Þjóðviljinn - 02.02.1958, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 02.02.1958, Blaðsíða 6
hÓ) _ ►KJ.óÐVnJÍNN — Sunnudagur 2* februar 1958 0IÓÐVIUINN Útsefandl: Samelnlngarflokkur alÞýBu - Sósiallstaflokkurlnn. - Ritstjórar Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. — Préttaritstjóri: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Sigurjónsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson, Sigurjón Jóhannsson. — Auglýs- Inga8tjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prent- amiÖJa: Skólavörðustíg 19. ~ Síml: 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 25 4 mkn. i Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsst. — Lausasöluverð kr. 1.50. Prentsmlðja Þjóðviljana. Tveir menn kvaddir 17rjáls þjóð kom út í fyrra- dag og væri fróðlegt að vita hversu margir af 1.831 kjósendum flokksins fella sig við þau einstæðu tryllingsskrif sem fylla síður blaðsins. Hér skulu nefnd nokkur dæmi: "J í blaðinu er hvergi minnzt -*-• á það einu orði að Þjóð- varnarflokkurinn hafí tapað einasta bæjarfulltrúa sínum i Reykjavík; hvað þáaðminnzt sé á bæjarfulltrúana sem flokkurinn átti í Vestmanna- eyjum og á Akureyri og hafa nú einnig lent hjá íhaldinu. CV í blaðinu er því haldið “• fram með miklum hávaða að stjórnarflokkarnir allir hafi orðið fyrir feiknarlegu fylgis- hruni í Reykjavík — enda þótt staðreyndin sé sú að Framsókn yki fylgi sitt hlutfallslega, Al- þýðubandalagið héldi nákvæm- lega sanja hlutfalli og Sósíal- istaflokkurinn hafði 1954, og Alþýðuflokkurinn tapaði einn hlutfallslega. Q í blaðinu er þessi skýring *•• gefin á tapi Þjóðvamar- flokksins: „Núverandi rfldsi- stjóm hefur kallað yfir vinstri hreyfinguna í landinu slíkar ó- vinsældir, að það bitnar einnig á Þjóðvarnarflokknum, sem þó hefur harðlega átalið vanefnd- ir og dugleysi ríkisstjómarinn- ar“. Með öðrum orðum: Menn hefndu sín á ríkisstjóminni með því að hætta að kjósa flokkinn sem hefur beitt sér gegn henni af hvað mestum skapofsa. Blaðið segir að með kosn- •*• ingunum hafi vinstri menn verið að „tjá ríka and- úð sína á samvinnu við komm- únista . . • stjórnmálasamtök vinstrimanna, þar sem komm- únistar eru innanborðs eru vígð dauðanjum“. Samt er stað- reyndi.n sú að þeir tveir vinstri flokkanna, sem hampað hafa kommúnistagrýlunni af hvað . mestum ákafa og aðstoðað í- haldið leynt o'g Ijóst, Þjóðvarn- arflokkurinn og Alþýðuflokkur- inn, hafa einir tapað fylgi og það frá þriðjungi og upp í helming atkvæða, en Framsókn sem að verulegu leyti hefur neitað sér um þann munað bætir við sig. IVannig mætti lengi telja. Mál- ■* flutningur Frjálsrar þjóð- ar um úrslit kosninganna er ekki byggður á heiibrigðri skynsemi og raunsæju mati, heldur á skapofsa Valdimars Jóhannssonar og þeim sér- kennilegu geðsmunum Þórhall- ar Vilmundarsonar, sem hann taldi einu sinni meginkosti Þjóð- varnarflokksins. Og ekki tek- ur betra við þegar blaðið reyn- ir að draga ályktanir af kosn- ingaúrslitunum í heild. Það ber fram þá kröfu af enn meira óðagoti en nokkurntíma Morg- unblaðið að þegar ”erði slitið allri vinstri samvinnu og í- haldið taki við stjómartaum- unum án tafar: „Unnið tjón verður ekki aftur tekið. Öllum er bezt að horfast í augu við staðreyndirúar. Nýtt valda- skeið