hve mörg bindi eru lesin á ári eftir hvern íslenzkan höfund liggja ekki fyrir nema frá 9 bókasöfnum í kaupstöðum, 10 í kauptúnum, þar af 4 á Vestfjörðum, 4 á Norðurlandi og 2 á Austurlandi, og 12 sveitum, þar af 2 á Vest- fjörðum, 6 á Norðurlandi, 1 á Austurlandi og 3 á Suðurlandi, eða samtals 31 bókasafni, 7 á Vestfjörðum, 13 á Norðurlandi, 4 á Austurlandi of 7 á Suður- landi.“ Skýrslur þessar eru því lan’gt frá því að vera tæmandi. Sam- kvæmt þeim er Hagalín mest lesni höfundurinn í 4 kaupstöð- um: ísafirði, Siglufirði, Húsavik og Neskaupstað og Guðrún frá Lundi í 4: Akureyri, Akranesi, Kópavogi, og Vestmannaeyjum. Og hér er svo skýrsla ym 30 mest lesnu höfundana 1 þeim kaupstöðum, kauptúnum og sveitum sem skýrslur þessar ná til: bindi: 1. Guðrún frá Lundi 1776 2. Guðmundur Hagalin 1413 3. Halldór Laxness 884 4. Jón Bjömsson 879 5. Ragnheiðuir Jónsdóttir 791; 6. Kristmann Guðmundsson 735 7. Guðmundur Daníelsson 702 8. Jenna og Hreiðar 613 9. Þórunn Elfa 554 Framh, á 6. síðui

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.