Sjálfstæðisflokksins blas- ir við“. Og svp óðfúsir eru ráða- menn Frjálsrar þjóðar í völd íhaldsins að þeir skirr- ast ekki við að beita hótun- um um ofbeldi, ef samvinna vinstri flokkanna heldur á- fram! Blaðið segir að ef nú- verandi stjórn ætli að halda áfram störfum sínum hljóti hún að gera harkalegar ráð- stafanir í efnahagsmálum, sem komi illa við valdamikla aðila í Sjálfstæðisflokknum, og held- ur áfram: „Þesái staðreynd myndi færa Sjálfstæðisflokkn- um; sem nú heimtar völdin, upp í hendur tilvalið tækifæri til þess að koma af stað múg- æsingum og óeirðum, sem stjórnin hefur varla aðstöðu til að reisa rönd við“. Slíkar ofbeldishótanir þorir Morgun- blaðið ekki að nefna sjálft — en það er auðvitað mjög æski- legt. að geta komið þeim á framfæri engu að síður. Sem enn eitt dæmi um dómgreind og skilning þeirra manna sem ráða skrifum Frjálsrar þjóðar má geta þess að blaðið telur að eina ráð stjórnarinnar til að svara ofbeldi íhaldsins væri að „stofna varalögreglu eða jafnvel kalla á vettvang erlent herlið. Sjálfstæðisflokkn- um Væri að sjálfsögðu ósárt um, þótt kommúnistar yrðu að súpa úr því liófspori að láta bandarískt liernámslið verja stjórnarstólana fyrir sig eða stofna að öðrum kosti varalög- reglu í skyndi“.'.! Blaðið telur sem sé að bandaríska hernáms- liðið sé hér statt til þess að berjast gegn valdaráni Sjálf- stæðisflokksins. Skyldu af- glapalegri skrif nokkurn tíma hafa sézt í íslenzku blaði? ^essi skrif Frjálsrar þjóðar (og hér eru aðeins tekin örfá dæmi) ættu að vera öllu öðru betur til þess fallin að sanna kjósendum Þjóðvarnar- flokksins hvers konar menn það eru sem hafa söisað undir sjg forustu flokksins. Engin getur lengur verið í vafa um það að Valdimar Jó- hannsson er útsendur agent og hefur aldrei verið annað. Eng- inn þarf lengur að vefengja að Þórhallur Vilmundarson er í bezta falli fáfróður innhverf- ur sérvítringur. Ekki mun oft- ar gefast tilefni til að ræða hlutverk þeirra í íslenzkum stjórnmálum, og því skulu þeir nú kvaddir hinztu kveðju, á sama tíma og aðrir Þjóðvarn- armenn eru boðnir velkomn- ir í samtök vinstri manna til þeirrar baráttu gegn íhaldi og hemámi sem aldrei hefur ver- ið brýnni en nú. Sfaðreyndir um úrsllfin í Reykjavík íínn halda íhaldsblöðin og — auðvitað — Frjáls þjóð á- fram að reyna að falsa úrslit síðustu bæjarstjórnarkosn- inga, einkanlega úrslitin hér í Reykjavík. Þar er aðeins um einn samanburð að ræða, kosningarnar 1954 og nú, því Alþingiskosningar eru háðar á allt öðrum forsendum eins og allir vita af reynslunni; auk þess sem bandalag Framsókn- arflokksins og Alþýðuflokks- ins í síðustu þingkosningum gerir allan slíkan samanburð óhugsanlegan. Þegar tekið er tillit til aukningar á kjörskrá lítur dæmið þannig út í Reykjavík: íhaldið fékk 15.642 atkvæði 1954. Til þess að halda ó- breyttu hlutfalli nú þurfti það að fá 17.137 atkvæði. Það fékk 20.027 atkvæði. Raun- veruleg aukning nemur þannig 2.890 atkvæðum eða 16.8%. Framsókn fékk 2.321 at- kvæði 1954. Til þess að halda óbreyttu hlutfalli nú þurfti hún að fá 2.543 atkvæði. Hún fékk 3.277 atkvæðí. Raun- veruleg aukning nemur þann- ig 734 atkvæðum eða 28.9%. Sósíali staf loklcu rinn fékk 6.107 atkvæði 1954. Til þess að halda óbreyttu fylgi nú þurfti Alþýðubandalagið að fá 6.691 atkvæði. Það fékk 6.698. Fylgið hélzt þannig algerlega óbreytt. Alþýðuflokkurinn fékk 4.274 atkvæði 1954. Til þess að halda óbreyttu hlutfalli nú þurfli hann að fá 4.682 at- kvæði. Hann fékk 2.860 at- kvæði. Raunverulegt tap nem- ur þannig 1822 atkvæðum eða 34.6%. Þjóðvamarflokkurinn fékk 3260 atkvæði 1954. Til þess að halda óbreyttu hlutfalli nú þurfti hann að fá 3.604 at- kvæði. Hann fékk 1.831 at- kvæði. Raunverulegt tap nem- ur þannig 1773 atkvæðum eða 49.2%. Þannig eru staðreyndirnar. íhaldið og Framsókn auka fylgi sitt. Fylgi Alþýðubanda- lagsins helzt óbreytt. Alþýðu- flokkurinn tapar þriðja hluta fylgis síns. Og Þjóðvörn tapar helmingi fylgis síns. Hvemig geta menn enzt til að falsa svo augljósar niðurstöður? 1 því skyni einu að fá færi á að draga rangar ályktanir af staðreyndum. , Hvaðd kreylingcsr urðu á bæj- aiiulltrúunft í kesupsiöðunum? Breytingar á bæjarfulltrú- um í kaupstöðum landsins urðu þessar: Ihaldið bætti við sig sex bæjarfulltrúum, í Reykjavík (tveimur), Keflavík, Sauðár- króki, Akureyri og Vest- mannaeyjum — og tapaði ein- um, á Seyðisfirði. Alþýðubandalagið bætti í samanburði við Sósíalista- flokkinn 1954 við sig bæjar- fulltrúa á Siglufirði; listi frjálslyndra á Sauðárkróki sem Alþýðubandalagið studdi eitt flokka fékk tvo fulltrúa en hafði engan áður; og á Isafirði hefur Alþýðubanda- lagið nú einn bæjarfulltrúa í hópi vinstri manna samkvæmt samningi en haiði engan áð- ur. Alþýðubandalagið hefur hvergi tapað bæjarfulltrúa í kaupstöðunum. Framsókn hefur bætt við sig tveimur bæjarfullrúum, á Seyðisfirði og Neskaupstað — en tapað tveimur, á Sauðár- króki og Siglufirði. Alþýðuflokkurinn hefur hvergi bætt við sig bæjarfull- trúa en tapað 5, í Reykjavik, Keflavík, Sauðárkróki (tveim- ur) og Neskaupstað. Auk þess hefur flokkurinn nú 3 bæjar- fulltrúa á Isafirði, en hafði fjóra áður, og er það sam- kvæ'mt samningum vinstri flokkanna þar. Þjóðvörn hafði þrjá bæjar- fulltrúa á síðasta kjörtíma- bili, í Reykjavík, Vestmanna- eyjum og Akureyri, en hefur misst þá alla — yfir til íhalds- ins. Sjö sinnum fleiri Framhald af 3. síðu. 10. Þórbergur Þórðarson 11. Jón Sveinsson 12.. Ármann Kr. Einarsson 13. Gunnar Gunnarsson 14. Gils Guðmundsson 15. Jón Trausti 16. Stefán Jónsson 17. Margrét Jónsdóttir 18. Elinborg Lárusdóttir 19. Oscar Clausen 20. Filippía Kristjánsdóttir 21. Gunnar M. Magnúss 353 22. Vilhjálmur S. Vilhjálmss. 335 23. Stefán Júlíusson 303 24. Sigurjón Jónsson 278 25. Þórir Bergsson 273 26. Ólafur Jóh. Sigurðsson 272 27. Davíð Stefánsson 270 28. Jóhann M. Bjarnason 242 29. Dagbjört Dagsdóttir 240 30. Einar Kvaran 216 Auðséð er af skýrsiu þessari að verulegur hluti lesendanna eru börn og unglingar. Kvöldvaka í Fríkirkjunni Enskar vetrarkápur Mjög glæsllegf úcvai á vegum Fóstbræðrafélags Frí- kirkjusafnaðarins í Rvík, verður í Fríkirkjunni í kvöld kl. 8.30. Til skemnitunar verður: Organisti kú'kjunnar, Sigurður ísólfsson, leikur á krikjuorgel- ið. — Söngvararnir Guðmund- ur Guðjónsson og Ólafur Magnússon frá Mosfelli syngja einsöng og dúetta. — Ræðu flytur sr. Bragi Friðriksson og að lokum einlaikur kirkjuorg- anistans. — Aðgangur er ó- keypis og allir velkomnir. MARKAÐURINN * Laugavegi 89. Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.